Morgunblaðið - 12.06.1965, Síða 19

Morgunblaðið - 12.06.1965, Síða 19
| Laugardagur 12. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 SKÖLASLIT: í Lækjarskóla { voru 727 börn i vetur HAFNARFIRÐI — Lækjarskól- enum var slitið af skólastjóran- um, Þorgeiri Ibsen, í Þjóðkirkj- unni mánudaginn 31. maí, og prófasturinn, sérá Garðar Þor- eteinsson flutti bæn. Nemendur ivoru 651 í 25 bekkjardeildum og 76 nemendur í þremur unglinga- deildum eða alls 727. En alls eóttu 1150 börn báða barnaskól- ana í vetur. Kennarar. voru 25 með skólastjóra og 6 stundar- ken/iarar. Nú verða þau þátta- Bkil, að næsta vetur verða fulln- eðarprófsbörn útskrifuð úr Öldutúnsskólanum og er það í fyrsta skipti. Að þessu sinni gengu 189 und- Ir barnapróf og hlutu 16 ágætis- einkunn eða yfir níu, og 85 fyrstu • einkunn. Efstar og jafnar urðu Guðrún Einarsdóttir og Guðrún Guðnadóttir með 9,51 og Björg Jóhannesdóttir með 9,50. — Skólablaðið kom út að venju, skemmtun barnanna haldin í Bæjarbíói og handavinnusýning í skólanum. Komu á hana um EOOO manns. Einnig var slík sýn- ing í Öldutúnsskóla. Skólastjóri þar er Haukur Helgason. Við skólaslit í kirkjunni af- henti dr. Vilhjálmur Skúlason skjal þess efnis, að Lionsklúbb- tur Hafnarfjarðar gæfi skólanum vönduð eðlis- og efnafræðitæki, sem eru mjög verðmæt. Einnig efhenti Axel Kristjánsson for- stjóri bókagjafir fyrir góða ástundun og háttprýði, en það hefur hann gert undanfarin ár. — -G. E. * _ I Flensborg voru 425 nemendur HAFNARFIRÐI — Flensborgar- skólanum var slitið mánudag- inn 31. maí. Skólastjórinn, Ólaf- tir í>. Kristjánsson, skýrði frá starfinu í vetur og afhenti eink- unir. Kennarar voru 19 með skólastjóranum, en nemendur 425 í 16 bekkj ardeildum. Og nú i fyrsta sinn starfaði verzlunar- deild í skólanum með 23 nem- endum. Nú tóku 23 nemendur gagn- fræðapróf og hlaut Jónína Ág- ústdóttir hæsta einkunn í bók- námsdeild eða 9,04 og Margrét Friðbergsdóttir 8,14 í verknáms- deild. Efst í verzlunardeild varð Þorgerður Bjargmundsdóttir S,26. — Nú ganga 20 nemendur undir landspróf. Við skólaslit mættu eldri nem- endur ag afhentu gjafir. Þá af- henti Viktoría Guðmundsdóttir frá Gígjarhóli i Biskupstungum Bkólanum að gjöf 569 bindi, sem var bókasafn hennar. Hún tók próf úr kennaradeild Flensborg órið 1904. Nú er hún vistmaður ó Sólvangi. — G. E. í Stykkisholmi ' Stykkishólmi, 2. júnl. BARNA og Miðskólarium í Stykkishólmi var slitið við há- tíðlega athöfn í kirkjunni í Stykkishólmi hinn 31. maí s.l. 1 Hófst athöfnin með bæn sókn- Rrprestsins og síðan sungu nem- endur. Þá flutti skólastjórinn Sigurður Helgason skólaslita- ræðu, lýsti úrslitum prófa, gat um störf og árangur vetrarins og minntist nokkurra verkefna eem framundan eru. Gat hann þess að nú myndi senn verða hafizt handa um byggingu nýs barnaskólahúss í Stykkishólmi. Hefði Alþingi veitt til þess á fjárlögum síðustu 670 þúsundir og einnig hefði hreppsnefnd Styklaishólms- hrepps gefið heimild til lántöku vegna byggingarinnar. Vottaði skólastjóri þakkir sínar öllum sem að þessum málum höfðu unnið, en nú er skólahúsrými þannig að það verður að tví og þrísetja í skólastofurnar og hrekkur þó ekki til. Teikningar af hinni nýju byggingu verða unnar á teiknistofu Gísla Hall- dórssonar arkitekts í Reykja- vík. í hinu nýja skólahúsi munu verða 6 almennar kennslustofur og 2 handavinnustofur. Skólinn hófst 5. okt. s.l. í heimavist voru alls 30 nemend- úr víðsvegar að. í barnaskólann innrituðust í haust 143 nemend- ur í 6 bekkjardeildir. Hæstu einkunn í 6. bekk hlaut Bryndís Guðmundsdóttir. 