Morgunblaðið - 27.05.1965, Síða 23

Morgunblaðið - 27.05.1965, Síða 23
Fimmtudagur 27. maí 1965 MORGUNBLADIÐ 10 þúsund kr. rjjöf til Skálholts HALL.DÓR Sigurðsson, sem bóndi var að Þverá í Vestur-Hópi í 30 ár, hefir gefið 10,000 krónur til Skálholtssöfnunar. Hann hef- ir áður lagt hönd að verki til þess að endurreisa og bæta, því að það var að hans frumkvæði og með hans framtaki að Borgar- virki í Húnavatnssýslu var endur reist 1950. „Mér finnst þjóðin ekki gera enn þá nógu mikið fyr- ir Skálholt. Hún á að hjálpa ykkur í þessu máli, fyrst og fremst sjálfrar sín vegna“, sagði hann við formann Skálholtssöfn- unar á skirfstofunni í Hafnar- stræti 22 í gærmorgun. Dr. Benjamín þakkaði hina höfðing- legu gjöf, og sagðist verða þess Ifalldór Sigurð'sson (t.v.) og dr. Benjamm Eiriksson. rar að margir hugsuðu vel til ikálholts, sem mundi eiga mikla ramtíð. framtíð ----------- --------31 koma til með að þola fullan sam- jöfnuð við hina miklu sögu Skálholts liðna tímans. Þorsfeinn Jónsson á Úlfsstöbum: Rdgstilraun í stað raunsæis „Að sögulegum uppruna er spá dómsgáfan eyðimerkur og ein- setufyrirbæri, enda komu hinir miklu spámenn fortíðarinnar fram með þjóðum, sem áttu skammt í eyðimörkina. Samt er dvöl í sandauðn undir steikjandi hitabeltissól ekki eina ráðið til að öðlast skyggni, sem spannar yfir sólkerfi og vetrarbrautir, og spádómsgáfu, sem túlkar leynd- ardóma óþekktrar tilveru. Ef svo væri, hefðu íbúar þessa kalda lands aldrei eignazt neinn spá- mann. Svo afskiptir úrðum við ekki.“ --------„Þar æsir hann ofsa sinn, sem nærir sefjunarmátt hans og magnar með sér ófreska skyggni, sem hann telur sér opna alla heima, upphefja fjarlægðir í tíma og rúmi og gera hann handgenginn lífverum sólkerf- anna.“ --------„Hann býður þjóð sinni upphefð forystuhlutverks- ins, að opna mannkyninu óþrot- legan lífveg yfir stjörnur og vetr arbrautir, Akureyri, 22. maí. ÁTTATÍU nemendur 4. bekkjar Gagnfræðaskólans á Akureyri leggja upp í ferðalag til Ála- sunds í Noregi n.k. miðvikudags- kvöld ásamt skólastjóra sínum og nokkrum kennurum og kenn- srafrúm, alls 88 manna hópur. Komið verður aftur heim á sunnudagskvöld. Farið verður með erlendri leiguflugvél frá Akureyrarflug- velli beint til Álasunds og dval izt þar fram á súnnudag. Einnig verður ferðazt um nágrennið, m.a. inn í Geirangursfjörð. Þetta er í fyrsta sinn, sem skólaferð er farin til útlanda á vegum GA. Álasund varð fyrir valinu sem ákvörðunarstaður, m.a. vegna þess að bærinn er vinabær Akureyrar og milli íbú- anna hefur alltaf verið bezta frændsemi. Þar að auki er nátt- úrufegurð mikil þar um slóðir. Ýmsir einstaklingar hafa unn- ið mikið starí við undirbúning --------,,Á yfirnáttúrlegar vitrómir sínar lætur hann engan vafa falla, en æsir sig upp í efa- skyn guðlegs umboðs —“ Nýlega las ég þetta meðal ann- arra orða í bók dr. Matthíasar Jónassonar, Veröld á mÚli vita, og er höfundur þar að ræða um spámenn sem hann segir að sé það fyrirbæri, sem verst hafi þol- að ljós vaxandi þekkingar. Og þótt ekki sé þarna nefnt nafn neins íslendings, þá er ekki um að villast, að þessu er beint að dr. Helga Pjeturss, sem látinn er nú fyrir meir en 16 árum. Eins og vikið er þarna að, þá talaði dr, Helgi um líf- og vitsambönd á milli stjarna og vetranbrauta og islenzkt þjóðarhlutverk í sam bandi við það. Og á niðurstöður sinar, sem voru að vísu ekki neinar yfirnáttúrulegar vitranir, lét hann „engan vafa falla.