Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. J'öní 1965 MORGUNBLADIÐ 11 ingar eru svo miklu rólegri. Annars leizt mér satt að segja tæpast á blikuna, þegar ég kom hingað: þetta var rétt fyrir jól og veðrið eins leið- inlegt og það frekast getur orðið. Verst þótti mér þó að geta ekki talað við fólkið í kringum mig. íslenzkan er eannarlega ekki auðlærð. Samt tókst mér að læra að þekkja hljóðin smátt og smátt. — Já, þannig var þetta nú fyrst í stað, — en ég átti eftir að kynnast landi og þjóð betur. Nú vildi ég hvergi annars staðar eiga heima en á íslandi. — En hefur ekki hvarflað að þér að skreppa í heimsókn til Ungverjalands? Hún hugsar sig um og segir •vo: — Jú, mig langar til að fara, þegar Stúdentamótið verður haldið 1972. Mig lang ar til að hitta gömlu skðlafé- laganna. . . . — Ja, það er eins gott að vita það með fyrirvara, segir Gunnar. ☆ r Að Holtsgötu" 9 býr Jónas Jónasson. Áður en Jónas fékk íslenzkan ríkisborgararétt 30. epríl 1963 hét hann JanOs Klimids. Jónas er kvæntur Elísabetu Alexandersdóttur, —■ faðir hennar heitir Sandor, tem er hið sama og íslenzka tiafnið Alexander. Þegar við heimsóttum Jónas var kona hans fjarstödd. Hún hafði brugðið sér í stutta heimsókn til Ungverjalands til þess að heilsa upp á ættingja og vini. sem hér hafa komið sér fyrir. Jónas gerir góðlátlegt grín að hinu íslenzka nafni sínu og bendir okkur á, að í Ungverja landi sé aðeins til einn Jónas. — Hann er í dýragarðinum í Búdapest. Það er stór flóð- hestur! Þegar Jónas kom hingað til lands, starfaði hann fyrst um sinn að Álafossi. í Keflavík starfaði hann í sex ár og að Múlalundi í 9 mánuði. Síðan réðst hann til Rörsteypunnar h.f. í Kópavogi. Hann lætur sérstaklega vel af starfi sínu iþar, fólkinu í kringum hann og hann getur sérstaklega Hilmars Guðjónssonar, verk- stjóra, sem hann segir, að hafi reynst sér sérstaklega vel. Kona Jónasar, Elísabet, er lærð hjúkrunarkona og starf- ar á röntgendeild Landakots- spítala. Við höfum orð á ágætri íslenzkukunnáttu Jónasar og spyrjum, hvort hann hafi not ið tilsagnar. — Þegar ég var í Keflavík, var þar Henrik Thorlacius. Hann kenndi Bandaríkjamönn um íslenzku og ég fékk að vera með. Annars finnst mér bróðir minn tala miklu betri íslenzku. Líklega er það vegna þess, að hann er kvæntur ís- lenzkri stúlku. — En móðir ykkar? — Hún kann ekki beint mik ið í íslenzku, segir Jónas og brosir við. — Ungverjum geng ur yfirleitt illa að tileinka sér framburð íslenzkrar tungu. Og svo er það þessi ruglingur með karlkyn og kvenkyn. 1 ungversku er þetta ósköp auðvelt: Það er bara eitt kyn. Hvað mig sjálfan snertir er ég ákaflega hepp- inn að vera innan um fólk í vinnunni, sem leiðréttir mál villur hjá mér og bendir mér í vinsemd á, hvað er rétt og hvað ekki. Eva og Gunnar Inglbergsson. — Iiún borðar íslenzkan mat hann ungverskan! Fyrir þremur árum eignuð- ust þau fallegt heimili á kyrr- látum stað í Vesturbænum. J>að má raunar furðulegt kall- «st, hve þau hafa komið sér vel fyrir á svo skömmum tíma. Það kemur í ljós, að Jónas átti aðeins 11 þúsund krónur, þegar