Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIB Fimmtudagur 21. o'któber 19t Yfir 120 ára gamalt verzhinarlús brann GAMALT hús er brunnið í Ólafsvík, verzlunarhúsið, þar sem Kaupfélagið á staðnum var nú síðast til húsa og hafði gert upp fyrir nokkr- um árum. Þetta gamla hús reisti Hans A. Clausen kaup- maður árið 1844 og var það þvi 121 árs gamalt. Skemn- an, sem hann lét reisa um leið og enn stendar óbreytt, varð aftur á móti ekki eld- inum að bráð, en hún er hið merkasta hús. Gamla verzl- unarhúsið í Ólafsvík kemur að sjálfsögðu allmjög við sögu í frásögn Oscars Clau- ens, rithöfundar, er hann ritt. ar Sögur af Snæfellsnesi. Og eru þær upplýsingar, sem hér fara á eftir, teknar úr bók hans og fengnar hjá hon- um. Hans A. Clausen rak verzl- unina í Ólafsvík í fjöldamörg ár, tók við henni tvítugur að aldri árið 1830, er faðir hans lézt. Árið 1843 brunnu gömlu verzlunarhúsin um nótt og bar eldinn svo brátt að, að sýslumaður sem svaf uppi í húsinu slapp naumlega með því að fleygja, sér út um glugga með 2ja ára barn í fanginu. Árið eftir voru svo byggð verzlunarhúsin, sem staðið hafa fram að þessu. Árið 1890 seldi Hans A. Clausen verzlun sína í Ólafs- vík, eftir samfelld 20 harð- æris og fiskleysisár. Þá keypti Sigurður E. Sæmund- sen Ólafsvíkurverziun og átti hana í nokkur ár, en verzl- unarstjóri hjá honum var Einar Markússon. Eftir það gekk verzlunin kaupum og sölum. Um skeið var þar Is- lands Handels og Fiskerí Kompangni og seinna Millj- ónafélagið, sem fór á haus- inn árið 1914. Frá 1914— 1930 verzluðu þar Proppe bræður og síðan Finnbogi Lárusson frá Búðum. Þá var Kaupfélagið Dagsbrún, þar Gamla verzlunarhúsið í Ólafsvík. I>ar var Kaupfélag Snæfellinga til húsa. Gamla voruskemman og ssér á endann á Kaupfélags- húsinu sem brann. til á sl. vetri að það samein- aðist Kaupfélaginu á Hellis- sandi og heitir Kaupfélag Snæfellinga. Nú er þetta gamla hús, brunnið til grunna. Gamla skemman, sem Hans A. Clausen lét byggja um leið, stendur þarna rétt hjá og slapp hún úr þessum eldi óskemmd. Hún er að því leyti merkilegri bygging að hún er eins og hún var upp- lega, en innréttingu í verzl- unarhúsinu hafði verið breytt. Hörður Ágústsson, listmálari, sem hefur undan- farin ár unnið að því að skoða og gera teikningar af gömlum húsum, hefur í grein í Birtingi lagt til að þessi gamla vöruskemma verði varðveitt, því húsið sé ágætt og einstakt sýnishorn sér- stakrar tegundar húsagerðar. Hann segir um skemmuna, sem Hans kaupmaður Clau- sen reisti árið 1844. „Hún er vottur þess þjóðfélags- ástands, sem fylgdi í kjölfar verzlunarfrelsis upp úr ár- unum 1786 og fram á miðja 19. öld. Auk þess sem sú tré- byggingartækni, sem þar birt ist, er alveg að hverfa og fá hús, ef nokkur, munu vera af þessari gerð á íslandi. í húsinu er meðal annars að finna trissu úr tré, sem ég hefi hvergi séð annars staðar og hygg, að einstök sé i sinni röð og merkilegar upp- lýsingar gefur um verklag og tækni þeirrar tíðar. Sama er að segja um kornblöndung nokkurn út timbri, sem fannst uppi á hanabjálka- lofti þar, siíkt tæki efast ég um, að til sé þeirrar tegund- ar á öllu íslandi, og þótt víðar væri leitað“. Sú skemma hefði getað far ið í brunanum í fyrradag, en sem