Morgunblaðið - 29.09.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 29.09.1965, Síða 3
1 Miðvikudagur 29. sept. 1965 MORCU N BLAÐIÐ 3 MMMMí BLAÐAMÖNNIJM var í gær boðið að skoða nýtt heimili fyrir vanegfin börn að Tjalda nesi í Mosfellssveit, en það heimiii tók nýlega til starfa. Nokkrir áhugamenn í Reykja- vík hafa staðið fyrir stofnun heimilisins, en hlotið nokkurn styrk einstaklinga og fyrir- tækja, svo og frá hinu opin- bera. í gærdag var formlega tekið í notkun heimili fyrir van- gefna að Tjaldanesi í Mos- fellssveit. Buðu forráðamenn heimilisins ýmsum forystu- mönnum um líknarmál van- gefinna að vera viðstaddir opnunina. Flutti Friðfinnur Ólafsson, forstjóri við þetta tækifæri stutta ræðu um til- komu hins nýja heimilis. Ueimili fyrir vangefin börn að Tjaldanesi í Mosfellssveit. Heimili fyrir vangefin börn tekið í notkun Getur rúmað 10 börn I einu Barnaheimilið að Tjadanesi á sér rúmlega 2 ára sögu, að því er Friðfinnur sagði í ræðu sinni. Það var vorið 1963 að nokkrir áhugamenn komu sér saman um að reisa heimili fyrir vangefin börn í stað heimilisins að Efra-Seli við Stokkseyri. Þeir keyptu 3 hektara lands af Mosfells- kirkju og fylu því hitarétt- indi. Byggingarframkvæmdir hófust svo um haustið 1963. ÝMSIR HAFA HJÁLPAÐ „Heimilið að Tjaldanesi er sjálfseignarstofnun, sem lýtur yfirstórn heilbrigðisyfir- valda“, sagði Friðfinnur. Ef rekstri heimiisins verður hætt, renna eigur þess til hins opinbera. Eigendur heimilis- ins skipa hins vegar stjórnar- nefnd þess. Kostnaður við byggingu heimilisins er nú orðinn rúmlega 3 milljónir króna og eru þá ekki taldar með þær gjafir, sem heimilinu hafa borizt, bæði í efni og vinnu, en þær gjafir eru, að sögn Friðfinns, bæði margar og stórar. Ýmsir aðilar hafa aðstoðað þá félaga við að koma upp heimilinu að Tjaldanesi. T. d. hefur styrktarsjóður vangef- inna gefið lVá millj. króna, Reykjavíkurborg hefur lagt fram 100 þús. krónur. Margir aðrir hafa lagt sitt af mörk- um, svo sem Lionsklúbbar, Oddfellowstúlka svo og ótal- inn fjöldi einstaklinga og fyrirtækja. Kvaðst Frlðfinnur ákaflega "þakklátur öllum þessum aðil- um og sagði, að ef ekki hefði fengizt svo góð hjálp, hefði orðið talsverð bið á fram- kvæmdum. Stjórnarnefnd og forstöðufólk heimilisins. Frá vinstri: Friðfinnur Ólafsson, hjónin Alan Stenning og Ingibjörg Blöndal, Oddgeir Bárðarson og Hafsteinn Sigurðsson. VERKEFNI ÓÞRJÓTANDI Markmiðið með byggingu heimilisins sagði Friðfinnur hafa verið að reisa lítið heim- ili, sem hvorki. væri hæli né stofnun. Þarna skyldu börnin búa með hjónum, sem gengju þeim svo að segja í föður- og móðurstað. Hefðu nú fengist hjón til þess að stjórna heim- ilinu, en það væru þau Alan Stenning og Ingibjörg Blön- dal. Mikil bjartsýni ríkti nú meðal eigendanna um að heimilið reyndist vel í fram- tíðinni. Þá sagði Friðfinnur, að eig- endur heimilisins hefðu kynnzt málefnum vangef- inna betur en margur annar, á meðan á byggingunni stóð. Sagði hann, að þó að þetta heimili- hefði komizt á lagg- irnar, þyrfti að gera miklu betur fyrir vangefna. Þörfin væri brýn fyrir slík heimili og verkefnin óþrjótandi. Heimilið að Tjaldanesi er á failegum stað neðst í Mos- fellsdalnum. Húsið sjálft hef- ur Hörður Björnsson, arki- tekt, teiknað, en í húsinu eru fimm svefnherbregi fyrir tvö börn hvert. Þá er í húsinu setustofa, eldhús, borðstofa, skrifstofa, vaktherbergi, hreinlætisherbergi og íbúð starfsfólks. í útihúsi er þvottahús og geymsla auk stórs kennsluherbergis. í framtíðinni er ákveðið að byggja geymsluhús og síðan sundlaug. Þess má geta að gjafir og styrkir til heimilisins að Tjaldanesi eru frádráttarbær- ir til skatts. í stjórnarnefnd heimilisins eru þeir Friðfinnur Ólafsson, Hafsteinn Sigurðsson, Sigurð- ur Magnússon, Oddgeir Bárð- arson og Kristinn Olsen. — Hundruð farast Framh. af bls. 1 hann flugfreyjuna aftur í far_ þegarýmið til að vekja farþeg- ana. „Eldfjallið spúði þá eldi og eimyrju og tveggja mínútna fresti“, sagði einn farþegahna. „Við horfðum á þetta í 10 mín. eða svo áður en við héldum áfram til Manilla. Sprengingarn ar í fjallinu lýstu umhverfið langar leiðir. Farþegarnir í flug- vélinni hrópuðu upp í undrun og aðdáun, en þeir hafa víst ekki gert sér grein fyrir þeim