Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 16
MORCUNBLADID Fimmtudagur 27. máí 1965 10 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. SÍLDAR VERTÍÐIN A ðalsfldarvertíð landsins er ' ■í*’ nú framundan. Síldveiði- skipin eru sem óðast að búa sig undir veiðarnar í verstöðv unum um land allt. Veiðihorf ur fyrir Austurlandi eru tald- ar góðar, og þau örfáu skip, sem þegar eru komin á miðin eru farin að veiða. En síldin er ennþá nokkuð djúpt. Vís- indamennirnir telja þó, að hún sé komin inn í kalda sjó- inn út frá ströndinni. Er ekki gert ráð fyrir að ísalögin við landið í vetur séu líkleg til að torvelda síldargöngur í sum- ar. Við íslendingar eigum í dag fullkomnari og betur búinn síldveiðiflota en nokkru sinni fyrr. Það er fyrst og fremst hin nýja tækni, sem gert hef- ur síldveiðar mögulegar í vax andi mæli síðustu árin. Þessi nýja tækni hefur stóraukið framleiðslu landsmanna og átt ríkan þátt í að tekizt hef- ur að halda skaplegu jafn- vægi í efnahagsmálum þjóð- arinnar. ★ Á þessu sumri er líklegt að flutningar á síld milli lands- hluta muni færast mjög í auk ana, ef síldin gengur aðallega upp að Austfjörðum eins og verið hefur undanfarin sum- ur. Síldarverksmiðjur okkar afkasta nú rúmlega 100 þús- und málum í bræðslu á sólar- hring. Þessi verksmiðjukost- ur er dreifður um meginhluta landsins, og ber því brýna nauðsyn til þess, að hægt sé að hagnýta hann eftir föng- um. í fyrrasumar var í fyrsta skipti hafizt handa um síldar- flutninga, sem byggðust á því, að síldinni var dælt úr veiði- skipunum yfir í flutningaskip á hafi úti. Hér vai fyrst og fremst um að ræða tilraun sem bar merkilegan árangur og bendir langt áleiðis um það sem koma skal. En eins og áður er sagt, er mjög þýð- ingarmikið fyrir atvinnulífið í hinum einstöku landshlut- um, að unnt sé að framkvæma síldarflutninga í stórum stíl. ★ Óhætt er að fullyiða, að ís- lendingar geti horft bjartsýn- ir fram á sumarið. Við eigum í dag betri framleiðslutæki til lands og sjávar en nokkru sinni fyrr. Mestu máli skiptir, að vinnufriður haldist, og landsmenn geti gengið að störfum sínum og hagnýtt hina nýju tækni, sem stór- aukið hefur framleiðsluafköst þeirra og lagt grundvöll að stöðugt batnandi lífskjörum alls almennings í landinu. HYGGILEG OG SANNGJÖRN RÁÐSTÖFUN Ijað er tvímælalaust hyggi- leg og sanngjörn ráðstöf- un, að Hannes Kjartansson, aðalræðismaður íslands í New York, hefur verið skipaður ambassador okkar hjá Sam- einuðu þjóðunum. Hann hef- ur mörg undanfarin ár verið einn af fulltrúum þjóðarinnar á allsherjarþingum samtak- anna, og er þar mjög vel kunn ugur gangi mála. Jafnframt hefur hann verið dugandi aðalræðismaður þjóðar sinn- ar í hinni miklu heimsborg. Thor heitinn Thors var eins og kunnugt er, bæði sendi- herra lands síns í Washington og hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Allir, sem til þekktu, vissu að það var geysilegt starf, sem Thor Thors vann að vísu af ötulleik og glæsimennsku. Nú hefur verið talið óhjákvæmilegt að skipa sérstakan sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Mun hinum nýja sendiherra því gefast tækifæri til að helga sig því starfi eingöngu. ★ Enda þótt Sameinuðu þjóð- irnar hafi orðið fyrir ýmsum áföllum og sú hugsjón, sem liggur til grundvallar þeim hafijnætt margvíslegum