9.52. í Miðskól- anum voru alls rúmir 80 nem- endur. í fyrsta bekk hlaut hæstu einkunn þær Marís Bjarnadóttir og Sara Svanlaugsdóttir 8.90. í 2. bekk Kristborg Haraldsdóttir 9.15. í 3. bekk hlaut Friðrik Alexandersson hæstu einkunn 7.76. í landsprófsdeild varð hæst ur Júlíus Georgsson með 8.03. Mörg verðlaun voru veitt við skólaslit bæði fyrir námsárang- ur og skyldurækni. Félagslíf var gott og mikið i skólanum. íþróttir stundaðar og tekið þátt í keppnum. 140 nem- endur tóku þátt í norrænu skíða göngunni. Árshátíðir voru haldn ar bæði hjá barnaskólanum og Miðskólanum, fjölbreyttar að efni eins og áður og tókust þær í alla staði vel og voru nemend- um til sóma. Fastir kennarar við skólann voru 8, auk stundakenn- ara. Umsjónarmaður var sem áður Lárus Kr. Jónsson. . Ýmis kennslutæki eignaðist skólinn á árinu og meðal annars í félagi við barnaskólann í Graf- arnesi, kennslutæki við lífgun úr dauðadái. Sjóðum skólans bárust og veglegar gjafir. Heim- sóknir urðu nokkrar í skólann í fræðsluerindum. Félag Miðskól- ans var vel starfandi og bind- indissemi og reglusemi mikil á skólanum og agi allur góður. Prófdómari var sr. Sigurður Ól. Lárusson. í vorskólann. hafa innritast 22 nemendur. Reykholtsskóli HÉRAÐSSKÓLANUM í Reyk- holti í Borgarfirði var slitið 1. júní s.l. Nemendur í vetur voru 86, 29 í yngri deild, 33 í eldri deild og 24 í framhaldsdeild. Að þessu sinni luku 19 nemendur gagnfræðaprófi og 5 landsprófi. í skólaslitaræðu Þóris Stein- þórssonar skólastjóra kom fram m. a. að framhaldsdeild skólans hefur nú verið starfrækt í 20 ár og á þeim tíma verið útskrif- aðir rösklega 500 gagnfræðingar og 270 nemendur hafa lokið landsprófi við skólann. Hæstu einkunn á landsprófi við skólann til þessa, fékk Kristín Halldórsdóttir frá Dýra- stöðum í Norðurárdal, 9,50, en hún lauk prófi vorið 1964, eftir tveggja vetra nám. Miklar breytingar urðu á kenn araliði skólans s.l. haust, en þá hættu störfum 3 af kennurum skólans, þau hjónin Frú Anna Bjarnadóttir og Séra Einar Guðnason og Björn Jakobsson, en þau hafa öll kennt við skól- ann í áratugi. Færði skólastjóri þeim þakkir fyrir gifturíkt starf í þágu skólans. Þórir Steinþórsson skólastjóri mun nú láta af störfum við skól- ann, en hann varð sjötugur 7. maí s.l. Þórir réðst sem kennari við skólann við stofnun hans árið 1931 og skólastjóri hefur hann verið frá árinu 1941. Þorvaldur Jónsson færði hon- um að gjöf f.h. nemenda skól- ans, stóra litmynd af skólan- um. Nokkrir gamlir nemendur voru viðstaddir skólaslitin. Óli Hörður Þórðarson úr Reykjavík afhenti skólanum málaða mynd af Þóri Steinþórs- syni skólastjóra eftir Örlyg Sig- urðsson listmálara, en mynd I þessa gáfu nemendur skólans frá upphafi 1931 til 1965. Að lokum tók til máls Séra Einar Guðnason sem bar kveðju til kennara og nemenda frá konu sinni frú Önnu Bjarnadóttur, sem dvelur erlendis um þessar mundir. Þórir Steinþórsson þakkaði hlý orð í garð skólans og þeirra hjóna og gjafir þær sem þeim og skólanum hefðu verið færðar og ■ sagði síðan Reykholtsskóla slitið. Fyrir og eftir skólaslit, söng kór nemenda undir stjórn Björns Jakobssonar Nokkrar byggingaframkvæmd ir standa nú yfir við Reykholts- skóla. Síðastliðið sumar var