Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADID Sunnudagur 20. júní 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN 1 — Hann var einn ritari hans, en Augustus er skáld og vitan lega hefur hann ekkert vit á við- skiptamálum, og það er einmitt það, sem Charles finnur honum hvað mest til foráttu. Við hitt- umst fyrst á balli í Almack- klúbbnum og urðum bæði ást- fangin við fyrstu sýn, eða að minnsta kosti varð ég það og hann sagðist hafa orðið eins. En hvernig gat ég gert ráð fyrir nokkurri andstöðu gegn þessu? Fawnhopeeættin, hugsaðu þér. Hún hefur verið í landinu alla leið síðan í fornöld. Og ef ég kæri mig ekki um auð eða óhóf, þá ætti honum Charles að geta verið sama. — Það finnst mér líka. En elsku Cecilía mín, vertu ekki að gráta. Segðu mér bara: Er hún mamma þín andvíg því, að þú eigir hann Fawnhope? — Blessuð mamma mín er nú svo skynsöm, að ég veit alveg, að hún er mín megin, sagði Cecil ía og þerraði af sér tárin. En hún hefur sama sem sagt mér, að hún þori ekki að setja sig upp á móti honum Charles. Það er hann, sem öllu .ræður hér í húsinu. — Sir Horace hefur alltaf á réttu að standa, sagði Soffíá um leið og hún stóð upp og hristi pils ið sitt. — Ég var að nauða á hon um að taka mig með sér til Brasilíu, af því að mér fannst ég mundi aldrei una mér hér í Lond on, með ekkert að gera nema skemmta mér heima hjá henni frænku minni. Hann fullvissaði mig um, að ég mundi finna mér eitthvað til að drepa tímann með og þarna sérðu, að hann heíur hitt naglann nákvæmlega á höf- uðið. Mér þætti gaman að vita, hvort honum hefur verið kunn ugt um allt þetta stand! Nei, góða Cecilía mín — má ég ekki annars kalla þig Cecy, af því að hitt er svo fyrirferðarmikið í - munnin- um — þú skalt alveg treysta mér. Þú ert faliin í eitthvert þung- lyndiskast, en til þess er engin ástæða! Og það er meira að segja það fráleitasta, sem þú gætir fund ið upp á, þegar svona stendur á. Það fær alla til að halda, að þú sért alveg ráðþrota, en ég þarf ekkert annað en svolitla ein- beitni, þá kemst allt í lag. En nú verð ég að hafa fataskipti fyrir kvöldverðinn, og það er ekkert andstyggilegra en gestur, sem er seinn í matinn! — Já, en hvað ertu að fara, Soffía? He'.durðu, að þú getir hjálpað mér út úr þessum vand ræðum? — Ég hef nú enga hugmynd um það núna en ég hef áreið- anlega hundrað ráð til þess. Alit þetta sem þú hefur sagt mér, hefur sýnt að þið eruð öll fallin í eitthvert þunglyndi. Bróðir þinn! Hvernig fóruð þið að því að gera hann að svona harð- stjóra? Ég mundi ekki einu sinni láta Sir Horace þveita mér svona að eigin geðþótta en það gera nú annars beztu feður og eiginmenn ef fjölskyldur þeirra eru svo heimskar að gefa þeim tilefni til þess. Og svo gerir það þá svo hundleiðinlega! Er Charles ekki einmitt hundleiðinlegur? Það er ég alveg v.Ls um, að hann er! En skítt með það — Ef hann langar til að ná í æski leg gjaforð, þá getur hann feng ið að svipast um eftir almennileg um manni handa mér, og það get ur leitt huga hans frá þér. Þegar Soffía hafði farið í kvöldkjól í staðinn fyrir ferða- fötin hafði Ceciiía líka lokið við að klæða sig og beið nú eftir henni til þess að fylgja henni nið ur í borðsalinn. Soffía var að reyna að koma perlubandi um hálsinn á sér og fölleita þernan var að áminna hana um að vera kyrr, en þá kom Cecilía inn, í- klædd bláum kjól og tók að geta sér til, að Soffía hefði fengið alla sína kjóla frá París. * — Það er þó sú ein huggun, að Eugenia hneykslast á þessum kjóL — Guð minn góður, hver er Eugeniá? sagði Soffía og sneri sér við á stólnum. Hversvegna ætti hún að hneykslast á honum. Af því