Morgunblaðið - 29.09.1965, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.09.1965, Qupperneq 21
1 MKSvflcudagur 29. sept. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 21 v _____.v Jón Bjarnason smiður - Minning — A barmi Framhald af bls. 12 þvingunum og mögulegt væri. En á næstu 24 stundum átti (hann eftir að gera grín að því, að yfirstjórn Whites hafi ef til vill orðið til að hjálpa til. Nýtt Ibréf frá Kxustjov til Kennedys I Ibarst til utanríkisráðuneytisins föstudagskvöldið þann 2i8. októ Iber. Það var langt, fullt útúr- : snúninga og ádeilna, eii í grund i vallaratriðum virtist það hafa ; að geyma frjóanga . viðunandi | samkomulags. Þar sem eldflaug J ar hans voru þama aðeins í því í skyni að verja Kúbu gegn inn- i rás myndi hann flytja þær á j (brott undir eftirliti Sameinuðu i Iþjóðanna, ef Bandarikin sam- j (þykktu að gera ekki innrás. t Svipað þessu sagði Zorin við j U Thant hjá Sameinuðu þjóð- unum þennan sama dag. jj í bréfi Krustjovs var tilboðið nokkuð óljóst. Það virtist breyt ast frá einni setningu til ann- arrar og var fullt af hinum venjulegu hótunum og fordæm- ingum. Framkvæmdanefndin var samt hin vonbezta, þegar hún kom saman laugardags- ij morguninn 27. október til að j| leggja drög að svari. ?! Á meðan á þeim fundi stóð fóru vonir manna fljótlega p tminnkandi. Nýtt bréf kom frá jj Krustjov. Að þessu sinni birt jj opinberlega. Þar var ekki jj minnzt á einkabréfin, en stung H ið upp á því, að Jupiter eld- jj flaugarnar í Tyrklandi yrðu fjarlægðar í staðinn. Við velt- um því fyrir okkur ,hvort hin- ir hörðu línumenn Krustjovs hefðu enn einu sinni orðið ofan á eða hvort þessi uppástunga um hrossakaup í blöðum í Was- hington og London hefði hvatt Sovétmenn til að halda, að við myndum gefa eftir undir pressu? Staðreyndin var, að margir vestrænir leiðtogar, og leiðtogar hlutlausra ríkja, voru ! fljótir að styðja þessa nýju afstöðu Sovétríkjanna. j Fleiri slæmar fréttir bárust. INýtt sovézkt skip sást nálgast hafnbannsvæðið. Síðustu j myndirnar bentu ekkert í þá átt, að vinna hefði verið stöðv- uð við bygingu eldflaugastöðv- anna á meðan beðið væri eftir svari okkar við föstudagsibréf- inu. Þvert á móti var unnið með mklum hraða við að byggja traustar geymslur neðanjarð- ar fyrir kjarnorkuhleðslurnar og hermannaskála. Sumir héldu því fram, að bréf Krustjovs hefði verið skrifað í þeim til- gangi einum að tefja um fyrir okur og slá ryki í augu okkar, þar til eldflaugastöðvarnar væru tilbúnar. Þá komu verstu fréttimar. Fyrsta skotinu var hleypt af og fyrsta dauðsfall árekstursins varð afleiðingin. Skotin var niður U-2 þota, sem var á flugi hátt á lofti, með S.A.M. eldflaug. Hinn látni flugmaður, Rudolf Anderson, majór, ihafði farið í könnunar- flugið 13 dögum áður, sem fyrst kom upp um hernaðar- undirbúninginn. Við'höfðum rætt um það fyrr í vikunni, hvert skyldi verða svar þjóðar okkar yrði óvppn- uð bandarísk flugvél skotin niður í könnunarferð, sem til- kynnt hafði verið opinberlega. Og við höfðum ákveðið eftir nokkra umhugsun, að gerð skyldi ein loftárás í hefndar- skyni gegn S.A.M. — stöð, en þurrka þær síðan allar út héldi érásum áfram. Nú hafði stund- in komið til að framfylgja þessari stefnu, valda þar með dauða sovézkra borgara og eyðileggja flugvélar Kastrós og öllum líkindum. Þetta gæti leitt til fullrar loftárásar, innrásar eða frekari sovézkra gagnráð- stafana. En forsetinn hafði gætt þess að gefa ekki flughernum fyrir- fram óskoraða heimild til að framfylgja þessari ákvörðun. Og hann vildi ekki heldur gefa hana núna. Hann vildi bíða enn einn dag til að frek- ari upplýsingar