Morgunblaðið - 12.06.1965, Síða 32

Morgunblaðið - 12.06.1965, Síða 32
Lang slærsta og íjölbreyttasta blað landsins 130. tbl. — Laugardagur 12. júní 1965 Helmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 19 skip 21000 mál ÁGÆTT veður var á síldarmið- unum íyrir austan í fyrrinótt og fengu 19 skip samtals 21.200 mál. Samninga- viöræöur FUNDUR var haldinn með deilu oðilum í kjaradeilu Dagsbrúnar, Hlifar, Fx'amsóknar og Fram- tíðarinnar í gærmorgun kl. 10—12. Annar fundur er boðaður kl. 10 í dag Ekki er gert ráð fyrir samn- ingafundum í kjaradeilu mat- sveina, þjóna og þerna á kaup- skipaflotanum fyrr en eftir helgi, en boðað verkfall þeirra skall yfir á miðnætti 11. júní. Verk Thorvald- sens koma í leitirnar í Litháen TVÆR litlar styxtur eftir myndhöggvarann Bertel Thor- valdsen, Clio og Melpomena, sem hurfu fyrir nær aldar- fjórðunigi af safni einu í bæn- um Siauliai í Litháen hafa núi loks komið í leitirnar og standa aftur á sínum gamla stað í safninu. Stytturnar tvær bárust safn- inu eftir heimsstyrjöldina síð- ari en höfðu áður verið í einkaeign og hafði eigandinn fengið þær að gjöf frá lista- manninum sjálfum. Þegar nazistar hertóku Litháen var safninu breytt í sjúkrahús og tóku þá félagar úr andspyrnu hreyfingunni flest dýrmæt- xstu listaverkin í sína vörzlu eða komu þeim fyrir í geymslu. Útlit var fyrir svipað veður í rótt, en síldin færist heldur utar. í gærkvöldi fann Ægir síld um 180 milur ut af Langanesi og voru nokkur skip á leið þangað, er síðast spurðist til. Þessi skip voru með 1200 mál og þar yfir: Gullver 1700, Gjafar 1700, Keflvíkingur 1600, Sæ- hrimir 1500, Lómur 1500, Ögri 1400, ólafur Friðbertsson 1200 og Árni Magnússon 1200 mál. Bræðslo hafin ó Vopnafirði Vopnafirði, 11. júní. SÍLDARVERKSMIÐJAN hóf vinnslu kl. 18 í gærdag. Þá voru 19.700 mál komin í þrærnar, en þær taka 20 þús. mál. Um kl. 11 í dag var búið að vinna úr fyrsta hólfinu af 8. Reykjaborg hafði beðið lönd- unar í tæpan sólarhríng, en bún var með 2300 mál, sem lokið var við að landa kl. 16 í dag. Þá kom Gullver í dag með 1700 mál og bíður þar til næsta hólf losn ar. 2 skip önnur munu vera á leiðinni. Afköst verksmiðjunnar í full- um gangi eru 4500 til 5000 mál á sólarhring. Skipað var upp í dag 65 tonn um af bréfpokum til Síldarverk smiðjunnar í dag. S.J. Askur með 270 tonn TOGARINN Askur lagði í gær upp í Reykjavík 270 tonna afla, aðallega karfa, sem hann hafði fengið á veiðum út af Jökli. Lestar togarans voru alveg full- ar, er hann kom að landi, og voru um 10 tonn aflans á dekki. Dagsbrúnarmenn vinna ekki eftirvinnu frá Ið.júni BLAÐINU barst I gær fréttatil- kynning frá Verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík, þar sem eegir, að frá og með 18. júní nk. muni Dagsbrúnarmenn ekki vinna neina eftirvinnu. — Frétta tilkynningin hljóðaði svo: „Á fundi Trúnaðarmannaráðs Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar, sem haldinn var í dag, var eftirfarandi samþykkt einróma: „Trúnaðarmannaráðið sam- þykkir að stöðva alla yfirvinnu Dagsbrúnarmanna frá og með 18. júní 1965, þar til annað verður ákveðið eða nýir samningar hafa tekizt um kaup og kjör verka- manna. Vinna er því aðeins heimil á þeim timum sólarhrings ins, er hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtu daga og föstudaga frá kl. 7.20 til kl. 17.00, laugardaga frá kl. 7.20 til kl. 12.00. Þar sem vaktavinna er unnin, er aðeins heimilt að vinna samningsbundinn vakta- tíma, en ekki aukavinnu. Þar sem unnar hafa verið 44 klst. á viku í dagvinnu iram að þessu, er óheimilt að vinna fleiri vinnu- stundir á viku.“ Samlþykkt þessi var strax í dag send samningsaðilum Dags- brúnar og ríkissáttasemjara.