Morgunblaðið - 13.10.1965, Síða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. október 1965
Viðbrögð við kortafundinum:
Þaulhugsaður tilbúningur
fjandsaml. Spánverjum
— segir „ABC" blað konungssinna
á Spáni — Formaður ítalska sögur-
félagsins í New York vill efna
til alþjóðlegs fundar
Madrid, New York, Genua,
12. október. — (NTB) —
t LJÓST er, að ekki eru all-
ir jafn hrifnir af fundi Yale-
kortsins, sem fræðimenn Yale
háskóla og British Museum
telja sanna, að norrænir sæ-
farar hafi fundið Ameríku á
undan Kolumbusi.
^ Spánarblaðið „ABC“ skrif
ar í dag, að kortafundurinn
og rannsóknirnar þar að lút-
andi séu þaulhugsaður til-
búningur og fjandsamlegt
uppátæki, til þess gert að
kasta rýrð á hið sögufræga
Björn Iialldórsson *
Banaslysið á
Keilavikur-
f'ugvelli
Maðurinn, sem beið bana I
slysi á Keflavíkurflugvelli í
fyrradag og frá var skýrt í blað
inu í gær, heitir 3jörn Halldórs-
son, Granaskjóli 8 í Reykjavík.
Hann hafði lengi verið verk-
stjóri hjá Aðalverktökum.
Björn var fæddur 1911 og því
55 ára gamall, er hann lézt.
Hann lætur eftir sig konu,
Nönnu Sveinbjörnsdóttur og
uppkominn son.
hlutverk Spánar vegna upp-
götvunar Kristofers Kolum-
busar.
t í New York hefur formað-
ur ítalska sögufélagsins harm
að, að kortið skyldi birt fyrir
Kolumbusardaginn, sem er í
dag, 12. október, — og kveðst
hann ætla að reyna að fá kom
ið á alþjóðlegri ráðstefnu um
málið.
t Þá hefur Nicola Calvini,
prófessor við Kolumbusar-
stofnunina í Genúa lýst því
yfir að þótt norrænir víkingar
hafi komið til Ameríku ein-
hvern tíma á undan Kolum-
busi, skipti það engu máli —
fundur þeirra hafi ekki haft í
för með sér nein þjóðfélags-
eða viðskiptatengsl.
f dag er „Kolumbusardagur-
inn“ haldinn hátíðlegur í Banda-
ríkjunum og mörgum löndum
Mið- og Suður-Ameríku. Á eyj-
unni San Salvador á Bahama-
eyjum, þar sem Kolumbus gekk
á land fyrir 473 árum var lagð-
ur hornsteinn að nýrri „Ameríku
stofnun" — menningarmiðstöð og
safni — til minningar um Kol-
umbus.
Voru margir sendiherrar Am-
eríkuríkja viðstaddir þá athöfn.
Talsmenn bandarískra borgara
af ítölskum uppruna telja lítt að
marka kortafund og rannsóknir
fræðimanna Yale-háskólans og
British Museum. Meðal annars
hefur framkvæmdastjóri Kolum-
busarhátíðahaldanna í Chicago,
Victor Arrigo, lýst þvi yfir, að
goðsögnin um, að víkingar hafi
fundið Ame.riku skjóti alltaf upp
kollinum öðru hverju en breyti
engu um þá staðreynd, að það
hafi verið rómanskar þjóðir, sem
raunverulega uppgötvuðu „nýja
heiminn."
Formaður ítalska sögufélagsins
í New York, John La Corte, lýsti
því yfir í gærkveldi ,að hér væri
á ferðinni hið alvarlegasta mál —
fræðimennirnir, sem héldu fram
Vínlandskortinu gerðu sig seka
um að reyiia að knýja fram breyt
ingar á mannkynssögunni. Stað-
hæfði La Corte, að hægt væri að
afsanna kenningar þessar með
því að fá landabréf frá bókasafni
Vatíkansins og hjá sérfræðingum
um líf og störf Kolumbusar. —
Kvaðst hann mundu safna að sér
öllu fáanlegu efni varðandi mál
þetta og hvetja til þess að hald-
in yrði alþjóðleg ráðstefna um
það. Þá harmaði John La Corte,
að skýrt skyldi frá kortafundin-
um rétt fyrir „Kolumbusardag-
inn“, sem væri sérstakur hátiðis-
dagur ítalskættaðra Bandaríkja-
manna.
