Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 27. maí 1965
MORGU N BLAÐID
17
EFTIR beinan og óbeinan
stuðning við Sukarno, Indó
nesíuforseta, hafa Banda-I
ríkin orðið að bíta í það
súra epli, að forsetinn er nú
óvinur þeirra — ekki vin-
ur.
Allt bendir nú til þess,|
að Indónesía sé reiðubúin
til að slíta að fullu öll
tengsli við Bandaríkin, og
verði framvegis framvarða
stöð kommúnista í SA-|
Asíu.
Einn blaðamanna banda-
ríska tímaritsins „U.S.
News & World Report“
heimsótti fyrir skemmstu
Indónesíu, og hefur hann
Sukarno og Chou-en Lai í Djakarta. Stuðningur Pekingstjórnarinnar
virð'i nú.
Sukarno mikils
Indónesar á leið
til kommiínisma
eftirfarandi sögu að segja
um ástandið þar nú:
„Flestir Bandaríkjamenn,
sem dveljast hér í landi, á-
líta, að Indónesía sé nú að
ganga á band stríðsæsinga-
manna kommúnista. Ríkj-
andi skoðun er, að áhrifa-
mikil öfl berjist nú fyrir
því, að indónesíska stjórn-
in lýsi því yfir, að hún
vilji ekkert samstarf hafa
við Bandaríkin lengur.
Ráðamenn kommúnista-
flokks landsins eru odda-
menn í þeirri fyikingu.
Sukarno, forseti, hefur
verið forystumaður í þeirri
baráttu. Enginn getur raun
verulega fullyrt, hvort
hann gerir það sjálfviljug-
ur, eða hvort hann telur þá
stefnu heppilegasta til að
halda friðinn í landinu og
tryggja aðstöðu sína. Hins
vegar virðast þau öfl í
Indónesíu fá, sem stöðvað
gætu framgang kommún-
ismans“.
Mikil fyrirheit
í raun og veru stendur bar-
áttan um annað og meira en
samskipti Indónesíu og Banda
ríkjanna, eða innanlandsstjórn
arbaráttu Indónesíu. Sukarno
stefnir hátt. Hann er sjálfskip
aður foringi þeirra, sém út-
rýma vill öllum vestrænum á-
hrifum í SA-Asíu — allri
Asíu, og Afríku. Hann hefur
einnig leitað samherja í S-
Ameríku.
Sukarno beitir sér mest nú,
er Bandaríkin hafa ákveðið að
láta ekki undan síga í Viet-
nam, hvorki fyrir herliðum
'kommúnista þar, né Kínverj-
um. Hversu fáránlegt, sem það
kann að koma mönnum fyrir
sjónir, að Indónesía, félaust
land og vanþróað, skuli ætla
sér að takast á hendur for-
ystuhlutverk í heimi þeirra
þjóða, sem skemmst eru á veg
komnar, þá er það engu að
síður staðreynd.
Sukarno á sér sterka stuðn-
ingsmenn: Pekingstjórnina. —
Kína, Indónesia, N-Vietnam
og N-Kórea standa fast sam-
an, og þessi lönd vonast til, að
samstaða þeirra eigi eftir að
raska því jafnvægi, sem nú
ríkir milli kommúnistaríkj-
anna og vestrænna landa í
heiminum.
Erfiðleikar Bandaríkjanna
Stefna Sukarno í málum
Malaysíu eru mikið umhugs-
unarefni bandarískra sendi-
manna í Indónesíu. Forsetinn
hefur margsinnis lýst því yfir,
að hann ætli sér að ganga
milli bols og höfuðs á Mala-
ysíu, og þurrka þannig út það
fordæmi, sem landið hefur gef
ið öðrum löndum um friðsam-
leg samskipti við Vesturlönd.
Það líður vart á löngu, þar
til Bandaríkin verða að taka
ákvörðun um, hvenær þau
verða að grípa í taumana,
vegna deilumála Indónesíu og
Malaysíu. Vandamálið er nær
samskonar og í Vietnam: Her-
ská þjóð úr herbúðum komm-
únista er að reyna að leggja
að velli minni þjóð, sem fylgir
vestrænni stefnu.
Því má jafnvel búast við, að
innan tíðar verði baráttan háð
á tveimur vígstöðvum.
Sorgleg saga
Þau endalok, sem nú virðast
framundan á samskiptum
Bandaríkjanna og Indónesíu,
eru vissulega sorgleg.
Það var fyrst og fremst fyr-
ir áhrif Bandaríkjanna, að
Hollendingar veittu Indónes-
um frelsi. 1949 hófu Bandarík-
in stuðning við landið, og tals-
verð bjartsýni ríkti.
Indónesía er eyríki, eyjarn-
ar eru um 3000 talsins, og þær
byggja nú um 103 milljónir
manna. Talið er, að náttúru-
auðæfi séu svo mikil, að fá
önnur lönd taki því fram á
því sviði.
íbúarnir eru hæglátir, en
harðir af sér, og reyndust harð
duglegir undir stjórn Hollend-
inga. — Kommúnistaflokkur
landsins er um 40 ára gamall.
Er sjálfstæði fékkst, beið flokk
urinn mikinn ósigur, þegar
byltingartilraun, sem hann
stóð fyrir, var bæld niður af
þj óðernissinnahernum.
f hópi sósíalista voru marg-
ir harðir andstæðingar komm-
únista, og margir áðrir flokk-
ar í landinu voru þeim and-
vígir.
Allt frá þeim tíma, er Suk-
arno tók völdin, hefur hann
leitazt við að móta stjórnar-
kerfi landsins eftir sínu höfði.