“ En hvort er þá hér ekki um að ræða réttan skilning dr. M. J. á dr. Helga og stuðningi við rétt- an málstað, fyrst svo örugglega má þekkja að við hann ér átt? Var dr. Helgi í rauninni nokkuð annað en skrumari, sem reyndi að hefja sig á því einu að slá ferðar skólafólksins til Norags, ekki sízt þeir Arne Lervik og Oscar Ingebrigtsen. Einnig hafa porræna félagið á staðnum og bæjaryfirvöld lagt þar hönd á plóginn. Skólafólkið mun sitja veizlu bæjarstjórnar Álasunds á föstu- dags- og laugardagskvöld og knattspyrnukáppleikur við jafn- aldra í Álasundi er ákveðinn á föstudag. Gagnfræðingarnir frá Akur- eyri hafa unnið ötullega í vetur við öflun farareyris m.a. með skemmtunum í skólanum og út- gáfu auglýsingablaðsins Snar- fara. í því sambandi eru þeir þakklátir fyrirtækjum þeim, sem auglýstu í blaðinu, og Jóni Samú elssyni, auglýsingastjóra, fyrir aðstoð við útgáfuna. Mikil tilhlökkun oig eftirvænt- ing ríkir meðal gagnfræðinganna sem flestir gista nú framandi land í fyrsta sinn. — Sv. P. ryki í augu manna og halda því fram, sem ekki er? .Bezta ráðið til að svara þvi er að rekja starfsferil hans. Eins og dr. M. J. er sennilega ekki ókunnugt um, þá var dr. Helgi vel lærður náttúrufræðing ur. Hann var afburðaniámsmaður í skóla, sem sannar hvorttveggja, góðar gáfur og ástundun, en góð ástundun hygg ég að venjulega sé ekki einkenni skrumara. Varð andi íslenzka jarðsögu gerði hann stærri uppgötvun en nokk- ur annar íslenzkur jarðfræðing- ur hefir gert, og hafði hann þar þó á móti sér ríkjandi skoðana- vald annarra fræðimanna. Segir hinn á ágæti náttúrufræðingur og bóndi, Jakob Líndal á Lækja- móti, að þær athuganir dr. Helga sem þar standi að, séu vandlega gerðar og trúar. Og að hinni síð- ari uppgötvun sinni og hinni meiri vil ég nú segja, að hann hafi komist fyrir samskonar at- huganir. Að niðurstöðu sinni um heimssamband lífsins og vitsins komst hann ekki með því að æsa upp ofsa sinn og „magna með sér ófreska skyggni“, eins og dr. M. J. kemst að orði, heldur fyrir það að gera sér betur grein fyrir því en áður hafði verið gert, hvernig og hvað draumar sofandi manns eru. í rannsókn- arferð sinni til Grænlands, sem hann fór á tiltölulega ungum aldri eða skömmu fyrir síðustu aldamót, varð hann fyrir því ó- happi, sem hann bjó að æ síðan, að ofþreytast af svefnskorti, og varð það til þess, að hann fór sér staklega að hugleiða nauðsyn svefnsins. Og er hann, til þess að öðlast þar skilning, fór að at- huga drauma sína, þá varð hon- um Ijóst, að þeir eru í rauninni nokkuð það, sem hinn sofandi maður getur alls ekki framleitt af einum saman eigin rammleik. Niðurstaða hans varð því sú að lokum, að draumur eins sé ævin lega að undirrót vökulíf annars, og vil ég skora á hvern sem væri að færa sönnur á, að slíkt sé ekki og geti ekki staðist. Og með því að finna þannig draumasam- bandið og að það sambnd hlýtur a.m.k. stundum að vera út fyrir jörðina, var um leið fundið líf- samband það, sem gerir skiljan- lega næringu þá er með svefn- inum veitist, og