Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 16
16 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 21. október 1961 Ötgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÁSTÆÐA TIL BJARTSÝNI Tshomhe vill em bætti Kasavubus Forsetakosningar í Kongó eftir fimm mánuði SÚ ráffstöfun Kasavubus, for- seta Kongó, aff víkja Moise Tshombe forsætisráffherra úr embætti fyrir nokkru, vakti mikla eftirtekt viða um heim. Og ekki síður hitt, hve hann lét brottvikninguna litiff á sig fá, aff þvi er virtist. Hafa ýms- ir látiff sér detta í hug, aff Tshombe sé alls ekki illa viff stöðumissinn á þessum tíma. Þannig stendur nefnilega á i Kongó, að þar fara fram for- setakosningar eftir um fimm mánuði, og þaff embætti felur í sér víðtæk völd. Er álitið aff Tshombe hafi hug á embætt- inu, og aff honum sárni ekki aff vera laus við stjórnarstörf- in meðan hann helgar sig kosningabaráttunni og reynir aff fella Kasavubu. I>að verður Tshombe þó erf- itt að fella forsetann. Kasa- vubu tókst að skapa klofning innan Conaco-flokks Tshomb- es við stjórnarskiptin, og hafa þrír fyrrverandi stuðnings- Evariste Kimba. menn og flokksbræður for- sætisráðherrans tekið sæti í hinni nýju stjórn Kimbas, nú- verandi forsætisráðherra. Og sjálfur Evariste Kimba var utanríkisráðherra Katanga- fylkis þegar Tshombe fór þar með stjórn. Og Kasavubu hef- ur tekizt að tryggja sér stuðn- ing flestra andstæðinga Tshombes og jafnvel tekið upp samninga við leiðtoga Kasavubu forseti. uppreisnarmanna í landinu. Síðast, en ekki sízt, er svo á það að benda að fylgi Tshom- bes er ekki þekkt. Að vísu fóru fram þingkosningar í Kongó sl. vor þar sem flokk- ur Tshombes fékk yfirgnæf- andi meirihluta sæta í báðum deildum þingsins. En kosning- arnar leiddu til nýrra óeirða vegna kosningasvika, sem Tshombe var sakaður um. Þrátt fyrir þetta er Tshom'be ekkert lamb að leika sér við, eins og hann hefur sýnt hvað eftir annað. Hann hefur verið í fremstu röð leiðtoga lands- ins frá því Kongó hlaut sjálf- stæði 1960. Hann krafðist þess, þegar hann fékk ekki öllu að ráða í Kongó, að Kat- anga-fylki yrði sjálfstætt ríki. Moise Tshombe. Vakti stjórn hans þar svo mikla athygli í Kongó, að Kasavubu, forseti, fól honum að mynda ríkisstjórn í Kongó í þeirri von, að eins tækist þar til. Og það má Tshombe eiga, að honum hefur gengið vel í baráttunni gegn uppreisnar- mönnum í Kongó. Svo vel, að lokasigur er á næsta leiti. En stjórn Tshombes var engin sameiningarstjórn. Búizt hafði verið við því að hann ynni að sameiningu þjóðarinnar og tæki upp samvinnu við aðra flokka á breiðum grundvelli. Svo fór ekki. Tshombe hefur verið svo til einráður, og ein- ungis hlýtt ráðleggingum nán- ustu samstarfsmanna sinna, þ.eirra Mobutos ofursta, Mun- ongos, innanríkisráðherra og Nendaka öryggismálaráð- herra. Það var þessi einstrengings- háttur, sem varð til þess að Tshombe var vikið úr em- bætti. Fullvist er talið, að hann muni nú helga sig kosn- ingabaráttunni, og verður fróð legt að sjá hvor sigrar, Kasa- vubu eða Tshomibe. að er rétt sem fjármálaráð- herra sagði í fjárlaga- ræðu sinni, að íslendingar geta í dag litið