betur fer varð það ekki. Vestfjaröafjöll á iði fsafirði, 20. okt. 1 DAG hefir verið hér rigningar- suddi, og óvenjumikil úrkoma hefir verið hér á norðanverðum Vestfjörðum að undanförnu. Fjöllin eru öll á iði og hafa víða fallið aurskriður e.g grjót hrunið. I nótt varð mörgum ekki svefnsámt í ibúðarhverfunum undir Eyrarfjalli, því margar aurskriður féllu og hávaði var sem fallbyssudrunur, er stór- grýti hrundi niður fjallshlíðina. Kona ein flúði að heiman með ungum börnúm sínum af þessum sökum. Fróðir menn telja, að bjargið, sem féll úr svonefndum Gleiðarhjalla rétt fyrir ofan bæ- inn, í fyrradag sé ekki minna en 60 lestir að þyngd, en eins og sagt var frá í blaðinu á þriðju- dag munaði minnstu að það lenti á húsum neðarlega í hiíðinni. Aurskriður hafa fallið á Bol- ungarvíkurveginn og mikið grjót hrunið þar og lokaðist vegurinn í gær, en hefir nú verið opnaður aftur. Aurskriður hafa einnig fallið á Súðavíkurveginn og einn- ig hrunið þar mikið grjót, en Afmælislióf vegurinn helzt þó fær. Mjög viða hefir runnið úr vegum I þessum vatnsaga. — H.T. Verður verkiull hjú sér- leyfisbifreiðum Kefluvíhur? Keflavík, 20. október. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samningar milli bifreiðastjóra SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík- ur verður fimmtíu ára næst- komandi laugardag. Af því til- efni efnir félagið til afmælis- hófs að Hótel Sögu n.k. föstu- dagskvöld. Verður þar margt til skemmtunar, og líklegt að gamlir félagar og sjómenn sem eiga þess kost, fjölmenni á hóf- ið. Gamall tog- araskipstf. ■ hefmsókn TOGARINN Narfi kom til Reykjavíkur úr veiðiferð í fyrrinótt. Með togaranum var gamall, íslenzkur skipstjóri frá Grimsby, Helgi Johnson. Helgi hefur verið búsettur í Englandi allt frá árinu 1912 og starfað á togurum. Hann gerðist skipstjóri eftir fyrri heimsstyrjöldina, en hætti sjó- mennsku 1952. Hann var alla tíð með aflMiæstu skipstjór- um í Grimsby. Þegar Narfi kom til Grims- by 27. ágúst sl. varö það að ráði með Helga og vinum hans, Lofti Júlíussyni, skip- stjóra á Narfa, og Ólafi Björnssyni, loftskeytamanni, að Helgi færi í eina veiðiferð með skipinu. Hafa þeir verið að veiðum við Grænland, Labrador og á Nýfundnalandsmiðum. Nú hef ur Helgi ákveðið, að dveljast í Reykjavík um tima og heilsa upp á ættingja og vini. Helgi Johnson. Helgi Johnson er brezkur ríkisborgari, en fæddur að Skeggjastöðum í Flóa, sonur Jóns Guðmundssonar og Guð- rúnar Bjarnhéðinsdóttur, en hann var alinn upp hjá móð- urbróður sínum, Einari Bjarn- héðinssyni i Langholti. Bróðir hans var hinn kunni jám- smiður í Reykjavík, Bjarn- héðinn Jónsson. félagsins Fylkis, sem bifreiða- stjórar , Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur eru félagar í og hinsvegar Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, sem annast ferðir frá Suður- nesjum til Reykjavíkur auk strætisvagnaferða um flugvöll- inn og nágrenni. Samningar hafa ekki tekizt milli aðila og er því boðað verkfall á morg- un, 22. okt. Bfreiðastjórafélagið . Frami í Reykjavík, sem allir aðrir sér- leyfisbifreiðastjórar eru með- limir í, hefur nú þegar samið og leggjast því ferðir Steindórs- bíla ekki niður þótt til verk- falls komi, en samkomulagi því, sem Frami