tor- færum, blandast þó engum hugsandi manni hugur um, að þær eru ein merkasta og öfl- ugasta stofnun sem sett hefur verið á laggirnar til þess að standa vörð um heimsfriðinn og stuðla að heilbrigðri þróun í alþjóðamálum. Róm var ekki byggð á einum degi. Það er heldur ekki hægt að byggja á örskömmum tíma upp al- þjóðasamtök, sem svo að segja allar þjóðir heimsins taka þátt í, og ná á fáum ár- um því takmarki, að tryggja réttlæti og frið um víða ver- öld. Kjarni málsins er, að þró- unin haldi áfram, að þjóðirn- ar ráði deilumálum sínum til lykta í sölum alþjóðasamtaka, í staðinn fyrir að láta vopnin tala. Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar látið mikið gott af sér leiða, og einstakar stofn- anir þeirra vinna mikilvægt menningar- og mannúðarstarf í öllum heimshlutum. Það er okkur íslendingum mikils virði, að eiga dugandi og starfhæfa menn til málsvarn ar innan slíkra samtaka. ★ Utanríkisþjónusta okkar er 0LÍA FINNST Á SVALBARÐA Rússar og bandarískt fyrirtæki hyggjast nýta hana BANDARISKA olíufélagið Caltex hefur fundið olíu á Svalbarða (Spitsbergen), en eyjar þessar eru í ei,gu Norð- manna, svo sem kunnugt er. i júlí n.k. hyggst Caltex hefja boranir eftir bæði olíu og gasi á Svalbarða, og jafnvel fyrr, ef veðurfar leyfir. Boranir þessar munu fara fram í van Mijen-firði, skammt frá svo- nefndu Bell-sundi. Þá hefur rússneska ríkis- fyrirtækið Arktikugol einnig tilkynnt að það hafi fundið olíu á Svalbarða, en Rússarn- ir geta hinsvegar ekki hafið boranir fyrr en norska stjórn- in hefur staðfest olíufund þeirra. Ekki er talið líklegt að það verði fyrr en í ágúst. Einn embættismanna Arkt- ikugol hefur áður lýst því yf- ir að hann væri sannfærður að olíunám geti hafizt á þessu ári. Norðmenn fá 10% xSvalbarði var settur undir norska stjórn með alþjóða- samningum 1920 og 1924. Telja Norðmenn sig því eiga rétt á að taka þátt í olíunámi á eyjunum. Með fyrrgreina alþjóða- samninga að bakhjarli gætu Norðmenn la'gt fram fjórða hluta þess fjármagns, sem til framkvæmda þyrfti, og feng- ið fjórða hluta þeirrar olíu, sem numin væri. Celtex og norska stjórnin hafa hinsveg- ar gert með sér bráðabirgða- samning um að Norðmenn leggi ekkert fjármagn í fram- kvæmdir varðandi olíunám á Svalbarða, en fái hinsvegar 10% af allri olíu, sem numin er. Þessi samningur, og aðrir slíkir, sem kunna að vörða gerðir við Arktikugol, verða að staðfestast af norska Stór- þinginu. Ekki er talið ólíklegt að Rússar muni stinga upp á fyrrnefnda kostinum um kostnaðarþátttöku gegn Vi af olíunni. Auk þeirra, sem fyrr getur, hafa bandarískir jarðfræðing- ar og norskt fyrirtæki einnig leitað olíu á Svalbarða. Loks má geta þess að Caltex var fyrir skemmstu veitt heimild til olíuleitar í Norðursjó. f Island og samstarf NATO-ríkjanna Ráðstefna á vegum Varðbergs haldin í Borgarnesi UM næstu helgi, dagana 28. — 31. maí, efnir Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, til ráðstefnu í Borg- arnesi um „ísland og samstarf Atlantshafsríkjanna". Á ráð- stefnunni verða fluttir 6 fyrir- lestrar, en einnig verða víðtækar umræður þátttakenda sjálfra, kvikmyndasýningar p. fl. Þátt- takendur verða um 35 talsins, aðallega háskólastúdentar, en einnig nokkrir utan af landi. Ráðstefnan, sem fram fer í Hótel Borgarnes, verður sett á föstudaginn 28. maí