björtum aug- um til framtíðarinnar, ef rétt er á málum haldið. En forsenda þeirrar bjart- sýni verður að vera sú, að þjóðin almennt geri sér grein fyrir grundvallarstaðreynd- jum efnahagslífsins, og taki afstöðu til vandamálanna á hverjum tíma af raunsæi og manndómi. íslendingar verða t.d. að gera sér það ljóst, að jafn- vægi í efnahagsmálum þeirra er frumskilyrði áframhald- andi framfara og uppbygg- ingar. Það er gersamlega þýð- ingarlaust að ákalla margs konar umbætur og flytja frumvörp og tillögur um nauð synlegar framkvæmdir, ef almenningur í landinu lætur ginna sig til þess að taka þátt í þeim hrunadansi, sem Fram sóknarmenn og kommúnistar bjóða stöðugt upp í. Ef verð- bólgu og upplausn er sleppt lausri, hlýtur það óhjákvæmi lega að stöðva eðlilega þró- un og leiða til kyprstöðu og versnandi afkomu fólksins. ★ Sú velmegun, sem ríkir í dag á íslandi, sprettur fyrst og fremst af því, að Viðreisn- arstjórninni tókst í upphafi starfstímabils síns að bægja á braut þeirri óðaverðbólgu; sem vinstri stjórnin hafði með algjöru stefnuleysi og úrræðaleysi sínu leitt yfir þjóðina. Við höfum haldið áfram að byggja upp atvinnu- vegi okkar, kaupa ný og af- kastamikil framleiðslutæki, og. í skjóli þeirra stórauk- ið útflutningsframleiðsluna, vegna þess, að Viðreisnar- stjórninni tókst að koma jafn- vægi á í efnahagsmálunum. Stórbætt aðstaða þjóðarinn- ar út á við, vaxandi gjaldeyr- issjóðir og traust á íslenzkri krónu gerði þá alhliða upp- byggingu í landinu mögu- lega, sem nú stendur yfir, og landsmenn njóta allir ávaxt- anna af. ★ Þessar staðreyndir gerði meirihluti íslenzkra kjósenda sér ljósar við síðustu alþing- jskosningar. Þess venga unnu stjórnarflokkarnir mikinn kosningasigur og gátu haldið áfram að stjórna landinu. Heilbrigð dómgreind fólks- ins lét ekki ábyrgðarlaust skrum og yfirboð stefnulausr- ar stjórnarandstöðu villa sér sýn. Margt bendir til þess að aðstaða kommúnista og Fram sóknarmanna sé í dag sízt sterkari en hún var sumarið 1963, þegar þjóðin gekk að kjörborðinu. Þvert á móti virðist fylgi hinnar ábyrgu jafnvægisstefnu ríkisstjórnar innar njóta vaxandi trausts meðal landsmanna. REFSING FYRIR ÁBYRGÐARLEYSI CHundum kann svo að virð- ^ ast í fljótu bragði, að á- byrgðarleysi og yfirboð í stjórhmálabaráttu kunni að borga sig. En reynslan sann- ar samt, að slík framkoma stjórnmálaleiðtoga skapar þeim aldrei traust og áhrif til lengdar. Framsóknarflokk- urinn hélt sig t.d. hafa skap- að sér varanleg áhrif og stjórnaraðstöðu með hinni á- byrgðarlausu framkomu sinni þegar hann rauf stjórnarsam starf við Sjálfstæðisflokk- inn vorið 1956, og sveik um leið sameiginlega stefnu lýð- ræiðsflokkanna þriggja í ut- anríkis- og öryggismálum ís- lendinga. Leiðtogum Fram- sóknarflokksins tókst þá að vísu að mynda ríkisstjórn með kommúnistum, og hugð- ist hafa gert Sjálfstæðisflokk- inn áhrifalausan um langa framtíð. En hönd Framsókn- ar var skamma stund því höggi fegin. Vinstri stjórn hennar sat aðeins að völdum í rúm tvö ár. Þá molnaði hún niður að innan, vegna þess, að þar var ekki fyrir hendi nein sameiginleg afstaða eða úrræði til lausnar