hefði dr. M. J. áreiðanlega tekizt betur þarna í bók sinni varðandi spámannseðl- ið og fleira, hefði hann fært sér þann skilning í nyt. Það er alveg ófullnægjandi skilningur á undir rót sumra þjóðsagna, krafta- verkafyrirbæra og spámannsinn- blásturs að tala um trúgirni og barnaskap fólks, því mörgu því, sem þar ræðir um, verður ekki neitað með réttu. En hver verður þá niðurstaðan varðandi dr. Helga í þessu efni? Niðurstaðan verður sú, að einnig í sumum greinum sálfræðinnar hafi hann verið raunsærri og meiri vísindamaður en nokkur íslenzkur sálfræðingur, og að ís- lenzkir sálfræðingar ættu því að láta falla niður allar rógstilraun- ir í hans garð. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. Heímsækia vina- bæinn í Noregi 23 — Indónesar Framhald af bls. 17 — þá er það vegna þess, að ég þekki þjáningar fólksins, vegna þess að ég þekki ástand ið, og vegna þess, að ég þekki vísindi, sem eru óbrigðul — Marxisma.“ Mikilmennskubrjálæðið er alls ráðandi í höfuðborginni. Alls staðar eru stórar mynd- ir og skilti. Sukarno. Sukarno. Skoðanir hans, hvort sem hann ræðir um stjórnmál, konur eða hagfræði, eru heilagur sannleikur. Það er þyí ekki að undra, áð ekki skuii vera hægt að ræða ástandið við útlendinga hér, án þess að talið berist fyrr eða síðar að Hitler. Undanfarna sex mánuði hef ur Sukarno treyst bönd sín við Pekingstjórnina, en jafn- framt látið í ljós andúð sína á Sovétríkjunum, ekki síður eri Bandaríkjunum. Sovétríkin hafa látið Indó- nesíu í té vopn og tæki til þungaiðnaðar fyrir allt að því milljarð dala. Þrátt fyrir það, hefur Sukarno enga dul á það dregið, að hann styður stefnu Pekingstjórnarinnar í deilum þeim, sem nú ríkja í röðum kommúnista. . Hins vegar dylst engum auk in áhrif kommúnista í inn- anlandsmálum. „Enginn veit nákvæmlega, hvenær sá dag- ur kemur ,að Indónesía verð- ur að hreinu kommúnista- ríki“, segir einn bandarískur sendimaður, „en hann kem- ur“— Sennilega hefur Bandaríkj- unum hvergi verið sýnt eins mikil lítilsvirðing og í Indó- nesíu. Sukarno segði við Jones sendiherra á opinberum fundi á sl. ári: „Til andsk. með alla ykkar aðstoð“. Stjórnendur bandaj-ískra gúmekra fengu þau skilaboð í apríl sl., að ef þeir létu ekki stjórninni í Djakarta eftir öll yfirráð ekranna, væri ekki hægt að tryggja persónulegt öryg^i þeirra. Stórum skiltum hefur verið komið upp, þar sem „Sam frændi“ er sýndur fótum troð inn af Indónesum. Bandarísk- ir bílar hafa verið grýttir. Lokað hefur verið fyrir raf- magn, gas og vatn til banda- rískra sendiráðsstarfsmanna, og margsinnis hefur óður lýð- ur ráðizt gegn skrifstofum Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna. Baráttan gegn út- lendingum nnáði hámarki í apríl sl., er Sukarno tilkynnti, að rikið hefði slegið eign sinni á öll erlend fyrirtæki. Gætu múhameðstrúamienn ráðið úrslitum? Margir, sem fylgzt hafa náið með þróuninni í Indónesíu, eru á þeirri skoðun, að væri það ekki fyrir áhrif múhameðs trúarmanna í landinu, væri framgangur kommúnismans í Indónesíu nú mun meiri en raun ber vitni. Nýlega hefur komið til óeirða á Austur- Java milli múhameðstrúar- manna og kommúnista. Hins vegar hefur Sukarno reynt að halda þessum and- stæðingum sínum í -skefjum, með því að vinna gegn öllum stuðningi við þá. Hefur sú við- leitni hans ekki verið árang- urslaus. Her Indónesíu var lengi vel ein helzta von þeirra, sem óskuðu eftir nánara samstarfi við Vesturlönd. Árum saman hafa ráðamenn hersins lýst því yfir, að Kína væri erki- óvinurinn. . Margir ráðamenn í Djakarta, þ.