Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. júní 1965 Þai hef ur aldrei frosið í æð hjá okkur r * ' Litið inn hjá Asu í Tómasaihaga, sem verður sextug á morgun NIÐRI í bæ var dumbungur og fólkið allt svo ósköp dap- urlegt og aí því dregið. Það_ var daginn eftir þjóðhátíð og það var eins og ekkert væri neitt gaman lengur og bílstjór- inn hafði allt á hornum sér og þusaði hálfa leiðina inn Skúlagötu yfir tveimur full- orðnum konum, sem ekki höfðu haft í sér einurð tii þess að taka boði hans um að fara yfir götuna heldur hopuðu undan og upp á gangstéttina aftur eins og hræddar hænur undan uxakerru. En þegar ég gekk upp tröppumar að Tóm- asarhaga birti yfir tilverunni og svo kom Ása og brosti og bauð í bæinn og þá var kom- in sól og ekki neitt leiðinlegt lengur. Mér fannst líka vera sól þegar ég loks gekk niður tröppumar aftur með kon- fektmola í vasanum eins og krakki sem kemur úr heim- sókn, en það var reyndar sami dumbungurinn þegar niður tröppurnar var komið og fólk ið sem beið eftir strætó á Skúlagötunni var engu svip- hýrra en áður — það var bara Ása í Tómasarhaga sem átti þessa sól og hún skein bara á húsið hennar uppi í Laugar- ásnum. — Sumir öfunda mann af þessu, segir Ása og brosir, svo að mér er alvarlega til efs, að hægt sé að segja hana sex- tuga, því hver myndi fást til að trúa því? — Það er það sem heldur manni lengst uppi, að eiga létt skap og lífsgleði. Það er líka mikil gæfa að hafa fengið svona skap í. vöggu- gjöf. Ég sé ekki nema sólina — þó hún skíni stundum gegn 'unr ský. En hérna í Tómasar- haga er alltaf sólskin. — Tómasarhagi er óskahús- ið mitt, segir Ása og röddin er hlý og björt. Það stóð hérna uppi í ásnum þegar ég kom í heimsókn til systur minnar sumarið 1929 eða ’30, þegar hún átti heima hérna. fyrir neðan og við sátum þar úti og horfðum uppeftir og ég var að ágimast þetta hús og segi: „Mikið lifandi skelfing væri gaman 'að eiga þennan litla kofa, svona alveg út af fyrir sig.“ Ég er bæjarbarn, fædd í Reykjávík og hef aldrei búið annars staðar og þetta þótti dálítið kyndugt, því Laugar- ásinn var sveit í þá daga og þetta var bara sumarbústaður, pínulítill kofi, ekki nema þegsi eina stoía, sem við sitjum L Svo liðu þrjú ár — þá frétt- um við Tómas það allt í einu að þessi sumarbústaður sé til sölu — við bjuggum þá á Framnesveginum og áttum orðið fjögur börn og það var ekki hlaupið að því þá frekar en nú fyrir barnafjölskyldur að fá leigt. Sumarbústaðinn átti Júlíus Bjömsson, rafvirki og hann hafði reyndar hálft í hvoru lofað konu að austan, að selja henni kofann, en einhverra hluta vegna varð ekki af þvi og nokkmm dögum síðar segir hann Tómasi, að hann geti fengið siunarbústaðinn fyrir 4 þúsund krónur út í hönd eða fimm þúsund með afborgun- um. — Við áttum nú ekki einu sinni þúsund krónur þá, segir Ása og hlær við, en Tómas fór í bankann og út kom hann með þúsund krónumar. Þar með voru kaupin ráðin og við fluttum í Tómasarhaga með börnin okkar fjögur og það fimmta átti ég svo hér nokkr- um mánuðum síðar. — Ég hef alið sex börn í stofunni hérna, segir hún, á