Morgunblaðið - 12.06.1965, Page 6

Morgunblaðið - 12.06.1965, Page 6
0 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. júní 1965 Bergristur frá Noregi I BOGASAL Þjóðminjasafnsins er nú sýning á bergristum frá Noregi. Hér mun vera um að ræða elztu listaverk, sem þekkt eru eftir það fólk sem byggt hefur Noreg frá upphafi. Það er ekki oft, sem okkur gefst tæki- færi til að sjá sýningu sem þessa. Ljósmyndir og afsteypur af þessum fomu listaverkum, sem sýnd eru nú í Bogasalnum gefa okkur góða hugmynd um þá forfeður okkar, sem hér hafa verið að verki, bæði bændur og veiðimenn, er uppi voru á brons- öld og steinöld hinni yngri. Maður þarf ekki lengi að at- huga þessi listaverk til að sann- færast um, að listamennirnir hafa verið gæddir miklum hæfi- leikum til að tjá hug sinn í lín- um og litum, og að þeir hafa ráðið yfir furðulegri tækni til að rista myndir í berg. Ekki er ég alveg viss um, að skýringar fræðimanna á innilhaldi og til- gangi þessarar myndgerðar sé fullkomlega réttar. Sundum finnst manni það vera heldur langsótt skýring að binda allt við átrúnað og galdur. Það er ýmislegt, sem virðist svo sterkt í fari mannsins, að það hefur fylgt honum frá fyrstu tíð. Ég á hér auðvitað við þá þörf mannsins að gera mynd, tjá sig og umhverfi sitt, og satt er það, að slíkt hefur oft verið gert í sambandi við átrúnað og galdur. Hvað svo sem því hefur valdið, að þessar bergristur hafa skap- azt, bera þær að mínu áliti fyrst og fremst vott um myndræna tilfinningu og þroska hjá þeim er þær skópu. Það er undra- vert, hve mikilli hreyfingu þeim tekst að koma í fáein strik og túlka þannig til dæmis dýr á sérstaklega lifandi hátt. Afsteyp umar á þessari sýningu eru gerðar með tækni, er ég kann engin skil á, en þær eru sérstak- lega fallegar, og mætti segja mér, að þær væru jafnvel skemmtilegri í afsteypu en sjálf ar frummyndimar. TJm hið tákn ræna inni hald þessara verka þori ég ekki að fjölyrða. Vísinda menn skýra það á sinn hátt, og vita sjálfsagt, hvað þeir em að Heima í hvéldarieyfi JÓHANNES Ólafsson, læknir, og kona hans, frú Áslaug Johnsen, komu til landsins síðastliðinn lauigardag, ásamt börnum sínum þrem, eftir að hafa lokið fyrsta starfstímabili sínu í Suður-Eþíó- píu. Þau fóru út á vegum ís- lenzkra kristniboðsvina, sem greiddu laun þeirra fyrstu árin, en tvö síðustu ár starfstímabils- ins starfaði Jóhannes sem fylkis- læknir á vegum eþíópsku ríkis- stjórnarinnar. Um skeið starfaði Jóhannes á sjúkrahúsi norska kristniboðsins í bænum Gidole og var þá jafnframt læknir ís- lenzku kristniboðsstöðvarinnar í Konsó. Þau hjónin munu dvelja hér á landi nálægt einu ári. Kristniboðssambandið efnir til samkomu til að fagna heimkomu þeirra og verður hún í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg annað kvöld kl. 8,30, og mun Jó- hannes Ólafsson, læknir verða aðalræðumaður. fræða okkur um, í því sam- bandi má geta þess, að sýning- unni fylgir ágæt leiðbeiningar- skrá og vönduð mjög. Dr. Kristján Eldjárn sagði í ræðu, er hann hélt er þessi sýn- ing var opnuð „að okkur væri holt að minnast þess, að saga okkar lægi lengra aftur en til ársins 874.