Morgunblaðið - 12.06.1965, Page 28

Morgunblaðið - 12.06.1965, Page 28
28 MORGUNBLAÐID Laugardagur 12. júní 1965 GEORGETTE HEYER FRIDSPILLIRINN Systir hans tók þessum hnút- um góðlátlega, en þótti fyrir því, að hann skyldi haldá hana geta hugsað svo óvingjarnlega til bróð urdóttur sinnar. — Og jafnvel þótt ég væri svona illkvittin, þá kemur það ekki að sök framar. Það hefur nú ekkert verið opin berað enn, en ég get vel sagt þér það, Horace, að hún Cecilía er í þann veginn að hljóta mjög æski legt gjaforð. — Það er gott. Þá hefurðu því betri tíma til að líta kringum þig fyrir Soffíu. En þú þarft varla að hafa mikið fyrir því. Hún geng- ur í augun og einhverntíma fær hún sæmilegan heimanmund, auk þess, sem hún erfði eftir hana móður sina Og það er heldur engin hætta á, að hún fari að gift ast þvert ofan í vilja okkar, því að hún er skynsöm stúlka, og hún hefur flækzt nógu víða til þess að geta séð fótum sínum forráð. En hvern náðirðu í handa henni Cecilíu? — Charlbury lávarður hefur beðið föður hennar leyfis til að ávarpa hana, sagði systir hans og þandist út af hreykni. — Ha, Charlbury? sagði Sir Horace. — Það var svei mér gott verð ég að segja, Lizzie. Sannast að segja bjóst ég ekki við, að þið munduð neinn feitan gölt flá, því að fríðleikurinn er nú ekki fyrir öllu og eftir því hvernig hann Ombersley fór með eign- irnar sínar, seinast þegar ég vissi til, þá . . . . — Charlbury lávarður, sagði hú,n með nokkrum þótta, — er stórauðugur maður og ég veit, að hann gengur ekki með nein ar slíkar óvirðulegar hugsanir. Hann sagði mér meira að segja sjálfur, að hjá sér hefði þetta verið ást við fyrstu sýn. — Ágætt! sagði Sir Horace. — Hann hefur víst verið á höttun um eftir konu í allmörg ár — þrjátíu ef ég man rétt —»en ef hann er raunverulega ástfang- inn af stúlkunni, því betra- Hún ætti að geta metið það. — Já, samþykkti frú Ombers- ley. — Og ég er viss um, að þau verða hamingjusöm, hvort með öðru. Hann er vingjarnlegur og eftirlátur og framkoman eins og höfðingja sæmir, og öll persóna hans mjö'g geðfeild. Sir Horace, sem hafði lítinn á- huga á málefnum systurdóttur sinnar, sagði: — Já, já, hann er bersýnilega fyrirmyndarmaður, og því skyldi hún ekki vera á- nægð með svona gjaforð. Ég vona bara, að þú verðir eins heppin fyrir hana Soffíu. — Já, það vildi ég líka óska, sagði hún og andvarpaði. Það bara stendur ekki svo vel á, eins og er . . . því að honum Charles kynni að mislíka það. Sir Horace hnyklaði brýnnar og reyndi að muna. — Ég hélt, að hann héti Bernard. Hvers- vegna ætti honum að mislíka það? . — Ég er ekki að tala um hann Ombersley. Þú hlýtur að muna eftir honum Charles! — Ef þú átt við elzta strák inn ykkar, þá man ég eftir hon- um. En hvað hefur hann að segja og hversvegna ætti hann að vera andvígur henni Soffíu minni? — Nei, ekki henni. En ég er hræddur um, að honum líkaði það ekki ef við færum að efna til skemmtana núna. Þú hefur víst ekki séð um trúiofunina hans en hann ætlar að fara að giftast henni ungfrú Wraxton. — Ekki þó dóttur hans Brink low gamla? Nei, svei mér þá, Lizzie, þú hefur ekki legið í let- inni! Aldrei vissi ég, að þú vær ir svona glúrin. Hvort þetta er æskilegt’ þó! Ég óska þér til hamingju! — Já, sagði ,hún. Ungfrú Wraxton er ágætis stúlka. Ég er viss um, að hún hefur þúsund kosti til að bera. Velmenntuð og hefur siðareglur og framkomu, sem berandi er virðing fyrir. — Mér finnst hún hljóti að vera hundleiðinleg sagði Sir Horace hreinskilnislega. — Hann Charles, hélt frúin áfram og starði