ottóman hér á gólfinu, oft að systkinum þeirra sofandi í koj unum í kring. Nei, lækni hafði ég engan, þurfti hans ekki með, þetta gekk alltaf eins og í sögu og svo var Þórdís ljósa hjá mér, Þórdís Carlquist. Hún tók á móti mér þegar ég kom í heiminn einu sinni fyrir langalöngu og hún hefur tek- ið á móti öllum mínum böm- um. Maðurinn minn var líka hjá mér, hann Tóm- as minn blessaður og þá var mér einskis vant. — Jú, auðvitað var þetta oft erfitt, að vera svona ein með börnin komung og ekkert vatn í húsinu. Það urðum við að sækja niður. Lauga- landstún og stundum í snjó- þyngslum á veturna þurftum við að grafa okkur gegnum tveggja metra djúpan snjó til þess að komast að brunninum. Allan minn þvott fór ég alltaf með í laugarnar, ég fékk ekki þvottavél fyrr en árið sem maðurinn minn dó, 1955. Þeir lögðu veginn héma fyrir neðan áður en við flutt- um hingað, en vatnið kom ekki fyrr en sex árum síðar. Þá lagði Tómas vatnsleiðsluna úr götunni og upp í húsið og svo vel var það gert að það hefur aldrei frosið í æð hjá okkur. Honum var boðið sprengiefni til að ryðja leiðsl- unni veg upp eftir, en afþakk- aði og vildi ekki sprengja grjótið, heldur beygði sjálfur rörin eftir klöppinni hérna og lét hana halda sér. Menn hristu . höfuðin yfir þessu háttalagi, að vera að hliðra svona til fyrir grjótinu — en svona var þetta nú. Og hérna úti fyrir dyrum er steinninn sem Tómas braut á rauðvíns- flöskuna þegar hann skírði húsið á gamlárskvöld 1933 og bað því forsjár allra hollra vætta — sem hefur sannar- lega gengið eftir, það hefur mikil hamingja fylgt þessu húsi. Steinninn sá, bætir hún við og brosir, fór með ýtunni yfir á næstu lóð þegar verið var að ryðja hér einu sinni síðar en ég saknaði hans svo að ég fékk hann aftur. Og héma hefur hann verið síðan og krakkarnir hafa leikið sér á honum og barið á honum harðfiskinn og allt hvað eina. Já, þegar vatnið kom — Ása verður hugsi — það var dýrðardagur. Að geta bara skrúfað frá krana inni í eldhúsinu sínu og horft á það renna svona óstöðvandi og ekkert þurfa fyrir því að hafa, að geta fyllt fötu eftir fötu af. vatni og skvett því á stéttar og glugga, geta eytt því og só- að af hjartans lyst, ekki þurfa að hugsa um að spara það og treina, ó, það var dýrlegt! Og gleðin yfir því þegar vatnið kom ljómar aftur í augum Ásu þar sem við sitjum þarna í stofunni hennar yfir kaffisopa og apríkósulíkjör og bezta konfekti, sem ég hef smakk- að um dagana og heitir eftir 'Hákoni kóngi sjöunda í Nor- egi. Það er sólskin í stofunni og sama sólskinið í svip piltanna sem koma í dyrnar hver á eft- ir öðrum, annar reyndar full- orðinn, „sonur minn“, segir Ása og það er ódulin hreykni í röddinni, hinn yngri, bláeyg- ur með ljósan lubbann niður á kraga. „Sigurður Tómas“, . segir Ása og dóttursonur henn ar brosir Tómasarhagabrosi, sezt í stól hjá okkur og fitjar upp á trýnið þegar amma hans ámálgar breytingu á hár- greiðslunni. — Ég á þrjú og hálft dúsin barna, segir Ása hýr og tutt- ugu og sex barnabörn og eitt á leiðinni. Þau em alveg-ynd- isleg, þessar elskur og vaxa og dafna eins