Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 21. október 1965 MORGUNBLAÐÍÐ Landbúnaðarmál og afstaða sveitafdlks og kaupstaðafólks arnir unað við það að þessu sinni hva'ð gerðist í verðlagsmál- unum. En þetta er bráðabirgða- ástand. Það verður að reyna að endurvekja aftur samstarf full- trúa framleiðenda og neyt.enda. Þa'ð verður verkefni þessa þings, að endurskoða löggjöfina um af- urðasöluna á þeim grundvelii, að framleiðendur og neytsndur geti við það una'ð. Ég iegg ákaflega mikið upp úr því, og veit að það er viiji Sjálfstæðis- manna, að þetta samstarf geci tekizt aftur. TJr ræðu Ingólfs Jónssonar Land- búnaðarráðherra á Hvatarfundi Þ.riöjudagskvöldið 12. okt. sl. hélt sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt fund í Sjálfstæðishús- inu. Ræðumaður fundarins var Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra og ræddi hann um landbúnaðarmál og afstöðu sveitafólks og kaup- staðafólks til þeirra. Fer hér á eftir stuttur úrdráttur úr ræðu ráðherrans: ' Stundum er talað um land- búnaðarmál af litlum skilningi og lítilli þekkingu. En þaö er einkenni Sjáfstæðisfólks, að það vill kynna sér málefnin frá sem flestum hliðum. Sjálfstæðisfólk, sem býr í kaupstöðum vi’ll kynna sér starfsemi fólks í sveitum og Sjálfstæðisfólk í sveitum vill setja sig inn í aðstöðu fólksins sem í kaupstöðunum býr. Á þennan hát.t fá Sjálfstæ'ðismenn, konur og karlar, nauðsynlega yfirsýn yfir málin. Það er ekki hægt að dæma um þjóðmálin, landbúnaðarmál, sjávarútvegs- mál, iðnað, verzlun e'ða annað, nema setja sig inn í aðstöðuna og kjörin sem við er að búa hverju sinni. Vandamál landbúnaðarins svo sem níðurgreiðslur eru ekki eins dæmi. í mörgum löndum greið- ir ríkið með landlbúnaðinum miklar fjárhæðir. Ef út í það væri farið a'ð gera samanburð á því hvað t.d. Bandaríkin greiða með landbúnaðinum og við íslend ingar, þá hygg ég, að það væri tiltölulega meira, sem Banda- ríkin láta af hendi, enda kaupir ríki'ð þar oft á tíðum hluta upp- skerunar af bændum til þess að tryggja það, að þeir fái fullt verð, enda þótt framleiðslan sé. óseljanleg og látin stundum sem igjafir til vannærðra þjóða. í Vestur-Þýzkalandi er sama máli áð gegna, það er að vísu ríkt land, en það gefur mikið með landbúnaðinum og» sennilega mest allra Evrópuþjóða a.m.k. Ef við athugum Norðurlöndin má segja að Noregur gangi langt með alls konar niðurgreiðslur og uppbætur. Bretar framleiða nálega helm- inginn af þeim landbúnaðarvör- um, sem þeir nota. Hitt þurfa þeir að flytja inn. En Bretar hafa löngum veri'ð verzlunar- menn, að eðlisfari og þess vegna er það, að þeir greiða niður inn- lendu framleiðsluna úr ríkis- sjóði til þess að halda niðri verð- inu á þeim vörum, sem þeir flytja til landsins. Þeir benda á það, að innflutningsver'ðið megi þó ekki vera hærra heldur en það sem innanlandsverðið er. Þannig halda þeir niðri verði á kjötinu, sem þeir kaupa frá Ástralíu, Argentínu og í lit’lum mæli frá íslandi. Bráðabirgðaástand í verðlags- málum. Ég er í engum vafa um það, að enda þótt ýmsir telji land- búnaðinn vera mikið vandamál á íslandi og að bændur fái jafn- vel of mikið fyrir afur’ðir sínar, þá er enginn sem að heldur því fram að landbúnaður á íslandi sé ekki nauðsynlegur fyrir þjóð- ina. Um það held ég áð allir séu sammála. En um leið verða menn að gera sér grein fyrir því, að landbúnaður verð- ur ekki rekinn nema bænd- urnir geti lifáð við svipuð kjör Ingólfur Jónsson. og aðrir landsmenn, og það er þetta sjónarmið sem gilt hefur á updanförnum árum, allt frá árinu 1943, þegar lög um sex- manna-nefnd voru sett. Þá skyldi við það miðað,-áð bændur fengju ekki lakari kjör heldur en iðn- aðarmenn, verkamenn og sjó- menn. Þessi lög hafa verið í gildi sfðan, þangað til í haust að fulltrúi Alþýðusambandsins neit- aði að taka þátt í nefndinni. Sex manna nefndin hefur oft- ast orðið sammála um afurða- verðið og dreifingarkostnað, en þegar það hefur ekki verið þá ■hefur málinu verið vísað til yfir- nefndar, þar sem hagstofustjóri er oddamaður og hefur skorið úr. Haustfð 1964 var sex-manna- nefndin sammála um það verð sem greiða skyldi bændum. Hún var einnig sammála um það verð sem skyldi gilda í smásölu og heildsölu, og hver dreifingar kostnaður hennar skyldi vera. Þa'ð verð sem var ákveðið 1964 var gert með góðu samkomulagi við