Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. júní 1965 Menntaskólanum á Akureyri slitið 17. júní 92 stúdentar brautskráðir MENNTASKÖLANUM á Akur- eyri var slitið í S5. sinn árdegis hinn 17. júní. Athöfnin fór fram í Akureyrarkirkj u, þar sem hátíðasalur skólans hefði ekki nándar nærri rúmað alla, sem viðstaddir voru. Skólameistari, Þórarinn Björns son vék einmitt að húsnæðismál um skólans í upphafi ræðu sinn- ar. Gamla húsið var ótrúlega stórt á sínum tíma, en nú er svo komið, að það er orðið alltof lítið. Sérstaklega vantar stofur til sérkennslu í raunvisindagreinum og raunar í tungumálum einnig. Nauðsynin er enn brýnni vegna þess, að við höfum dregizt all- langt aftur úr öðrum þjóðum í kennslutækni. Einnig vantar sam komusal. Ekki er lengur unnt að tala við alla nemendur í einu á Sal, margir verða að standa frammi á göngum og heyra vart, hvað fram fer. Kennarafundur samþykkti í vetur áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis um úr- bætur og fjárframlag á næstu fjárlögum, og hefur menntamála ráðherra tekið mjög vel í það mál og skipað nefnd til að gera tillögur um staðsetningu húsa á skólalóð M.A. í vetur voru í skólanum 452 nemendur í 17 deiidum, þar af í 3. bekk 140 í 5 deildum. Stúlkur voru 153 eða nálega % nemenda. Akureyringar voru 107, aðrir Norðlendingar 136, af Vestfjörð- um 57, Austurlandi 46; Reykja- vík og nágrenni 45, af Suður- landi 33 og Vesturlandi 24. Flest- ir nemendur voru úr þorpum og kaupstöðum, en mög fáir úr sveitum. I heimavist bjuggu 175 og 280 borðuðu í mötuneytinu. Áætlað- ur kostnaður (fyrir fæði og þjónustu) var 1800 krónur á mán uði fyrir pilt og 1/8 minna fyrir stúlku. Um 100 nýnemar hafa sótt um heimavist, en aðeins verður unnt að taka 40. Fastakennarar voru 15 að skóla meistara meðtöldum og stunda- kennarar 6. Heilsufar var gott á vetrinum. Félagslíf var fjörugt að vanda. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Alda Möller frá Siglufirði, nemandi í 3. bekk, I. ág. 9,54. — í 4. bekk máladeildar var hæst Margrét Skúladóttir, 8,87 og í stærðfræðideild Jóhanna Guð- jónsdóttir 8,70. I 5. bekk var hæstur Höskuldur Þráinsson (máladeild) 9,05, og Ríkharður Kristjánsson (stærðfræðideild) 9,26. Undir stúdentspróf gengu 95 nemendur, 49 úr máladeild og 46 úr stærðfræðideild, en 3 eiga ólokið prófum, þannig að nú brautskráðust alls 92 stúdentar. Er það langstærsti stúdentahópur inn frá M.A. til þessa, en áður hafa þeir flestir verið 74. Ágætis einkunn hlutu 3, I. eink. 39; II. eink. 41 og III. eink. 9. Hæstu einkunnir í stærðfræði- deild hlutu: 1. Jóhannes Vigfússon 9.33 2. Rögnvaldur Gíslason 9,30 3. Jón Arason 9,06 í máladeild: 1. Auður Birgisdóttir 8,84 2. Ólafur Oddsson 8,67 3. Steinunn Stefánsdóttir 8,14 Skólameistari afhenti próf- skírteini og verðlaun, sem ýmsir stúdentar hlutu fyrir góða kunn- áttu í einstökum greinum og fyrir félags- og trúnaðarstörf. Þá kvaddi sér hljóðs Freymóð- ur Jóhannsson listmálari og tal- aði af hálfu 50 ára gagnfræð- inga. Afhenti hann stofntillag þeirra félaga að minningarsjóði Stefáns Stefánssonar, skólóimeist ara, en hlutverk sjóðsins er að efla áhuga nemenda á nátturu- fræðum og styrkja þá til nátt- úrurannsókna. Gjöf hafði borizt til sjóðsins frá frú Huldu Stefáns dóttur og önnur frá Helgu og Huldu