Morgunblaðið - 20.06.1965, Síða 2

Morgunblaðið - 20.06.1965, Síða 2
MORGU N BLADIÐ Sunnudagur 20. júní 1969 r 2 Treg síldveiði Flutningar ganga vel Svanamamma er nú komin út á Xjörnina með börnin sín 6, sem skriðu úr eggjunum í litla hólmanum í Tjörninni. Hún er ósköp umhygg-jusöm við þesusa litlu hnoðra, hefur þá stundum á bakinu og breiðir vængina yfir þá. Svanapabbi syndir líka stolt- ur í kringum hópinn. TREG síldveiði var í gær, stöku bátur hafði tilkynnt um veiði í gærmorgun og fyrrinótt. ,Bátarnir voru yfirleitt um 100 mílur austur frá Langanesi, en aðeins 5 orðnir eftir norður frá og fengu lítið. Síldarflutningaskipið Polana frá Krossanesi og Hjalteyri lá undir Langanesi í gær og farið að taka á móti síld frá 2-3 skip- um. Norskt síldárflutningaskip frá SíldarverksmiðjUm ríkisins var einnig að taka við síld á Seyðisfirði, annað norskt er bú- ið að fara tvær ferðir þaðan til Siglufjarðar. Gengur mjög vel að landa í skipin, þau fyllt á tveimur tímum. Fyrri hluta dags í gær höfðu 3 skip tilkynnt síld til síldar- leitarinnar á Langanesi, Guð- björg OL 500 mál, Einar Hálf- dáns og Héðinn 300 mál. Til Dregið í happ- drætti Krabba- meinsfélagsins DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Aðalvinningurinn Consul Cortina Ford kom á miða ní. 32381, en hjólhýsi, sem var annar vinningur kom á miða nr. 26.201. — Vinninganna sé vitjað í skrifstofu Krabbameins- féiagsins í Suðurgötu 22. Jónsmessu ferð Hvatar Sjálfstæðiskvennaféiaigið Hvöt fer Jónsmessuferð í Þjórsán dal fimmtudaginn 24. júní. Farið verður frá Sjálfstæðis- húsinu ki. 8.30 f.h., ekið um Þingvöll að Skálhoiti, yfir Iðu brú og upp Skeið og Eystri- Hrepp, komið við á Stóra Núpi og ekið inn að Stöng Þar verður stanzað og borðað þar nesti sem konurnar og gestir þeirra hafa með sér. Síðan verður farið í gjána og norður fyrir Búrfeii, að Þjórs i, þar sem Búrfelisvirkjun er fyrirhuguð. í bakaleiðinni er komið að Þjófafossi. Heim- teiðin verður sama um Eystri Hrepp og Skeið að Tryggva- skála. Þar verður sameiginleg máltið, sem innifalin er í far miðunum. Vonast er til að Hvatarkon- ur mæti vel og stundvíslega og taki með sér gesti. Allar jpplýsingar gefur Kristín Magnúsdóttir, Einimel 11, (simi 15768), Sigurbjörg Sig- geirsdóttir, Melhaga 10 (13411) og Mariu Maack, Rán- argötu 30 (15528). Farmiðar verða seldir á morgun, mánu- iag, í Sjálfstæðishúsinu niðri kl. 3—7 og einnig á þriðjudag í sama tíma. Teppaf r amieiðendur hér óhrædd- ir við erlenda samkeppni EINS OG greint var frá i blöðum sl. fimmtudag, hefur Ullarverk- smiðjan Álafoss gert samning við danska teppaverksmiðju, Weston, um sölu á garni, en þess í stað mun Álafoss flytja teppi frá Weston hingað. Lét forstjóri Álafoss, Ásbjörn Sigurjónsson, m.a. svo am mælt, að nauðsyn- legt væri að breyta framleiðslu háttum, til þess að framleiðslu vörurnar gætu mætt erlendri samkeppni og væru hæfar til út flutnings. Með lækkun innflutn ingstolla af teppum teldi hann útilokaða samkeppni hér við er- lendar teppagerðir og væntan- lega mundi teppaframleiðslan leggjast niður, áður en langt um liði. Vegna þessara ummæla sneri Mbi. sér í gær til fjögurra ís- lenzkra teppagerða og bar þau undir fyrirsvarsmenn