steyptur upp einn hluti húsa- samstæðu sem ætlunin er að halda áfram með í sumar, en í því verða nemendaíbúðir og ein kennaraíbúð. Staðarfellsskóli SUNNUDAGINN 23. maí s.l. var Húsmæðraskólanum að Staðarfelli slitið að viðstöddu miklu fjölmenni. Skólaslitin fóru fram í kirkj- unni að lokinni guðsþjónustu, sem sóknarpresturinn s éra Ás- geir Ingibergsson annaðist. Forstöðukonan, frú Ingigerð- ur Guðjónsdóttir gerði grein fyrir starfi skólans á liðnum vetri. Auk hennar kenndu við skólann frú Erla Ásgeirsdóttir, handavirinukennari og frú Guð- rún Bryndís Guðmundsdóttir, vefnaðarkennari. Þá kenndi sr. Isgeir Ingibergsson íslenzku og barnauppeldisfræði og Sigur- laug Eggertsdóttir hafði nám- skeið í þvotti 'og ræstingu. Magnús Jónsson frá Kolla- fjarðarnesi æfði söng með nem- endum fyrir árshátíð og séra Þórarinn Þór leiðbeindi við leik list. Ráðsmaður við skólann var Ingólfur Eyjólfsson og aðstoðar- kona í eldhúsi var Elísabet Þór- ólfsdóttir, Arnarbæli. Nemendur voru 24 í vetur og luku allar prófi. Plássleysi haml ar að skólinn geti rúmað öllu fleiri nemendur. Afköst nem- enda voru mikil og heilsufar ágætt. Hæstu einkunn við burt- fararpróf hlaut Melkorka Bene- diktsdóttir, Saurum í Laxárdal, fyrstu ágætiseinkunn, 9,68. Þrír aðrir nemendur hlutu I. ágætis- einkunn, þær Gígja Garðars- dóttir, Hríshóli, Reykhólasveit, Þórhalla Snæþórsdóttir, Gilsár- teigi, Eiðaþinghá og Auður Bald ursdóttir, Ormsstöðum, Klofn- ingshreppi. Við skólaslitin mættu 20 ára nemendur ásamt þáverandi for- stöðukonu, frk. Kristíönu Hann- esdóttur og færðu skólanum blómavasa úr silfri ásamt tveim ur silfurkertastjökum. Frú Guð- björg Þórðardóttir hafði orð fyrir 20 ára nemendum. Auk þess talaði frk. Kristíana og þakkaði sínum gömlu nemend- um tryggð og góð kynni og árn- aði skólanum allra heilla í nútíð og framtíð. Þá voru einnig mættir 10 ára nemendur og færðu þeir skól- anurri tvo blómavasa úr silfri að gjöf. Núverandi formaður skóla- ráðs þakkaði kennurum og öllu starfsfólki skólans fyrir gott starf á liðnum vetri og nem- endum fyrir ástundun og góða framkomu„ en eldri nemendum þakkaði hann gjafir og alla tryggð við skólann. Undanfarin sumur hefur verið unnið að endurbótum á skóla- húsinu undir stjórn Magnúsar Gestssonar og verður því haldið áfram á þessu sumri. — Stefnir- skólaráðið með þessum endur- bótum og væntanlégum nýbygg ingum að því, að hægt verði að auka svo húsrými skólans að hann rúmi 40 nemendur og þrír kennarar starfi við skólann auk forstöðukonu. Þegar þeim framkvæmdum lýkur verður Staðarfell kjörinn staður ýmissa sumarstarfsemi, t. d. sem orlofsheimili hús- mæðra. Umsóknir um skólavist hafa nú borizt miklu fleiri en hægt verður að taka við á næsta árL Tónlistarskólinn TÓNLISTARSKÓLANUM í Reykjavík var sagt upp laugar- daginn 29. maí. Lauk þar með 35. starfsári skólans og voru inn- ritaðir nemendur rrúmlega tvÖ hundruð og kennarar 30. Starfsemi skólans hefur auk- izt mikið á undanförnum árum og var mjög fjölbreytt í vetur. Kennt er á píanó, orgel og flest strengja- og blásturshljóðfæri, en auk þess er í skólanum fjöl- menn söngdeild og sérstakar deildir fyrir söng, og píanókenn- ara. Nemendakór og tvær hljóm- sveitir eru starfandi í skólanum og mikil stund lögð á samleik af ýmsu tagi. Fjölmargir tónleik ar voru haldnir innan skólans í vetur. Alls luku 11 nemendur burt- fararprófi í vor og hafa aldrei