Valtýsdætrum, svo að sjóð urinn nemur við stofnun hans 50 þús. kr. — Einnig talaði sr. Ingólfur Þorvaldsson af hálfu bekkjarbræðranna, sem margir voru viðstaddir. Skeyti barst frá 60 ára gagn- fræðingum, þeim Jóni Árnasyni, Jónasi Jónssyni frá Hriflu, Snorra Sigfússyni, Þorsteini M. Jónssyni og Þórarni Eldjárn. Jón Sigurgeirsson skólastjóri flutti kveðjur 40 ára gagnfræð- inga og afhenti málverk frá þeim af Jónasi Snæbjörnssyni, sem kenndi við skólann í 46 ár. Mál- verkið gerði Örlygur Sigurðsson. 25 ára stúdentar voru fjölmenn ir við athöfnina og gáfu mjög vandað tæki til eðlisfræði- kennslu, svonefnda rafbylgjusjá. Ræðumenn úr þeirra hópi voru verkfræðingarnir Haraldur Ás- geirsson og Bragi Freymóðsson. Heimir Hannesson lögfræðing- ur talaði fyrir 10 ára stúdenta, en þeir gáfu skólanum stórt og vandað hljómplötusafn. Að lokum talaði Þráinn Þor- valdsson af hálfu stúdenta 1964, og minntist Haralds Jóhannesson ar frá Súgandafirði ,sem var dux bekkjarins, en lézt af slysförum í vetur. Til minningar um hann gáfu bekkjarsystkinin skólanum safn kennslubóka, sem notaðar eru á 1. og 2. ári við allar deild- ir Háskóla íslands. Hér á eftir fer kafli úr ræðu Þórarins Björnssonár, skóla- meistara við skólaslitin: „Ungu stúdentar- Ég ætla ekki að tefja ykkur með langri ræðu. Þó að mér detti ekki í hug að neita því, að orð hafi mörgu góðu til vegar kom- ið og verið undanfari ágætra at- hafna, get ég ekki að því gert, að ég hefi æ ríkari tilhneigingu • SILDIN Nú eru þeir orðnir þreýttir á að elta síldina norður undir Jan Mayen, enda er það orðin æði löng ferð. Ég hélt satt að segja, að sjómenn okkar mundu aldrei þreytast á að elta sildina. En það er e.t.v. kominn tími til að hún fari að elta þá. • BIFREIÐAEFTIRLITIÐ Kona nokkur fór í bifreiða eftirlitið á laugardagsmongni til að láta skoða bíl sinn. „Því mið- ur, engin aðalskoðun á laugar- dögum“ — var það, sem henni var sagt — og hún varð frá að hverfa. Hægt væri að hugsa sér betri þjónustu. Ekki sízt vegna þess, að allflest vinnandi fólk vinn- ur a.m.k. til fimm alla virka daga nema laugardaga og ég veit ekki betur en bifreiðaeftir- litinu sé lokað kl. hálf fimm þá daga. — Samt er ætlazt til þess að allir komi með bíla sína til skoðunar á tilsettum tíma og öil undanbrögð eru litin illu auga. Auðvitað eiga bifreiðaeftirlits menn rétt á fríi eins og aðrir. En með tilliti til þeirrar þjón- ustu, sem þeir leysa af hendi, væri ekki óhugsandi að veita þeim frí á mánudögum í stað laugardagsfríanna. Margir eiga þess varla kost að koma með bíl sinn til skoðunar nema á laugardögum. • LOKAÐAR DYR Fjármálaráðherra gerðist röggsamur, er hann lét loka áfengisútsölum _ fyrirvaralaust þann 16. júní. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi mælzt vel fyrir UíA TrfifrtrioQfQnHí fíölHa fnllro Margir eru samt óánægðir, eins og gengur. Ég frétti til dæmis um mann, sem búinn var að bjóða heim til sín stórum hópi fólks á 17. júní og átti að veita þar vín. Þetta vín ætlaði hann að kaupa þann 16., en kom að lokuðum dyrum. Maðurinn mun ekki hafa dá- ið ráðalaus, því vinveitingar hafði hann engu að síður á þjóð hátíðardaginn. En ég geri ráð fyrir að fleiri hafi dáið ráða- lausir. • SKIPASTÓLLINN Nú er farmannaverkfallinu lokið og er það ánægjulegt. Það er ömurlegt að horfa á skipin