“ Voru það orð að sönnu, og ég held, að allir, s-ern gefa sér tíma til að skoða þessa sýningu muni verða dr. Kristjánd sammála. Ég hafði mikla ánægju af að kynnast þessum verkum, og við megum vera þakklátir frændum vorum Norðmönnum fyrir að senda okkur svo skemmtilega heimild um for- feður vora, sem skýrir að nokkru leyti þá menningu, sem við erum stoltastir af. Valtýr Pétursson Friðfinnsson, Jón Gunn ar Árnason og Sigurjón Jóhanns son, fyrir framan um Jóns Gunnars. verk Samsýning í Ásmundarsai í DAG opna fjórir ungir lista- J í Ásmundarsal við Freyjugötu. menn sýningu á verkum sínum »Listamennimir heita Haukur * Aiyktun síldsrsaltenda: Samkomulagið verhi haldið Á AÐALFUNDI Félags síldar- saltenda á Norður- og Austur- landi, sem haldinn var að Eið- um s.l. fimmtudag, var fjallað um viðhorfin í kj aramálum Austurlands. Fundurinn gerði svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur F.S.N.A. telur sjálfsagt, að allir atvinnurekend ur á Norður- og Austurlandi fari að öllu leyti eftir samkomulagi því um kaup og kjör, sem undir ritað var á annan í hvítasimnu, hinn 7, þ.m. í Reykjavík, af öll- um fulltrúum vinnuveitenda og fulltrúum verkamanna, frá þessu svæði, sem þátt tóku í samning- unum, að einum undanteknum. um. Telur fundurinn, að vinnufriðn um og afkomu síldarútvegsins í heild sé stefnt í voða með því að gera tilraun til að kollvarpa samkomulagi, sem svo almenn samstaða hefur orðið um, og al- varleg tilraun til að hnekkja samkomulaginu, geti ekki leitt til annars en mjög alvarlegs tjóns fyrir alla aðila“. Sturluson, Hreinn Friðfinnsson, Jón Gunnar Árnason og Sigur- jón Jóhannsson. Við opnun sýn ingarinnar verður frumflutt tón verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Blaðamönnum var í gær boðið að skoða listaverk þau, sem á sýningunni verða. Eru það að mestu leyti „collage“-myndir, eða klippmyndir, eins og þær hafa verið nefndar. Auk þess er á sýningunni skúlptúr eftir Jón Gunnar Árnason. Sýning þeirra félaga verður opin í dag, eins og áður er sagt, og verður opnunin kl. 4 síðdegis. Sýningin verður opin til 20. júnl kl. 2—10 daglega. Leiðréttin<? SÚ prentvilla varð í texta undir mynd á bls. 2 i Mbl. í gær, að Magnús J. Brynjólfsson var sagður stjórnarformaður í Verzl unarráði íslands. Þar átti að standa stjórnarmaður. Formaður stjórnar Verzlunarráðs íslands er Þorvaldur Guðmundsson. Að ávaxta pund sitt MIKIÐ hefur verið rætt uín útilegu unglinganna að Laugar vatni um hvítasunnuna og hef ur framganga lögreglunnar ver ið rómuð. Mér er sagt, að þess hefði líka mátt geta frekar en gert var, að hjálparsveit skáta úr Reykjavík átti þarna stóran hlut að máli. Var hún með 9 manna flokk, sendistöð og hjúkrunargögn — og veitti 72 sinnum aðstoð vegna smáslysa og óhappa. Mun sve'itin ætla að halda þessari starfsemi áfram um helgar í sumar og er Ijóst, að fyllilega hefur verið þörf fyrir aðstoðina um síðustu helgi. Slík fórnarlund og hjálpsemi er vissulega góðra gjalda verð. Hitt er svo auðvitað til hinnar mestu vansæmdar fyrir okkur, að nauðsynlegt reynist að senda fjölmenna lögregluflokka og hjálparsveitir út í sveit um helgar til þess að hjálpa og hafa hemil á bömum og ung- lingum, sem leika lausum hala í félagsskap við Bakkus úti í guðsgrænni náttúrunni. Þangað ættu þau að sækja aukið þrek og meiri hreysti, njóta útiver- unnar í heilbrigðum leik æsk- unnar í stað þess að veltast um holt og hæðir, drekkandi frá sér vitið. Þetta unga fólk ávaxtar pund sitt