Morgunblaðið - 17.06.1965, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.06.1965, Qupperneq 17
f Fimmtudagur 17. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 17' MALSOKN The Trial (I-e Proés). Frönsk- ítölsk-þýzk. frá 1962. 118 mín. Enskt tal. Bæjarbíó. Handrit: Orson Welles eftir sögu Franz Kafka „Der Prozess“. Kvikmynd un: Edmond Richard. Framleið- andi: Alexandre Salkind. Leik- stjóri: Orson Welles. „Ég lék málfærslumanninn og ég samdi og stjórnaði þessari mynd; nafn mitt er Orson Well- es“. Þannig „undirritar" höfund- ur Málssóknar verk sitt í lokin. Og sannarlega er Welles höfund- ur myndarinnar. Þeir sem bú- ast víð að sjá Kafka ómengaðan mega búa sig undir annað. Því það er mynd Orson Welles, ekki verk Franz Kafka, sem Bæjar- bíó sýnir núna. Því munu þeir sem ekki hafa lesið sögu Kafka líklega hæfastir til að dæma kvikmynd Welles hlutlaust. Og ef tekið væri mark á Heims- bókmenntasögu Kristmanns, þá settu þeir að vera í yfirgnæfandi meirihluta. En burtséð frá Kafka, þá er Welles svo stórbrot- inn kvikmyndahöfundur, að Máls ekki hver er. Máli hans lýkur þegar tveir feitir menn draga hann burt á eyðilegan stað þar sem aftaka hans á að fara fram. Það er raunar ætlazt til að hann fram- kvæmi hana sjálfur, en hann spyrnir á móti. Þá kasta feitu mennirnir tveir sprengju á hann og hlaupa burtu. K kastar henni frá sér, en ef til vill of seint. Sprengjan myndar goskúlulagað ský á himninum, líkt og eftir kj arnorkusprengj u. Þetta síðasta atriði er frá Or- son Welles komið og er ekki með áhrifamestu hugmyndum hans í myndinni. Þetta tákn fer nú að verða all útjaskað. Þetta endatákn, ásamt dularfullu atr- iði sem sýnir hóp af fólki (stríðs fanga?) í andvana hóp umihverf- is óafhjúpað minnismerki, eru tilgerðarlegustu hlutar myndar- innar. Það sem mest áberandi skilur Málssókn (Le Procés) Welles frá Réttarhöldum (Der Prozess) Kafkas, uppgjöf og vonleysi hans, eru viðbrögð Josephs K í heldur skapar sína eigin mynd af því. Sviðið sem Welles hefur valið myndinni er stórbrotið. Hún er að mestu tekin í París, á ónot aðri járnbrautarstöð sem bíður niðurrifs, og einnig í Júgóslavíu (hin mikla skrifstofa sem Joseph K vinnur á og rétarsalirnir). Leikendur þeir sem koma fram myndinni eru einvalalið. Fyrir utan Perkins, sem .gerir K góð skil, verður að nefna Jeanne Moreau í hlutverki ungfrú Búrst ner, meðleigjanda K, Madeleine Framhald á bls. 19 Anthony Perkins og Orson Welles í „Málssókn“. sókn er sannkölluð veizla í kvik myndatækninni frá hendi hans. Hvert augnablik myndarinnar er svo hlaðið hröðum og stórfeng- legum sýnum, sem hrannast upp fyrir augum áhorfandans, að við búið er að hann komi dasaðúr lút úr kvikmyndahúsinu. Joseph K (Anthony Perkins) vaknar einn morgun við að hann er ákærður* Tveir menn vaða inn í leiguherbergi hans hjá frú Grubadh (Madeleine Robinson) og ákæra hann. En fyrir hvað bann er ákærður fær hann aldrei ®ð vita. K vinnur hjá stóru fyrir- tæki og er þar í góðu áliti og veit ekki sitt vamm. Það sem Welles dregur fram er martröð hans við að reyna að vita hver sekt hans er og fá einhvern botn í málið. Hann fær málfærslu manni (Orson Welles) mál Sitt í hendiu- fyrir tilstilli frænda síns. í húsi málfærslumannsins kemst hann í náin kynni við bjúkrunarkonu eða ástkonu hans Leni (Romy Sdhneider). Hann hittir þar einnig einn skjólstæð- ing hans (Akim Tamiroff), sem svo lengi hefur átt í líku máli og K, að hann hefur flutt inn til málfærslumannsins. Og það kemur í ljós að flestir menn liggja einnig