Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 10. Jftnf 1965 MORGU N BLAÐÍÐ 23 ErSendis um hvítasunnuna — í stuttu LONDON — Brezka flugfélag- ið British European Air- ways (BEA) hóf aftur flug- ferðir til meginlandsins á laugardag eftir sólarhrings töf á ferðum, sem gerði mörgum hvítasunnuferðalanginum illan grikk. Ástæðan var verkfall burðarmanna á Lundúnaflug- velli, sem hófst á föstudag, er 320 burðarmennt lögðu niður vinnu til áherzlu málstað sín- um í deilum þeim sem spruttu vegna samningaviðræðna um kaup og kjör til næstu þriggja ára. Er ökumenn lögðu niður vinnu í samúðarskyni og alls voru 681 af starfsliði flugvall- arins fjarverandi ákvað BEA að taka heldur þann kostinn að grípa til bráðabirgðaráð- stafana til þess að geta haldið uppi flugferðum en ekki bíða þess að saman gengi í deil- unni. PARÍS — Frakkar og Líbanir hafa ákveðið að skiptast á tæknifræðingum á sviði út- varps, sjónvarps, kvikmynda og upplýsingaþjónustu við al- menning. KAUPMANNAHÖFN — Ut- anríkisráðherra Zambiu, Sim- on Kapwepwe, kom til Kaup- mannahafnar á sunnudag, flugleiðis, til að endurgjalda heimsókn Per Hækkerup, ut- anríkisráðherra Danmerkur til Zambíu fyrr á árinu. Kona Kepwepwe er með í förinni. RÓM — ftalir hafa nú til at- hugunar tilboð um að gerast aðilar að áformum Breta og Frakka um smíði Concorde- farþegvélarinnar, sem fara á hraðar en hljóðið. Ólíklegt er talið að nokkur ákvörðun máli verði tekin um málið fyrr en eftir nokkurn tíma. V-Þjóð- verjum mun einnig hafa ver- ið boðin aðild að samningun- um um smíði vélarinnar. CANAZEI, ftalíu — Domato Zeni, einn f jallgöngumann- anna, sem árið 1054 gengu upp á næsthæsta fjall heims, 8,610 m. háan tind í Himalaja- fjöllum, hrapaði til bana úr einum tinda Alpafjalla. Sögðu félagar hans að slysið hefði viljað til þar sem Zeni þekkti alla staðhætti og hvorki um að kenna ókunnugleika eða fífldirfsku, heldur hefði snögg lega brostið undan honum klettasnös er hann hefði stað- ið á. Fallið var um 170 metra. Zeni var 39 ára gamall, sál- fræðingur að atvinnu. MADRID — Skrifstofa sú sem fjallar um kennslumál í lönd- um rómönsku Ameríku hefur gert drög að áætlun um stór- aukna spænskukennslu á Fil- ippseyjum. Er gert ráð fyrir því að að áætluninni standi öll spænskumælandi lönd heims og leggi Filippseying- um til up'pfræðslu kennara, bókasöfn o.fl. og einnig verði komið á fót skrifstofu í Man- ila, höfuðborg Filippseyja, til að sjá um aukin samskipti á sviði menningarmála. MADRID — Friðrikka, fyrr- um drottning Grikkja kom til Madrid flugleiðis frá Aþenu á sunnudag til þess að heim- sækja dóttur sína, Soffíu prinsessu, sem á von á barni á næstunni. Soffía og maður hennar, Juan Carlos, prins af Borbón, tóku á móti Frið- rikku á flugvellinum. >au Soffía og Juan Carlos eiga fyrir eina dóttur, Elenu, sem er eins og hálfs árs. Þetta er annað barnabarnið sem Friðrikka á í vændum því nú er þess skammt að bíða að Anna María, Grikkjadrottn ing, ali Konstantín kóngi þeirra fyrsta barn. LOGRONO — Ellefu börn létu lífið og 32 slösuðust er bifreið sem þau voru í rann út af veginum við brú eina og niður í gil þar undir. Börnin voru á aldrinum 15 til 20 ára og voru á leið á héraðsfund æskulýðssamtaka kaþólskra í E1 Rasillo, þorpi skammt frá Logrono. BUENOS AIRES — Tilkynnt var á sunnudag, að argen- tínska ríkisstjórnin hefði fyrírskipað ríkiseinokun á öllum fjarskiptum með gervi- hnöttum við önnur lönd. í>að fylgdi fréttinni, að Argentínu- menn myndu