Morgunblaðið - 02.10.1965, Síða 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
224. tbl. — Laugardagur 2. október 1965
Lang stærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
Áfengi
hækkar
AFENGI hækkaði í verði í gær,
aðrar tegundir en konjak og
líkjör. Brennivínsflaskan hækk-
aði úr kr. 240 í kr. 270; Whisky
úr kr. 365 í kr. 400; Gin úr kr.
335 i kr. 370; Genever úr kr.
370 í kr. 405.
Borðvín hækka um kr. 15,00
heiiflaskan, en kr. 5,00 hálfflask
an. Vín eins og Sherry; Wermoth
Og Púrtvín hækka um kr. 15,00
ilaskan.
Tómos Tryggva-
son jorðfræð-
ingur lótinn
XÓMAS Tryggvason, jarðfræð-
ingur, lézt í gær, 58 ára að
aldri. Hann fæddist að Hall-
dórsstöðum í Bárðardal 26. apríl
1907, sonur hjónanna Tryggva
Valdimarssonar, bónda í Engi-
dal, og Maríu Tómasdóttur.
Tómas varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
árið 1933. Hann stunda'ði síðar
nám við Kaupmannahafnarhá-
skóla um skeið og lauk prófi í
jarðfræði og bergfræði fró há-
skólanum í Uppsölum.
Tómas réðst til i'ðnaðardeild-
ar Atvinnudeildar Háskólans ár-
ið 1946 og starfaði þar til dauða-
dags/ Hann va'nn mjög að vís-
indarannsóknum í fræðigrein
sinni og liggja eftir hann mörg
rit.
Kvæntur var Tómas Kerstin
Janckers og áttu þau fjögur börn.
Grcinilcga má sjá vikur — eða froðuröstina frá ylgjunni við Eldeyjarboða 32 milur frá landi. Ljósm. vig.
gos undan Reykjanesi?
Skiptar skoðanir fræðimanna
í GÆRMORGUN tilkynnti
flugstjóri einnar af vélum
Loftleiða, sem var að koma
vestan yfir haf, að vart hefði
orðið við ókennilegar sjáv-
arhræringar 32—34 mílur
vestur af Keykjanesi. Töldu
flugmenn hér um að ræða
eldsumbrot eða gosmyndanir
neðansjávar. 1 gær var þetta
Innbrolstllratut
TILRAUN til innbrots var gerð
í Sparisjóð Hafnarfjarðar i
fyrrinótt. Var hurð að sparisjóðn
um skemmd, en ekki tókst inn-
brolsmönnum að komast inn.
Þá var brotizt inn í verzlunina
'Sportval við Strandgötu í Hafn-
arfirði og var stolið þar tveim
byssum.
Innbrotsþjófarnar náðust í gær
morgun og játuðu þeir á sig
verknaðinn. Það voru tveir ungir
pilt.ar.
S/ðos/o s/rd/ð hirt
i
októberþurrki
EGILSSTÖÐUM, 1. okt.: — Ljóm
andi fallegt veður er hér í dag,
þessi indislega suð-vestan átt,
sem við þráum svo mjög hér á
Héraði en höfum að mestu fari'ð
á mis við í sumar, enda nota
bændur nú þennan góða þurrk
til að slá og hirða síðasta strá-
i'ð, því mjög votviðrasamt og
kalt hefur verið nú um tíma.
En í dag er hitinn um 14 stig.
í dag er verið að flytja hey,
sem kom í gaer til Reyðarfjarðar
með skipi. Verið er þessa dagana
áó skera korn á Héraði. Er það
þurrkað í þurrkunarvélum hér
á Egilsstöðum. Kornið er mis-
jafnt, sumt mjög gott, sumt
mjög slæmt.
Byggingar aukast ja/fnt og
þétt hér á Egilsstöðum. Um 20
íbúðarhús munu nú vera í bygg-
ingu, auk félagsheimilis, skatt-
stofu, flugvallarbyggingar, vöru
skemmu hjá Kaupfélaginu o.g
stórra olíutanka. Þá er verið að
reisa stóran barnaskóla á Hall-
ormssta'ð, sem á að vera fyrir
allt upp-Héraðið. — Margrét.
rannsakað nánar af jarðfræð-
ingum, jarðeðlisfræðingum
og fleirum, er kunna skil á
þessum málum, einkum eftir
náin kynni af Surtsey og
Syrtlingi. Blaðið hefir leitað
álits allra þessara aðila svo
og hefir það borið myndir
undir sjófróða menn og skip-
stjórnarmenn, sem kynnt
hafa sér hvaðeina í sambandi
við strauma, hrot og iildufall.
