Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 17
r Sunnudagur 29. Jfiní 1965 MORCUNBLADIÐ 17 Gengið til lcirkju 17. júní. Fremstir eru: presturinn, sr. Emil Björnsson, foireti fslands og biskup inn yfir íslandi. Þá eru forsætisráðherrahjónin og ennfremur sjást utanríkisráðherra, lögreglu- stjórinn í Reykjavík og forsett borgarstjórnar Reykjavíkur. s REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 19. júní ' „Ilennar líf er eilíft kraftaverk44 RÆÐA séra Emils Björnssonar í Dómkirkjunni á þjóðhátíðardag- inn var með afbrigðum góð. Hann sagði m.a.: „Hennar líf er eilíft krafta- verk. Sannara orð hefur ekki ver ið sagt um þjóð vora. Ótrúlegri ekáldsaga hefur ekki verið skráð en hin sanna saga af fólkinu í þessu landi, að það skyldi lifa af. Hvers vegna lifði það af? Vissu- lega björguðu síðbúin kornskip þjóðinni stundum frá algerum hungurdauða. Og sannarlega ylj- aði bókmenntaiðjan mörgum um hjartaræturnar------. Þó hefðu hvorki kornskipin né bókmenntaáhuginn hrokkið til að vinna það kraftaverk, sem líf þjóðar vorrar er, heldur kom þar til kraftur guðs, sem streymir upp úr þeim brunni í brjósti Bianns, sem enginn veit hvað er djúpur, en aldrei þrýtur, ekki einu sinni í dauðanum“. Síðar sagði séra Emil: „Þegar grasið var sviðnað, bú- peningurinn fallinn, hafísinn hefti siglingar og lífsbjörg var þrotin, þegar flest fólkið var dá- ið úr hungri eða drepsóttum, á- letruð og óletruð skinn uppetin, týnd eða flutt úr landi, þegar menn höfðu borið beinin á ver- gangi í öllum byggðum landsins, þá hafði allt verið tekið frá þeim nema gpð þeirra.------Þessa er hollt og raunar lífsnauðsyn- legt að minnast, þegar vér höf- um eignazt allan hinn ytri heim, miðað við það, sem áður var, en erum eftir sem áður fámennust allra smáþjóða og hljótum því að byggja sem fyrr alla vora til- verumöguleika og tilverurétt á hinni andlegu stærð, andlegum verðmætum og andlegu framlagi voru í samfélagi þjóðanna”. „Kunnum vér að meta það?“ Séra Emil heldur áfram: „Mörgum öldum áður en nokk- ur leiddi vatn, rafmagn eða síma í bæ sinn, áður en nokkur vél sá dagsins ljós, meðan árin og ljár- inn voru nærri einu tækin til sjós og lands, lýsiskolan eina ljóskerið og hestaflið eina aflið, sem létti nokkrum byrðum aí mannlegum herðum, á meðan allt var svona fátæklegt og þæginda- snautt hið ytra, skapaði þessi langfámennasta þjóð veraldar andleg verðmæti, sem aðeins verður jafnað til hins bezta á menningarþróunarbraut mann- kynsins. Svo að engum ætti að vera það ljósara en oss, að það er sitt hvað efnaleg velsæld og líkamsþægindi annars vegar og andleg verðmætasköpun hins vegar. Vér, sem lifað höfum aðeins upþ'að hálfri öld, höfum í raun- inni lifað lífi allra kynslóða í landinu, vér munum land þar sem ekki stóð steinn yfir steini, engin mannvirki frá liðnum tím- um, engar vélar, engin tæki, eng- ir vegir, engar brýr, varla nokk- «r skip að gagni, aðeins árin og Ijárinn, eins og hafði verið í þús- und ár. Og í dag erum vér ein véivæddasta, skartbúnasta og sæl legasta þjóð í heimi. En kunn- aui vér að meta það?“ „Enginn séð jafn- mikið af draumum sínum verða að veruleikaw Enn segir séra Emil: „Tvennt verðum vér að gera oss ljóst varðandi oss sjálfa. í fyrsta lagi, að vér erum ekkert betri eða merkari en aðrar þjóðir. -------Á hinn bóginn ber jafn alvarlega að varast að gera lítið úr því, sem íslenzkt er, en gylla fyrir þjóðinni allt sem útlent er. Hvorttveggja er jafn hættulegt, ofmat og vanmat á þjóðinni. Of- matið elur á sjálfbirgingshætti. -------En vanmatið dregur úr þjóðinni kjark, sem hún má sízt missa í lífsbaráttu sinni, er ávallt hlýtur með nokkrum hætti að verða hörð hjá fámennri þjóð í harðbýlu landi. Og þá er komið að því, sem allra þýðingarmest er fyrir þjóðina, fyrir utan það að öðlast stöðugt nýja krafta við brunn lífsins, og það er dugnað- urinn, framkvæmdasemin og vinnusemin. Og svo vill til, að með sanni má segja,- að þjóð vor sé einhver dugmesta og vinnu- samasta þjóð í heimi, bæði til sjós og lands. Ávextirnir