innan tíðar taka upp slík fjarskipti við um- heiminn. BUENOS AIRBS — Argen- tínustjórn hefur gefið út nýja reglugerð um heimsóknir og dvöl útlendinga í landinu sem miðar að því að minnka forms atriði í sambandi við stuttar heimsóknir og auðvelda mönnum að gerast argentínsk ir borgarar. SANTIAGO, Chile — Jarð- skjálfti skók höfuðborg Chile, Santiago, í tvær mínútur á sunnudag. Engum fregnum fer enn af manntjóni eða eigna, en upptök jarðskjálft- ans munu hafa verið í Tala- ganta, um 20 km sunnan Santiago. TOKYO — Á laugardag var undirritaður í Peking samn- ingur milli Kínverja og Ung- verja um samskipti á sviði menningarmála fyrir árið 1965, að því er fréttastofan Nýja Kína hermir. SEOUL, Kóreu — Nítján s- kóranskir námamenn eru tepptir í námu einni nærri Samchok, 160 km. austan Seoul, um 300 metrum undir yfirborði jarðar. Unnið er nú að björgun mannanna og hef- ur heyrst til þeirra niðri í námunni en ekki er vitað hvort þeir séu allir lífs. Slys- inu mun hafa valdið sprungin vatnsleiðsla. BANGKOK — Thailand flutti út til Hong Kong 77,756 lestir hrísgrjóna fyrstu fjóra mán- uði þessa árs. Til Singapore fóru rúmar 73,000 lestir, til Japan 71,742 lestir og um og yfir 60 lestir til Filippseyja 'og Ceylon. BANGKOK — Stúlka ein í Bangkok, sem átti í útistöð- um við unnusta sinni og virð- ist hafa fylgzt dável með frétt um frá S-Vietnam, situr nú í fangelsi fyrir óvenjulega eftirbreytni sina en unnust- inn er á sjúkrahúsi og vart hugað líf. Atvik voru þau að piltur átti vanda til að koma seint heim á kvöldin og eina nóttina fyrir skömmu kom hann ekki heim fyrr en klukk an fimm að morgni. Þá var löngu þrotin þolinmæði stúlk- unnar, sem beið hans með með benzínbrúsann á lofti. Og áður en piltur gæti áttað sig var hún búin að kveikja á eldspýtu og kasta í hann. Óp og hljóð hans kölluðu ná- grannanna á vettvang og var eldurinn slökktur og hann fluttur í sjúkrahús en er mjög þungt haldinn. Stúlkan situr í fangelsi. KUALA LUMPUR — 1. sept- ember n.k. verður tekinn í notkun nýr flugvöllur í höf- uðborg Malaysíu, um 23 km. frá miðborginni. Flugvöllur- inn verður einn hinna ný- tízkulegustu í SA-Asíu að sögn og munu þar geta at- hafnað sig stærstu þotur sem nú eru notaðar. Aðalflug- brautin er 3,470 m. löng en sú sem fyrir var og notast hefur verið við til þessa er 1828 m. Kostnaður við flug- vallargerðina er sagður nema 17,3 milljónum dala. KUALA LUMPUR — Þrjár vikur eru nú til ráðstefnu Asíu- og Afríkuríkja, sem halda á í Alsír, og alls óvíst hvort Malaysía muni hljóta þar sæti. Segja Indónesar, að Bretar ráði enn lögum og lof- um í landinu og eigi Malaysía ekkert erindi á ráðstefnuna af þeim sökum, en Malaýsíu- menn segja ríki sitt frjálst og fullvalda og eiga fullan rétt til setu þar. Málið verður að öllum líkindum útkljáð á fundi utanríkisráðherra Asíu- og Afríkuríkja 24. júní n.k., fjórum dögum áður en ráð- stefnan kemur saman, en Malaysíumenn liggja ekki á liði sínu og eru sendimenn stjórnarinnar á sífelldum ferðalögum til að afla málstað lands síns fylgis með ríkjum þeim er ráðstefnuna munu sitja. GENF — Jesús Rómero Orria, verkalýðsmálaráðherra Spán- ar, tilkynnti Alþjóðaverka- lýðsmálastofnuninni (ILO) 1 Genf á mánudag, að spænska stjórnin hafi fyrir skömmu lagt fyrir þingið (Cortes) frumvarp um afnám gildandi laga um bann gegn verkföll- um og muni þess nú skammt að bíða að verkföll verði heim il á Spáni eins og annars staðar. Úverðskuldað hrós Morgurtblaðið birti þ. 26. maf þ.