Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 25
f Laugardagur 2. okt. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 25 Brezkur sjómaður var staddur í Aberdeen í SkotlandL Hann íékk að fara þar í land og skemmta sér. Hann þræddi alla helztu skemmtistaði og borðaði vel en drakk betur og að síð- iustu fannst honum hann vera búinn að skemmta sér nógu mik- ið. Hann náði sér því í leigubíl og ók í áttina til skipsins. Þegar hann var kominn langleiðina nið- ur að skipinu mundi hann eftir fþví að han var blankur. En hann dó ekki ráðalaus. Hann barði á bakið á leigubílstjóranum og bað hann að stöðva bílinn og stökk út. — Bíddu eitt andartak vinur, sagði hann við bílstjórann, ég þarf áð fara hér inn í tóbaks- verzlunina og kaupa mér eld- epýtur. Það er svo dimmt í bíln- um hjá þér að maður sér ekki neitt, en ég tapaði hérna ein- hvers staðar tveimur pundum og þarf að finna þau. Að svo mæltu gekk hann inn i tóbaksverziunina, og horfði ónægður á leigubílinn þeysa burt, eins og hann hafði reyndar búizt við. i / Presturinn horfði bæði hrygg- ■ur og gramur á unglingana streyma út af bítlaballinu og hneykslaðist stórum yfir klæða- I burði þeirra. — Lítið á þennan ungling, sagði hann svo við einn nærstaddan, mér þætti gaman að vita hvort þetta er piltur eða stúlka. — Þetta er piltur, var svarað, þetta er sonur minn. — Ó, afsakið, sagði presturinn þá, ég hefði ekki talað svona ef ég hefði vitað að þér væruð móð- ir hans. — Ég er það ekkþ ég er faðir hans. Það er fjarstæða að giftir menn séu langlífari en aðrir. Þeim finnst það bara. Verzlun- armaður, sem hafði skrifstofur sínar í skýjakljúf einum í New York beið óþolinmóður eftir að sveitamaðurinn kæmi upp til sín. Loks einni og hálfri klukku gtund á eftir áætlun kom sveita jnaðurinn loks, dauðuppgefinn. — Ég bið yður af afsaka, más aði hann, en það tekur sinn j tíma að ganga upp á 60. hæð. | — Ganga upp á 60. hæð, hróp ' aði verzlunarmaðurinn, hvers vegna tókuð þér ekki lyftuna. } — Ja, ég var að hugsa um það, var svarið en ég missti af henni bölvaðri Þegar karlmaður er í óhreinum fötum, illa burstuðum skóm og í götóttum buxum, ætti hann að gera eitt af tvennu: — Gifta sig eða sækja um skilnað. Heilræði til ungra pilta, sem hafa ánægju af að spóka sig á „rúntinum": Aktu, og stúlka mun aka með þér, gakktu og þú munt ganga einsamall. SARPIDONS SAGA STERKA K- Teiknari: ARTHÍJR ÖLAFSSON SAHPIDON FELLIR HJÖRVIÐ En sem dimma tók, mælti Hjörviður við menn sína: „Lát- um nú þriðjung aí liði voru fara yfir á skip þeirra. Skulu þeir höggva alla strengi þeirra og sigla öllum skipunum út á haf frá þeim, en vér skulum í hljóði draga inn akker vor og fylgjast á eftir“. ' Fóru menn eftir hans boði og inntóku skipin. Sarpidon vissi ekkert af þessu fyrirtæki, fyrr en þeir heyrðu kall af skipun- um og sagt, hvað um var að vera. Þá mælti jarlsson: „Við þessu megum við eigi gjöra að sinni, en dreki þeirra hinn stóri ligg- ur hér næst landi. Vér skulum hafa hljótt um oss og fara út að honum. Höfum með oss strengi sterka og langa, og festum þá með leynd í framstafninn og reynum að draga hann á grund, meðan flæði er sjávar". Þeir fóru nú út að drekanum og gátu fest kaðalinn um stafn- inn, hjuggu síðan akkerisstreng ina, en fóru í land með strengja endana. Síðan drógu þeir drek- ann þar til hann stóð grunnt og hallaðist. Þá komu upp köll mikil og óhljóð, og var hrópað á hin skipin að þau kæmu til hjálpar. Sneru þau þá aftur, sem til ferðar voru húin. Var nú flutt af drekanum allt, sem til þyngsla var, en því meira er á honum létti, þess lengra drógu menn jarlssonar hann að sér, svo þegar birta fór, siu menn að hann var kominn á þurrt land. Hafði þá Hjörviður flúið af drekanum og allir, sem á honum höfðu verið, á hin skip- in. Þeir undu þá upp segl og sigldu á haf út og höfðu með sér öll skip jarlssonar. JAMES BOND ~>f~ Eftir IAN FLEMING I húsi Le Chiffre á að fara að pína —■ Þetta er heimilislegt áhald, en það framkalla illþolanlegar kvalir. Bond til sagna. er nú samt unnt að nota það til þess að J Ú M B ö — —'K”- —K—• —-K— —-K— Teiknari: J. M O R A Við og við er hið óvænta bezt, svo að Júmbó bankaði skyndilega á dyr. Dyrnar opnuðust og fangavörður í nátt- fötum kom fram í gættina. Þegar hann sá Júmbó kom lymskubros fram á varir hans, og allt virtist andlit hans mjög óvin- veitt á að líta. — Ha, ha, rumdi hann. — Hér er víst einhver að villast. Komdu hingað, sonur sæll, þá getur þú fengið tilsögn í þvi hvernig maður hefur náðuga nótt. 1 grimmd sinni tók varðmaðurinn ekki eftir snúrunni, sem Júmbó hafði strengt við stigann. Hann missti fótfestuna og datt niður stigann með miklu braki, þar ttt hann stöðvaðist fyrir neðan stigann, þar sem hann var líklegur til að hvíla það sem eftir var nætur. i SANNAR FRÁSAGNIR X- --X- —K- Eftir VERUS í nokkur augnablik, bæði við rásmark og lendingu, er feyki- mikið álag á Iíkama geimfar- anna. Á þessum augnablikum vegur hver geimfari fimm- eða sexfalda þyngd sína. Þyngd hans getur farið yfir 1 tonn. Til þess að venjast þessu álagi eru geimfararnir settir í sívalning sem snýst á miklum hraða. Annað, sem geimfararnir þurfa mikla æfigu í er þyngdar leysið. Þegar geimfarið hefur komizt á sporbraut hefur hvorki það né farþegar þess neina þyngd. Geimfararnir eru þjálf- aðir á þann hátt, að þeir eru lokaðir inni í klefa í þotu, sem klifrar upp af miklum hraða, en þegar hún hefur náð hámarks- hæð snýr hún með ofsahraða til jarðar aftur og á meðan eru geimfararnir þyngdarlausir. í geimferðastöðinni í Houston I Texas er stærsti loftleysis- geymir heims. Myndin lengst í S6.6 m geymi og eru veggir um. Með mjög sterku ljós! til vinstri sýnir trjónu eldflaug- hennar fylltir með fljótandi mynda menn siðan hinn mikla ar af sömu gerð og sú, er fara köfnunarefni og myndar það hita„ þ.e. 125° C, sem er á hinni mun á sporbraut umhverfis kulda, sem er 171°C ,en það er sólbökuðu hlið tungisins. tunglið. Trjónan á myndinni er sá kuldi, sem rikir á tunglnótt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.