hrúgast í höfnina og liggja þar hvert utan á öðru eins og liðin lík langtímum saman. Slíkt hefur gerzt allt of oft. Einu mennirnir, sem vel til að finnast, að orðin taki ein- mitt oft þar við, er athafnirnar þrýtur. Það er varla einleikið um ýmsa kenningahöfunda heimsins, hvað þeim hefur verið ósýnt um að lifa lífinu. Má þar fyrstan nefna sjálfan Rousseau. En út i slíka sálma yrði of langt að fara hér. Ég vil því aðeins kveðja ykkur að skilnaði og þakka ykkur árin, sem við höfum átt saman í sól- anum okkar allra, M.A., sem ég vona, að ykkur þyki ekki síður vænt um en okkur hinum eldri, sem einu sinni vorum þar ungir. Þið hafið dvalizt hér einmitt á þeim árum ævinnar, er þið eigið enn svo margt í vændum, að lífið hefur yfir sér dulúð hins óráðna ævintýrs. Það er hin óeydda lífs- orka, sem svellur í barmi ykkar, og vonabjarminn, sem leikur um framtíðina, sem vefur þetta ævi- skeið töfragliti sínu. Því fer þó fjarri, að för ykkar gegnum skólann hafi verið tóm skemmtiför. Þið voruð rúmlega 130, sem hófuð gönguna í 3. bekk. í dag eruð þið ekki nema 92, sem hafið fullnað leikinn. Þessar töl- ur tala alvörumáli, segja sorgar- sögu. í lengstu lög vil ég þó vona, að þeir, sem hér eru ekki lengur með, hafi fundið sjálfa sig á öðrum leiðum, og ég vona ekki síður, að þið, sem náð hafið á leiðarenda, séuð einhverju nær um sjálfa ykkur. Einn örlagarík- asti vandi hvers einstaklings er að ná valdi á veikleika sjálfs sín og göllum. Einn galli getur gert að engu ótal hæfileika. Þau hafa orðið afdrif allt of margra góðra drengja. Hér vara ég ykkur alvar lega við. Mér hefur fundizt, að sum ykkar hafi setzt að veizlu- borði lífsins með of lítilli hæ- versku. Ég ætla raunar að það sé hættulegasti ljóðurinn á ráði hinnar gervilegu islenzku æsku. Ég vara ykkur við þeim mein- um, sem slíkum munaði kunna að fylgja. Ef til vill ætti ég ekki að segja meira. Þó langar mig til að bæta ofurlitlu við. Oft er talað um þær stórkostlegu breytingar, sem orðið hafa á öllum sviðum, breyt ingar svo furðulegar, að fyrrum hefðu frásögur af slíku verið tald ar ýkjusögur einar og lygasögur. Að vísu hafði maðurinn lengi lát ið sig dreyma um sumt af því, sem nú er orðið að veruleika, t.d. að svífa um loftin blá og jafnvel Framhald á bls. 3 kunna að meta þess konar á- stand, eru ljósmyndararnir, sem sitja um að ná mynd af höfninni fullri að skipum. Svo eru þessar myndir ýmist not- aðar til að sýna hve skip’astóll- inn sé glæsilegur, eða hve á- standið sé ömurlegt. Og ljós- myndararnir verða sem betur fer að bíða annars tíma, ég segi ekki betri tíma. • SKÓGAFOSS Ég hef veitt því athygli, að hið nýja skip Eimskipaféla<gs- ins er sums staðar nefnt Skógar foss. Skipið heitir Skógafoss (r-laust), því svo nefnist foss- inn fyrir austan. • PÓSTSTOFAN Póststofan í Reykjavík hef- ur nú opnað afgreiðsluop í and dyrinu og þar er tekið á móti pósti eftir hádegi á laugardög- um, til klukkan hálf átta á kvöldin. Hér er um stóra fram- för að ræða. Vonandi verður þróunin sú, að pósturinn sjái sér fært að hafa opið á sunnu- dögum, en hingað til er póststof an aðeins opin frá 10 til 11 á sunnudagsmorgnum. SJÍMPSLOFTil 4 gerðir frá kr. 370,-. Magnarar og úrval af öðru sjónvarpsefni. Bræðurnir Ormson hf. Vesturgötu 3. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.