á. mynd af hrossum og fólki og gerði nokkra grein fyrir hvað þar væri sýnt Sú greinargerð er bvo af hendi leyst að leiðrétta þarf, enda mætti þá um leið grennslast nánar eftir öðrum fróðleiksatriðum, sem betra væri að hafa en missa. Það er rangt að ég temdi mer- ina Össu, sem greinin nefnir, þótt ég byrjaði með hana. Þegar hún fór frá mér kunni hún rétt rúmlega að bera beizli. Gang- kennslu og skólun fékk hún hjá Guðrúnu Eyjólfsdóttur frá Sól- heimum, en þeirrar konu er einn ig getið sama dag í sarna blaði og þá sem knapa á góðhesti og auk þess er hún eigandi hans. Það er rangt að Assa yrði Xandsfræg að nokkru. Frænka hennar Vaka, sem var henni saim tíða bæði í minni eigu og um tíma í eign Skólabúsins á Hól- Um í Hjaltadal hefði staðið nær því takmarki, fjölgengari, hrein- gengari og fríðari eins og hún er og að minnsta kosti jafnoki hinnar um alla aðra elskusemi, en ekki út af Skugga frá Bjarna- nesi. Ókunnugum má þ'ó verða ljós- astur kostamunur framannefndra hrossa, ef það er athugað, sem gerðist síðast um ráðstafanir Gunnars Bjarnasonar á afkvæm- um þeirra. Hann hafði setið ár- um saman í nágrenni meranna heggja og síðan — sem kunnugt er haft húsbóndarétt yfir þeim á Hólum um heils árs keið. Þeg- ar hann svo — fagmaður í þeim fræðum — nær eignarhaldi á samfeðra og jafnaldra dætrum þeirra beggja, þá fargar hann Gssu-dóttur til vandalausrar konu roskinnar, en ráðstafar (að sögn) Vökudóttur til sOnar síns. Þar er dómurinn frá kunnug- um fenginn og enginn skyldi van treysta fagþekkingunni. Þótt þar sé um minna að ræða, má einnig geta þess, að frétzt hefir að margra dómi réttari nafngift á hesti þeim undan Össu, sem frú Guðbjörg Ragn- arsdóttir situr á, heldur en höfð er í Morgunblaðinu, og víst er að illa fer klárnum Freysheitið, því frjósemi mun hann engri hafa af að láta nú orðið, þótt hald væri það ýmsra manna, að þar hefði hún verið reynandi og hesturinn átt betur heima óskáddaður í girðingu með merum á vordag- inn en undir kvenmanni í nú- verandi ástandi. >á kemur að hinum óupplýstu þekkingaratr- iðum, sem betra hefði verið að hafa með: Hvað kostaði hesturinn, sem myndin sýnir .og greinin nefnir Frey? Þótt breytzt hafi verðlag síð- an Gunnar Bjarnason keypti fol- ann af ríkinu, þá haldinn eftir- sóknarvert graðhestaefni, mætti alltaf umreikna verð hans að þeim tíma til gildandi peninga- verðs og hafa til samanburðar við aðra hrossaverzlun. Og þetta ætti að vera frekjulaus spurn- ing, þar sem um ríkiseign var að ræða valda af fræðimanni og margföldum uimiboðsmanni ríkis og þjóðar, fornum framlbjóð anda stærsta stjórnmálaflokks landsins- og trúnaðarmanni ný- skinnuðum upp til afskipta af út sölumálum hrossa framleiðenda, manni, sem auk heldur velur í nefndu tilfelli handa sjálfum sér úr kynbótabúi, sem honum var falið til umhirðu og átti að nauð- þekkja. Þar hefði verðleggingin átt að vera vönduð, þegar samvizku- semin með fyrirtrúað fé alþjóð- ar átti eitt atkvæðið, fagþekk- ingin annað og eiginhagsmunim- ir máttu gæta þess að ekki væri ofkeypt. Verðlagningin. gæti upplýst hversu jafnsterkir eða missterkir reynst hefðu áðurtaldar álmur þess forks, er hann bar í fyrir- trúað hrossakyn mitt. Sigurður Jónsson frá Brún % ★ Morgunblaðið hefur sýnt mér þá kurteisj að gefa mér kost á að lesa ofanritaða grein Sigurð- ar Jónssonar frá Brún og gera við hana athugasemdir. Raunar er litlu fyrir mig að svara, því að dylgjuskrif í skyni mannorðsskemmda eru alltaf skaðlaus öðrum en