Sem fyrr segir, tekur dagbláð-
ið „ABC“, málgagn konungssinna
á Spáni, svo djúpt í árinni í dag,
að segja kortafundinn og rann-
sóknirnar uppspuna og fjandsam
legt tiltæki, er miði að því að
skerða hróður þann, er Spánverj-
ar hafi haft af ferðum Kolumbus
ar. Segir blaðið, að hefðu nor-
rænir víkingar fundið Ameríku
væri ekki í dag til neinn Yale-
háskóli og leggur á það áherzlu,
að það hafi verið Ferdinand
Spánarkonungur og ísabella
drottning hans, sem gjörðu Kol-
umbusi kleift að gera uppgötv-
anir sínar.
Þá hefur Eigil Knuth, greifi í
Danmörku, látið uppi skoðun
sína og telur Yale-kortið ekki
beinan árangur af landgöngu
víkinga í Norður-Ameriku. Ekki
kveðs thann draga í efa að kort-
ið sé ósvikið, en segir, að jafn-
vel þótt víkingar hafi siglt
til Norður-Ameríku sé eng-
in ástæða til að ætla, að þeir hafi
gert kort af svæðinu. Öllu lík-
legra sé, að það sé gert eftir á-
gizkunum og orðrómi, sem öld-
um saman hafi verið uppi manna
á milli um landið í vestrL
Farseðla-
gjaldið
SVO sem frá var skýrt í
Mbl. í gær hefur verið á-
kveðið að leggja nokkurt
gjald á farseðla til útlanda
til þess að efla ríkissjóði auk
ínna tekna. Farseðlar náms-
manna og sjúklinga verða
undamþegnir gjaldi þessu.
Frumvarp um farseðla-
gjaldið hefur enn ekki verið
lagt .fyrir Alþingi en skv.
upplýsingum, sem Mbl. hefur
aflað sér er fyrirhugað, að
það nemi kr. 1.500.00 á hvern
farseðil.
Leiðrétting við
f.étt um fjár-
lagafrumvarp
f FRÉTT Mbl. um fjárlagafrum-
varpið í gær misrituðust nokkr-
ar tölur og eru þær réttar svo:
Skattar og tollar nema samtals
3.279.300.000. Aðflutningsgjöld
nema 1.543.100.000. Söluskattur
er áætlaður 937.900.000. Tekju-
og eignaskattur er áætlaður
406.000.000 og gjald ati bifreiðum
og bifhjólum 124.000.000.
f frétt Mbl. í gær vantaði eitt
núll aftan á tölur ^essar.
í GÆR var V- og SV-átt hæg N-átt og slydda á Vest-
hér á landi og vel hlýtt. fjörðum og annesjum nyrðra
Skúrir voru vestan lands, en en hiti niður í 1 stig á lág-
bjart á Austur- og Suðaust- lendL
urlandi. Þó var um skeið
í
Tauno Hannikainen,
hljómsveitarstjóri
Erling Blöndal Bengtsson
Frægir tðnlistarmenn
á sinfóníutönleikum
sem verða i Háskólabíói annað kvöld
AÐRIR tónleiikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands verða haldnir í Há
skólabíói annaS kvöld kl. 21. Á
efnisskránni eru tvö verk eftir
finnska tónskáldið Jan Síbelíus,
Tapióla og Sinfónía nr. 1 í c-moll
op. 39, og eru þau flutt í tilefni
100 ára afmælis Sibelíusar, en
hann var fæddur 8. desember
1865. Auk þessa verður einnig
fluttur cellókonsert í c-dúr eftir
Haydn en einleikari í því verki
verður Erling Blöndal Bengtson.
Ko.nsert þessi fannst fyrir tilvilj-
un á bókasafni í Prag fyrir fáum
árum og er enginn vafi talinn á
því, að hann sé saminn af
Haydn. Blöndal Bengtson lék
konsertinn í apríl sl. í Kaup-
mannahöfn og flytur hann nú í
annað sinn hér ,en mun að hálf-
um mánuði liðnum leika hann í
Stokkhólmi. Hljómsveitarstjóri er
Finninn Tauno Hannikainen, sem
er víðfrægur túlkandi á vcrkum
Síbelíusar, en siðastliðin tíu ár
hefur hann verið aðalstjórnandi
sinfóníuhljómsveitar Helsinki-
borgar.
