Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 21. október 196-5 Sinfóníutónleikar TVEIR góðir gestir komu fram á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í samkomuhúsi Háskólans sL fimmtudag: finnski hljómsveitarstjórinn Tauno Hannikainen og danski oellósnillingurinn Erling Blön- dal Bengtsson. Hinn síðamefnda er óþarfi að kynna íslendingum, svo mikils er hann metinn hér, bæði fyrir list sína og tryggð við þetta annað -ættiand sitt. Tauno Hannikainen er af einni merkustu tónlistaraett Finn- lands. Faðir hans og þrír bræð- ur hafa allir verið kunnir tón- listarmenn, og sjálfur hefir hann komið fram víðar en flest- ir norrænir hljómsveitarstjórar. Hann var upphaflega cellóleik- ari og stofnaði ásamt bræðrum sínum tveim, fiðluleikara og píanóleikara, þríleiksflokk, Trio Hannikaninen, sem um eitt skeið lét allmikið að sér kveða. Á stjórnandapallinum hefir hann staðið hálfan fimmta ára- tug og á þeim tíma stjórnað mörgum frægustu hljómsveitum heims, austan hafs og vestan. Báðir gestirnir lögðu á borð með sér hluti, sem íslenzkum hlustendum er verulegt nýnæmi á: Hannikainen tvö tónverk eftir landa sinn Jean Sibelius, sem á aldarafmæli á þessu ári, Bengtson hinn nýfundna celló- konsert Haydns, sem nú er í óða önn verið að „frumflytja“ þótt hann sé talinn vera rétt um 200 ára gamall. Cellókonsertinn, sem fannst í rusli í Prag fyrir um fjórum árum, er elskuleg tónsmíð og sver sig um flest mjög í ætt höfundar síns. Ef til vill er hann ekki eins stór í sniðum og konsertinn í D-dúr, gem al- kunnur er, endá líklega um tuttugu árum eldri. En saman- burður á þeim er þarflaus, báðir standa fyrir sínu, og ekki að undra, þótt cellóleikaráí taki fagnandi þessari óvæntu viðbót við hina mjög takmörkuðu verk efnaskrá sína. Cellókonsertar, sem að jafnaði heyrast á tón- leikum, eru ekki fleiri en svo, að telja má þá á fingrum sér. Það þarf naumast að taka fram, að meðferð Erlings Blöndals Bengtsonar þessu gamla og nýja meistaraverki var með af- burðum stílhrein og markviss, fáguð ög hljómfögur. Annað verkið eftir Sibelius, „Tapiola", mun hafa heyrzt hér áður, en hitt, hin fyrsta af sjö sinfóníum hans hefir aldrei verið flutt hér fyrr. Þessi verk bera bæði svip höfundar síns þann alvöruþrungna og heldur þunglamalega svip, sem orðin er tízka víða um lönd að kalla „norrænan", þótt draga megi í efa, að réttnefni sé. Um annað eru verkin ólík, enda meira en aldarfjórðungur á milli þeirra, og er sinfónían eldri. Hún er auðug af hugmyndum, en þótt skyldleiki sé með mörgum þeirra, verður samhengið ekki alltaf ljóst né knýjandi, og veik- ir þetta formið í heild. Einkum er síðasti þátturinn laus í bönd- um. Þó mundi verkið vera talið merkileg fyrsta sinfónía hvaða böfundar sem væri, og á þeim tíma þegar það varð til, var það stórvirki í norrænni tón- smíði. Var sannadega orðið tímabært, að það heyrðist hér. — Tónaljóðið „Tapiola" er á NÝTT félagsheimili verður vígt í Njarðvíkum n.k. laugar- dag, er byggingu þess er nú lokiff, en hún hefur staðið í nokkur ár. Eigendur eru Kven- félagið Njarðvík, Ungmennafé- lag Njarðvíkur, Skátafélagið Víkverjar og Njarðvíkurhrepp- ur. Margvísleg hátíðahöld verða í tilefni vígslunnar og standa þau í vikutíma. N.k. laugardag verð ur vígsluhátíð, sem öllum Njarðvíkingum er boðið tiL hinn bóginn afar þéttofin tón- smíð og byggt allt á einni lítilli hugmynd, sem reynist þó stærri, þegar á verkið líður, en nokkurn mundi gruna í upp- hafi. Meðan samanburði á þess- um tveim verkum má verða margs vísari um höfundarferil Sibeliusar. Bæði verkin munu hafa fengið ágæta meðferð eftir því sem um er að gera í höndum okkar fámennu hljómsveitar. En strengjafæðin var hér mjög til baga og olli því m. a. að hljóm- blær verkanna sýndist enn drungalegri en hann ætti að vera. Ekki er að efa, að með- ferð þeirra að öðru leyti hefir verið eins „rétt“ og nákvæm og orðið gat í höndum hins í næstu viku verða skemmt- anir á hverjum degi í félags- heimilinu, m.a. kvikmyndasýn- ingar, dansskemmtanir, og sýnd verða leikrit bæði