og krakkarnir min- ir hér áður. Stundum skil ég ekkert í því hvílík gæfa hef- ur verið yfir okkur, að ekk- ert barnanna skuli nokkm sinni hafa farið sér að voða í grjótinu hérna fyrir utan, en það kom varla fyrir að þau fengju skrámu. Ég hef verið einstaklega heppin með böm- in mín, hvað þau hafa yerið heilsugóð og nær aldrei orðið misdægurt, — ég tel ekki botn langaskurði og kíghósta og þess konar — og hvað þau hafa alltaf verið mér góð og indæl og hefur yfirleitt vegn- að vel og hafa gifzt vel. Nú eru þau öll að koma í afmæl- ið mitt, héðan og þaðan að úr heiminum, frá Færeyjum og San Francisco, Svíþjóð og Sandgerði og bara héðan heim an að, svo það verður gest- kvæmt hjá gömlu konunni á mánudaginn, segir Ása og brosir og lítur ekki út fyrir að geta nokkru sinni orðið gömul. — Ég er svo léttlynd, segir hún, það er það sem ég alltaf segi, það er allra meina bót. Það heíur oft verið glatt á hjalla hér í Tómasarhaga, sungið og dansað og leikið sér. Mér hefur alltaf þótt svo gam- an að dansa, segir Ása og bros ir við, og manninum mínum þótti það líka. Hann var ynd- islega skapgóður hann Tómas, hæglátur og blíður en hann var ekki eins fjörugur og ég og svo var hann líka oft þreyttur, blessaður karlinn. En hann var alltaf til í að dansa við mig, ef mig langaði að taka sporið. Einu sinni kom hingað maður um hádegisbilið að selja kex — það var í þann tíð er menn fóru í hús og seldu kex — og kom að okkur dansandi hérna á stofu gólfinu í hádeginu. Við heyrð- um ekki til hans fyrr en lagið var búið og karlinn hristi höf- uðið aldeilis hlessa og sagðist aldrei fyrr hafa augum litið fullorðin hjón að dansa í há- deginu á stofugólfinu heima hjá sér og það á venjulegum virkum degi! En þetta gerð- um við oft, segir Ása og hlær, það var stundum svo skemmti leg músik í hádegisútvarpinu. Og ómurinn af þessari skemmtilegu músik er enn í rödd Ásu og hlátri þegar hún íylgir mér út á hlað. Það .eru steinsteyptar tröppur niður að gtöunni og meira að segja kom in gangstétt fyrir neðan hús- ið sem einu sinni var bara sumarbústaður og selt á fimm þúsund krónur með afborg- unum. Laugarásinn er löngu hættur að vera sveit, en brekk an niður undan Tómasarhaga er sumargræn og þar er alltaf sólskin eins og í sveitinnL m remEii lí\ZKI \1T WIFERS mr wsíght4''> qz. m gr. «■(.. )W»*. >: 'í'f nv»::ty-: Q.tf.... Xr*.. <*»&>? -. t Með heslihnetukremi og dökkri .■xy, : • Mopis:: if::. Fyrir 13 árum fluttist OP-súkku- laðikex fyrst til landsins. Náði það strax vinsældum um land allt, sem bezta súkkulaðikexið. Loksins fæst OP-súkkulaðikex Betra en nokkru sinni fyrr, og hér aftur, en i nýjum búningi. betra en nokkurt annað súkku- laðikex. SET »ÍIS)tT 8*4 ez. 9Ö 6fi», K«tfí«o:í. nmy >3uv«Ub. <o* t>wx<iv, *<<». : niimeti.: Vk«i 'S«». í>wx >» Oey V.v **«■«». »»**»« •> Jk* /* mXbMi Otsv> io> »«/ .r.l+tyiýXÍXÍ;-; Með kremi og rjómasúkkulaðihúð. súkkulaðihúð. Einkninnilyljendur ó íslondi: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson hi.Simi 13425 t V CHNCID í HEIMDHLL F. U.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.