Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. sept. 1965 Skógrækt að Stalpastöðum Hvanneyringarnir við minningarstein Halldórs Vilhjálmssonar skólastjóra, taldir frá vinstri: Halldór Jónsson, Ólafur Runólfsson, Gunnlaugur Ólafsson, Kristinn Guðmundsson, Ingi- mar Jóhannesson og Kristófer Grímsson. ÁRIÐ 1951 áskotnaðist Skógrækt ríkisins jörðin Stálpastaðir í Skor-radal. Það var Haukur Thors, er gaf jörðina, sem er rúmir 100 hektarar - að stærð. — Skógrækt ríkisins girti landið og strax næsta ár var hafizt handa og gróður- settar fyrstu plönturnar. Árið 1954 var svo hafizt handa við að gróðursetja fyrir peninga, er Þorsteinn Kjarval gaf til skógræktar og er reiturinn kenndur honum og kallaður Kjar- valslundur. Tveimur árum síðar fær Skógræktin enn gjöf og er það frá gömlum nemendum Halldórs heit- ins Vilhjálmssonar, skóla- stjóra á Hvanneyri. Vildu þeir reisa honum óbrot- gjarnan minnisvarða og heitir hann Halldórslund- ur. — Það voru glaðir og reifir karlar, Hvanneyringarnir Hall dór Jónsson, Ólafur Runólfs- son, Gunnlaugur Ólafsson, Kristinn Guðmundsson, Ingi- mar Jóhannesson og Kristófer Grímsson, svo og Þorsteinn Kjarval, sem röltu um í skóglendinu í Stálpastaða- landi um nónbil sl. laugardag. Þeir vo'ru komnir norður Geld ingadraga, sumir af meiri vilja en mætti, og nutu nú góða veðursins í lundi nýrra skóga. — Skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason, bauð þess- um heiðursmönnum til að sjá hugsjón þeirra rætast og það er ekki orðum aukið, þótt sagt sé, að þeir hafi verið í sjöunda himni eða eins og einn þeirra orðaði það: „Við verðum bara ekki sömu menn eftir að hafa verið hér“. Fjárhæð sú, er Hvanneyr- ingar gáfu mun hafa numið tæpum áttatíu þúsund krón- um. Ekki ér ljóst, hver hug- myndina átti að þessari söfn- un, en það var Magnús Krist- jánsson, garðyrkjumaður í Eskihlíð, sem gekk ötulast fram við hana. Magnús er mikill áhugamaður um skóg- rækt. Hann hefur gefið fé í skógarlund að Múla við ísa- fjarðardjúp, auk þess, sem hann hefur ávallt verið mikill og góður stuðningsmaður Skógræktarfélags Reykjavík- ur. Halldórslundur er um 20 hektarar að stærð og fullgróð- ursettur, að undanteknum dá- litlum mel. Skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason, og skógar- vörðurinn að Stálpastöðum, Ágúst Árnason frá Holtsmúla á Landi, kváðu fyrstu plönt- urnar, er settar hefðu verið niður í Halldórslundi nær ein- göngu hafa verið rauðgreni, en nú væri svo komið, að um 100 þús. furu- og grenigræðl- ingar væru í lundinum, en í öllu Stálpastaðalandi væri hálf milljón plantna. Flest er það sitkagreni eða 160 þús. plöntur, þá rauðgreni um 140 þús., þá stafafura, skógarfura, bergfura o. s. frv. Alls kváðu þeir vera yfir 20 • tegundir í lundinum. Aðspurður um kostnaðinn við gróðflrsetningu hverrar plöntu, kváðu þeir það hafa verið um eina krónu fyrir 13 árum, en nú hins vegar um 2 krónur á plöntu. Hákon kvað það mikið og kostnaðar- samt starf að klippa niður og ryðja birkikjarrið og sagðist hann áætla, að kostnaðurinn við hvern hektara f kjarr- lendi væri einhvers staðar á milli 10 og 15 þúsund krónur. Þegar gengið er inn með Skorradalsvatni, en Stálpa- staðir eru við norðanvert vatnið, verður fyrst fyrir manni lundur, er Skógræktin hefflr ræktað upp sjálf. Þá kemur næst Halldórslundur og þegar honum sleppir Kjarvals lundur. Gömlu mennirnir skoðuðu næst Kjarvalslund. Þótti þeim gaman að sjá stærðar- muninn á trjánum þar og í Halldórslundi. Kjarvalslundur er tveimur árum eldri en lundur Hvanneyringanna og því að sjálfsögðu mun lengra á veg kominn. Kjarval lék á als oddi og næstum hljóp á milli hríslanna til þess að mæla hæð þeirra. Það gerði hann með staf sínum og gladd ist gamli maðurinn í hvert skipti, sem hann fann væna hríslu. Hann hafði ekki kom- ið í lundinn í þrjú ár og hafði hann orð á því, hve plöntun- um hefði farið mikið fram á þessum tíma. í Kjarvalslundi eru allar þær plöntur, er áður er getið. Þar sáu gömlu mennirnir mik- ið af bergfuru, en hana kvað Hákon nægjusamasta á jarð- veg allra barrtrjátegunda, er enn hefðu verið fluttar til landsins. Þá er þar og mikið af sitkagreni og eina plöntu fundu þeir, þar sem ársproti þessa árs var 57 