undir ákæru sem þeir þekkja ekki, eru dregnir fyrir rétt sem þeir ekki ekilja og mál þeirra drag- ast árum saman og lýk- ur aldrei. Og hið vélræna og ómennska réttarfar dæmir K að lokum fyrir sök sem hann veit Richard Beck og Ragnar Georgsson. Góður gestur heiman um haf lokin. f mótsögn við Kafka læt- ur Welles K snúast til mót- spyrnu við endalok sín; gegn þeim ósigrandi öflum sem dæma hann og deyða fyrir verknað sem hann fær aldrei skilið. Og það sem er ógnvekjandi í heimi Kafka skeður í hversdagslegri veröld, þar sem allt virðist ró- legt, nákvæmt og eðlilegt en undir niðri dvelur ógnin, þá er allt yfirspennt, þrumandi brjál- að hjá Welles. En meistaratækni hans hlýtur að grípa áhorfand- ann, ásamt'myndríki hans og í- myndunarafli. Andstætt sumum miðlungum í kvikmyndalistinni, sem reyna að grípa til tækni- brellna vegna skorts á öðru, þá verkar myndgleði Welles ekki sem dauð eða ódýr tækniof- hleðsla. Dæmi um það sem skil- ur tæknisnilld frá tæknibrellum, er samanburður á þessari mynd og mynd Laurence Harveys, Fómin (The Ceremony) sem var nýlega sýnd í Tónabíó, þar sem flestar tilraunir Harveys til sérstæðrar myndatöku virka fremur sem brellur og eftiröpun — á Welles m.a. Harvey virðist skorta þann neista snilligáfu sem einkennir margt sem Welles snertir á. Og vissulega ber Máls- sókn vitni um snilligáfu. Welles er gífurlega stór í sniðum, svo mikill einstaklingur að hann sprengir af sér allar hörnlur. Og slíkur maður er tæplega „túlkari", heldur skapari. Hann túlkar ekki beint verk Kafka, Ragnar Georgsson, skólafull- i trúi í Reykjavík, er nú á ferða- lagi um Bandaríkin í boði utan- ríkisráðuneytis þeirra, til þess að kynna sér fræðslumál, sér- staklega kennslufyrirkomulag og skólastjórn barna- og gagnfræða skóla. Þ. 11. marz kom hann til Grand Forks, N. Dakota, á veg- um Ríkisháskólans þar (Uni- versity of North Dakota) og dvaldi á þeim slóðum nærri viku tíma. Hafði hann óskað þess að fá tækifæri til þess að heimsækja byggðir íslendinga þar í ríkinu. Rættist sá draumur hans, þegar hanm, í fylgd wieð íslenzku ræðiis- mannshjónunum í Grand Forks, fór norður til Mountain og Garð- ar laugardaginn þ. 13. marz og var þangað til seinni partinn á sunnudaginn. En segja má, að framannefnd sveitaþorp séu mjög miðsvæðis í íslenzku byggð unum, sem liggja út frá þeim í allar áttir, og taka yfir mikið landsvæði. Sigurður Á. Björnsson (Ey- firðingur að ætt), forseti þjóð- ræknisdeildarinnar , .Bárunnar", tók á móti ferðafólkinu, og var ekið rakleiðis heim til hans í grennd við Mountain, og snædd- ur hádegisverður þar, en Ragn- ar skólafulltrúi var gestur þeirra hjóna, meðan hann dvaldi í byggðinni. Eftir hádegisverðinn fylgdi Sigurður gestunum á Elliheimil- ið „Borg“ að Mountain. Var hinu íslenzka vistfólki þar, sem all- margt er, hinn góði gestur frá Íslandi sérstaklega kærkominn, spurði hann margs um land og þjóð, ættingja og vini, en hann varð vel við svörum. Að heim- sókn þessari lokinni, var ekið til Garðar, og kvöldverður snæddur á heimili þeirra Kristj- áns kaupmanns Kristjánssonar (frá Bolungarvík) og frú Val- gerðar konu hans, en þar nutu íslenzku ræðismannshjónin gist- ingar. Um kvöldið hafði „Báran“ efnt til almennrar samkomu í neðri sal „Víkur“-kirkju að Mountain, en það er elzta íslenzka kirkjan í Vesturheimi. Var samkoman vel sótt eftir atvikum, og gat þar að líta fólk frá ýmsum stðum í byggðinni. Forseti deildarinnar bauð gesti velkomna með hlýj um orðum. Kvaddi hann síðan dr. Ridhard Beck til þess að stjórna