í sögu skólans útskrifast jafn- margir nemendur í einu. Píanókennaraprófi luku Eygló Helga Haraldsdóttir, Kolbrún Sæmundsdóttir og Sigríður Ein arsdóttir. Eru þær fyrstu nem- endur, sem ljúka því prófi frá skólanum og stóðust það allar með mjög gbðum vitnisburði. Píanókennaradeildin tók til starfa haustið 1963. Ur söngkennaradeild braut- skráðust þessir nemendur: Egill Friðleifsson, Gunnar Axelsson, Jónas Ingimundarson, Jón Stefánsson, Magnús Pétursson, Reynir Sigurðsson, Steinunn Steindórsdóttir, Þorgerður Ing- ólfsdóttir og Þórir Baldursson. Efst á söngkennaraprófinu var Þorgerður Ingólfsdóttir, og var einkunn hennar jafnframt sú hæsta, sem tekin hefur verið frá söngkennaradeildinni síðan hún tók til starfa haustið 1959. Næsta kennslutímabil deildar innar hefst 1. október í haust og stendur í tvo vetur. Inntöku- próf verða í september. í skólaráði Tónlistarskólans í Reykjavík eru Dr. Páll ísólfs- son tónskáld, Ólafur Þorgríms- son hæstaréttarlögmaður og Sig urður Sigurðsson landlæknir. Skólastjóri er Jón NordaL 111 nem- endur á Flateyri FLATEYRI, 20. maí: — Barna- og unglingaskólanum hér var slitið 8. þ.m. 111 nemendur voru í skólanum í vetur. Fastir kenn- arar voru 4 og 3 stundakennarar. Skólastjóri er Hjörtur Hjálms- son. Handavinnusýning nem- enda vakti mikla athyigli. Voru þar margir góðir og velgerðir munir. Handavinnukennari drengja er Eysteinn Gíslason og stúlkna frú Ásta Þórðardóttir. Margt manna var við skólaupp- sögnina og sá sýningu nemenda. — Kristján. Á ísafirði BARNASKÓLA ísafjarðar var slitið 19. apríl s.l. í Alþýðuhús- inu að viðstöddu fjölmenni. Skólastjó.rinn, Björgvin Sig- hvatsson, gerði grein fyrir skóla starfinu á s.l. skólaári og af- henti siðan nemendum barna- prófsskírteinin. Á skólaárinu voru í skólanum 358 börn, 204 drengir og 154 stúlkur. Börnin á aldrinum 7—9 ára voru alls 185, en 10— 13 ára börnin voru alls 173. Undir barnapróf gengu 58 börn. Af þeim hlutu 8 ágætiseink, allt nemendur úr 16. deild skól- ans. Hæstu einkunnir á barnaprófl hlutu: Finnur Magni Finnsson, 9,57, sem jafnframt var hæsta einkunn yfir skólann. Hjálmar Helgi Ragnarsson, 9,43. Sigríður Jónsdóttir, 9,39 og Þórir Sturl» Ragnarsson, 9,27. Hæsta eink. í 15. deild hlauí Kristín Þórisdóttir, 8,73. Næsi hæsta eink. í þeirri deild hlaui Gunnar Arnórsson, 8,41. í deildum 11 ára barna hlut«* þessir nemendur hæsta aðaleinlc unn: 14. deild Þórhildur Odds- dóttir, 13. deild Stígur Sturlu- son. í deildum 10 ára barna: 12. deild Margrét Gunnarsdóttir, 11. deild Jón Björn Sigtryggs- son og í 10. deild Níels Jónsson. Skólastjórinn gat þess í ræðu sinnþ að jafnframt söngkennsl- unni í skólanum væri börnunum kennd tónfræði, og að prófað væri í þeirri ámsgrein jafnt öðr um námsgreinum, og einkunn f tónfræði væri tekin með til út- reiknings í 10 og 11 ára bekkj-■ um skólans. Á s.l. vori fékk hver deild 7, 8 og 9 ára barna kennslu f umferðarreglum. öll börnin, sem gengu undir barnaprófið, tóku próf í umferðarreglum,- í skíðalandsgöngunni tóku þátt 229 nem. úr skólanum. Sýning á handavinnu og teika ingum nemendanna var sunnud. 16. þ.m. og voru sýningargestir nær 1000, þar af margir úr ná- grannaþorpunum. Skólastjórinn gat þess, aS heilsufar nemendanna hafi verið gott og ekki komið til neinnra tafa á skólastarfi sökum far- sótta. Framhald á bls. 13 /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.