fengjust um afdrif flugvélar okkar og eft- ir endahlegri afstöðu Krustjov til samninga. Til að gera málin enn erfið- ari hafði bandarísk U-2 þota á flugi yfir Alaska villzt og flogið langt inn yfir sovézkt landssvæði. Hópur sovézkra orustuþota höfðu komið upp að hlið hennar, en engu skoti var hleypt af áður en unnt var að leiðrétta mistökin. For- setinn velti því fyrir sér, hvort Krustjov myndi halda, að við hefðum verið að gera athuganir á skotmörkum vegna væntanlegrar kjarn- orkuárásar. (Krustjov skrifaði síðar um hættur þær, sem stafaði af slíkri flugvél „sem hefði getað verið tekin fyrir sprengjuflugvél..... sem birt ist óboðin, einmitt þegar allt hefði verið reiðubúið til styrj aldarátaka“). Hjá báðum aðilum var nú allt tilbúið undir styrjöld. Bæði kjarnorkuherir Banda- ríkjanna, og þeir, sem búnir eru venjúlegum vopnum, voru nú á varðbergi um allan heim. Bæði árásarþotur og stærsti innrásarher frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari hafði safnazt saman í Flórida. Hinum litla hópi okkar, sem sat umhverfis fundarborð ríkis stjórnarinnar á stöðugum fundi þenna laugardag, fannst sem kjarnorkustyrjöld væri nær þennan dag en nokkurn annan frá upphafi kjarorku- aldar. Héldu sovézku skipin áfram að koma, ef haldið yrði áfram að skjóta S.A.M. eld- flaugunum, ef unnið yrði áfram við byggingu eldflauga- stöðvanna og ef Krustjov héldi áfram að heimta tilslakanir með byssu við höfuð okkar, þá, álitum við, hlytu Sovétrík- in að óska styrjaldar og styrj- öld yrði óumflýjanleg. Forsetinn hafði alls ekki í hyggju að eyðileggja Atlants- hafsbandalagið með því að láta undan, en honum fannst þess vegna enn mikilvægara að gera afstöðu okkar alger- lega Ijósa. Hann ákvað að taka síðustu orðsendingu Krúsjovs sem áróðursbragð og beina at- hyglinni að bréfinu frá föstu- dagskvöldinu. Hópurinn vann að því að að gera frumdrög að svari á fundinum bæði um morguninn og síðdegis. Þreyta og ósam- lyndi um hina réttu stefnu olli meira þrasi og gremju en venjulega. Loks bað forsetinn dómsmálaráðherrann og mig að gera uppkastið og draga saman allar tillögur, sem fram höfðu komið. Hann bað mig einnig að leita eftir sam- Þykki hins endanlega texta hjá Adlai Stevenson, sem hafði með leikni komið á samningaumleitunum hjá Sam einuðu þjóðunum. Stevenson óttaðist að bréfið væri of harð ort. En með tveim minniháttar breytingum, sem forsetinn gat fallizt á, fékk ég samþykki Stevensons. Bæði vegna hrað- ans og sálrænna áhrifa birti forsetinn bréfið opinberlega samtímis því, sem það var sént til Moskvu skömmu eftir klukkan 8 síðdegis. Samkvæmt sérstakri ósk forsetans var afrit af bréfinu afhent sovézka ambassadorn- um af Robert Kennedy og fylgdu því harðorð, munnlega flutt skilaboð. Komið væri að því að hafizt yrði handa. Bandaríkin gætu haldið áfram í átt til friðar og afvopnunar, eða, eins og dómsmálaráð- herrann lýsti því síðar, við gætum „hafið öflugar' og víð- tækar gagnráðstafanir nema því aðeins að forsetinn fengi tafarlaust tilkynningu um, að eldflaugarnar yrðu fjarlægð- ar.“ Skilaboðunum var komið áleiðis til Moskvu. Að minum dómi hefði for- setinn ekki þegar í stað grip- ið til loftárásar eða innrásar. En kröfurnar um slíkar að- gerðir urðu stöðugt háværari og ákveðnari næsta þriðjudag. Minnihluti hóps okkar studdi slíkar aðgerðir af alefli og nauðsyn þeirra jókst stöðugt eftir því sem ástandið versn- aði. Það var ekki unnt að loka augunum fyrir því, að flugvél okkar var skotin niður, né skipinu sem nálgaðist eða áframhaldandi vinnu við eld- flaugastöðvarnar og hinum so ózku S.A.M. eldflaugum. Við héldum áfram