áhyggjufull í eld inn, — kærir sig gkkert um fjör ugar stúlkur, eða um neina kostn aðarsama vitleysu. Ég skal alveg játa, að ég hefði ekkert á móti því að ungfrú Wraxton væri svo lítið líflegri . . . en þú þarft ekki að leggja neitt upp úr því Hor- ace, því að mig hefur aldrei langað til að vera nein bláhosa sjálf, og nú á dögum, þegar svo margar stúlkur eru svo villtar að fram úr öllu hófi keyrir, er það viðkunnanlegt að rekast á eina og eina, sem . . . Charles finnst þessi alvarlega íhygli ungfrú Wraxton mjög viðeigandi, lauk hún máli sínu og flýtti sér að koma út orðunum. — Mér finnst merkilegt, Lizz- ie, að nokkur sonur ykkar Om- berleys skuli hafa getað orðið svona þurradrumbur, sagði Sir Horace, kæruleysislega. — Þú hefur væntanlega ekki platað hann Ombersley, ða hvað? — Horace! — Nei, ég veit, að það hefurðu ekki. Engin ástæða til að taka þetta alvariega. Ekki á fyrsta barni . . . þú hefur meira vit en svo. Samt er þetta nú skrítið, hefur mér oft dottið í hug. Jæja, hann getur gifzt þessari bláhosu sinni fyrir mér og verði honum að góðu, en ekkert, sem þú hef ur sagt, gefur neitt til kynna um, hversvegna þér er ekki al- veg sama, hvort honum líkar bet ur eða verr. Frú Ombersley leit af glóðun- um í arninum. — Þú skilur þetta ekki almennilega, Horace, sagði hún. — Var ég ekki einmitt að segja það? svaraði hann. — Já, en skilurðu það ekki, Horace, að Matthew Rivenhall arfleiddi Charles að öllum eign- um sínum? Sir Horace var annars talinn sæmilega greindur maður, en honum veittist fullerfitt að koma þessu heim og saman. Hann starði á systur sína andartak, en sagði síðan: — Áttu við þennan gamla frænda hans Ombersleys? — Víst svo. — Auðkýfinginn? Hún kinkaði kolli, en hann virtist engu nær. ■— Náungann, sem græddi allan auðinn í Ind- landi? v — Já, og við vorum alltaf að búast við, að . . . en Charles var, að því hann sagði, einasti Riven- hall, sem hafði nokkurt vit í kollinum — að sjálfum honum auðvitað undanteknum — og arf leiddi hann að allri hrúgunni. Allri! — Guð minn góður! Frúnni hefur sjálfsagt virzt þessi athugasemd mjög viðeig- andi, því að hún kinkaði aftur kolli, leit á bróður sinn með vandræðalegum sorgarsvip og nuddaði horn á sjali sínu með fingrunum. — Svo það er þá Charles, sem hefur öll tögl og hagldir? - — Enginn hefði getað verið nærgætnari, sagði frúin mæðu- lega. — Það verðum við víst öll að játa. — Svei ósvífninni í honum, sagði Sir Horace, sem sjálfur var faðir. — Hvað hefur hann gert? — Þú veizt það kannski ekki, af því að þú hefur verið svo mik ið erlendis, að vesiings Ombers- ley var skuldum vafinn? — Það vita nú allir. Að minnsta kosti hefur hann ekki verið ann að í mínu minni. Þú átt þó von- andi ekki við, að drengurinn hafi verið svo vitlaus að fara að greiða skuldirnar? — Jó, en einhver varð að gera það. Þú getur ekki ímyndað þér, hvað þetta var orðið óþolandi. Og svo þurfti að koma yngri drengjunum sæmilega áfram, og blessaðar telpurnar . . . svo að þú getur ekki furðað þig þó að honum fyndist hún Cecilía þyrfti að verða vel gift. Svo að hann ætlar þá að taka að sér allt klabbið. Það gat ekki vitlausara verið. Og hvað er um veðskuldirnar? Ef meiripartur- inn af arfinum hans Ombarleys hefði ekki verið bundinn, væri hann búinn að tapa homxm í spil um fyrir löngu. — Ég þekki nú ekki vel inn á þessar arfbindingar, sagði systir hans, en mig grunar, að Charles hafi ekki komið fram eins og hann átti að gera í sambandi við þær. Ombersley var mjög móðg aður . . . en þó finnst mér nú full langt gengið