samþykkti, höfnuðu félagar Fylkis. Sáttasemjari mun halda fund með aðilum í kvöld og ef ekki næst sam- komulag þar stöðvast allur akstur Sérleyfisbifreiða Kefla- víkur á föstudagskvöld, einnig strætisvagnaþjónusta við starfs- menn flugvallarins, en Steindórs bílar munu halda áfram ferðum til Reykjavikur svo sem verið hefur á sama tíma og áður hefir verið hjá þeim bílum, eða á 4 tíma fresti. — Helgi S. Lilongwe Malawi — AP HASTINGs Banda, forsætisráð- herra Malawi, hefur tilkynnt flokksmönnum sínum, að hann muni á næstunni herða mjög á flokksaganum. Meðal annars, sem hann hyggst taka hart á, er drykkjusvall og misbeiting valds — einkum er í hlut' eiga ráðherr- ar og aðrir framámenn flokksins. Fjöldi bóka og tímarita á upphoði í dag SIGURÐUR Benediktsson efn- ir til bókauppboðs kl. 5 síðdegia í dag í Þjóðleikhúskjallaranura og eru bækurnar til sýnis milli kl. 9 og 4 í dag. Méðal þess sem boðið verður upp er eftirfarandi: Búa-Lög (Hrappséy 1785), Láki (Rv. 1919), Oddur Gíslason: Leiðir og lendingar I-II. (Rv. 1890), Reykjavíkurpósturinn (Rv. 1847 —49, yerkið allt), Magnús H. Magnússon: Munaðarleysinginn (ísafj. 1896), Þorvaldur Thorodd sen: Ferðabók, 1. — 4. (Köfn 1913 — ’15), Líkpredikun yfir Gísla Magnússyni, biskup (Hól- ar 1779, ekki heil), G.A. Kyn: Nödværge imod den i Island . . , (Khöfn 1797), sunnanfari, I. —. XIII. árg., Huld I. — VI, frum- útg’áfa, Sigurður Pétursson: Ljóðmæli og Leikrit (Rv. 1844 — ’46), Jón Ingvarsson: Ljóð- mæli (Rv. 1892), Dvöl, 1933 —. 1946, alls 7 bindi, Skírnir, 1855 — 1958, alls 39 bindi, Eimrei'ðin, verkið allt, 31 bindi, Tómas Sæ- mundsson: Island fra den inteli- ectuelle Side . . . (Khöfn 1832). Á uppboðsskránni eru alls 167 titlar. Hlín Johnson látin SÍÐASTLIÐINN föstudag and- aðist frú Hlín Johnson. Um hana ritar Sigurður Nordal í formála að kvæðasafni Einars Bcnedikts sonar, sem út var gefið á aldar- afmæli skáldsins, á þessa leið: „Frá 1928—1930 var Einar (Benediktsson) áfram í Reykja vik og bjó við heldur órífleg kjör, en nú var komin til sögu sú kona, sem átti eftir að verða stoð hans og stvtta til æviloka, frú Hlín Johnson. Faðir hennar var Jón Eldon, sem Einar hefir ort Eldonsminni um, en faðir Jóns, snillingurinn Erlendur Gott skálksson í Garði í Kelduhverfi. Hlín á því ekki langt að sækja smekk og ást á skáldskap. Hún hafði um fermingaraldur heyrt og séð Einar Benediktsson fyrir norðan og (líklega 1888 eða 89) hann jafnan síðan verið henni hugfólgnari en aðrir menn og skáldskapur hans að sama skapi. En þau hittust ekki að máli fyrr en því nær 40 árum síðar. Þá hafði Hlín átt mikil örlög, verið gift og eignazt 8 börn, misst mann sinn, dvalist nokkur ár í Kanada, tekið sér ferð á hendur til Argentínu og unnið fyrir sér og börnum sínum af óbilandi kjarki og dugnaði. En upp úr 1930 voru þau uppkomin og frá þeim tíma helgaði hún Einari líf sitt og starf“. — Batnandi Framhald af bls. 1. málaleitan, sem ég beini til yðar nú á elleftu stundu. Þá var frá því skýrt í dag, að Sithole, leiðtogi . blökku- manna í Rhódesiu hefði farið þess á leit við ríkissaksóknar- ann þar að hefja málssókn gegn Smith forsætisráðherra og ráðherrum hans fyrir landráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.