frá Þjóðleik- húsinu og Leikfélagi Reykjavík- ur. í sambandi við opnun félags- heimilisins verða haldnar þar tvær málverkasýningar. Fyrri hluta vikunnar sýnir Magnús Á. Árnason, en Hafsteinn Aust- mann síðari hlutann. reynda hljómsveitarstjóra, sem var náinn og handgenginn vinur tónskáldsins. Jón Þórarinsson. Greiddi í skuitn 106 þós. 1964 Morgunblaðinu barst í gær eft- irfarandi bréí með ósk um bii't- ingu þess: Herra ritstjóri! Að gefnu tilefni leyfi ég mér að óska eftir að þér birtið í blaði yðar meðfylgjandi bréf frá Gjaldheimtunni í Reykja- vík. Virðingarfyllst Jón Kjartansson Herra forstjóri Jón Kjartansson, Háteigsvegi 44, Reykjavík. Það vottast hér með, sam- kvæmt beiðni yðar, að þér vor- uð skuldlaus við Gjaldheimtuna 31. des. 1963. A árinu 1964 var yður gert að greiða opinber gjöld sam- kvæmt álagningarseðlum alls kr. 120.253. —, þar af tekjuút- svar til borgarsjóðs Réykjavíkur kr. 64.200.—. Af heildarálagn- ingu var greitt pr. 31/12. 1964 kr. 108.690.—, eftirstöðvar kr. 13.563.— greiddar að fullu þ. 12. maí 1935. Guffmundur Vignir Jósefsson Nýtt félagsheimili vígt í Njorðvíkum ú laugardag Reykvíkingar hafa greinilega tekið miklu ástfóstri við Mjólkursamsöluna, því annað hvert bréf, sem hingað berst, fjallar um hyrnur og mjólk. Hér gef ég einum „íslendingi" orðið — og það mætti segja mér að hann bæði fyrir forstjórum Mjólkursamsölunnar á hverju kvöldi: 'jér Sálrænt óbragð „Kæri Velvakandi, Á nútíma mælikvarða mun ég vera talinn frekar ungur, er þrítugur. Ég hefi látið þjóðmál lítið til mín taka, en alltaf hefi ég fylgzt með þáttum þínum í Morgunblaðinu og sé, að þú heldur ávalt vöku þinni og gæt- ir í mörgu hagsmuna okkar hina óbreyttu borgara. Ég get nú reyndar viðurkennt, að ár- angur baráttu þinnar er ekki alltaf mikill, t. d. þegar þú berst fyrir því, að við fáum ætar kartöflur. Að minnsta kosti hefi ég aldrei fengið þær eins vondar og nú í haust, en það gæti nú kannski verið vegna þess, að þær eru ekki lengur greiddar niður af ríkinu og að óbragðið mimi vera sál- rænt, þar sem ég þarf sjálfur að borga mínar kartöflur, en nýt ekki lengur þeirrar ljúfu kenndar, að ég sé að éta hluta af mínum eigin sköttum. En þetta mun vera vanþakklæti enda einkasala á kartöflum og hún vinnur fyrir þegnana alla — eins og flokkurinn okkar — Sj álf stæðisf lokkurinn. ^ Ágæt kona En þetta var ekki erindið. því þetta er svo einfalt með kartöflurnar. Reyndar hefi ég aldrei skilið, hvers vegna við megum ekki fá þær í minni um- búðum en 5 kg, hvort heldur það væri í pappírspokum eða plasti. En við höfum aðra einka sölu, sem ég á miklu erfiðara með að skilja í, en það er mjólk ureinkasalan. Fyrst þegar ég man eftir mér, var mest öll mjólk seld í lausu máli, en svo í flöskum fyrir þá, sem efni höfðu á slíkum munaði. Flösk- urnar unnu samt alltaf á því flestir urðu svo ríkir, að þeir gátu keypt þær — pabbi minn líka. En það var þetta með einkasöluna, menningin hélt innreið sína þar eins og svo víða annars staðar, hyrnurnar komu á markaðinn. Ég var voða hrifinn af þeim, því mér fannst, þær svo skrýtnar í lag- inu og það var alveg sama, hvernig ég velti þeim við, alltaf voru þær réttar. Mamma var reyndar stundum í þá daga að kvarta undan því, að hún þyrfti alltaf að vera að þurrka upp skvetturnar af borðinu, eða lek- ann á gólfinu, þegar þær voru ekki vel þéttar. En mamma kvartaði undan svo mörgu. Nú er ég búinn að eiga konu í nokkur ár, en hún kvartar lítið, hún ber svo hlýjár tilfinningar til hyrnanna, enda er hún úr sveit og mjólkin er úr sveit, og svo er hún frá heimili, þar sem Tíminn var eini blaðakosturinn. En konan mín er ágæt. Að rembast Það var verið að skrifa dá- lítið um mjólkurumbúðir nú á dögunum og manni er sagt, að af þeim, en við þekkjum, en það er úti í hinum stóra heimi. Reyndar mun eitthvað af slík- um umbúðum vera komið til Akureyrar, en ég veit ekki hvernig það getur skeð, því að skipin frá Eimskip koma alltaf fyrst til Reykjavíkur. En Akur- eyringár eru svo slungnir og vilja helzt vera meiri en við hér