að hann sé svo ljótur? — Nei, vjtanlega ekki. En Eug eniá er aldrei í tízkukjólum . . . Hún segir, að til sé annað mik ilvægara eti að vera að hugsa um föt. — En sú vitleysa. Auðvitað er til annað mikilvægara, en bara ekki þegar maður er. að búa sig til kvöldverðar. Hver er hún? — Ungfrú Wraxton. Charles er trúlofaður henni, og mamma varaði mig .við því fyrir nokkr um mínútum, að hún ætli að borða hérna í kvöld. Við vorum öll búin að gleyma því í öllu uppistandinu, þegar þú varst að koma. Ég er viss um, að hún er komin í borðsalinn, núna, því að hún er afskaplega stundvís. Ertu t 'if' Eigum við að fara niður? — Já, ef hún Jane mín vildi bara flýta sér ofurlítið, sagði Soffía og rétti úlnliðinn að þern unni og horfði glettnislega á hana um leið. Svo kyssti hún hana og sagði: — Góða nótt, Jane, elskan. Cecilía varð hissa á þessu og sagði, þegar þær voru á leiðinni niður stigann: — Hú.n er víst bú in að vera lengi hjá þér Ég er hrædd um, að mamma mundi reka upp stór augu ef hún sæi þig kyssa þernuna þína. Soffía lyfti brúnum við þessi orð. — Virjúlega? Jane var þerna mömmu minnar og var mér góð fóstra eftir að mamma dó. Ég vona, að ég geri aldrei neitt ann að verra, til að fá mömmu þína til að reka upp stór augu. — Auðvitað mundi hún skilja, hvernig á þessu stendur, flýtti Cecilía sér að segja. — Mér fannst það bara svo skrítið, skil urðu? Frú Ombersley, eldri synir hennar tveir og ungfrú Wrax- ton sátu saman við arininn. öll litu upp, þegar dyrnar opnuðust og herrarmr risu báðir á fætur. Hubert horfði á frænku sína með ódulinni aðdáun, en Charles mældi hana og mat með augun- um. — Komdu inn, Soffía elskan, sagði frú Ombersley vingjarn- lega. — Lofaðu mér að kynna þig ungfrú Stanton-Lacy, Eug- eniá mín. Cecilía hefur sjálfsagt sagt þér, að við munum bráðum hafa þá ánægju að telja ungfrú Wraxton með fjölskyldunni hérna? — Já, vissulega, svaraði Soffía brosandi og rétti fram höndina. — Ég óska yður innilega til ham ingju, ungfrú Wraxton, og frænda mlnum sömuleiðis. Hún sneri sér, er hún hafði lauslega snert hönd ungfrú Wraxton og tók í höndina á Charles. — Komdu sæll! Hann tók hönd hennar og varð hissa á þessu en hafði um leið hálfgaman of því og hann brosti. — Komdu sæl, frænka. Ekki get ég nú sagt, að ég muni vel eftir þér, og ég býst við, að hvorugt okkar muni hitt. Hún hló. — Það er nú varla von, því að Elísabet frænka mundi víst heldur ekkert eftir mér . . . Hubert? Er það ekki? . . . Segðu mér af John Potton og Salamanca. Ég vona, að þú hafir komið báðum vel fyrir. Hún veik ofurlítið til hliðar til að tala við Hubert. Frúin, sem hafði horft á son sinn með kvíða svip, huggaðist, er hún sá hann vera sæmilega vingjarnlegan á svipinn og jafnvel, að hann lýsti velþóknun. Hann var hálfbros- andi, er hann horfði á'Soffíu og áttaði sig ekki fyrr en unnusta hans dró að honum athyglina. Ungfrú Eugeniá Wraxton var grannvaxin kona, í hærra meðal lagi á vöxt, og var því vön, að henni væri lýst sem hávaxinni, glæsilegri stúlku. Andlitið vár höfðinglegt ag hún var venjulega talin frekar lagleg, en þó heldur sviplítil. Brjóstið var fremur lít- ið, enda lítt til sýnis, því mamma hennar var andvíg flegnum kjól- um, eins og t.d. ungfrú Stantan- Lacy var í. Hún var greifadóttir og enda þótt hún gætti þess vand lega að sýnast ekki hrokafull, vissi hún samt alveg af gildi sínu. Framkoma hennar var kurteisleg og hún hafði lag á að láta fólk koma eðlilega fram í návist hennar. Þannig hafði hún ásett sér að vera sérstaklega vin- gjarnleg við Soffíu, en þegar hún stóð upp til að heilsa henni, fann hún með sjálfri sér, að það yrði