fimdum allan laugardaginn og loks, skömmu eftir klukkan 8 síð- 1 degis, frestaði forsetinn fund- inum fyrir klukkustundar kvöldverð, þegar hann tók eftir því að menn urðu stöð- ugt æstari í skapi. Álagið og þreytan, sagði hann. síðar í einkaviðræðum, hefði getað eyðilagt staðfestu ^iópsins á 24 eða 48 stundum til viðbót- ar. Meðan við sátum að kvöld- verði í borðsal starfsfólks Hvita hússins töluðum við varaforsetinn og Dillon um allt önnur málefni. Fundurinn klukkan 9 var styttri og ró- legri. Þegar honum var frest- að yfir nóttina vissum við, að fundur okkar klukkan 10 næsta morgun myndi ráða úr- slitum á annan hvorn veginn. Þegar ég vaknaði sunnú- dagsmorguninn 28. október opnaði ég fyrir fréttirnar á út- varpstækinu við rúm mitt. Á meðan 9 fréttirnar voru lesnar kom sérstök fréttasending irá Moskvu. Það var nýtt bréf frá Krustjov, hið fimmta frá þriðjudeginum, og var það birt opinberlega til að það bærist sem fyrst. Fallizt var á skilmála Kennedys. Eldflaug- arnar yrðu fjarlægðar. Eftirlit yrði leyft. Atökin voru um garð gengin. Ég gat varla trúað þessu og náði í Bundy í Hvíta húsinu. Þetta var satt. Hann hafði rétt í þessu talað við forsetann, sem tók fréttunum „af mikilli ánægju“ og bað um að fá að sjá skilaboðin á leið sinni til kirkju. Þetta var fagur sunnu- dagsmorgun í Washington á alla lund. Við söfnuðumst saman í fundarherbergi ríkisstjórarinn- innar með djúpri tilfinn- ingu léttis og gleði. Það var þrettándi dagur hins nána samstarfs okkar. Á sama hátt og eldflaugar eru miklu skjót- ari í förum en öll vopn á und- an þeim, þannig lauk þessu hættuástandi skjótar en öllum fyrirrennurum þess. John F. Kennedy kom inn og við risum allir úr sætum. Hann hafði eins og Harold Macmillan sagði síðar, unnið sér sess í sögunni þótt aðeins væri fyrir þetta verk. Hann hafði átt í persónulegri, sem þjóðlegri, baráttu um for- ystuna í heiminum og hann hafði sigrað. Hann hafði vakið að nýju traust þeirra þjóða, sem óttuðust að við myndum beita of miklu hervaldi, og þeirra, sem óttuðust að við myndum alls ekki beita því. Kúba hafði verið vettvangur mestu mistaka hans og nú mestu afreka hans. Ég minntist lofræðu Burkes um Charles James Fox, en úr henni hafði Kennedy valið þessa tilvitnun er hann tók við embætti: „Hann mun ef til vill lifa lengi, hann mun ef til vill vinna mikil afrek. En hámark er á öllu. Hann mun aldrei geta náð lengra en hann gerir þennan dag.“ JÓN Bjarnason, kenndur við Klúku í Hjaltastaðaþinghá var heimilismaður í Hnefilsdal, þegar ég kom í Jökuldal 1928. Jón var smiður og dvaldi þar sem hann smíðaði, en það var um Út-Hérað og uppí Jökuldal, sem kallað er. Jón var af þessu starfi einkar vel látinn og virðu legur maður. Dugnaður hans og samvizkusemi í störfum var al- þekkt. Allt sem Jón byrjaði á, var undireins búið, og allt sem var búið hjá Jóni var traust og haglega unnið að. Auk þess var Jón Ijúfmenni, trölltryggur vinum sínum, geðfelldur á þeirri göngu, snarmenni hið mesta og léttur í hreyfingum. Hann var þá, þetta ár, hátt á sextugsaldri, en flestir mundu hafa talið hann innan við miðjan aldur. Ég hafði kynnst honum lítið eitt áður og nú urðu kynni okkar ekki löng. Hann fluttist til Reykjavíkur árið eftir. Hann var fæddur á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 12. maí 1871 og var því orðinn fullra 94 ára er hann lézt þann 23. sept. s.l. Foreldrar hans voru Bjarni Árnason frá Húsey og víðar, Stefánssonar prests Schevings á Presthólum, Lárussonar og er sú ætt þjóðkunn. Móðir hans var Sæbjörg Jónsdóttir bónda á Arnhólsstöðum í Skriðdal, Finn- bogasonar s.st., Árnasonar, en móðir