ekki allt of skynsamléga. ic Hreiiilætið Hópur manna tók sig til á dögunum og fór út í Viðey til að mála þar bæjaxihúsin. Vakti þetta töluverða athygli. Marg- ir hafa hringt til Velvakanda og bent á ný viðfangsefni fyrir hina ötulu málara. Sá, sem síð- ast hringdi, sagði, að Skíða- skálinn þyldi vafalaust nokkra lítra af málningu — og það væri hálf dapurlegt að aka fram hjá honum, jafnljótur og hann væri. Annar nefndi gafl- inn á Landssímahúsinu (þann, sem snýr út að Kirkjustræti). Einn mætur borgari hringdi og vakti athygli á ruslinu á lóðunum upp með Túngötu, og sagði eins og satt er, að slíkt væri ekki til fyrirmyndar í miðri Reykjavík. Nefndi hann Uppsali og Hallveigarstaðalóð- ina. Ég hef ekki gefið mér tíma til að ganga götuna sjálfur, en satt að segja hef ég stundum verið að velta því fyrir mér hvort ekki mætti laga ögn til umhverfis Hallveigarstaði, fjar lægja þar grjót og annað, sem þar hefur legið lengi. í gær ók ég Garðastræti og fór þarna framhjá og ég sé ekki betur en eitthvað sé verið að laga til. Sem betur fer þrífa mjög margir borgarbúar lóðir sínar samvizkusamlega og eru til fyrirmyndar. Samt sést óþarfa drasl um allan bæ, sumt má skrifa á reikning hins opinbera, annað á reikning einstaklinga. Reykjavfe er samt ákaflega hreinlegur bær miðað við ýmsa aðra bæi á landinu — og mættu þeir gjarna taka Reyk- víkinga sér til fyrirmyndar á þessu sviði. Ég ók t.d. um Kópavog ekki alls fyrir löngu, um sama leyti og haldið var upp á afmælið ,og þar hefur mörgum láðst að hreinsa til hjá sér. Eitt af því, sem einkum vakti athygli mína, voru þau ósköp (að mér fannst) af ónýt- um eða hálfónýtum bílum á víð og dreif. Þeir prýða ekki beint umhverfi sitt. ir ísinn Kæri Velvakandi. Þú hafðir það eftir loftskejrta manni einum í vikunni, að sjó- farendur fengju ónógar upplýs ingar frá veðurstofu og land- helgisgæzlu um ísinn fyrir norð an. Ég verð að leyfa mér að mótmæla þessu. Tel, að land- helgisgæzlan og veðurstofan hafi einmitt staðið sig mjög vel — og útvarpið þreytist aldrei á að flytja fréttir af ísnum. Jafnvel oft á dag. Flugvél landhelgisgæzlunnar hefur fylgzt vel með hreyfing- um íssins og upplýsingar, sem þannig hafa fengizt, hafa verið sjófarendum ómetanlegar. Ekki er hægt að ætlast til að land- skipum í gegn um ísinn nema helgisgæzlan fyl.gi einstö'-um þegar sérstaklega stendur é. íslenzkir sjómenn eru eikki vanir siglingum í ís og þesa vegna vex þeim sá vandi e.t.v. í augum. Skuldinni er samt ekki hægt að skella á neinn ein stakan aðila, sízt þá, sem gert hafa þær ráðstafanir, sem hægt er að gera svo að segja fyrir- varalaust. Loks vil ég fetta fingur út 1 það orðalag, sem var í um- ræddri klausu. Þar sagði, að loftskeytamaður hefði siglt skipi sínu. Venjulega er talað um að skipstjórar sigli skipi sínu, en ekki undirmennirnir. — Vökull“. Ég er alveg sammála bréfrit- ara um það, að óheppilegt sé að láta undirmennina taka stjórnina af skipstjóranum — ekki sízt, þegar vanda ber að höndum. En þama féll niður hjá prentaranum einn stafur, sem var þó í handritinu. Sagt var að loftskeytamaður hefði siglt á skipi sínu — og væntan lega stenzt það. / 6 v 24 v 12 v BO S C H þurrkumótorar, þurrkuarmar og þurrkublöð. BRÆÐURNIR ORMSSON hf Vesturgötu 3. — Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.