erfitt. Snöggvast varð hún ofurlítið óróleg, en jafnaði sig samt og sagði lágt við Cfharles: — En hvað hún er stór. Mér finnst ég alveg eins og dvergur við hliðina á henni. — Já, óþarflega stór, sam- sinnti hann. Hún gat ekki annað en orðið því feginn, að hann virtist ekk ert verða hrifinn af frænku sinni, því að enda þótt hún sæi við nánari skoðun, að Soffía var ekki eins lagleg og hún sjálf, gat hef þurft að vera mikið á hest- baki. í þessu opnuðust dymar, en Soffía hafði setzt við hliðina á frænku sinni og nú kom Charles auga á hundinn hennar, sem hafði komið inn með þeim,' og sagði: — Það er eins og við höfum fengið tvo gesti. Hvað heitir þessi? Hann var að seilast eftir hund inum, en Soffía sagði: — Ég er hrædd um, að hún vilji ekki koma til þín. Hún heitir Tína og er afskaplega feimin. — Víst vill hún það, sagði -hann og smellti með fingrunum. Þetta kuldalega öryggi hans fór.ofurlítið í taugarnar á Soffíu en er hún sá, að hann hafði á réttu að standa, og sá hundinn taka atlotum hans vel, fyrirgaf ■hún hohum og komsf að þeirri niðurstöðu að ef til vill væri hann ekki eins vondur og hann var sagður. — Þetta er fallegur hundur, sagði ungfrú Wraxton, vingjarn- lega. — Venjulega er ég nú ekki hrifin af svona gæludýrum í hús um . . . og mamma mín blessuð, frú Ombersley, vill ekki einu sinni hafa kött á heimilinu . . . vitið þér, en þessi hlýtur að vera undantekning. — Mömmu þykir voða gaman að keltuhundum, sagði Cecilía. — Og venjulega höfum við hund hérna, er það ekki mamma? — Já, en það eru feitir og gráð ugir seppar, sagði Charles. — Þá verð ég að segja, að mér þykir meira varið í þessa fínu dömu. — Þetta er nú annars ekki frægasta sképnan, hennar Soffíu frænku, sagði Hubert. — Bíddu bara, Oharles, þangað til þú sérð hvað ’hún hefur komið með fleira með sér frá Portúgal. Fni Ombersley iðaði óróleg í sætinu því að enn hafði hún ekki sagt Charles neitt frá apanum í rauða frakkanum, sem nú var orðinn einvaldsherra í kennslu- stofunni. En Charles sagði að- eins: — Mér skilst, frænka, að þú hafir komið með hest • með þér. Hubert getur ekki um annað talað. Er hann spænskur? JAMES BOND Eftir IAN FLEMING ■ — Já, og taminn þar. Hann er mjög fallegur. — Ég skal veðja um, að þú ert öndvegis riddari, sagði Hubert. — Það veit ég nú ekki, en ég hún ekki neitað hinu, að hún var mjög áberandi. það var ekki brytinn til að til- kynna, að maturinn væri tilbú- inn, eins og frúin hafði búizt við, heldur var það eiginmaður henn ar, sem sagðist hafa þurft rétt að líta á hana litlu frænku sína, áð- ur en hann færi í White-klúbb inn. Frúnni fannst það nú alveg nóg, að hann hafði neitað að borða með þeim, ungfrú Wrax- ton til heiðurs, þó lét ekki á þvi bera, heldur sagði: — Jæja, hún er nú ekki neitt sérlega lítil, eins og þú getur væntanlega séð. James Bond fær vitneskju um fleiri i iUsvitanai tiitæki Le Chiffre. — Hann stjórnar á snærum Rússa öflugu verkalýðsfélagi með russnesku fjár- magni. Til þess að auka fjármagnið lagði hann peningana í allmarga vafasama klúbba. Borgarnes Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er : lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzinsölu SHELL við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Búðardalur Utsölumaður MBL. í Búð- ardal er Kristjana Ágústsdótt- ir. Blaðið er líka selt í Benz- inafgreiðslu B.P. við Vestur- landsveg. Stykkíshólmur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunolaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess i bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allai, Eyjafjörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.