Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 20. júní 1965 ÖLLUM VEGNAR VEL k ÍSLAND S U saga mun öllum í fersku minni, er stóran hóp Ungverja bar hér að garði skönimu fyrir jól 1957. — Þetta fólk hafði neyðzt til að flýja ættland sitt af ástæðum, sem öllum eru kunnar. Okkur flaug í hug að grennslast um hagi þessa fólks, og heimsóttum fjögur heimili í borginni í því skyni. Allir Ungverj- arnir, sem um getur, hafa öðlazt íslenzkan ríkisborg- ararétt og þeir tala þegar góða íslenzku. Þeir hafa þegar reynzt nýtir þjóðfé- lagsþegnar, enda komumst við fljótt að raun um það, að hér fer dugandi fólk. Leiðsögumaður okkar var Andrés Alexandersson, ungverskur maður, sem hér hefur verið búsettur um árabil og er flestum Reykvíkingum að góðu kunnur. Tvíburarnir Helen og Bjarki. Foreldramir, Eva og Gunnar Ing-ibergsson, segja okkur, að Bjarki sé í háttum eins og íslendingur — Helen eins og UngverjL Þegar við komum í Austur- brún 2, tekur Jóna Daníels- dóttri brosandi á móti okkur og leiðir okkur í stofu. Hún masar heil ósköp á ungversku við Andrés og baðar úr hönd- unum að sið landa hennar. Það kemur í ljós, að hún ætlar að skreppa í heimsókn til Ungverjalands í sumar, og hún er nýbúin að fá vega- bréfið sítt. — Sjáðu, segir hún og hlær mikinn. Jóna Daníelsdóttir! — Hún heitir nefnilega Jolinda Varga, segir Andrés, og brosir við, en eftir að hún fékk íslenzkan borgararétt var nafninu breytt í íslenzkt horf. — Ja, hvað skyldi fólkið heima segja, þegar það kem- ur allt í einu í Ijós, að ég heiti ekki lengur Jolinda heldur Jóna, segir hún. Má ekki bjóða manninum kaffi? Meðan Jóna baukar við kaffkiönnuna í eldhúsinu lít- um við í kringum okkur og getum ekki annað en dáðst að því, hve vel hún hefur komið sér fyrir. Þetta er ramíslenzkt heimili og hún hefur aflað sér margs vand- aðra innanstokksmuna. Plötu spilarinn er í öndvegi, og það er leikin ungversk rapsódía þessa stundina. Þegar Jóna festi kaup á íbúðinni ásamt Lárusi og Jón asi, ungum sonum sinum, átti hún 25 þúsund krónur handbærar. Að þremur árum liðnum átti hún íbúðina skuld lausa. Hún starfaði lengst af hjá Dúk h.f. og vann tvöfald- an vinnudag. Saumaði 10 — 12 úlpur daglega í ákvæðis- vinnu. Allt var gert til að spara. Ef þau langaði til að gera sér dagamun, fóru þau í bíó klukkan þrjú. Synirmr eru nú báðir flokn ir úr hreiðrinu, kvæntir og eiga eigin íbúðir. Við ætlum líka að heimsækja þá, og sjá, Jóna Daníelsdóttir — ættingjar hennar í Ungverjalandi eiga bágt með að trúa, að hún sé slíkur lukkunar pamfíll, sem hún segist vera. / hvernig þeim vegnar. Jóna hefur reynzt þeþn ómetanleg hjálparhella: hún saumar föt á litlu krógana og hún hefur fært sonum sínum margar góðar gjafir í búið, ísskáp, þvottavél o. fl. Hún sendir líka reglulega gjafapakka til ættingjanna í Ungverjalandi. Fólkið hennar þar á bágt með að trúa, að hún sé slíkur lukk unnar panfíll, sem hún seg- ist vera. Hún segir okkur, að bróðir hennar trúi því alls ekki, að hún hafi komið sér svona vel fyrir. Hann ætti þá að koma hing að í heimsókn. segjum við. — Já, ég er nú alltaf að reyna að fá hann til þess. Jóna er alvön að fást við saumaskap. Áður en hún kom hingað til lands, sat hún við sauma í Ungverjalandi og bar úr býtum 2.400 krónur á mán uði, þegar ungverskir pening ar hafa verið reiknaðir í ís lenzka. — Þegar ég vann hjá Dúk h.f. fyrir fimm árum hafði ég átta þúsund á mánuði. En það var mikil vinna, skal ég játa. Það dugði heldur ekki annað en að vera harður af sér, því að við vorum að koma okkur fyrir. Nú er ég aftur á móti orðin rólegri, enda er ég búin að borga íbúðina. Ég vinn á saumastöfu á Keflavíkurflug velli. Fer héðan á hverjum morgni klukkan hálf sex og kem afíur í bæinn um sex- leytið. — Það er svo gott að vera á íslandi, segir hún svo. Það er allt svo fallegt hérna — og fólkið er svo gott. Og íbúðirn ar! Það þekkjasrt ekki svona vandaðar og hlýjar íbúðir í Ungverjalandi. Ég er hrædd um, að íslendingar kunni ekki fyllilega að meta það. Þeir þekkja ekki, við hver kjör annarra þjóða fólk býr. Ibúðin okkar í Búdapest var eitt herbergi og eldhús. Þarna hreiðraði öll fjölskyldan um sig: ég og maðurinn minn, synir okkar tveir og mamma. Salerní fyrirfannst ekki. Allt slíkt var að húsabaki. Ég minnist þess oft, hve