þeirra. — Fara svörin hér á eftir: Björn Sveinbjörnsson, forstjóri Vefarans h.f., lét svo ummælt: Mér finnst, að þessi ummæli séu ákaflega vafasöm. Fram- ieiðslukostnaður hér er ekki svo miklu hærri en eriendis, að við verðum að leggja upp laupana. Ég veit ekki betur, en þær teg- undir gólfteppa, sem framleidd- ar eru hér á landi, séu seldar á svipuðu^ verði hér og gerist er- lendis. Ég skil satt að segja ekki þennan uppgjafartón. Það væri ögufþróun, ef við ættum að fara að flytja út hráefni í þessari iðn- grein, og' flytja síðan inn full- unna vöru. Við höfum flutt út sýnishorn, sem hafa iíkað prýð- isvel, enda er isienzk ull ágæt varat Ég er trúaður á, að hægt verði áfram að framleiða teppi hér, og hingað til höfum við haft nóg að gera, þótt við séum marg ir um hituna. íslenzk uli er ágætt hráefni, og í okkar hráefna- snauða landi veitir ekki af, að við framieiðum úr þeim hráefn um, sem fyrir hendi eru, a.m.k. til eigin nota og jafnvel til út- flutnings. Guðmundur Hansson, forstjóri Gólfteppagerðarinnar h.f., sagði: — Eins og ástandið er nú, tel ég enga ástæðu til að örvænta, síður en svo. Óhætt er að segja, að við höfum ekki orðið varir við nein útlend teppi hér á mark aðnum, sem íslenzk teppi, er við seljum, standast ekki fyililega samjöfnuð við, bæði að verði og gæðum. Þetta er miðað við ó- breyttar aðstæður, en ef við göngum í EFTA, þá trúi ég ekki öðru en við hér heima finnum ráð til þess að mæta samkeppn inni utanlands frá. Að vísu geta útlendingar boðið okkur meira og fjölbreyttara úrval, en ég sé ekkert á móti því að hafa það á markaði hér. Það yrði okkur hvatning og örvun meðal annars. Mér finnst því óþarfa svartsýni felast í ummælum Ásbjarnar Sig urjónssonar. Hermann Kjartansson, Teppa- gerðinni Axminster sagði: — Ég tel, að eins og sakir standa, séum við samkeppnisfær- ir í teppagerð. Uggur er í ýms- um, vegna innflutnings teppa, en skoðun okkar er, að innflutning- ur eigi að vera frjáls. Við erum óhræddir við erlenda samkeppni, eins og er, og hræðumst ekki innflutning teppa. Við vitum ekki, hvað framtíðin ber í skauti sér, en ástæðulaust er að hafa áhyggjur af því núna. Ef ein- hverjar breytingar verða, gerast þær á nokkuð löngum tíma, að- iögunartíma. Svo má líka minna á það, á hvaða verði bandið er selt. Heimsmarkaðsverð á bandi er nú töluvert iægra en verðið hér innanlands. í framtíðinni gætum við keypt ullarband til Höfrunj>ur 1. í síldarleit Akranesi, 19. júní. Þeir eru önnum kafnir við að útbúa nýja bátinn, Ólaf Sigurðs- son, á sumarsíldveiðar. Að því búnu siglir hann á miðin. Senda á Höfrung 1. á síldarleit á F axaflóasvæðinu. landsins og greitt það lægra verði en við verðum nú að greiða fyrir band hér heima. Sigurður Árnason, forstjóri Teppagerðarinnar h.f. og sölu- fyrirtækis þess, Teppis h.f., sagði: — Teppaframleiðslan hjá okk- ur gengur mjög vel, og verður haldið áfram á sama hátt og hing að til. Við framleiðum eingöngu fyrir inniendan markað, og hef- ur verksmiðjan ekki haft undan til þessa. Fyrir tveimur árum fékk Teppagerðin nýjar vélar, sem eru af sömu gerð og vélar þær í dönskú verksmiðjunni, er Ullarverksmiðjan Álafoss ætlar nú að selja garn sitt. Þær afkasta mjög mikiu og hafa valdið