Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 21
Sunnudagur 20. júní 19BS MORGUNBLAÐIÐ 21 - Ræða Ingólfs Framh. af bls. 13 Árásinni á stofnlánadeildina hrundið. Árásinni á Stofnlánadeildina hefur nú verið hrundið, og er vonandi að ekki verði oftar vegið í þann knérunn. Þörf er á að athuga hvernig finna megi nýja tekjustofna fyrir Stofn- lánadeildina og efla hana enn meira. Þegar lög um Stofn- lánadeildina voru sett, gátu menn ekki reiknað með 7 þús- und hektara ræktun á ári, eða vélakaupum og framkvæmdum eins miklum og orðið hafa, enda farið langt fram úr því sem menn þorðu að vona. Neitend- ur borga gjald til Stofnlána- deildarinnar án þess að mögla eins og kunnugt er. Sérstakt fasteignagjald er nú greitt í húsnæðis- eða lánasjóð þétt- býlisins. Gjald þetta er lagt á allar fasteignir nema í sveitum, þar sem bændur greiða samkv. lögum gjald til Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins. Húsnæðis- málasjóður þéttbýlisins er þannig byggður upp að nokkru leyti með sérstöku gjaldi af fasteignum í þéttbýlinu. Lána- sjóður landbúnaðar, sjávarút- vegs og iðnaðar eru byggðir upp að nokkru leyti með fram- leiðslugjaldi. Stofnlánadeild lándbúnaðarins fær þó stærst- an hluta teknanna frá neytend- um og úr ríkissjóði. Veðdeild- ina þarf að efla, en hún hefur eins og kunnugt er, alltaf haft of lítið fé til ráðstöfunar. Er nú unnið að athugun þess máls. Afurðalán landbúnaðarins voru aukin á síðastliðnu ári, oig var það rætt sérstaklega við full- trúa bænda í sexmannanefnd. Á sl. hausti munu hafa verið greidd 75% af heildarverði til bænda, en áður aðei’ns 67%. Endanlegt uppgjör mun sv.o fara fram í maímánuði ár hvert. Það hefur stundum verið talað um að sjávarútvegurinn fengi meiri afurðalán tiltölu- lega en landbúnaður. Samkv. upplýsingum Seðlabankans er ekki um það að ræða. Bænda- samtökin hafa oft talað um að nauðsyn bæri til að útborgun gæti miðazt við 90% af heildar- verði, og get ég tekið undir að það væri æskileigt. Oft er talað um tolla af vélum til landbún- aðarins. Fyrir tveimur árum voru tollar af land'búnaðarvör- um yfirleitt lækkaðir í 10%. Landbúnaðarvélar voru áður yfirleitt tollaðar um 33%. Ekki er því að neita, að æskilegt væri að afnema tolla af land- búnaðarvélum, en iðnaður og sjávarútvegur vilja einnig fá lækkaða tolla. Vélar til sjávar- útvegsins vöru lækkaðir í tolla á síðasta þingi og- eru nú yfir- leitt í sama tollastiga og land- búnaðarvélar. Iðnaðarvélar eru yfirleitt í hærra tollaflokki. Ég tel eðlilegt að þessi mál verði athuguð eftir því sem ástæður eru til, og hef síður en svo út á það að setja, þótt bændafund- ir beri fram óskir um lækkun tolla á þessum þýðingarmiklu tækjum. Bændur vilja jafnvægi í efna- hags- og atvinnumálum. Að lokum er ástæða til að minna á, að atvinnuvegir lands- manna hafa eflzt á undanförn- um árum. Þjóðin hefur eignazt mikið að nýtízku tækjum í land búnaði, sjávarútvegi, iðnaði og aamgöngum. Atvinnan er meiri en nokkru sinni áður. Tekjur manna hafa vaxið ag þjóðin ▼eitir sér meira og býr við jafn- •ri kjör en nokkru sinni fyrr. Við getum verið sammála um, »ð mikið hafi áunnizt, að rétt sé stefnt í aðalatriðum, þó stundum verði óhjákvæmilega gerð nokkur mistök. Það er ör- Uggt að bændur hafa fullan skilning á því, hversu mikils