hann keypti íbúðina, en hann segir að það hafi ekki verið svo erfitt, því *ð hann hafi notið stuðnings og velvildar margra aðila. — Lárus bróðir minn, lán- aði mér 20 þúsund, 30 þúsund fékk ég í banka og þannig kom þetta allt smám saman. Ibúð Jónasar ber vott um, »ð hér fer dugandi fólk. Margt innanstokksmuna hefur hann •jálfur smíðað — og hlýtur það að vekja nokkra furðu, þar sem Jónas er lamaður á annarri hendi. En við verðum þess brátt vísari, að Jónas hef ur ekki látið þar við sitja. Hann hefur einnig verið mikl hjálparhella löndum sínum, — Hafðir þú lesið þér til um ísland, áður en þá komst 'hingað? — Einn af kennurum mín- um í verzlunarskólanum, sef ég stundaði nám við, hafði komið til fslands og ferðazt þar um. Hann sagði okkur margt skemmtilegt um landið. Annars vorum við upphaflega á leiðinni til Kanada, þegar við yfirgáfum Ungverjaland. Þegar við stöldruðum við á ferðalaginu, gafst okkur kost- ur á að fara til íslands — og ég hef ekki séð eftir því. Hér er dásamlegt að búa, og ég hef alltaf kunnað vel við mig hér, frá því ég kom hingað fyrst. Ég held að allflestir, sem hingað komu, hafi sömu sögu að segja. Tvær ungversk ar fjölskyldur, sem dvöldu hér í þrjú eða fjögur ár, tóku upp á því að fara til Ástralíu — en nú vilja þau ólm koma hingað aftur. Lífskjörin eru ekki eins góð þar, segja þau. Lárus Jónasson og Affalheiður Erla Jónsdóttir. Áður en þau giftu sig, starfaði hann viff útkeyrslu hjá Mjólkursamsöl- unni. Hún var afgreiðslustúlka í mjólkurbúð. . . . Þau skrifa okkur oft hingað til íslands og eru staðráðin í að koma — en það kostar mikla peninga. — Það eina, sem • ég hef ekki fyllilega getað sætt mig við, er þetta bjarta sumar. Ég hef alltaf átt erfitt með að sofna í birtunni — Og ég er með þeim ósköpum fæddur, að vakni ég um nætur, get ég ekki sofnað aftur. Þetta kom sér dálítið illa, þegar ég lá um tíma á sjúkrahúsi. Þá var ég nýkominn hingað og kunni ekki stakt orð í ís- lenzku og gat ómögulega gert hjúkrunarkonunni grein fyrir því, að ég vildi hafa algert myrkur á nóttunni. Hún var vön að slökkva ljósið fyrir Ofan rúmið hjá mér og fara svo. En þá voru enn þrjú ljós hjá öðrum í stofnunni. Þegar ég svo kallaði á hana aftur, kom hún einfaldlega með sprautuna með sér! Jónas er fæddur og uppal- inn í Búdapest, og þegar talið berst að heimahögunum, segir ’hann okkur, að það sé falleg- asta borg Evrópu. — Búdapest hefur tvisvar sinnum verið grátt leikin, seg ir Jónas. Fyrst af völdum Rússa og síðar í byltingunni. í stríðinu var ©5% borgarinn ar eyðilögð. Nú er að mestu leyti búið að græða sárin og borgin er aftur orðin falleg. Faðir Jónasar býr enn í Búdapest, bílstjóri að atvinnu Hann ætlar að koma til ís- lands, áður en langt um líður. Þegar við spyrjum Jónas, hvort Ungverjarnir, sem bú- settir eru hérlendis, haldi hóp inn, segir hann, að það sé nokkuð erfitt. — Flestir eru að vísu bú- settir í Reykjavík, en einnig hafa nokkrir komið sér fyrir í Vestmannaeyjum, Húsavík, Akranesi og Vatnsleysuströnd. Þegar við höfum þakkað Jónasi fyrir samtalið og sýn- um á okkur