af þeirri fágætu vinnusemi blasa við hvert sem litið er, þjóð vorri hefur fleygt fram------síðan við endurreistum lýðveldi fyrir 21 ári. Framfarirnar hafa á öll- um sviðum verið stórfelldari en á nokkru öðru tímabili sögu vorr ar. Það hefur því vissulega ekki allt farið í súginn hjá almenn- ingi né illa verið stjórnað málum vorum á þessu tímabili, þegar litið er á það frá sjónarhóli sög- unnar en ekki dægurmálanna. Engin þjóð hefur séð jafnmikið áf draumum sínum verða að veruleika á jafnskömmum tíma og vér íslendingar, og hvergi í heiminum mun fólki almenrit líða betur, þótt auðvitað sé ekk- ert fullkomið í þessum heimi“. Talað af raunsæi og skarpskyggni í ræðu þessari, sem raunar þarf að birtast í heild, er, eins og sjá má, talað af raunsæi og skarp skyggni. Vissulega er fast kveðið að orði, þegar sagt er, að líf þjóðar okkar hafi verið eilíft kraftaverk. En þegar litið er á alla þá örðugleika, sem þjóðin faefur. orðið að þola, og það, sem þó he'fur áunnizt nú á nokkrum áratugum, þá virðist ekki of- mælt. Hvarvetna á byggðu bóli er eitthvað öðruvísi en vera ætti. Sízt er furða þótt svo sé einnig okkar á meðal, en þrátt fyrir allt, sem á bjátar, þá hljóta menn ð spyrja: Hvar nýtur hver einstakl- ingur meðal almennings sín bet- ur en hér? Menningarlaus öreigalýður er ekki til á íslandi. Hér er með öllu óþekktur sá munur, sem gerður er annars staðar —- ekki síður austan járntjalds en vest- an — á mönnum eftir stétt og stöðu. Ættardramb og auðlegðar- hroki kann að vísu að óprýða einstaka gikk en helzt aldrei til lengdar. Allir íslendingar eru svo skyldir og tengdir með margvís- legu móti, að annars staðar mundu þeir taldir til eins ætt- bálks ef ekki sömu fjölskyldu. Og enn á okkar dögum hefur á sannazt, að auður er valtastur vina. Hann hefur sjaldan haldizt svo lengi meðal sömu ættmanna, að hann gangi á milli margra kyn slóða. Erlendar æsikenningar um stéttastríð, sem ekki hafa einu sinni átt við í stórum og stein- runnum þjóðfélögum, hafa aldrei haft erindi hingað. Hér hafa þær einungis skapað óþarfan ófrið, og truflað þann hug samhjálpar og samtryggingar, sem einkennt hef ur íslenzkt þjóðlíf ætíð þegar við höfum átt þess kost að ráða mál- um okkar sjálfir. Sá hirti sneið, er átti f síðasta Reykjavíkurbréfi var vikið að þeim óþurftarmönnum og sérhagsmunahópum, sem reyndu að spilla fyrir vinnufriði. Þjóðviljinn skildi hver sneiðina átti og tók hana til sín. Væri vel, ef skriffinnar hans reyndust í öllu jáfnskarpskyggnir. Ýmsir spyrja af hverju ekki hafi að þessu sinni tekizt að koma á almennu samkomulagi um vinnufrið með svipuðum hætti og júnísamkomulaginu í fyrra. Skýringin sést af skrifum Þjóðviljans og Tímans. Báðir á- saka aðra, ekki sízt ríkisstjórnina, fyrir að treglega hafi gengið um samninga. Hvorugur getur hnekkt því, að ríkisstjórnin hefur gert allt, sem í hennar valdi hefur staðið til að koma samningum á. Hins vegar hafa báðir, bæði Þjóð- viljinn og Tíminn, eftir mætti leitazt við að @gna til ófriðar. í vetur ögruðu sumir talsmenn Framsóknar á Alþingi forustu- mönnum Alþýðubandalagsins með stöðugum yfirboðum. Af Þjóðviljanum í fyrrasumar var ljóst, að hann.var þá þegar á móti júnísamkomulaginu. Um þá, sem undir hans áhrifum eru, mátti því nærri geta, að auðvelt mundi að æra óstöðugan. Vaxandi útgáfu- starfsemi Sl. miðvikudag, hinn 16. júní, var haldinn aðalfundur, fyrst í Almenna bókafélaginu og síðan í hlutafélaginu Stuðlum, sem stofn að var til styrktar starfsemi Bókafélagsins. Eftir að eins af stofnendum og forustumönnum Bókafélagsins frá upphafi, dr. Alexanders Jóhannessonar, hafði verið minnzt, var gerð grein fyrir starfi félaganna. Ánægjulegt er, hversu útgáfustarfsemi Bókafé- lagsins stendur með miklum blóma. Félagið hefur nú gefið út mikið af ritum fagurfræðilegs efnis, bæði frumsamin og þýdd skáldrit, nú siðast heildarútgáfu af skáldverkum Gunnars Gunnars sonar, sem hlotið hefur frábærar vinsældir og jafnvel meiri út- breiðslu en menn fyrlrfram höfðu þorað að vona. Þá hafa einnig