Hann lagði stund á celló,
píanó og orgel við konservatoríið
í Helsinki, en var síðan við fram
haldsnám í París, Berlín og Vín.
Af kennurum hans má nefna
sjálfan Pablo Casals, cellóleikar-
ann heimsfræga. Hann varð
stjórnandi við finnsku óperuna í
Helsinki 1922 og var þar í nokk-
ur ár en varð síðan um 12 ára
skeið hljómsveitarstjóri í Turku.
í tilefni af 300 ára minningu
fyrstu finnsku og sænsku land-
nemanna í NorðUr-Bandaríkjun-
um stjórnaði hann hátíðarkon-
sert í Delaware og litlu síðar
stjórnaði hann Boston- sinfóníu-
Stolið I
lifandi
laxi
Akureyri, 12. okt. — í gær
kærði Stefán Þórðarson í
Teigi { Hrafnagilshreppi til
lögreglunnar yfir því, að sér
hefðu horfið þrír lifandi
hængir, sem hann hafði
geymt í stíu í bæjarlæknum.
Fullyrðir Stefán að laxarn-
ir hljóti að hafa horfið af
mannavöldum, þar sem ræki
lega hafi verið um þá búið
og þeir því ekki getað slopp-
ið sjálfkrafa. Hængina ætlaði
Stefán að nota síðar til und-
aneldis. Þeir voru 5-7% pund
hver. — Sv. P.
hljómsveitinni. Síðan hefur hann
stjórnað fjölmörgun bandarísk-
um hljómsveitum. Þá hefur hann
einnig gert víðreist um Evrópu,
haldið konserta í Berlín, Varsjá,
London Vín og Belgrad ,svo eitt-
hvað sé nefnt. Hannikainen hef-
ur einnig komið fram sem celló-
leikari með ýmsum hljómsveit-
um bæði í Finnlandi og í Banda-
ríkjunum. Hann var 1950 kjörinn
heiðursdoktor í músik við Banda
ríska Konservatoriið og 1954
sæmdi forseti finnska lýðveldis-
ins hann prófessornafmbót. Það
sama ár varð hann stórriddari ís-
lenzku Fálkaorðunnar.
Vart þarf að kynna Erling
Blöndal Bengtson fyrir íslenzk-
um tónlistarunnendum, þar sem
hann hefur oft komið til Íslandí
og haldið tónleika hér í Reykja-
vík og víðar. Síðast kom hann
hingað til lands 1963 og lék þá
með Sinfóníuhljómsveitinni.
Hann er fæddur í Kaupmanna-
höfn 1932 sonur Valdimars Bengt
sonar fiðluleikara og konu hans,
Sigríðar, sem var íslenzk. Hann
stundaði fyrst nám hjá föður
sínum en síðan hjá Fritz Dietz-
mann og Gregor Piatigorsky.
Hann kom í fyrsta skipti fram
opinberlega á jólatónleikum
danska blaðsins Politiken, þá að-
eins fjögurra ára að aldri. Hann
hefur haldið sjálfstæða tónleika
víða um heim, bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum. Hann var á ár-
unum 1950-1953 tónlistarkennari
í Bandaríkjunum en varð síðan
prófessor við tónlistarháskólann
í Kaupmannahöfn.
Bóhhald Lan 'j-
smiðjnnna?
í endnrshoSon
Við endurskoðun ríkisendur-
skoðanda á bókhaldi Lands-
smiðjunnar kom það í ljós að
reikningar fyrirtækisins voru
ekki í fullkomnu lagi. Er ekki
til fullnustu vitað hvernig í
málinu liggur, þar sem endur-
skoðun á þókhaldi mun ekki
lokið. Engar ákvarðanir hafa
verið teknar um meðferð máls-
ins og verða ekki teknar fyrr en
að endurskoðun lokinni.
FYRSTA spilakvöld Sjálfstæð
isfélags Garða- og Bessastaóa-
hrepps verður að Garðaholti
fimmtudagskvöldið 14. okt. kl.
20.30. Spilað verður félagsvist
eins og undanfarna vetur. Fé-
lagar takið með ykkur gesti.