Sæbjargar var Kristín ís- leifsdóttir bónda á Geirólfsstöð- um, Finnbogasonar, systir Berg- þóru í Stóra Sandfelli, lang- ömmu minnar. Var Jón á Arn- hólsstöðum góður smiður, en Kristín annáluð dugnaðarkona. Kippti Jóni eflaust einna mest hér í kyn og lá þ4 eflaust ekki eftir hlutur hinnar harðgerðu Schevingættar í fari hans. Jón kvæntist ekki og átti ekki af- komendur því betur liðsinnti hann öðrum, sem hann hafði minna að gera fyrir sjálfan sig. - Jón sýndi snemma að honum var mikill hagleikur í blóð bor- inn. Hann hafði ekki tækifæri til lærdómsiðkana, en lærði allt af sjálfum sér og átti bækur um byggingalist og mikið safn al- mennra bóka, því hann var bók- hneigður í bezta lagi og las sér til menningar og var smekk- maður á lestrarefni. Eins og sagði þá var dugnaður Jóns aS smíðum með yfirburðum. Telur Björn Þorkelsson í Hnefilsdal, sem minntist Jóns á áttræðisaf- mæli, að hann hafi reist aðal- hús á 30 bæjum, fyrir utan alla aðra smíði smáa og stóra ua mikinn hluta Héraðs. Auk þess - hafi hann smiðað ferjur á Jök- ulsá á Brú, Selfljót og Lagar- fljót. Það sem sérstaklega virt- ist einkenna Jón, var að þess varð aldrei vart að hann væri að smíða fyrir kaup. Það kom á eftir og var sanngimismál, kannski ekki svo sjaldan eftir efnum og ástæðum. Um þetta i fari Jóns segir Björn í áður- nefndri afmælisgrein „Starfið, iðjan, hefur alla stund verið honum „allt og eitt“, Trú- mennskan, áhuginn, afköstin og svo síðast en ekki sízt, vinnu- gleðin, ánægjan — ekki al- heimta daglaun að kvölcli — gullið — lukku nautn vaxandi starfsmetnaðar og vinnusæld- ar.“ Um þetta mátti Björn bera allra manna bezt, en það lá líka utan á Jóni fyrir allra aug- um. Eins og sagði fór Jón til ' Reykjavíkur 1929 er hann vant- aði tvö ár á 60. aldur og kom ekki við smíðar á Austurlandi eftir það. Hins vegar tók hann til þessarar iðnar sinnar hér í Rvík og varð fljótt eftirsóttur í störfum. Kom nú í ljós, sem enn var merkilegt um Jón, að það var eins og hann gæti ekki elzt eða þyngst í störfum. Hann varð sjötugur en starfs- þrekið með öllu óbilað og hann varð áttræður og þá stóð hann við steypumótin að þjappa, jafnt vetur og sumar og allan níunda tuginn vann hann við húsagerð með alveg einstæðu þreki, án mikillar hvíldar og það var ekki nema tvö síðustu árin, sem hann varð að una því að Elli kerling færi með hann út í hornið. Slíkt starfsþrek er fáum gefið en það var líka í starfinu sem liffði, og hann fann alltaf nóg störf til að halda sér lifandi, nóga starfsnautn til að lifa vel og ánægður í þjón- ustu við sitt innsta eðli að duga meðan dagur er og sem flestum til góðs. Og þegar kom til Reykjavíkur tókust kynni með okkur Jóni og á þá lund, að hann leitaði eftir því hvort hann gæti ekki orðið mér að liði í ein- hverju. Ég lærði þá að þekkja þennan einstaka mann og bera virðingu fyrir góðleik hans, ár- vekni og fórnfýsi. Þeir, sem Jón starfaði fyrir, á meðan hann dvaldi eystra, hafa flestir farið allrar verald- ar veg á undan honum og eru ekki til staðar að votta honum þakklæti sitt og virðingu. Ég flyt því Jóni allsherjarþökk fyr ir hans langa dáðríka, fórnfúsa ævistarf. Slíkir menn eru perl- ur lífsins. Piltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa. HJARTARBÚÐ, Lækjargötu 2 sími 15329 eða 31013. Benedikt Gíslason frá Hofteigi Afgreiðslustúlka óskasf Upplýsingar ekki gefnar í síma. " j Borgarbúðin Urðarbraut, Kópavogi. íbúð til leigu Til leigu er 3 herb. íbúð á 4. hæð í Sólheimum 27. íbúðin verður til sýnis í dag og á morgun frá kL 18 til 21. — Upplýsingar í síma 34566.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.