á.m. varnarmála- ráðherrann, Nasution, byggði andstöðu sína gegn Malaysíu á því, að 40% þeirra, sem land ið byggðu, væru af kínversku bergi brotnir, og myndi Pek- ingstjórnin ætla sér að nota landið (Malaysíu) til árása á Indónesíu. Fyrir tveimur árum gaf Suk karno yfirmönnum hersins skipun um að breyta afstöðu sinni. Þeim var tilkynnt, að héðan í frá ættu þeir ekki að telja Kína til óvinveittra landa. Bretland og Bandarík- in væru hættulegustu fjand- mennirnir. Ný samtök? Vestrænir stjórnmálamenn hallast nú að þeirri skoðun, að Sukarno ætli sér að taka höndum saman við byltingar- sinna í Afríku og Asíu — og Pekingstjórnina, sem eykur stuðning sinn við Sukarno frá degi til dags. Sukarno, sem sagði land sitt úr samtökum Sameinuðu þjó.ðanna, vinnur nú að því að hrinda í fram- kvæmd hugmynd sinni um stofnun nýrra alþjóðasam- taka, sem koma eigi í stað S. Þ. — Hefur Sukarno vald og efni til að gerast leiðtogi mestu öfgamanna heims? Það kann að virðast fjar- stæða. Verðbólga hefur nær sett allt efnahagskerfi Indó- nesíu úr skorðum. Væri ekki góðri rísuppskeru hvað eftir annað fyrir að þakka, auk er- lendra lána, þá myndi algert öngþveitisástand ríkja. Ut um sveitir á Java dregur fólk víða með naumindum fram lífið. Landher Indónesíu, flugher inn, sem búinn er sovézkum vopnum, og sjóherinn, hafa um árabil verið orsök gífur- legs greiðsluhalla á fjárlög- um. Ef til alvarlegra átaka kæmi, gæti svo farið, að allt efnahagskerfið færi endan- lega úr skorðum. Brostnar vonir Þrátt fyrir þessar staðreynd ir, gengur enginn þess dul- inn, að Sukarno getur reynzt heiminúm hættulegur maður. Þrálátur orðrómur er uppi um, að Sukarno hafi beðið Chou en Lai um aðstoð Pek- ingstjórnarinnar í baráttunni við Malaysíu. Allt bendir til þess, að stefna Bandaríkjanna í mál- efnum Indónesiu hafi engu komið til leiðar. — Háskólasjóður Framhald af bls. 8. skólann eftir ákvörðun Há- skólaráðs. Skýrði Grettir svo frá, að næstu daga yrðu háskólaverði afhentar 50 þús. krónur úr sjóðnm til frjálsrar ráðstöfun- ar. Þegar talsmaður blaðsins hitti þá bræður aðtmáli, lét Árni honum í té mjog fróðleg ljósrit af uppdrætti af byggð Vestur-íslendinga við Winni- pegvatn og af ráðuneytisbréfi um heimild til handa íslend- ingum til þess að byggja það svæði einir, og eru birtar myndir af hvoru tveggja nxeð þessari grein. GUÐJÓN ÞORVARÐSSON löggiltur endurskoðandi Endurijkoðunarskrifstofa Sími 30539. Somkomur Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Margir taka til máls. Mikill söngur og fjölbreyttur. Fórn tekin til styrktar Minn- ingarsjóði Margrétar Guðna- dóttur. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 8.30 talar Svein- björn Olafsson metódistaprest ur frá Mineapollis. Allir vel- komnir! Takið eftir: Síðasta samkoma kommandör Wester- gaard og frú er laugardag og sunnudag. Ekki mánudag eins og auglýst áður!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.