virði það má vera að halda jafnvægi í efnahags- og at- vinnumálum. Það er öruggt að bændastéttin í heild vill vinna að því að það megi takast. Þess vegna er það von allra, sem hugsa á raunhæfan hátt um efnahagsmálin, að samkomulag megi takast um allt land milli launþega og atvinnurekenda, samkomulag, sem ekki raskar efnahagsjafnvæginu eða leiðir „Sá einn er sæll, sem á sinn morgunheim. Sá einn er tign, sem lýtur mætti þeim er getur björgum, líkt og laufi feykt og lífsins eld á jörð og himni kveikt." •.j-l Davíð Stefánsson. Þessi orð "þjóðskáldsins komu mér í hug, er mér barst andláts- fregn vinkonu minnar, Sigrúnar Árnadóttur, fyrrum húsfreyju að Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi. Mér finnst þessar ljóðlínur lýsa svo vel þessari hjartahlýju, góð- látu konu, að með þeim sé stór hluti ævisögu hennar sagður. Sigrún var skarpgreind kona og hugsuður meiri en almennt gerist. Söngelsk var hún ag unni mjög ljóðum og tónlist, og svo skyggn var hún á allt hið bjarta og fagra í tilverunni, að mér er nær að halda að henni hafi fund- izt líkt og skáldinu, að ....... það er eins og englar séu alls staðar á ferð.“ Sigrún var að eðlisfari - fremur hlédræg og alvörugefin og hafði mjög fastmótaða lífsskoðun. En jafnframt því hafði hún glaðá og létta lund og kunni vel að meta létta kímni og hafði glöggt næmi fyrir hinni skemmtilegu hlið hluta og atburða. Oft sagði hún snilldarlega frá skemmtileg- um atburðum, sem hún hafði séð eða heyrt. Hún var þrekmikil kona og kunni vel að færa lífs- reynsluna sér í nyt, enda mun hún hafa komið styrkari úr hverri raun. Heilsubresti og ástvinamissi mætti hún með þeirri ró og æðru leysi, sem einkennir alla þá sem byggja trú sína og vonir á sig- urmátt lífsins og sjá jáfnan ljós- ið mikla gegn um songarhúm og helskugga. Hún trúði á þann heil aga lífsins mátt, sem breytt get- ur harmatárum kvöldsins í morg undögg nýrra vona. Þeim, sem fengið hafa vorið og sólskinið að vöggugjöf, verður aldrei dimmt fyrir augum. Hún unni gróðri og vaxandi lífi. Hún elskaði vorið, með hækkandi sól, nýjum gróðri og himneskum hljómum. Og ég er viss um, að ekkert hefur verið henni kærara en að takast á hendur förina yfir mærin miklu, einmitt að vorlagi, þegar sólin sendir lífgandi og nærandi yl- geisla til jarðarinnar, gefandi öllu nýtt líf, — sameinast vorinu, þegar ilmur gróandi moldar stíig- ur til himins, eins og reykelsi heilagrar þakkarfórnar. Sigrún fæddist 20. júní 1886, að Þverá í Reykjahverfi, S.-Þing eyjarsýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Rebekka Jónasdóttir og Árni Jónsson, er þar bjuggu. Æska Sigrúnar og uppvaxtar- ár munu hafa verið áþekk því til nýrrar skattlagningar og aukinnar verðbólgu í landinu. Takist það, mun þjóðarhagur fara batnandi, landbúnaður halda áfram að eflast, og hags- munir allra landsins barna vera tryggðir. sem gerðist á þeim tíma. Iðju- semi og sparneytni töldust til höf uðdygigða, enda munu þær syst- ur hafa reynst henni ósvikulir förunautar í. átökunum við þær þolraunir lífsbaráttunnar, sem hún, eins og margar sveitakonur á hennar reki, hlaut að mæta og sigrast á, ef vel átti að fara. Ekki er ólíklegt, að í æsku hafi Sig- rúnu brunnið þrá í brjósti til menntunar, einkum á sviði söngs og tónlistgr, en lífsbarátta sam- tíðarinnar veitti fæstum sveita- stúlkum tækifæri til menntunar yfirleitt, hvað þá til sérmennt- unar. — Árið 1906 giftist Sigrún Kára Sigurjónssyni, bónda og náttúru fræðingi á Hallbjamarstöðum. Kári var fjölhæfur gáfumaður, var meðal annars sjálflærður náttúrufræðingur. Tók hann mjög virkan.