al- gerri byltingu í teppagerð. Öli teppi hjá okkur eru ofin úr ís- lenzkri ull og nælon og eru með svokölluðum Tufting-vefnaði. Teppagerðin hefur gert samning við stórt, holienzkt fyrirtæki, Enkalon, sem framleiðir garn handa fjöldamörgum teppagerð- um víðs vegar um Evrópu. Fær Teppagerðin næionþráðinn það- an, en vefur aftur teppi af fyrr- nefndri gerð með leyfi hins hol- lenzka fyrirtækis. Varðandi hinn mikla innflutning á teppum, sem nú er orðinn, þá liggur í honum fólgin hætta fyrir innlenda fram- leiðendur. Mér finnst, að íslend- ingar ættu að leggja áherzlu á að framleiða teppi sín sjálfir. Við teljum, að við getum framleitt jafngóð og jafnvel betri teppi en þau, sem flutt eru inn. Þessi inn- flutningur er ekki farinn að hafa nein áhrif á teppaframleiðslu í Teppagerðinni, hvað sem síðar kann að verða. í gærmorgun var yfirleitt hæg A-átt hér á landi, skýj- að loft og svalt í veðri, víð- ast 5-7 stiga hiti og aðeins 3-4 st. á annesjum norðan Dalatanga hafði Jörundur U tilkynnt 600 mál og Vigri 400. Sólarhringinn á undan höfðu 21 skip tilkynnt 12.250 mál og tunnur. Til Raufahhafnar: Þorleifur Ó.F. 600 mál, Fákur G.K. 700. Sæúlfur B.A. 400, Haraldur A.K. 600, Björgúlfur E.A. 600, Hólma nes S.U. 600, Ólafur Magnússon E.A. 1200, Óskar Halldórsson R. E. 600, Baldur E.A. 450, Arnar- nes G.K. 550 tunnur, Auðbjörg G.K. 100, og Einar Hálfdánar- son í. S. 800 tunnur. Til Dalatanga tilkynntu eftir- talin skip: Hamravík K.E. 850 mái, Runólfur S.H. 400, Rifsnea RE 600, Björgúlfur RE 250, Guð rún Guðleifsdóttir ÍS 800, Bára SÚ 300, Gunnar SU 450, Pétur Jónsson ÞH 250, og Sveinbjöra Jakobsson SU 450 tunnur. lands og austan. Lægð suð- vestur af Reykjanesi hreyfist lítið úr stað og lítur út fyr- ir stiLlt og aðgerðarlítið veð- ur um tvelgina. Brosio á inndi Varðbergs í Sigtúni síðdegis d mánudag Á MORGUN, mánudag, munj Manlio Brosio, frantkvæmda- i stjóri Atlantshafsbandalagsms ’ mæta á fundi áhugamanna um I vestræna samvinnu, sem haldj inn verður í Sigtúni við Aust- i urvöll kl. 5—7 síðdegis. Mun ’ framkvæmdastjórinn m. a. ( svara þar fyrirspurnum um | starfsemi Atlantshafsbanda- j Iagsins og skyld mál. Það eru ] Samtök um vestræna sam-1 vinnu og VARÐBERG, sem | halda fundinn. Gefst áhuga-, mönnum um vestræna sam- ] vinnu hér einstakt tækifæri I til að hitta Brosio, sem dvelj- ast mun á íslandi fyrri hiuta , vikunnar, eins og skýrt hefur’ verið frá i fréttum. — Ben Bella Framhald af bls. 1 haft sig í frammi, þótt hann haf gegnt mikilvægum embættum Hann er vinsæll meðal landi sinna, ekki sízt hjá hernum, sen hann hefur stjórnað frá því aí ríkisstjórnm er hann hjálpaði ti að steypa af stóli í nótt, tók vií völdum. í frétt frá Madrid segir aí talið sé að byltingin í Alsír haf verið undirbúin og skipulögí þar í borg. Segir í fréttinni aí einn helzti andstæðingur Bei Beila, Mohamed Khider, hafi bi ið með leynd í Madrid í nokkr; mánuði, en horfið þaðan sl. mií vikudag. Tii Madrid kom Khid er skömmu eftir að svissnesku; dómstóll neitaði að senda ham heim til Alsír til að mæta þai fyrir rétti vegna ásakana um aí hann hafi stolið sem svarar 1< milljónum dollara úr rikiskass anum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.