Efnahagsmál hafa setið á hak-
anum. Með aðstoð kommúnista
og annarra aðila breytti hann
því kerfi, sem komið hafði ver
ið á fót til að tryggja rétt íbúa
á yztu eyjum yíkisins. And-
stæðingar Sukörnos óttuðust
vinsældir hans, og það var
ekki fyrr en á ánnu 1958, að
þeir létu til skarar skríða.
Bandaríkin lögðu byltingar-
mönnum til fé, og uppreisnin
hófst á Sumatra, Celebes og A-
Indónesíu. Eyjabúar höfðu ótt
azt Jövubúa, sem eru um 65
milljónir. Java er mjög þétt-
býl, en ekki auðug frá náttúr-
unnar hendi. Ytri eyjarnar
eru hins vegar fábýlar, tiltölu-
lega, en þar fer mestur hluti
útflutningsframleiðslunnar
fram: gúmmi, olía, tin og
krydd.
Byltingin mistókst. Flestir
útlendingar segja, að þar hafi
skort skipulagningu og á-
kveðni. Því er einnig haldið
fram, að Bandaríkin hafi hætt
stuðningi sínum við byltingar-
menn, þegar mest á reið.
Einræðisherrann tekur völdin
Eftir að byltingin hafði mis-
tekizt, tók Sukarno sér ein-
ræðisvald. Hann lét fangelsa
leiðtoga uppreisnarmanna. 6
fyrrverandi forsætisráðherrar
munu enn sitja í fangelsi. Öll
blöð, sem ekki voru á bandi
stjórnarinnar, voru bönnuð.
Síðan lét Sukarno kjósa sig
forseta til lífstíðar.
Nýtízku gistihús í Djakarta skýlir híbýlum almennings.
Þeir menn, sem mestan þátt
eiga í að móta stefnu Banda-
ríkjanna í málefnum Indó-
nesíu, þeirra á meðal sendi-
herrann í Djakarta, Howard
P. Jones, sem brátt mun snúa
heim, eftir 7 ára dvöl, voru
lengst af þeirrar skoðunar, að
Sukarno myndi breyta um
stefnu. Þeir vonuðust til, að
hann myndi koma auga á, að
hann gæti ekki um alla fram-
tíð leitt hjá sér að hrinda í
framkvæmd þjóðfélagslegum
umbótum. Stöðugar hótanir og
gagnrýni á stefnu Bgndaríkj-
anna fengu ekki breytt þess-
ari skoðun þeirra.
Það voru þessir sömu stjórn
mála- og sendimenn, sem
lögðu hart að Hollendingum
að afhenda Sukarno Nýju-
Gíneu 1963. „Ykkur urðu á
stórkostleg mistök“, sagði
einn þekktur stjórnmálamað-
ur í Djakarta, sem aðhyllist
vestræna stjórnarháttu. „Hefði
Sukarno orðið að beita vopna-
valdi til að ná Nýju-Gíneu, þá
hefði það aukið á styrk and-
stæðinga hans heima fyrir.
Astandið kynni þá að vera
öðru vísi í dag“.
Nýja Gínea varð Sukarno
ekki nóg. Eftir að Bandaríkin
hafa nú ausið um einum millj-
arð dala í Sukarno, bendir allt
til þess, að þeir hafi eignazt
nýjan erkióvin í SA-Asíu.
Hvarvetna má sjá merki að-
stoðar Bandaríkjanna. Her-
menn á V-Java bera bandarísk
vopn og ganga í einkennisbún-
ingum úr bandarísku efni. —
Þungir bandarískir herflutn-
ingavagnar aka um göturnar,
og þúsundir indónesískra liðs-
foringja hafa sótt menntun
sína til Bandaríkjanna.
Fyrij bandarískt fé voru
byggðir háskólar, og keyptar
bækur til skóla landsins, sem
ekki höfðu miklu að miðla
áður. Vegir voru byggðir fyr-
irbandarískt fé — og talið er,
að matvælasendingar frá
Bandaríkjunum hafi bjargað
um 100.000 manns frá hungur-
dauða.
Hins vegar leikur enginn
vafi á, að Sukarno hefur snú-
ið baki við þessu öllu.
„Ef við höfum misskilið
Sukarno", segir einn banda-
rískur sendimaður í Djakarta,
„þá er það ekki vegna þess,
að hann hafi ekki sagt okkur,
hvað hann hugðist fyrir.“
Það má gera sér góða grein
fyrir því, hvert stefnir, með
því að ræða við nánustu sam-
starfsmenn Sukarno.
Hættan á innilokun
Einn valdamestu ráðherra
Sukarno skýrði frá því, hvers
vegna Indónesar vildu ráðast
gegn Malaysíu. Hann hélt því
fram, að íbúar Malaysíu vildú
„umkringja“ Indónesíu. Þegar
hann var að því spurður,
hvernig slíkt mætti gerast, er
Indónesar væru rúmlega 100
milljónir, en hin þjóðin teldi
aðeins 10 milljónir. sagði hann
aðeins, að Bretar stæðu að
baki Malasíu.
Ráðherrann sagðist hins veg
ar ekki trúa því, að það væri
tilgangur Breta að koma á
\ fót nýlenduveldi, en þeir
vildu taka sjálfstæðið af Indó-
nesum. Sagði hann stjórnina
í Djakarta hafa í höndum
sannanir fyrir því. Hefðu skjöl
in fundizt í fórum brezkra
sendimanna, er ráðizt var
gegn brezka sendiráðinu í
Djakarta, og það brennt, fyr-
ir tveimur árum.
Eins og Hitler?
Hér fer á eftir hluti ræðu,
sem Sukarno flutti nýlega:
„Látið ykkur ekki detta til
hugar, að Sukarno sé skyggn.
Trúið ekki, að Sukarno hafi
yfir að ráða töfrakrafti....
Réði ég yfir einhverju slíku
Frahald á bls. 23.
*i«