hroða- legu afleiðingum, sem af þessu urðu á jörðu niðri“. Ekki hefur enn tekizt að kom ast út í eyna, þar sem eldfjallið er, enda þótt dregið hafi nokkuð úr krafti gossins, en í eynni búa 2000 manns. Vitað er að all- margt fólk úr eynni komst heilt á húfi yfir til lands, en óttazt er mjög um afdrif hinna. Þegar var hafizt handa við að flytja fólk frá þeim héruðum, sem næst liggja eynni á meginlandinu, og eru nú allt 7000 manns í sérstök- um flóttamannabúðum all-langt frá vatninu. Vonazt var til þess, að flestir íbúa eyjarinnar hefðu náð að flýja í tíma, en engin leið er að ganga úr skugga tun þetta með vissu fyrr en kerfis. bundin talning getur farið fram á fólkinu, og hægt verður að kom ast út í eyna sjálfa. Fregnir hafa gengið um að mörg hundruð manns hafi drukknað er flóðbylgja vegna jarðskjálfta hafi hvolft bátnum þess og flekum á vatninu, er það flúði undan hamförum Taal. Nokkrar flugvélar flugu yfir eyna í dag, en ekkert lífsmark sást þá þar. Einn flugmannanna taidi 200 dauð húsdýr víðsvegar um eyna. Að því er yfirvöldin segja, er úr lofti að sjá sem 5 ferkílómetr- ar lands þeim megin eyjarinnar, sem fjallið stendur hafi sokkið í sæ. Á þessu svæði er þorpið Alas-As Is. Meira en helmingur eyjarinnar var í dag þakinn ösku og gjalli, og er talið að lag þetta hafi verið 20 metra þykkt á stöku stað. Ein á dragnót AKRANESI, 28. sept. — Trillan Björg stundar nú ein dragnóta- veiðar, þvi að Andey hefir skipt yfir á línu. — Oddur. SIAKSTTINAR UpplausiiŒrdr? Það er með ólikindum hvilíkt sársaukaöskur Timinn rekur alltaf upp, þegar á það er ben* hér í blaðinu, að tekizt hefur að tryggja almennan vinnufrið hér á landi frá verkföllunum í des- ember 1963, og fram til vors 1966. Á þessa óumdeilanlegu stað reynd má greinilega ekki minn- ast, án þess að' ritstjórar Tím- ans bregðist hinir verstu við, og skrifi sama leiðarann dag eftir dag um að þetta tímabil hafi nú i rauninni verið mesta verkfalls tímabil, sem sögur fari af á ls- laimii. I rauninni er afskaplega erfitt að skilja hvernig á því stendur, að Framsóknarmönnum er svo illa við þann vinnufrið, sem hér hefur tekizt að skapa, ekki sizt fyrir tilstuðlan rikis- stjórnar og nýrrar stefnu verka- lýðshreyfingarinnar. Framsóknar menn hafa þó jafnan borið hags- muni Sambandsins og kaupfélag. anna fyrir brjósti, og þar sem þessir aðilar hafa með höndum víðtækan atvinnurekstur, hljóta þeir að hafa haft hag af viiunu- friðnum undarufarin tvö ár. Ætti því málgagn Framsóknarflokks- ins að vera sæmilega ánægt með þessa niðurstöðu mála. En svo er greinilega ekki. Flokkur í upplausn Ef til vill er ástæðan fyrir reiði Framsóknarmanna, þegar mimnst er á vinnufriðinn hér á landi sú, að haldist hefur í hendur nýtt og betra ástánd í þjóðmál- um íslendinga og annað og verra ástand í flokksmálum Framsókn arflokksins. Framsóknarmenn halda því fram, að hér á landi sé allt í upplausn, og þeir kalla síðustu tvö ár „upplausnarár". Það er miklu nær sanni að segja, að tveir af stjórnmála- flokkum landsins séu í fullkom. inni upplausn, og annar þeirra flokka er Framsóknarflokkurinn. Klofningurinm í Framsóknar- flokknum verður stöðugt erfið. ari viðfangs, og óánægjan með Eystein magnast. Háðugleg útreið Sérstaklega finnst mörgum Framsóknarmönnum að foringi þeirra hafi fengið háðulega út- reið í sambandi við Búlgaríuför hans, þegar það var upplýst, að ‘Eysteinn Jónsson hafði látið áróðursvél kommúnista í Búlga- riu blekkja sig svo fullkomlega, að hann sá ekki muninn á þeim „bændafIokki“, sem kommúnist ar settu á fót upp á punt fyrir nokkrum árum, og gamla bænda flokknum, sem rikti í Búlgaríu á fyrri helming þessarar aldar, en kommúnistar gerðu að engu milli 1947 og ’50. Þetta glappaskot Eysteins telja menn aðeins hið síðasta í langri röð pólitiskra mis taka og „Framsókmarmenn, sem telja sig fædda til þess að stjórna”, eins og blaðamaður hins virta blaðs „The Guardian“ komst að orði í blaði sinu fyrir nokkru eftir heimsókn sina hér á landi, sjá lítil tækifæri til þess á ný, meðan Eysteinn er við völd í Framsóknarflokknum, þar sem enginn af leiðtogum hinna flokkanna í landinu er fáanleg- ur til þess að taka upp samstarf við Eystein í riki«aiiini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.