Morgunblaðið - 12.06.1965, Page 10

Morgunblaðið - 12.06.1965, Page 10
10 MORGUNBLAÐiD Laugardagur 12. júní 1965 í fréttum? Vorsáöning nauðsynleg vegna kalhættu — segir Klemenz á Sámsstoðum KLEMENZ Kristjánsson, til- raunastjóri á SámstöSum, varð sjötugur 14. maí síðastl. „Ekki er ég þó leiðari á iifinu en svo, að ég vildi helzt vera miklu yngri“, sagði hanni í við tali við Morgunblaðið. „Ég hef svo mörg áhugamál, sem ég þyrfti að hafa tíma og þrek til að vinna að“. Eftir land'búnaðarnám í Dan mörku og Noregi, kom Klem- enz heim árið 1923 og hóf til- raunir með ymiskonar nytja- jurtir I Aldamótagarði, sem hann fékkst við til ársins 1927, er tilraunastöðin á Sámsstöð- um var sett á stofn af Búnað- arfélagi íslands. Á þessum fjórum árum tók Klemenz m.a. að kynbæta gras- og kom tegundir með úrvali. Einnig stundaði hann frærannsóknir og fékk til þeirra húsnæði og tæki hjá Gísla Guðmundssyni gerlafræðingi. Að frærann- sóknunum vann Klemenz kauplaust febrúar og marz ár hvert, en annars var hann í tímavinnu hjá Búu&ðarfélag- inu. „Ég tók við koti á Sáms- stöðum 1927“, sagði Klemenz. „Þar byggði ég kornræktina á þeim athugunum, sem ég hafði gert í Reykjavík, og hóf frærækt af þeim stofnum, sem ég hafði áður athugað þar. Voru það einkum hávingull og vallarfoxgras. Árið 1932 breyttist starfsemin nokkuð og tar þá tekið við tilraunum þeim með kartöflur og græn- fóður, sem Gróðrarstöðin í Reykjavík hafði áður haft með höndum. Hafa þær hald- izt á Sámsstöðum til þessa dags“. „Tilraunaráð jarðræktar skipuleggur tilraunastarfsem- ina, en ég er sjálfráður um það, hve mikið korn og gras- fræ ég rækta- Þá framleiddi ég talsvert af grasmjöli á ár- unum 1958 til 1962, en varð að hætta vegna samkeppni, þar sem ég gat ekki fest kaup á fullkomnari vélum“. „Hvernig var með ævintýr- ið ykkar á söndunum?“ „Guðmundur heitinn á Hofi, Hákon Guðmundsson, núver- andi yfirborgardómgri, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, Hermann Jónasson og ég gerð um tilraunir með ræktun gras-, korns- og grænfóður- tegunda, ásamt jarðeplum á Geitasandi utan Eystri Rang- ár, árin 1940 til 1947. Niður- staða þessara athugana varð sú, að hægt er að nota sand- inn fyrir alla þessa ræktun, auk fræræktar. Ríkið hefur nú tekið við þessari starfsemi og hef ég umsjón með henni“. „Hvað hefur þú stóran skika undir kornrækt á Sáms stöðum nú?“ „Við höfum 10 Vá hektara ’undir kornrækt og tilraunir með hana, aðallega bygg og hafra. Stofnanir eru þó milli 30 og 40. Grasfrærækt er eng in á Sámsstöðum nú, en um 17 hektörum er varið til henn- ar á Geitasandi. Þó munu ekki nema um 11 hektarar gefa fræ í sumar. í fyrra fékk ég um 100 kg. af hreinsuðu fræi af, hverjum hektara. Var það óvenjulítíl uppskera af tún- vingli, en hins vegar mjög gott fræ“. „Hvað hefur þú mikið undir túnrækt?" „Undir túnrækt og tiiraunir með hana hef ég 45 hektara. Tilraunirnar eru með áburð, áburðarblöndur, stofna af grasfræi og fræblöndur. Hafa þessar tilraunir verið stund- aðar frá 1932, en áður þekkt- ust þær ekki hér á landi.“ „Þú hefur gert tilraunir_ með skjólbelti." „Já. Og sannazt hefur af þeim tilraunum, að skjólbelti auka mjög afrakstur landsins. T. d. verður korn, sem vex í skjólbeltum, miklu mjölrík- ara en hitt, sem vex á ber- svæði.“ „Ert þú hlynntur þvi, að fleiri bændur taki til við kornrækt?" „Já, það er ég. Margir segja, og það með réttu, að aðallega eigi að rækta gras hér á landi. En einnig verður að rækta sem fjölbreytilegastan gróður. Einkum verður að rækta þær fóðurjurtir, sem gefa góða uppskeru í kalárum. Þar á ég við vorsáð, einærar jurtir svo sem bygg og hafra. Þessar jurtir ganga á snið við kal, ef þeim er ekki sáð of snemma í forblauta jörð. Þær geta forðað bændum frá fóð- urskorti á kalárum.