“ Miðvikudaginn 2. júní lögðu 5 ungir menn af stað frá Skot- landi á seglskútunni Stormsv ölunni, sem nýstofnaður íslenzk- ur siglingaklúbbur hefur keypt, eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. í gærkveldi kom Stormsvalan til Kópavogs, sem verður heimahöfn hennar. Þessi mynd var tekin kl. 21:30 í gær, þar sem skútan kemur inn um mynni Skerjafjarðar (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Ungadauði mikill á Tjörninni NÚ eru að verða .allra síðustu forvöð að gera skil í lands- happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins. Dregið verður nk. mið- vikudag, 16. júni, um tvær bandarískar fólksbifreiðir af gerðinni Ford Fairlane. Bif- reiðirnar eru að verðmæti samtals 660 þúsund krónur. Einhverjir verða svo heppn- ir, að fá nýjan bíl í sumar- leyfið — og fyrir aðeins 100 krónur. Og hver vildi láta slíkt úr greipum ganga. Mögu leika á því að hreppa hnossið fáið þér með því að kaupa miða í þessu glæsilegasta bíla- happdrætti ársins. Þeir fást í skrifstofunni og í happdrættis bílunum við Útvegsbankann. Kaupið miða strax í dag. Fyrr en varir verður það um seinan. Þeir, sem fengið hafa senda miða, gerið skil hið bráðasta. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. TALSVERT hefur borið á því að undanförnu, að andarungahóp arnir á Tjörninni í Reykjavík hafi týnt tölunni. Morgunblaðið hafði því í gær samband við Kjartan Ólafsson, fyrrverandi brunavörð, sem um áratugaskeið hefur flestum öðrum fremur fylgzt með fuglalfinu á Tjörn- inni, og spurðist fyrir um orsak ir þessa. Kjartan sagði, að ungadauði væri óvenjumikill í vor og til þess væru einkum þrjár ástæð- ur. Veiðibjallan dræpi alltaf mikinn fjölda af ungum, þá væri mjög mikið misræmi í hlutfalli kynjanna á Tjörninni, þannig að steggir væru miklu fleiri en koll- ur. Réðust steggirnir oft svo harkalega að kollunum, að þeir dræpu þær og gerðu hópinn móð urlausan, eða í bezta falli flæmdu þær frá ungahópnum, sem þá væri óvarinn á meðan. Þriðja ástæðan væri sú, að end- urnar vantaði staði á Tjörninni, þar sem þær gætu sinnt afkvæm um sínum í friði. Kvaðst Kjart- an margsinnis hafa stungið upp á því, að gerðir yrðu smáhólmar í Suðurtjörninni og búnir til flot hólmar á Stóru tjörninni, þar áem endurnar gætu hvílt sig og hópana, og annast um þá, en þessum tillögum hafi aldrei ver ið gefinn neinn gaumur. Brunatjon að Blesastöðum UM kl. 10.30 í gærkvöldi kom upp eldur í verkfærageymslu og hænsnahúsi áföstu að Blesastöð- um á Skeiðum. Brann hvort- tveggja og um 200 hænsni ,auk talsverðra verðmæta annarra. í verkfærageymslunni voru sláttuvélar og mikið af verk- færum öðrum, en í hænsnahús- inu um 250 hænsni. Um 50 þeirra var bjargað. Slökkviliðið á Sel- fossi kom á vettvang og tókst að slökkva eldinn, en þá höfðu hús þessi þegar brunnið, þar sem nokkurn tíma hafði tekið að komast á staðinn. Kísilgúr raunsakaður aftur í Mývatni Þetta sinn vegna Bandarikjamanna MÝVATNSSVEIT, 11. júní. — Nú er verið að rannsaka á nýjan leik kísilgúrinn í Mývatni. Síð- an fyrir hvtasunnu hefur stór hópur manna undir forustu Tómasar Tryggvasonar, jarðfræð ings, unnið að því að mæla þykktina á lögunum, taka sýnis horn og gera áætlanir um magn. I hópnum eru bandarískir sér- fræðingar, því það eru Banda- ríkjamenn sem nú hafa áhuga á málinu og munu hugsa þetta í stærra stíl. Hópurinn vinnur með 2 flek- um og hefur 2 báta. Unnið er í Ytri-flóanum, en rannsóknirn ar núna beinast aðeins að hon- um, enda mun þar vera áratuga forði. Ytri-flóinn er næstur þeim stað, þar sem taka á efnið I land. Eg hefi heyrt það haft eft ir sérfræðingunum að gera megi ráð fyrir að í Mývatni sé til efni fyrir kísilgúrverksmiðjuna til allt að 600 ára. — Jóhannes. Auö höfn ) Verkfall hófst á kaupskipa-' iflotanum í fyrrinótt. Áður I ihöfðu skipin facið úr hxjfn, | ' eins og sést á þessari mynd, / 7 sem ljósm. Mbl. Sv. Þ. tók * í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.