að kalla frumburð sinn höggormstönn . . . mér finnst það óviðeigandi talsmáti. Mér virðist að ef Charles, þegar hann varð myndugur, hefði get- að verið liðlegri við hann föður sinn. En ekkert gat fengið hann til að samþykkja að rifta arf- bindingunni, svo að þá komst allt í sjálfheldu og engin furða þó að Ombersley gremdist. Og svo dó þessi andstyggilegi karlfausk ur . . . — Hveriær var það? Það er einkennilegt, að maður skuli aldrei hafa frétt af því fyrr en í dag. JAMES BOND EWr — Ég hef svo miklar áhyggjur af manninum mínum. Hann heldur að hann sé fugl. — Það eru meira en tvö ár síð an, og . . . — Þá get ég skilið það . . . ég hafði fjandans mikið að gera að fást við Angouléme og allan þann hóp. Það hlýtur að hafa verið á Toulouse-dögunum, eða þar um bil. En þegar ég hitti þig í fyrra Lizzie, minntistu ekki á það einu orðL Svona ósanngirni kom illa við hana og hún svaraði móðguð: — Mér finnst ég nú ekki geta hafa verið að hugsa um slíka smá- muni, þegar Skrímslið er vað- andi uppi og svo Marsvöllurinn og bankarnir lokaðir, og guð má vita, hvað fleira er á döfinni! Og svo kemur þú frá Brussel fyrir- varalaust og stanzar hjá_ mér í heilar tuttugu mínútur! Ég var svo ringluð, að ef þú hefur getað haft orð af viti upp úr mér, þá er það meira en ég get skilið. Sir Horace lét þetta eins og vind um eyrun þjóta, en veik að því sem honum lá meir á hjarta: — Ég skal nú ekki neita því, að hann Obersley er bölvaður ráð- leysingi, af því að það þýðir ekkert að setja ljótar staðreynd ir í hreinar umbúðir, en að gera mann arflausan og setja son hans til að rázka og regera yfir hon um . . . sem ég er viss um, að hann gerir! — Nei, nei, Charles eru al- veg ljósar skyldur hans við föð- ur sinn og hann skortir ekkert á tilhlýðilega virðingu fyrir hon um, get ég fullvissað þig um. En það er bara þetta, að Ombersley veslingurinn getur ekki annað en tekið sér það nærri, að Charl es ráði öllu einn. — Já, þetta er dáfallegt á- stand! — Já, en eina huggunin er sú, að fólk veit ekki almennt um það. Og ég skal ekki neita því, að manni líður betur nú, orðið. Þú trúir því kannski ekki, en nú liggur ekki á manni einn ein- asti ógreiddur reikningur! Svo hugsaði hiin sig ofurlítið um. — Ég veit náttúrlega ekki, hvað hann Ombersley kann að hafa gert, en ég á við heimilisreikn- ingana, og svo kostnaðinn í Ox- ford ,og Eton. Allt það sér Charl es um- — Þú ætlar vonandi ekki að fara að segja mér, að hann IAN FLEMING Charles ætli að fara að eyða aurunum hans Matt Rivenhalls gamla í það að borga öll útgjöld þessa húskofa? — Nei, nei. Ég hef nú ekkert vit á viðskiptamálum, svo að það þýðir ekkert að fara að spyrja mig út úr því, en ég held, að Charles hafi fengið föður sinn til að fela sér alla stjórn á eign inni og þvi sem henni fylgir. — Já, eða pínt hann til þess, skulum við segja, sagði Sir Hor- ace harkalega. — Já, við lifum á dáfallegum tímum- Jú, ég sé svo sem, hvað drengurinn hefur í huga, en ég vorkenni þér, Lizz- ie. — Það er bara þetta, að ef hann skyldi hafa eitthvað á móti því að ég tæki hana Soffíu af þér, þá veit ég ekki, hvort ég get fengið því framgengt. — O, vitleysa- Hvað ætti hann svo sem að hafa á móti því? Borgarnes Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er : lausasölu á þessum stöðum I bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu SHELL við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Stykkishólmur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. . Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.