“ „Milli 20 og 30 kalár voru á 19. öld á Islandi og á þessari öld eru komin a.m.k. 8 kalár. Þá er miklu oftar hálfkal í einstökum landshlutum. Af kali hlýzt oft mjög alvarlegur fóðurskortur, svo að skera verður niður bústofn. Úr þess- ari hættu mætti draga mjög með ræktun vorsáðs. 1951 var stórkostlegt kal í Fljótshlíð og talsvert árið eftir. Þá seldi ég nokkuð af korni til fóðurs í sveitinni og hefði getað selt miklu meira.“ „óhugur er í sumum vegna þess að ekki he'fur fengizt nægilega þroskað kom tvö undanfarin ár. Við mættum minnast þess, að sildin brást í 16 ár, en við hættum ekki veiðum. Yfirleitt eru allir at- vinnuvegir íslendinga háðir duttlungum náttúrunnar ann- arsvegar hagsýni og þraut- seigju einstaklingsins, hvort sem er til sjávar eða sveita, því veldur hver á heldur. Sagt er, að túnræktin sé öruggust, en það er ekki nema hálfur sannleikurinn, því menn verða að gera sér grein fyrir ör- ygginu, sem fylgir því að sá þeim tegundum, sem tryggja uppskeru samsumars.“ „Ég er að berjast við að auka stofna af norska dönnes- bygginu, sem ég hef ræktað í 42 ár á íslandi. Fyrir 3 árum voru valdir 4 stofnar af því og hafa þeir gefið mjög góða Klemenz Kristjánsson, uppskeru. Ég vinn að því að koma þessum stofnum áfram. Þá er útsæði af vetrarbyggi frá Sámsstöðum reynt á 10 stöðum umhverfis landið. Ár- ið 1966 verður úr því skorið, hvort það lifir. Um helmingur vetrarbyggsins á Sámsstöðum 1964 lifði. Sá stofn varð full- þroska í byrjun ágúst og var mjölríkasta bygg ársins.“ „Talsvert af túnvingulstofni, þróttmiklum og harðgerðum, er nú til í kössum á Sámsstöð- um. Þennan stofn hef ég verið að rækta síðan 1927. Nú vil ég koma þessu fræi út í lífið með því að rækta það í topp- um til fræöflunar og senda það síðan til framræktunar í Danmörku eða Suður-Noregi, til þess að fá það aftur og leiða inn í íslenzka túnrækt. Islenzk jarðrækt er ekki enn kominn á akuryrkjustigið, heldur er hún aðeins skyndi- rækt til túnræktar. Á meðan er hagkvæmt að kynbæta nytjajurtir í landinu til fram- ræktunar á heitari stöðum." „Mikil þörf er á því að reisa útsæðisræktarstöð fyrir gras- fræ, korn og kartöflur. Hag- kvæm staðsetning hennar væri t. d. í Fljótshlíð eða Þykkvabæ. Þar þyrftu að vera skjólbelti og aðstaða til hægr- ar og góðrar þurrkunar. Með þessu væri hægt að tryggja stofn þeirra nytjajurta, sem mælt er með. Um þessar mundir er oft mjög erfitt fyrir bændur að ná í það grasfræ, sem þeir iesa um í búnaðar- ritum, er þeir ætla að fara að sá.“ „Hvaða breytingar telur þú að verði helztar á jarðrækt hér á landi á næstu áratug- um?“ „Það er erfitt að segja fyrir um, en sá tími mun til dæmis koma að ekkert jarðyrkju- svæði verður talið fullræktað á íslandi, nema með skjól- beltum.“ „Hverjar eru helztu niður- stöður körnræktartilraunainna á Islandi almennt?“ „Þær sýna meðal annars, að að á 7 til 8 árum af hverjum 10 fæst mjölríkt korn á Suður landi, 5 til 6 í Eyjafirði, 3 til 6 á Vesturlandi og 3 til 6 á Aust urlandi við ströndina, en betri árangur mun vera á Fljóts- dalshéraði. í fyrra voru i Fljótshlíð 8 frostnætur í ágúst og 10 í september. Er það hæsta tala frostnátta á þessum tíma í 38 ár. Þó fékk ég 1614 tunnu af byggi af hverjum þeirra þriggja hekt- ara, sem ræktað var á. Var þetta eini skikinn í landi Sámsstaða, sem skilaði ágóða.“ Spiallai vii Bro Brille EINN þekktasti blaðamaður Danmerkur, Sven Sabroe, sem ritar greinar undir nafninu Bro Brille, er nýfarinn aftur heim eftir vikudvöl á íslandi. Morgunblaðið átti við hann samtal, er hann hafði verið hér nokkra daga, og fór það fram í stærstu íbúðinni í Hótel Holti, en hana höfðu gestgjaf- ar Sabrœs, Loftleiðir, leigt handa honum og konu hans. — Hér er fagurt úsýni yfir íslenzka höfuðstaðinn, sagði Sabroe og benti yfir tjörnina. Veðrið er líka afbragðsgott. Við hefjum daginn þannig hjónin, meðan við erum í Reykjavík, að við bregðum okkur í Sundlaugarnar, þess- ar gömlu á ég við. Ég hef heyrt að búið sé að búa til nýjar annarsstaðar. í Sund- laugarnar höfum við farið kl. 