höfuð- vandamálum þjóðfélagsins. Síðan hefur Framsóknar- flokkurinn verið í stjórnar- andstöðu um 6 ára skeið. — Ábyrgðarleysið og yfirborðs- mennskan borgaði sig ekki. Leiðtogar Framsóknarflokks- ins fengu sína refsingu. Ætla mætti, að þessir von- sviknu menn hefðu lært eitt- hvað af reynslunni. En svo virðist ekki vera. Þeir trúa ennþá á mátt yfirboðanna í sttjórnmálabaráttunni. Þeir halda ennþá að íslendingar trúi því að allt sé hægt að gera í einu. Mestu máli skipti að lofa öllum öllu, án þess að marka nokkra ábyrga, já- kvæða stefnu á grundvelli raunsæis og heilbrigðrar skyn semi. í þessari falstrú lifir og hrærist Framsóknarflokkur- inn í dag. Eysteinn Jónsson heldur áfram að hamra á „hinni leiðinni“, sem þó er engin leið, aðeins aum sjálfs- blekking og ráðlaust fálm, þar sem eitt rekur sig á annars horn. í stuttu máli Mexico City, 19. okt. NTB. • Baldvin Belgíukonungur og drottning hans, Fabiola, komu í gær til Mexico i fimm daga opinbera heimsókn. Stokkhólmi, 19. okt. NTB. • Bifreiðasala í Sviþjóð ætlar að slá öll met í ár. Á tíma- bilinu 1. jan. til 1. okt. 1965 seldust 201.505 fólksbifreiðir og var það 12% hækkun mið- að við sama tíma á síðasta ári. Mest er sala í sænsku bíla- gerðinni Volvo Amazon, því næst Volkswagen, Saab, Opel Record og Ford Taunus. París, 19. október NTB. Nasser, forseti Egyptalands hefur boffiff de Gaulle, forseta Frakklands að koma í opin- bera heimsókn á næstunni. Afhenti Abdel Hakim Amer, varaforseti Eigyptalands boff þetta, er hann ræddi viff franska forsetann nú í vik- unni. Haft er eftir góðum heimildum, að de Gaulle hafi þakkaff boðið hjartanlega fyr- ir sitt leyti — en bent á, aff vegna fyrirhugaðra forseta- kosninga í Frakklandi, 5. des- ember, geti hann ekki um þaff sagt, hvort boffið verffi þegiff. Nýju Delhi, 19. okt. NTB. • T. T. Krishnamachari, fjár málaráðherra Indlands, er væntanlegur til Moskvu í dag. Þar mun hann ræða ýmis mikilvæg mál við sovézka ráðamenn, m.a. athuga hvort hugsanlegt er að fá aukna hernaðaraðstoð frá Sovétríkj- unum. Moskvu, 19. okt. NTB. • Sovézkir vísindamenn sendu í dag á loft nýjan Kos- mos hnött, hinn 93. í röðinni. Aukiff prentfrclsi. Madrid, 1'6. okt. AP. • í dag var birtur á Spáni texti nýs lagafrumvarps um aukið ritfrelsi dagblaða þar í landi. Verður frumvarp þetta lagt fyrir þingið þar, sem endanleg afgreiðsla getur tek- ið nokkrar vikur. Samkvæmt lögum þessum er ritskoðun dagblaða að mestu afnumin, en þess í stað verða útgefendur blaðanna ábyrgir gagnvart ríkisstjórn- inni og upplýsingamálaráðu- neytinu. En frumvarpið veitir þeim einnig rétt til að áfrýja úrskurðum til dómstólanna. Kairo, 18. okt. NTB. • Fyrrum varaforseti Ara- bíska Sambandslýðveldisins, Eddine Hussein, hefur verið handtekinn, að því er áreiðan legar heimildir í Kairo herma. Er talið, að hann sé grunaður um aðild að hinu misheppnaða samsæri gegn Nasser, sem upp komst fyrir skömmu. Hussein lét af embætti varaforseta fyrir tveimur árum og hefur síðan þráfaldlega gagnrýnt stefnu Nassers, m.a. sakað hann um að eyða áhrifum Múhameðstrúarinnar meðal landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.