fararsnið, setur hann hljómplötu á plötuspil- arann sinn. Það er Beniamino Gigli. — Þú hefur góðan tónlistar smekk, Jónas, segjum við. — Já, segir hann brosandL Eins og allir Ungverjarl Lárus Jónasson — effa Lajos Klimids — var 15 ára gamall, þegar hann kom hingað ttl lands með móður sinni og Jónasi bróður sínum. Nú hef- ur hann komið sér vel fyrir: Hann á íbúð að Hvassaleiti 6 og býr þar með konu sinni, Aðalheiði Erlu Jónsdóttur. Þau eiga tvö börn: Lárus Jón, sem er ársgamall og Maríu Sigurbjört, en hún er tveggja ára. Það liggur vel á Lárusi þessa dagana, því að hann hef ur fengið það starf, sem hann hefur lengi haft augastað á. Hann er orðinn strætisvagns- stjóri og ekur Álfheimavagn- inum. Hann sagði okkur bros- andi, að hann hefði verið að æfa sig á vögnunum daginn áður, og allt hefði gengið eins og í sögu. Áður starfaði Lárus í út- keyrslu hjá Mjólkursamsöl- unni, — en Aðalheiður Erla var afgreiðslustúlka í mjólkur búð. Við vorum fljótir að sjá samhengið í þessu og þar á ofan bættist, að þau voru eitt hvað svo íbyggin á svipinn, þegar þessi mál bar á góma. Við flýtum okkur að fara út í aðra sálma og spyrjum Lárus: — Ef þú værir í Ungverja- landi, væru þá líkindi á þvi, að þú gætir eignast þar íbúð svo unguf? — Nei, alls ekki, segir hann. Ungt fólk getur ekki eignast íbúð þar. Þú verður að borga svo stórar fjárhæðir á borðið. Þegar ég var í Ungverjalandi, vann ég verkamannavinnu í skipasmíðastöð. Mánaðarlaun- in voru níu hundruð krónur, — frá klukkan 7 á morgnana til 3 á daginn. Við fengum hálftíma matarhlé, en enga kaffitíma. Það var meira að segja hafði sérstakur maður til þess að reka á eftir. Já, það voru talsverð viðbrigði að koma hingað og fá 4.200 kr. á mánuði, en það voru launin mín hjá Samsölunni, fyrst þeg ar ég byrjaði að vinna þar. Ég keypti íbúðina hérna alveg tilbúna. En ég játa það, að það er gott að eiga góða tengdaforeldra! Og nú lítur hann brosandi til konu sinnar. Við spyrjum frúina, hvemig gangi með matseldina handa eig inmianninum; hveirnig hon- um falli íslenzki maturinn. aaik þeas hafi hann kennit henni að matbúa ýmsa ung- verska rétti. — Við sjáum svo til aildrei fisk í Ungverjalandi, segir Lárus. Og það var oft erfitt a'ð fá kjöit. Ef við vildium fá kjöt á sunnudögum, þurftum við að vakna kl. fimim á morgn ana. Þá stóðum við í röð, stund um fram u-nddir hódegi. Það var líka alit skammtað. — Hufið þið ferðazt mikið um landið? — Já, og það finnst mér alveg stórkostlegit, segir Lár- us. Við fórum víða um, áður en börnin fæddust, en nú er ekkd eins gott tækifæri til þess. Svo á ég heldur ekki bíl lengur. Ég átti jepi>a, en hanm var alltaf í lamasessi. Það var rússajeppi! Við spyrjum Lárus að lok- um, hvort hanm fái alda-ei heimþrá. — Aldirei, segir hamn. Ég var líka svo lítill, þegar ég kom til íslands. Mér finnst ég vera orðinn íslendingur núna. — a — Jónas Jónsson og Elísabct A1 exandersdóttir. — í Ungverja- landi er aðeins til einn Jónas.IIann er í dýragarðinum í Búda- pest. Þaff er stór flóðhestur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.