þeim, sem þau senda frá sér. Þó vil ég upplýsa það í þessu máli, að hestur sá, sem hér um ræðir, og Freyr heitir, var ekki tekinn úr kynbótastofni Hóla- búsins, heldur var hann af kyn- bótafræðilegum ástæðum dæmd- ur til vönunar, þar sem hann vai alger öreistingur fram á þriðj; aldursár og síðan eineistingur nokkra mánuði. Folann seldi é. mér síðan til .geldingar, en slíki aðgerð fylgir ætíð nokkur á hætta, og var verðið talið sann gjarnt af ráðsmanni Hólabúsin og ríkiseftirlitsmanni þess, kr 3.500,00, að mig minnir, voric 1962. Hesturinn þá þrevetur og ótaminn Síðan mun verð á hestúm hafa tvöfaldazt, og má ljóst vera, að ekki var verið að ,,stela“ fná neinum. Þetta verð á hestinum veit Sigurður enda sjálfur, því að hann þurfti að láta fara í rík- isreikningana veturinn 1962-63 til að sannfæra sig og Árna Pét- ursson þáverandi skólastjóra á Hólum, um, að marg-umrituð folöld, sem Sigurður hefur á- hyggjur af, voru lögleg eign mín og greidd fullu verði, en ekki stolin, eins og þeir þá héldu fram. Og það mun lesendum þykja ótrúlegt að heyra, að áð- ur en þessi könnun á ríkisreikn- ingi var gerð, hafði skólastjórinn selt Sigurði þessi 2 folöld, og þeir höfðu farið sjálfir eða sent menn til vinkonu minnar, Helgu á Engi, sem geymdi fyrir mig gripina, og markað sér folöldin. Þótti okkur Helgu þetta báðum leitt, er ég kom heim til landsins nokkrum vikum seinna, én fyr- ir orð þessarar góðu konu, kærði ég þennan verknað ekki til dóm- stóla. Síðan hótaði Sigurður ráð- herra illum blaðaskrifum og ó- frægingum fyrir kosningar vorið 1963, ef hann ekki í krafti síns valds og embættis þvingaði mig til að láta sig fá þessi folöld. Eftir þessar aðfarir hefur Sig- Urður andvökur við að gefa hesti mínum nafn, og sendir mér svo ikilaboð með bústjóranum á Hesti um, að hann hafi skírt íann „Stuld“. Mér kom þá strax hug, að Sigurður frá Brún luni vera eini maðurinn í allri eraldarsögunni, sem ég veit um ð hafi orðið að biðja opinber- -'ga afsökunar á því að hafa tolið heilu kvæði annars manns, irt það í tímariti og kallað sína ndans smíði. Svaraði ég þvi linari bústjóra þessu, er hann lafði flutt mér kveðju Sigurðar: ■Skyldi hann ekki hafa skírt hestinn Ljóðstuld, ef hann hefði háft rétt' til að gefa honum nafn.“ Þetta eru aðeins glefsur af kynnum mínum af Sigurði frá 3rún, en það eru til bjartari hlið ar á viðskiptum okkar. oe eru mér þær hugþekkari. Að síðustu vil ég aðeins senda Sigurði kveðju mina með óskum um, að hann megi öðlast ögn meiri birtu í hug sinn og sál. Gunnar Bjarnason. Morgunblaðið vonast til að þetta mál sé til lykta leitt með skrifum þessum. RitstJ, Vísnavinafélag stofnað á Akranesi AKRANESI, 8. júní. — Vísna- vinafélagið Hending var stofnað á Hvammstanga 17. júní anno domini 1959. Formaður hefur ver ið Gunnlaugur Pétur. Gunnlaug- ur Pétur hefur lifað og hrærzt í andrúmslofti ferskeytlunnar frá því að hann var ungur dreng ur. Hann hefur eins og ljúfling- ur unað sér við að klífa blómi skrýdda hjalla bragvísindanna, allt frá afhendingu upp í sléttu- bönd, með náttúru íslands og þjóðlíf í baksýn. Og nú er Gunn laugur Pétur fluttur hingað I bæinn, kemur með gróðurmátt ferskeytlunnar með sér og heitir á Akurnesinga að stofna vísna- vinafélag 17. júní. — Oddur. Sláttur hafinn í Eyjum Vestmannaeyjum, 8. júní. Sláttur er hafinn í Vestmanna- eyjum, og í dag var rifið niður á stærstu túnunum, svo sem á Dalabúinu. — FréttaritarL v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.