kl. 14:00 af formanni Varðbergs, Herði Ein- arssyni, stud. jur. Þá mun Ás- geir Pétursson, sýslumaður Mýra og Borgarfjarðarsýslu, flytja ávarp. Fyrsta fyrirlestur ráðstefn- unnar flytur síðan Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri og alþm., og mun hann ræða um „Sam- einuðu þjóðirnar og Atlantshafs ennþá ung, og innan hennar stendur fjölmargt til bóta. Óhætt er að fullyrða að við hagnýtum hana naumast enn nægilega vel til þess að þjóna hagsmunum okkar, þrátt fyr- ir það, að margir prýðilega dugandi og starfhæfir menn vinni í sendiráðum okkar úti í heimi. ríkin“. í framhaldi af fyrirlestr- inum verða hringborðsumræður um þátttöku íslendinga í starfi Sameinuðu þjóðanna og hlut- verk smáþjóða alménnt á vett- vangi samtakanna. Stjórnandi umræðnanna verður Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræð- ingur. Þá verður sýnd kvikmynd um ýmsa þætti í starfsemi SÞ og fluttir af segulbandi kaflar úr ræðum nokkurra kunnra manna, sem komu við sögu sam takanna í upphafi. Á laugardaginn 29. maí verða fluttir 2 f.vrirlestrar, annar um „Atlantshafsbandalagið og vernd friðar í heiminum", sem Bene- dikt Gröndal, ritstjóri og alþm., flytur, hinn um „Atlantshafs- samstarf í nútíð og framtíð“, fluttur af Joseph Harned, sem kemur frá Atlantic Institute í Paris. Að fyrirlestrunum lokn- um verða hringborðsumræður m. a. um framtíðarhorfur í sam- skiptum austurs og vesturs, framtíð Atlanshafsbandalagsins og þýðingu þess fyrir ísland o. fl. Umræðustjóri verður dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri. — Viðstaddur umræðurnar verður Hörður Helgason deildarstjóri, formaður Varnarmálanefndar. Síðdegis á sunnudaginn 30. maí mun Sigurður Bjarnason, ritstjóri og form. utanríkismála nefndar Alþingis, flytja erindi um „Utanríkisstefnu fslands og samstarf Atlantshafsrikjanna“. Að því loknu verða umræður undir stjórn Björgvins Vilmund- arsonar, aðstoðarbankastjóra, um hlutverk utanríkisþjónustunnar, en þær umræður verður við- staddur Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóri. Á mánudag 31. maí, sem verð- ur síðasti dagur ráðstefnunnar, verða fluttir tveir fyrirlestrar. Helgi Bergs, forstjóri og alþm., mun ræða „Efnahagsþróunina í Atlantshafsríkjunum og aðstöðu íslands" og próf. Ólafur Björns- son, alþm., „Þróunarlöndin og Atlantshafsríkin". í umræðum á eftir verður m. a. rætt sérstak- lega um viðskiptahagsmuni ís- lands nú og í næstu framtíð, en þeim umræðum stjórnar Guð- mundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur, og þátttöku ís- lands í aðgerðum til styrktar vanþróuðu ríkjunum, þar sem umræðústjóri verður Tómas Karlsson, ritstjórnarfulltrúi. Þátttakendur munu svo halda til Reykjavíkur síðdegis á mánu- daginn og verður ráðstefnunni slitið þar. Þátttakendur verða sem fyrr segir einkum úr hópi háskóla- stúdenta, auk þess sem m. a. Varðbergs-félögin úti um land munu eiga fulltrúa á ráðstefn- unni. Gegn stefnu de Gaulle Briissel, 26. maí. — NTB. UM 40 leiðtogar sósialistaflokk- anna í löndum Efnahagsbanda- lags Evrópu (EEC), sem sitja nú á fundi í Brússel, gerðu í gær samþykkt sem vítir harðlega kjarnorkuvopna- og Evrópu- stefnu Frakka. Jafnframt var nauðsyn þess, að bandarískir her menn yrðu áfram í Evrópu, undir strikuð rækilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.