þátt í málum héraðs síns og átti um skeið sæti á Alþingi. Þeim hjónum varð fimm barna auðið óg em fjögur þeirra á lífi. Árni og Sæm-undur Bjarki, báðir bændur á föðurleifð sinni, Hall- bjarnarstöðum; Guðný Hulda, gift Theodóri Lilliendahl, sím- ritara, Reykjavík og Ásdís, gift Sigurbérgi Þorleifssyni, hrepp- stjóra og vitaverði á Garðskaga. Þriðja systirin, Dagný, lézt árið 1934, ógift. Árið 1949 missti Sig- rún mann sinn. Brá hún búi og fluttist skömmu síðar í Garð suður til dóttur sinnar Ásdísar og manns hennar, Sigurbergs hreppstjóra, er þá bjuggu að Hofi í Garði og síðar að Garð- skaga. Hjá þeim sæmdarhjónum átti hún bjarta ellidaga, að öllu leyti sem í mannlegu valdi stend ur, og þar dvaldist hún til 24. mai síðastl., en þá var hún flutt í sjúkrahús Keflavíkur, þar sem hún andaðist 2 dögum síðar. Hún var jarðsungin frá Húsavikur- kirkju, laugardaginn fyrir Hvíta- sunnu. Um mörg seinustu ár ævinnar var Sigrún sál. heilsutæp og oft sárlþjáð. En hún möglaði ekki. Þrautir líkamans náðu ekki að raska sálarró hennar og andlegu þreki. Jafnan var hún glaðvær og létt i viðmóti. Þráin til að veita gleði var öllu yfirsterkari. Hún þurfti alltaf að eiga Ijós- geisla til að miðla öðrum, þótt hún stæði sjálf i skugga. Slíkar sálir hafa stundum, í kyrrð sinni og yfirlætisleysi, hlaðið hæðstu vörðumar og tendrað björtustu blysin á leið samferðamannanna, hvar sem þær eru staddar í mann félaginu. Við. sem ennþá stöndum hérna megan tjaldsins sem skilur heima efnis og anda, vitum lítið og sjáum skammt, en lífsvissuna eigum við og vitum því að þeim, sem helga hinu góða og fagra störf hugar og handa í þessari jarðvist, verður leiðin greið og flugið létt um ljósheimana dýrð- legu, ,þar sem aldrei haustar að né húmar að kvöldi, og þar sem hann, sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“ tekur á móti ferða manninum og býður hann vel- kominn. í þeirri vissu og með þökk 1 hjarta kveðjum við Sigrúnu Árna dóttur. •Blessuð sé minning hennar. Einar Einarsson. Sigrún Árnadóttir frá Hallbjarnarstöðum Húseignin Heimagata 4 Vestmannaeyjum (áður Hótel Berg) er til sölu. Húsið er tæpir 140 ferm. kjallari, hæð og ris í kjall ara er bakarí, á hæðinni eru 8 herbergi, eldhús og bað, í risi eru 10 herbergi. — Þá er og útigeymsla og bílskúr. Kjallarinn og brauðgerðin geta selst sér. Upplýsingar gefur Sigmundur Andrésson, Heima götu 4, Vestmannaeyjum. Símar 1964 og 1937. Síldarstúlkur Til Raufarhafnar vantar okkur nokkrar vanar stúlkur. — Upplýsingar í síma 40692. Björg Raufarhöfn Wolsey nælon kvensokkar í sumarlitum. Net-nælon 15 denier. Sjúkrasokkar. Wofsoy ei gæðavara Porísarbúðin Austurstræti 8. hjólbarðinn hf. LAUGAVEC 178 SÍMI 35260 INTERNATIONAL Nygen slriginn I Generol hjólbörðunum losar yðut við eftirfarandi óbægindi Krosssprungur af miklum höggum Sprungur af völdum mikils hita Strigaþreytift Aðeins GENERAL hiólbarðar eru byggðir með NYGEN striga INTERN ATIONAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.