cm. Ágúst skógarvörður kvaðst þó hafa fundið nokkrum dögum áður plöntu, þar sem ársportinn var 63 cm, svo að agljóst var að árað hafði vel fyrir skóg- rækt í sumar. Austan við Kjarvalslund er lundur tveggja reykvískra kvenna, er gáfu Skógræktinni fé, en óskuðu þess jafnframt, að nöfnum sínum yrði hald- ið leyndum. í lundi þeirra er mikið af rauðgreni, sem er innflutt frá Noregi. Ágúst skógarvörður sagði, að eng- in tegund hefði gefizt betur en þessi. Ekkert hefði köm- Þorsteinn Kjarvál mælir hæð einnar hríslunnar með stafnum sínum. ið fyrir trén og ársprotinn verið mjög jafn og stór. Um þessi tré sagði Hákon, að þau hefðu náð þeirri stærð, er vin sælust væri til notkunar sem jólatré. Hann kvað Dani vera 8—12 ár að rækta tré, er næðu slíkri hæð, en hér hefði ekki tekið nema 12 ár að rækta þau í þessa hæð, svo að á því mætti sjá að ekki væri síður unnt að rækta hér skóg en í Danmörku. Aðspurður um það, hvort skógræktin væri ekki mjkil búbót í þeim héruðum, sem hún væri í, sagði Hákon það vera. Hann kvað duglegustu menn geta gróðursett um 250 plöntur á dag og væri þá að sjálfsögðu um vana menn að ræða. Hins vegar kvað hann unnt með hinu nýja tæki, er kallað hefði verið bjúgskófla, að gróðursetja allt um 8— 900 plöntur á dag. Austast í Stálpastaðalandi er lundur einn mikill, 30 hekt arar að stærð, er kenndur er við norska íslandsvininn Braaten. Braaten hefur verið mjög rausnarlegur í garð skógræktar á Islandi og hef- ur fé því, er hann hefur gef- ið verið varið í þennan lund. í Braatenslundi skoðuðu gömlu mennirnir m.a. girð- ingu, þar sem nokkrar kindur hafa verið hafðar á beit. — Kindurnar eru hafðar með poka, eins konar sarp, á háls- inum, sem hluti fæðunnar safnast í og má af því sjá, hvaða gras- og trjátegundir þær velja sér til ætis. Þessar rannsóknir hefur Ingvi Þor- steinsson, starfsmaður Rann- sóknarstofu landbúnaðarins með höndum. Hákon sagði það reynslu Skógræktarinnar ,að kindur legðust ekki á barr- tré á sumrin, en hins vegar væru einhver brögð að því á útmánuðum. Annars sagði hann, að þessar ransóknir Ingva myndu skera úr um þetta í smáatriðum. Árið 1938 hófu ungmenna- félögin í Skorra- og Lundar- reykjadal að gróðursetja plöntur. Er lundur þeirra í Háafellslandi. Þetta var gert án allrar skipulagningar, þannig að nú er ekki vtiað, hvaðan þær plöntur, er plantað var, eru. Lengi vel hafði lundurinn lítið vaxið eða þar til skógræktin tók við honum og ruddi kjarrinu frá, þá tóku barrtrén vaxtarkipp og eru nú orðin nokkrar mannhæðir. Flestar plönturn- ar eru sitkagreni, en einnig er nokkuð af furu og brodd- greni. Hákon kvað það leitt, hve mikið hefði verið gróð- ursett af broddgreni, en það hefur ekki viljað dafna hér sunnanlands. Hins vegar lifði það vel á Norðurlandi og væri það líklega vegna þess, að þurrara er fyrir norðan. Þá kvað hann furulúsina hafa gert mikinn usla í skógar- furunni og hefði hún gert margan skogræktarmanninn gráhærðan, en einhver hefði sagt, að þar sem íslenzk þjóð hefði verið lúsug um aldir, þá hefði hún þó að lokum sigrazt á henni og því skyldi hún ekki einnig sigrast á þessu sníkjudýri, sem öðrum. Það voru glaðir og göngu- lúnir karlar, er gengu til stofu að Hvammi, þar sem skógarvörðurinn býr og þágu Ágúst Árnason mælir ársprota sitkagrenis, 57 cm. glæsilegar veitingar skógrækt arstjóra Hákonar Bjarnason- ar. Gaman var að hlusta á ræður þeirra, er þeir gáfu ímyndunarafli sínu lausan taum og sáu í anda timbur- verksmiðju eina mikla á bökkum Skorradalsvatns og trjábolina fljóta niður vatn- ið. Um þetta og annað skegg- ræddu þeir, en það sem mest var um vert var, að þeir voru ánægðir með þann minnis- varða er þeir höfðu reist sín- um ástsæla læriföður og kenn ara Halldóri Vilhjálmssyni. Þeir vildu hvetja Hvanneyr- arnemendur unga sem gamla til þess að sýna Halldórs- lundi sóma á ókomnum ár- um. Þeir strengdu þess heit að leiðarlokum að koma aft- ur í Halldórslund og eiga þar góðan dag. Þeir þökkuðu skóg ræktarstjóra skemmtilegan dag og góðan veitingar og undir það tökum við Morg- unblaðsmenn. Skógarvörðurinn Ágúst Árnason og skógræktarstjóri Hákon Bjarnason við eitt tréð í ungmennafélagslundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.