Smári Karlsson flugstjóri seg-
ir, að þeir hafi séð eitthvað á
sjónum, er mjög stakk í augu.
Virtist þeim fyrst sem uín væri
að ræða risastóran borarísjaka,
en við nánari athugun gat ekki
verið um hann að ræða á þess-
um slóðum. Kom öllum stjórn-
endum flugvélarinnar saman um
að þarria væri um að ræða elds-
umbrot,neðansjávar eða mjög
sterkt loft- eða gasuppstreymi.
Sjórinn ólgaði eins og væri í
grautarpotti og hvítlöðraði á
svæði sem virtist um 100 m. í
þvermál, litið eitt sporöskjulag-
að.
— Ég fullyrði að þarna var
um mikið umbrot að ræða í sjón
um, sagði Smári. — Við hljót-
um þá allir að vera spólvitlausir,
ef þetta er eðlilegt í ekki meiri
öldu og vindi en þarna var um
að ræða, sagði hann ennfremur.
Við sáum þetta fyrst úr 18000
fet hæð, en flugum síðan í hringi
yfir staðinn og lækkuðum okkur
Framhald á bls. 31.
55 skip
60.333
með
mál
ÁFRAMHALDANDI veiði var á
fimmtudag á Gerpisfiaki og í
Reyðarfjarðardýpi. Veður ér
sænlilegt á miðunum.
Samtals fengu 55 skip 60.333
mál og tunnur.
Dalatangi:
Æskan SI 1000 tn. Sigurvon
RE 2200, Björg NK 700, Fróða-
klettur GK 2400, Kópur KE 1200,
Guðjón Sigurðsson VE 900, Hrafn
Framh. á bls. 31
Búið að ákveða verð á
Suður- og Vesturlandssíld
Verðiir kr. 1,70 í salt, en
kr. 1,40 til bræðslu
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs-
ins hefur ákveðið eftirfarandi
lágmarksverð á fersksíld veiddri
við Suðurl og Vesturland, þ. e.
frá Hornafirði vestur um að Rit,
tímabilið 1. október 1965 til 28.
febrúar 1966, að undanteknu
verði á síld til vinnslu í verk-
smiðjur, er gildir tímabilið 1.
október til 31. desember 1966!
Síld til heilfrystingar, söltun-
ar, flökunar og í niðursuðuverk-
smiðju, pr. kr. kr. 1.70.
Verð þetta miðast við það
magn, er fer til vinnslu. Vinnslu-
magn telst innvegin síld,, að frá-
dregnu því magni, er vinnslu-
stöðvarnar skila í síldarverk-
smiðjur. Vinnslustöðvarnar skulu
skila úrgangssíld í síldarverk-
smiðjur seljendum að kostnaðar-
lausu, enda fái seljendur hið
auglýsta bræðslusíldarverð.
Þar sem ekki verður við komið
að halda afla bátanna aðskild-
um í síldarmóttöku, skal sýnis-
horn gildi sem grundvöllur fyrir
hlutfalli milli síldar til framan-
greindrar vinnslu og síldar til
bræðslu milli báta innbyrðis.
Síld ísvarin til útflutnings
í skip, pr. kg. kr. 1.55.
Verð þetta miðast við innvegið
magn, þ.e. síldina upp til hópa.
Sí!d til skepnufóðurs, pr. kr.
kr. 1.45.
Síld til vinnslu í verksmiðju,
pr. kg. kr. 1.40.
Verðin eru öll miðuð við, að
seljandi skili síldinni á f!utn-
ingatæki við hlið veiðiskips.
Seljandi skal skila síld til
bræðslu í verksmiðjuþró og
greiði kaupandi kr. 0.05 pr. kg. í
flutningsgjald frá skipshlið.
Síld afhent beint í flutninga-
skip frá veiðiskipi á Verðlags-
svæðinu, skal verðlögð síðar á
verðlagstímabilinu, komi til'
slíkra flutninga.
Lágmarksverð það, sem þá
kann að verða ákveðið frá því
að flutningar hefjast til loka
verðlagstímabilsins 31. desember
1965.
Reykjavík, 30. september 1965.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.