6:45 á hverjum morgni og þá eru þar saman komnir margir helztu embættis- og athafna og andans menn þjóðarinnar. Jarðhitinn og hveravatnið eru helztu auðlindir íslendinga og ættu framar öllu öðru að laða hingað erlenda ferðamenn, sjúka og heilbrigða. — Af hverju koma ekki fleiri danskir ferðamenn til íslands? — Ástæðan liggur í augum uppi. Eftir veturinn á Norð- urlöndum, vill fólkið komast í sól og fer því til Suður- Evrópu. Á veturna fara Dan- ir helzt til Noregs á skíði. Leiðin liggur ekki um ísland nema til Ameriku. Þó getur þetta breyzt, ef þið hagnýtið betur heilsulindirnar, sem eru betri en nokkursstaðar í Evr- ópu. Hér er líka mjög dýrt að ferðast á mælikvarða Evrópu- manna. Gætuð þið ekki leigt bíla með íbúðarvögnum og sett upp tjaldbúðasvæði í kaupstöðunum? Utan þeirra er allsstaðar nóg pláss á ís- landi. Það er ekki eins og í Danmörku, þar sem hvergi er lófastór blettur óbyggður eða óræktaður. — Hvað hafði þér unnið að blaðamennsku lengi? — Um 40 ár. Fyrstu 10 árin vann ég við blöð í dreifbýl- inu, en síðan hef ég verið við mörg Kaupmannahafnarblöð- in, síðast við BT og nú Ekstra bladet. Sagt er, að ég sé sá blaðamaður í Danmörku, sem mest magn skrifi í blöð. Ég skrifa nefnilega alla baksíð- Svcn Sabroe, ritstjórL una á Ekstrabladet dag hvern árið um kring. Ég hef einnig átt miklum vinsældum að fagna meðal lesendanna. Við skoðanakönnun um það, hvers vegna fólk kaupir BT og Ekstrabladet, svöruðu flestir, eða 69%, að þeir gerðu það til að lesa Bro Brille. Næst á vin- sældarlistanum komu frá- sagnir af morðum og nauðg- unum, 67%. — Þér hafið skrifað nokkr- ar bækur líka. — Já, ég hef skrifað 7 bækur. Hin fyrsta þeirra var eins konar ævisaga föður míns, Peter Sabroe, þjóð- þingmanns. Hann var naikill hugsjónamaður. Hann lé2t árið 1913, en nafn hans er rit- að óafmáanlegu letri í sögu Danmerkur fyrir það starf, sem hann vann í þágu fátækra og munaðarlausra barna. — Hvað gerðuð þér á stríðs- árunum? — Ég var blaðamaður í Kaupmannahöfn. Að vísu voru blöðin ritskoðuð, en við gátum skrifað ýmislegt, sem Þjóðverjarnir fettu ekki fing- ur út í. Svo skrifaði ég, eins og margir aðrir blaðamenn á þeim tíma, á laun fyrir ólög- legu blöðin á vegum and- spyrnuhreyfingarinnar. — Eruð þér fylgjandi því að afhenda íslendingum hand- ritin? — Já, það er ég. Mér þykja íslendingar ekki eiga lagalegt tilkall til þeirra, en þeim mun skemmtilegra að geta afhent þeim handritin að gjöf. í Danmörku eru ekki margir, sem geta lesið hand- ritin. Ég þekki mann, sem er prófessor í Tisvilde. Hann þarf að ferðast í 314 klst. með lest til Kaupmannahafn- ar til að rýna í handritin. Það er ekki of mikið á sig lagt fyrir þessa fáu vísinda- menn að ferðast með þotu í 3 klst. frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur sama erindis. — Þér hafið komið til ís- lands áður. — Já, ég dvaldist hér í viku fyrir 10 árum. Mér þykir mjög margt hafa breytzt hér í Reykjavík síðan. Þetta er mikil framfaraborg. — Skrifuðuð þér eitthvað um ísland í dönsk blöð eftir fyrri heimsóknina? — Já, ég skrifaði nokkrar greinar. í þetta sinn hef ég al- veg frjálsar hendur um það, hvort ég skrifa um ísland, en ég ætla að setja eitthvað sam- an um ýmislegt, sem vakið hefur athygli mína. Það er skammarlegt, hve lítið flestir Danir vita um ísland. Þá tel ég líka, að dönsk blöð ættu að hafa fastan fréttaritara hér í Reykjavík. Hann ætti að vera danskur. Hér eru allir svo hjálpsamir, að hann kæm- ist strax í nauðsynleg sam- bönd til fréttaöfluná® Það virðist hjákátlegt að sjá fréttir um ísland frá amer- ískum fréttastofnunum í dönskum blöðum. Að lokum sagði Sven Sabroe: — Það var reyndar ekki alveg rétt hjá mér, þeg- ar ég sagði, að heilsulindirn- ar ykkar væru heppilegastar til að laða að erlenda ferða- menn. Það eru nefnilega stúlkurnar ykkar. Þær eru feiknalega fallegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.