fjölmorg fræðirit verið gefin út, svo sem hin ágæta fugla bók, rit um íslenzka tungu, bæk- ur um erlend lönd, íslenzka sagn- fræði og nokkrar endurminning- ar merkra manna. Mikilla vin- sælda njóta landabækur Bókafé- lagsins, sem gefnar eru út í sam- vinnu við Life-forlagið í Banda- ríkjunum. í framhaldi af þeirri samvinnu mun nú ráðgert að gefa út auðskilin fræðirit um ýmis vísindaleg efni, og verði þau öll saman eins konar alfræðibók. Eflaust á sú útgáfa eftir að fá mikla útbreiðslu. Surtseyjarbók- in, sem kom út íyrir síðustu jól, hefur nú í nokkra mánuði verið ófáanleg. önnur útgáfa' hennar er væntanleg þessa dagana, og verður vafaláust mikil eftirspurn eftir henni, því að leitun mun á þeirri íslenzkri bók, sem slíkan orðstír hefur getið sér. Einn tíundi liluti verðs Á aðalfundi Stuðla gerði Bald- vin Tryggvason, framkvæmda- stjóri ALmenna bókafélagsins, sem stjórnað hefur félaginu >f miklum dugnaði og framsýni, nokkra grein fyrir bókaútgáfu hér á landi og erfiðleikum henn- ar, einkum í sambandi við er- lendan bókainnflutning. Baldvin sagði m.a.: „Það er tiltölulega lítill vandi að stunda bókaútgáíu með það eitt í huga að hagnast á henni fjárhagslega. Hitt er erfiðara að láta fjárhagslegan ávinning og menningarlegt gildi útgáfu bóka haldast í hendur. Þetta á ekki hvað sízt við hér á íslandi, því að þótt okkur hætti til að miklast af bókaáhuga íslendinga, þá eru þó ekki nema rúmar 40 þúsund fjöl- skyldur í þessu landi, og því eru takmörk sett hvað svo fámenn þjóð getur keypt af bókum, þótt bókelsk kunni að vera.--------- Erlendir bóka- og tímaritaút- gefendur eiga hér stærri markað en margan grunar". Síðar sagði Baldvin: „Ég ætla ekki að hefja hér neinn barlóm vegna íslenzkra út- gefenda, en kemst þó ekki hjá því að minnast á nokkur atriði. Vegna hraðvaxandi útgáfukostn- aðar hér á landi hækkar söluverð íslenzkra bóka ár frá ári á meðan verð erlendra bóka helzt tiltölu- lega stöðugt. Þar að auki er þró- unin sú erlendis, að vasabrotsút- gáfum fjölgar stöðugt, en slíkar bækur eru seldar í bókaverzlun- um hér á 25—35 krónur hvert eintak. Þær raddir heyrast stundum, að íslenzkir bókaútgefendur gefi ekki út erlend skáldverk eða rit, sem mikla athygli vekja erlendis. En ég spyr: Er óeðlilegt, að ís- lenzkir útgefendur hiki við að geía út erlenda bók, sem hann veit að hann þarf að selja á 200—300 kr. eintakið, en er jafn- framt viss um, að þessi sama bók verður komin í bókaverzlanir á ensku eða dönsku, og þar kostar hún 25—35 kr?“ Innflutningi erlendra bóka ívilnað Síðar segir Baldvin: —-------„Hinn íslenzki útgef- andi veit, að verulegur hluti þeirra, sem annars hefðu eignazt hina íslenzku útgáfu bókarinnar, kaupir hana ekki, því að hann vill hana heldur á frummálinu og hinu lága verði erlenda útgef- andans.--------Hingað til hafa bækur eftir íslenzka höfunda selzt mun betur en þýddar bæk- ur, og ég er ekki í minnsta vafa um, að svo mun enn verða. Þó fer ekki hjá því að sá grunur læðist að manni, að til þess kunni að draga — fyrr en seinna — að eins og þýddu bækurnar eru nú þegar farnar að þoka fyrir er- lendum útgáfum geti röðin komið að bókum íslenzkra höfunda líka. Oft sinnis hefur verið bent á það sem ég vil nefna hróplegt ranglæti gagnvart íslenzkum bókaútgefendum, að á meðan all- ur bóka- og blaðainnílutningur til landsins hverju nafni serri nefn- ist er algjörlega tollfrjáls, að þá skuli enn vera þau lög í „landi bókarinnar“ að greiða ber frá 30- 35% í toll af öllu bókagerðarefni. —- — — Mér er ekki kunnugt um að slikt þekkist í nokkru menn- ingarlandi, tollur sé lagður á bókagerðarefni, a.m.k. ekki papp- ír, og er það einlæg von mín og reyndar allra, sem við bókaút- gáfu fást, að þessi tollur verði af- numinn sem allra fyrst. Ég fæ a.m.k. ekki skilið hvers vegna pappír til blaðaútgáfu er svo til tollfrjáls. Ekki þurfa dagblöðin okkar að óttast erlenda sam- keppni. En bókaútgeíendur, sem þurfa að óttast hana, þeim ber skylda að greiða toll“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.