sam- komunni, en hún hófst með því, að sungið var „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur", að göml um íslenzkum sið, sem enn er í heiðri hafður meðal Vestur-ís- lendinga. En samkoma þessi fór nærri algerlega fram á íslenzku. Þessu næst skemmtu tvö ung- menni þaðan úr byggðinni með söng bæði á islenzku og ensku. og þótti vel takast. Þá var ætt- jarðarinnar minnst með því, að sungið var ,,Ó, fögur er vor fóst- urjörð“ og jafnframt til heið- urs gestinum þaðan. Kynnti sam komustjóri hann þessu næst til- heyrendum, ættfærði hann, lýsti starfi hans heima á ættjörðinni og ferðum hans vestan hafsins. Hóf Ragnar skólafulltrúi síðan mál sitt með því að láta í ljós mikla ánægju sína yfir því að vera nú kominn á þessar sögu- frægu íslendingaslóðir. Taldi það ganga ævintýri næst, og furðaði sig á því að hitta hér fyrir margt fólk, sem flest hefði aldrei ís- land augum litið, en mælti þó prýðilega á tungu feðra sinna. Flutti hann síðan mjög fróð- legt og greinagott erindi um ís- land, jafnframt því og hann sýndi óvenjufallegar og fjöl- breyttar litskuggamyndir víðs- vegar af landinu. Var ræðu hans og myndasýningu tekið með miklum fögnuði, og var það mál manna, að þeir hefðu eigi áður séð fegurri myndir af Islandi. Lauk skemmtiskránni með því að sungin voru „Eldgamla ísa fold“ og „America“, og ættlandið og kjörlandið þannig tengd söngvaböndum, glöggur vottur þess, að íslendingar í N. Dakota finna enn til sterkra tengsla sinna við „gamla landið góðra erfða“, eins og Stephan G. Steph ansson, sem fyrr á árum var landnámsmaður í Garðarbyggð, komst fagurlega að orði um ís- land í einu ágætiskvæða sinna. Þá var setzt að kaffiveiting- um, sem félagskonur báru fram af mikilli rausn, og skemmtu menn sér síðan við samræður fram eftir kvöldinu. Þótti sam- koman hafa um allt verið hin ánægjulegasta, og var fólk mjög þakklátt Ragnari Georgssyni fyr ir komu hans, prýðilega ræðu og myndasýningu. Eftir að hafa sótt messu bæði að Mountain og Garðar fyrir há- degið á sunnudaginn, hélt ferða- fólkið aftur til Grand Forks, en áður en farið var úr byggðinni, var numið staðar við minnis- varða og legstað K.N. Júlíusar skálds (Káins) við Eyfordkirkju, og honum vottuð virðing og þökk í hljóði. Dvaldi Ragnar næstu daga I Grand Forks. Kynnti sér fræðslu mál bæði í Ríkisháskólanum og í stærsta gagnfræðaskóla borgar- innnr, sat hádegisverð, er há- skólinn hélt honum til heiðurs, og flutti erindi sitt (auðvitað á ensku) og sýndi myndirnar frá Islandi á fjölmennri samkomu háskólakennara og stúdena, við ágætar undirtektir. Einnig end- urtók hann myndasýriingu sína á heimili íslenzku ræðismanns- hjónanna, að viðstöddum all- mörgum gestum, flestum íslenzk um. Hélt hann síðan áfram ferð sinni áleiðis til Vesturstrandar- innar síðdegis á miðvikudaginn þ. 17. marz, og fylgdu honum á veg þakkir og góðhugur allra þeirra, landa hans og annara, sem kynntust honum. Jafnframt hafði hann með erindum sínum um ísland og myndasýningum sínum þaðan irint af hendi gott landkynningarstarf. Richard Beck Washington, 4. júní. — NTB — AP: • Ludwig Erhard, kanzlari V-Þýzkalands ræddi í dag við Lyndon B. Johnson, forseta Bandaríkjanna. Áður hafði hann rætt við ýmsa ráðherra Bandaríkjastjórnar, þar á með al Dean Rusk, utanríkisráð- herra og Robert McNamara landvarnarráðherra. Frotte-sloppar Nýkomið mikið úrval af fallegum sloppum fyrir dömur og herra úr þykku frotte. Verð aðeins kr. 495.— Lækjargötu 4 — Miklatorgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.