í Reykjavík. Annars hafði ég gaman af þessum skrifum. Ég fékk að sjá myndir frá leið- togum mjlókureinkasölunnar, ásamt hinum herligheitunum, ég meina umbúðunum, sem við eigum að fá síðar. Þær ku vera voða fínar, þegar verður búið að finna þær upp, enda frá Svíþjóð. Ég er alveg á sama máli og mennirnir, sem mynd- in er af, að umbúðirnar mega ekki vera of stórar, alls ekki meira en einn lítri svo að ekki verði of erfitt fyrir okkur að bera þær heim. Á Akureyri eru þeir að burðast með 10 1 kassa, en þeir eru allíaf að rembast við að vera stórir. Mér finnst ekki vera nokkurt vit í að setja þær á markaðinn hér, og þökk sé þeim mönnum, sem berjast gegn þeim. Betra frá Svíþjóð Annars er þetta einkenni- legt með suma menn, og það í flokknum okkar, að þeir þykj- ast alltaf vita betur en aðrir. Ég held, að þarna séu einrverj- ir eigin hagsmunir. Kristján í Kassagerðinni segir að það séu til miklu betri umbúðir en hyrnur, en það eru stóru kass- arnir og svo 2 1 dollur, sem þurfa að standa upp á endann, annars eru þær á hliðinni. Mér finnst þetta alveg ófært. Það er svo sem auðséð, að hann hugsar ekki mikið um, hvort þetta sé of þungt fyrir okkur, og svo er það líklega alveg jafn dýrt. Mér finnst bara engin ástæða til þess að láta neinn græða á þessu. Þá er betra að kaupa það írá Svíþjóð. En svo að við snúum okkur aftur lítilsháttar að kartöflun- um, þá er þetta svo sniðugt. Við megum ekki fá þær í minni pok um en 5 kg, og ég sé, að þetta er alveg rétt. Héima hjá mér þarf alltaf að kaupa 5 1 af mjólk og þá passar þetta svo vel, segir konan mín. Þegar hún er með 5 kg kartöflupoka í vinstri hendi og 5 hyrnur af mólk í hinni, hallast ekkert á. Þess vegna bið ég þig, Velvak- andi, að standa vel á verðinum með að hyrnurnar verði ekki hafðar þyngri. Ég vil ekki út- gera konunni minni. íslendingur.“ Lítið vatn S., sem býr við Lokastíg, hefur sent Velvakanda bréf, þar sem hann ræðir vatnsskort. Segir hann, sem satt er, að vatnsskortur sá, er gerði vart við sig í Hafnarfirði nú í sum- ar, hafi vikum saman verið fréttaefni blaðanna, og það rétti lega. Hins vegar segir höfundur, að fréttamenn hafi í þessu tilfelli leitað langt yfir skammt, því að það séu ekki Hafnafirðingar einir, sem glími við þetta vanda mál. M. a. sé ástandið við Loka- stig þannig, að hafi verið þar hálft annað ár, er hann hefur búið þar, að fólk í nágrenninu hafi alls ekkert vatn, þann hluta sólarhringsins, sem mest er þörf fyrir það, þ. e. á dag- inn. Verði að safna í ílát á kvöldin, ef nokkurt vatn eigi ©PIB I COPENHAGtN 1 að vera til taks næsta dag. Til sannindamerkis máli sínu bauð hann Velvakanda að koma í heimsóltn, og kynna sér ástand- ið. í fyrradag, er að var komið, var ekkert kalt vatn í umræddu húsi, og mun ástandið hafa ver- ið svipað í nærliggjandi húsum. ★ Dropi í hafið Heitt vatn var heldur ekki í krönum, en það er annar hand leggur. Það verður að taka und- ir þau orð bréfritara, að heldur verður það að teljast léleg þjónusta við fólk í einum af eldri bæjarhlutum Reykjavík- ur, að það þurfi að staulast með koppa og kirnur að kvöldi dags, til að eiga í kaffisopa að morgni. Leikmanni kann að detta í hug, að vatnsleysið við Loka- stíg og í nágrenni, geti verið fyrirboði tíðinda í Reykjavík, svipaðra þeirra, sem gerðust í Hafnarfirði, ef ekki verður .gripið til ráðstafana til að bæta úr þessu ófremdarástandi. Hvernig er það annars? Fannst ekki fyrir nokkrum árum vatns bólið Bullaugu, sem þá var sagt, að gæti séð Reykvíkingum fyrir vatni næstu hundrað árin eða svo? Hröð virkjun þessara linda gæti sennilega leyst allan vandann, og um leið leyst af hólmi okkar ágætu Gvend- arbrunna, sem svo lengi hafa séð bæjarbúum fyrir vatni, en virðast nú með aukinni byggð vera að verða ófullnægjandi. Sennilega verða þeir fyrr eða síðar hvort eð er aðeins „dropi“ í það vatnshaf, sem Reyvik- ingar nota. Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti tíminn til aff pauta Rafhlööur fyrir veturinn. Bræðurnir Qrmsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.