neytendafulltrúana og við bændafulltrúana. Ég tel að sam- ið hafi verið af sanngirni á bá’ða bóga. Um var að ræða frjálst samkomulag fulltrúa neytenda og atvinnurekenda, sem einginn var neyddur til. Hinsvegar var ekki hægt að vinna á sama grund velli á þessu hausti, þar sem fu'lltrúi Álþýðusambandsins var dreginn út úr nefndinni áður en á reyndi hvort samkomulag gæti tekizt. Þáð var gert á algjörlega skökkum forsendum. Talað yar um að dreifingarkostnaðurinn væri óhóflega hár. Á það vil ég ekki leggja dóm, en ef svo er, þá er sá drelfingarkostnaður, sem hefur gilt og gildir nú, á ábyrgð ful-ltrúa Alþýðusambandsins, ekki sfður en fulltrúa bænda. Ég tel, að það hafi verið ann- arleg sjónarmið, sem þarna réðu, það átti að skapa öngþveiti og glundröða með því að sprengja löggjöfina. Ég held, að það hafi verið búizt við því, að ríkis- stjórnin gripi ekki í taumana á þann hátt sem gert var og leysti málið á þann veg, sem raun ber vitni. Ég man það, áð í þremur tölu- blöðum Tímans, um það leyti sem verðið var að koma, var ráðist nokkuð harkalega á mig fyrir bráðabirgðalögin og fyrir það, að ég vildi níðast á bænd- um. Nú síðustu vikurnar heEur ekki sézt stafur um brá’ðabirgða- lögin og er það vegna þess, að bændur gáfu tóninn og álitu, að ekki hafi verið annað ráð fyrir hendi, heldur en að gera það sem gert var og Tíminn hafi þannig talið vafasamt, til ávinnings að halda áfram þeim áróðri sem byrjað var á. Þjóðviljinn ætlaði að leika sama leikinn og æsa neytendur upp, vegna þess að verðlagið væri of hátt. Aþýðubandalags- menn töldu, að þeir gætu skapáð sér betri vígstöðu með því að vera ekki í nefndinni og skipt.a sér ekkert af því verði, sem ákveðið var í haust og ætluðu síðan að vega að stjórninni með því að telja neytendum trú um, áð verðið væri Öhóflega hátt. Þetta skyldi vera aðalárásarefn- ið á stjórnarflokkana í sambandi við neytendurna í kaupstöðun- um. En Þjóðviljinn er einnig hættur þessum skrifum. Og það er vegna þess, að almenningur hefur gefi’ð tóninn og Alþýðu- bandalagsmenn vita, að þeir geta ekki skotizt undan ábyrgðinni með svo einföldum hætti, sem þeir ætluðu ' sér. Almenningor veit, að þáð var samkomulag haustið 1964. Almenningur veit það einnig, að Alþýðusam- 'bandið ber ábýrgð á því verði, sem þá var ákveðið og almenn- ingur veit það einnig að þáð verð, sem sett var á vöruna í haust er algjörega í samræmi við það verð, sem ákveði’ð var haust ið 1964. Verðgrundvellinum er í engu breytt. Hlutur bænda er á engan hátt bættur frá því haustið 1964. Reikningsdæmið er reiknað með sama hætti og sex manna-nefndin gerði haustið 1964. Það er þess vegna að Alþýðu- bandalagsmenn sjá sér ekki lengur ávinning í þvi, að ráðast á stjórnarflokkana fyrir hátt ver'ðlag á búvörum. Ég held, að úr því að svo er komið, þá geti stjórnarflokk- Niðurgreiðslur og útflutnings- uppbætur. Niðurgreiðslukerfið hefur ver- ið notað víðar en hér á landi. Það er Þjóðfélagsvandamál, not- að til að halda niðri dýrtið í landinu. Miðað við verðlag er- lendis þykir verðlag á íslsijzk- um landbúnaðarafurðum nokk- uð hátt. En í Bandaríkjunum kostar mjólkurlítirinn 13.00 kr. og kjötkílóið 80 til 100 krónur, en það er nokkru hærra en hér. í Evrópu er verðið nokkru lægra, og þá sérstaklega á Norð urlöndum, en búvöruverðið nálg ast víða að vera ekki langt frá því sem hér er. Óhætt er að af- skrifa niðurgreiðslur sem fram- lag til bænda. Útflutningsuppbætur eru það fremur. Á verðlagsárinu, sem lauk 1. sept. s.l. voru greiddar útflutningsuppbætur 184 millj. kr., en út voru fluttar vörur Framhald á bls. 23 NÁTTÚRUBÚKASAFN Höfum fengið aftur hinar vinsælu bækur í Náttúru- bókasafni LIFE. Bækurnar eru nú allg 15 og skiptast í eftirtalin efni: □ THE SEA □ THE FISHES □ THE DESERT □ THE REPTILES □ THE MOUNTAINS □ THE BIRDS □ THE POLES □ THE MAMMALS □ THE EARTH □ THE PLANTS □ THE UNIVERSE □ EVOLUTION □ THE INSECTS □ ECOLÓGY □ EURA SIA Verð kr. 268.75 Auk þess höfum við til sölu þær bækur í bókaflokknum „Lönd og þjóðir** sem ekki verða gefnar út á íslenzku eða eru uppseldar. □ SCANDINAVIA □ GREECE □ WEST INDIES □ GERMANY n SOUTH EAST ASIA □ BRITAIN □ FRANCE VERÐ KR. 268,75 PÓSTSENDUM UM ALLT LAND. BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSON Austurstræti 18 — Sími 13135.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.