Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.05.1965, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. mai 1965 n MORCUHBLAÐID '/0 óra á morgun: Enok Helgason raf virkj ameistari ENOK Helgason rafvirkja- meistari verður 70 ára 28. maí. Enok er að ætt og uppeldi Akurnesingur. Hann á langa og nokkuj skemmtilega raf- ljósasögu frá liðnum dögum. Enok byrjaði nám í rafvirkjun snemma árs 1921 hjá „Hita og Ljós“ h.f., náði hann rafvirkja- prófi 1922, og mun það vera fvrsta próf' í þeirri grein hér á landi, þar kenndu þá Stein- grímur Jónsson og Guðmundur Hlíðdal. Enok var einn af sjö sem þá útskrifuðust. En atvikin báru hann til Hafnarfjarðar árið 1925 þar sem hann stund- aði rafljósalagnir í yfir 20 ár, og þar fær hann fyrsta meist- arabréfið, sem gefið var út eítir Iðnlögum 1928, í fyrsta rafljósabæ landsins. Árið 1946 er Enok trúað fyr- ir, að byggja rafveitukerfi Akranes, undir eftirliti Ólafs Tryggvasonar rafmagnsverk- fræðings, sem samanstóð af 36 kílómetra jarðstreng, 7 spenni- stöðvum og fleiru því tilheyr- andi. Árið 1950 verður Enok starfsmaður ríkisspítalanna, og vinnur þar að raflögnum, og lagfæringu þeirra í 12 ár. Og enn vinnur Enok Helgason að rafljósalögnum, og hefur hann nú um lengri tíma unnið þau störf við Borgarsjúkrahúsið, sem nú er í byggingu í Foss- voginum. Enok Helgason er einn þess- ara trúu og tráustu manna, og vinnur öll sín störf samkvæmt hinum fornu dyggðum, sem hann kynntist við í bernsku, og hefur tileinkað sér síðan, en þær eru trúmennska og heiðarleiki. ejida hafa öll þau verk, sem hann hefur tekið að sér að vinna, og honum hefur verið trúað fyrir, reynst full- komlega traust og haldgóð. Enok er greindarmaður hinn mesti, og skilningsgóður á mannlífið, og ræðir um það í léttum tón, en hefur þó sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum og lætur þar ekki neinn villa um fyrir sér. Enok Helgason er mikið tryggðatröll, og ræktarsamur við allt sem honum er kært, og þýðingingu hefur haft fyrir líf hans og hefur æskuby.ggð hans Akranes fengið vel að kynnast því. Ég þakka þessum æsku- vini mínum margra ára tryggð, og vináttu. Og þessum 70 ára heiðursmanni óska ég hjartan- lega til hamingju með afmælið. Og honum sjálfum og fjöl- skyldu hans bið ég blessunar Guðs um aila framtíð. Kjartan Ólafsson. ATBDGIÐ að borið saman við útbreiðslu e.- langtum ódýrara að auglýsa í IVlorgiinblaðinu en öðrum biöðum. Heildsalar — Söluma&ur Sölumaður sem er að fara út á land vill bæta við sig vörum. — Upplýsingar í síma 31077. íbúð óskast 2ja—4ra herbergja íbúð óskast fyrir starfsmann. Remedia hf. Miðstræti 7. — Sími 16510. Framtiðaratvinna Maður eða kona óskast til fjölbreyttra skrifstofú- starfa strax. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „7735“ fyrir 3. júní nk. A&sío&arsfúlku vantar á tannlæknastofu frá 1. júní nk. Þarf að hafa gagnfræðapróf. Upplýsingar hjá undirrituðum á morgun, föstudag, kl. 6—7. GUNNAR ÞORMAR, Laugavegi 20B. Einbýlishús óskast til kaups nú þegar. Þarf að vera í Reykja- vík eða nágrenni. Hús í smíðum kemur til greina. Tilboð merkt: „Einbýli — 7738“ sendist á afgr. Mbl. fyrir kl. 12 á hádegi nk. laugardag. ALLT Á SAMA STAÐ BJÓeUM YÐUR; Margar gerðir. 4—6 manna ROOTES FÓLKSBIFREIÐIR FRÁ %—1 % tonns burðar- þol. COMMER SENDIFERÐABIFREIÐIR »3 hinn vinsæla Wiriys jeppa Kaunið traustar og vinsælar bifreiðir. Leitið upplýsinga. EgiIB Vi3li|áSmsson hf. Laugavegi 118. — Sími 22240. Fólk óskast til eftirtalinna starfa: Kona til að ræsta verzlun og skrifstofur. Ungur, reglusamur maður til að afgreiðsa í bygg- ingavöruverzlun. — Þarf að hafa bílpróf. Handlaginn maður til starfa í verksmiðjunni VARMAplast. Upplýsingar hjá: Suðurlandsbraut 6. — Sínu 22235. LÓÐIR í Mosfellssveit (hver ca. 3000 ferm.) til sölu. Framtíðarstaður. — Upplýsingar gefur, kl. 17—19 daglega, Einar Pétursson, hdl., Sólvallagötu 25. Sími 19836. Skólognzðar Rsykjavikur taka til starfa 1. júní nk. Börnum á aldrinum 9—14 ára er heimil þátttaka. Innritun fer fram í skóla- görðunum við Holtaveg í Laugardal og við Laufás- veg í Aldamótagörðum föstudaginn 28. maí kl. 13—17. Þátttökugjald er kr. 300,00 og greiðist við innritun. Garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Kono óskosl til þvotta á barnaheimili í sumar. Upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 4. Rcykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Mann vantar Vanan mann vantar á Smurstöðina, Sætúni 4. — Gott kaup. Smurstöðin Sætúni 4 Fyrirtæki til sölu Til sölu er iðnfyrirtæki í fullum gangi. Fyrirtækið hefir öruggan markað og mikla stækkunarmögu- leika. Hagkvæmir skilmálar. — Tilboð, merkt: „Fyrirtæki — 7683“ sendist afgr. Mbl. Sedrus húsgagnaverzl. Hverfisg. 50 8 gerðir af sófasettum. Sófunum má breyta í 1 og 2ja manna svefnsófa með einu handtaki. Við erum me'ð mjög hagkvæm húsgögn í litlar íbúð- ir og einstaklingsherbergi. Flest húsgögn sem fást hjá okkur fiást ekki annars- staðar. HVAÐ ERU ADAMS BÖRN ? KOMA f NÆSTU VIKU! I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.