það var kalt í þessari litlu vistarveru. Á veturna klæddum við okk- ur í rúminu, áður en við fór- um á fætur. — Ungt fólk á mjög erfitt með að eignast eigin íbúð í Ungverjalandi. Það er hægt að kaupa tveggja herbergja íbúð fyrir hálfa milljón, en þetta er bara svo ónýtt. Þú •þarft alltaf að vera að gera við. Ég hef komið til margra landa, en hvergi séð jafn vandaðar íbúðir og hér á ís- landi. Þfctta er lúxus. — Já, tíminn er fljótur að líða á íslandi. Hugsa sér! Ég er bráðum búin að vera hér í tíu ár. Það eru engar áhyggj ur. Og peningana vantar ekki. Sjáðu tii: ég hef keypt mér fimm saumavélar, byrjaði með eina litla, en nú á ég þessa Pfaffvél í borðskápn- um þarna. í Ungverjalandi væri þetta ekki hægt. Því segi ég það: íslendingar kunna ekki að meta lúxuslífið. Ung- verjar kunna það. Þeir hafa þekkt annað. — Finnst þér íslendingar vera lífsglaðir, Jóna? — Þeir hafa engar áhyggj- ur. Kannski fjölskylduvanda- mál, en hvað er það? Lífið er svo rniklu léttara hérna. Frá því Eva Jozsa Ingi- bergsson og Gunnar Ingi- bergsson gengu í hjónaband fyrir tveimur og hálfu ári hafa þau búið að Langagerði 48. Eva er lærð hjúkrunar- kona og hafði áður únnið á röntgendeild Landsspítalans. Gunnar vinnur á teiknistofu Húsameistara ríkisins við inn réttingar. Þegar við komum í heim- sókn voru börnin komin í háttinn, tvíburarnir Bjarki og Helena. Stúlkan er heitin eftir systur Evu, Ilonu, sem kom í heimsókn til þeirra hjóna s.l sumar og hélt þá þeirri litlu undir skírn. Tví- burarnir eru eins árs gamlir og okkur er sagt, að þeir séu fremur ólíkir í háttum: hann eins og fslendingur, hún eins og Ungverji! Þegar við höfum komið okkur notalega fyrir í stof- unni, áræðum við að spyrja, hvernig fundum hjónanna hafi fyrst borið saman. — Ja, ég man nú varla eft- ir því, segir Gunnar, og lítur brosandi til konu sinnar. Var það ekki á grímudansleik? —■ Ég man að minnsta kosti að ég var með hatt! Eva leggur lítið til málanna, en kinkar kolli. Hún og Andrés leiðsögu- maður taka að stinga saman nefjum á ungversku, og auð- vitað skiljum við Gunnar ekki neitt. — Þegar hún byrjar að tala ungverskuna, segir Gunn ar, veit maður um hvern hún er að tala! Annars talar Eva lýtalausa íslenzku. Hún segir, að hún hafi aldrei átt í neinum erfið- leikum með framburðinn. Hins vegar séu beygingarnar afleitar — svipað og í þýzku. Hún segir okkur, að það sé mjög gott og auðvelt að vera húsmóðir á íslandi. — Miklu auðveldara en 1 Ungverjalandi, segir hún. Hér er svo mikið úrval í verzl unum. Þar er ekki hægt að kaupa svo margt. Það er eltki hægt að líkja því saman. — Hvernig finnst þér ís- lenzki maturinn, Eva? — Alveg dásamlegur, segir hún. — Hún borðar íslenzkan mat, segir Gunnar — ég ung- verskan. Ég er alveg vitlaus í ungverskan mat, sérstak- lega gúbas. Það er það bezta, sem ég fæ. Þegar ég veit, hins vegar, r.ð það er fiskur á borð um, kem ég ekki heim, bætir hann við brosandi. Það kemur í ljós, að Andrés og Eva eru að ræða um músik. Eva tekur fram hljóm plötu með lögum úr Sardas- furstinnunni og bregður á plötuspilarann. — Þetta er sú, sem átti að syngja í Þjóðleikhúsinu, segir Andrés og tekst allur á loft. Marika Németh heitir hún. — Það er segin saga, segir Gunnar. Þessir Ungverjar eru ekki viðmælahdi, þegar mu- sikin er annars vegar. Eva segir okkur, að það sé ekki laust við, að Gunnar hafi smitazt líka. Hún minnir hann á það, þegar þau sáu Sardasfurstinnuna í Þjóðleik húsinu. Þá spilaði hann þessa plötu fram eftir nóttu- — Ég hlusta alltaf á ung- verska músik við húsverkin á morgnana, segir hún. Eva er fædd og uppalin 1 borginni Debrecen, en það er stærsta Kalvínistaborg Ung- verjalands., íbúar eru um 140 þúsund. Áður en hún kom tii íslands, bjó hún í Búdapest. Eva gekk menntaveginn, og að loknu stúdentsprófi hugð- ist hún nema lyfjafræði. — En það fékk ég ekki, segir hún, því að ég var ekki í verkamannafjölskyldu. Það voru öðru vísi tímar þá. — Hvernig leizt þér svo á þig á íslandi, þegar þú komst hingað fyrir 9 árum, spyrum við. — Það var óneitanlega erfitt fyrst í stað. Ég var skyndilega komin í allt ann- an heim. ísland og Ungverja- land eiga fátt sameiginlegt, í eðli sínum eru íslendingar líka ólíkir Ungverjum. íslend

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.