Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. október 1965 Laxamerkingar hafnar við Grænland - eftir fréttaritara Glasgow, október (AP) — Fréttabréf til Morgun- blaðsins. TVEIR fremstu sérfræð ingar í Skotlandi, um lax og háttu hans, eru nú í Grænlandi, ásamt dönsk- um vísindamönnum, og er tilgangur rannsóknarferð- arinnar að athuga, hvort og þá að hve miklu leyti, laxveiðar Grænlendinga í sjó við Græuland stofna í hættu stofni Atlantshafs- laxins. K H. Balmain, einn yf- irmanna rannsóknarstöðv arinnar í Pitlochry, sem er deild í ráðuneyti því, er fer með landbúnaðar- og fiskveiðimál Skotlands, og W. M. Shearer, tilrauna stjóri, eru nú í Grænlandi til að rannsaka, hvar sá lax á uppruna sinn, er þar veiðist í sjó. Þá munu þeir reyna að afla allra þeirra upplýsinga, sem varpað geta á það ljósi, hvort veiðarnar skerða stofn Atlantshafs-laxins, eða geta leitt til' minnkandi laxveiða í löndunum beggja vegna Atlantshafs- ins. Víða um lönd hefur gætt óróa, vegna hugsanlegra áhrifa Grænlandsveiðanna á laxagöngur. 1957 var afla- magnið við Grænland aðeins nokkur tonn, en nam í fyrra rúmlega 1400 tonnum. Leiðangursmenn við Græn AP, L. Regan land mynu veiða lax í sjó, merkja og sleppa síðan laus- um, og eru vonir bundnar við, að veiðimenn í þeim löndum við Atlantshafið, þar sem lax veiðist, geri aðvart, ef lax með þessum merkjum verður vart. Brezki sendiherrann í Dan- mörku, Sir John Henniker- Major, hefur þegar farið þess á leit við dönsk stj órnarvöld, að laxveiðin við Grænland verði takmörkuð. í Skotlandi ríkir mikill á- hugi á rannsóknarstarfi því, sem nú fer fram við Grænland, . því að laxveiði, sem klakizt hafa út í skozk- um ám, leita til Grænlands, og dveljast þar um skéið, en snúa síðan aftur í heimaár. Gert er ráð fyrir, að skozku vísindamennirnir dveljist nokkrar vikur í Grænlandi. I>eir starfa þar við hlið danskra vísindamanna, og grænlenzku veiðimannanna, sem stunda veiðarnar með lagnetum. • Graham Smart, formaður félags séozkra netaveiði- manna, lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum, að vitað sé, „að skozkur smálax (2 ára) merktur í skozkum ám, hef- ur veiðzt við Grænland“. Sagði hann nú mikla á- herzlu þurfa að leggja á að afla upplýsinga um, hve lengi þessi lax dvelst við Græn- land, áður en hann snýr aft- ur í heimaárnar. Talsmaður rannsóknar- stöðvarinnar í Pitlochry hef- ur lýst ánægju sinni yfir því, að skozkir vísindamenn skuli nú hafa fengið tækifæri til að vinna að merkingum við Grænland. Vísindamennirnir, sem héldu til Grænlands um Danmörku, hafa nú aðsetur í Godtháb, á suðvesturströnd- inni. Við merkingarnar nota þeir svipuð net og græn- lenzku veiðimennirnir, en af ýmsum . möskvastærðum. Fiskur er tekinn úr netunum með vissu millibili, og settur í vatnstanka, unz þeir hafa náð sér, og hægt er að merkja þá. . Einn starfsmanna rann- sóknarstöðvarinnar í Pitloc- hry, og starfsbróðir .Balmain og Shearer, hefur skýrt frá því, að enn hafi engar fregn ir borizt frá þeim. Sé ekki von á skýrslu frá þeim, fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Talsmaður ráðuneytis þess, er fer með landbúnaðar- og fiskveiðimál Skotlands, með aðalstöðvar í Edinborg, seg- ir: „Tilgangur rannsóknanna er að afla upplýsinga um sjáv ardvöl og ferðir þess lax, sem hefur átustöðvar við Grænland, og ekki veiðist þar. Einkum er stefnt að því að athuga, hvert hann heldur þaðan (til hvaða landa). Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til þess, að hægt sé að ganga úr skugga um hverjar afleiðingar Græn landsveiðarnar geta haft á stofn Atlantshafslaxins. Hættir laxins hafa verið rannsakaðir árum saman. Merkingar seiða í ám hafa staðfest, að aðeins lítill hluti heildartölu seiðanna snýr aft ur (annað hvort smálax, eft- ir eitt ár í sjó, eða stærri lax, sem þar hefur dvalizt leng- ur). Þeir sem aftur snúa, hverfa þó til heimaánna. Lax hefur víða veiðzt í sjó áður, þó aldrei hafi verið um að ræða nema mjög lítið magn. Þær veiðar hafa verið algjör lega tilviljanakenndar, og ekkert orðið uppvíst um upp runa þess lax. Á árunum 1963 og 1964 gerbreyttust viðhorf •v' . ■■ - „ SlÍSi >j Veiðisvæðið við Grænland in er lax, merktur í ám beggja vegna Atlantshafs, tók að veiðast í stórum stíl við Grænland. Þetta hefur aukið áhugan á hátfum lax- ins, og vonir standa til, að merkingar þær, sem nú fara fram, eigi eftir að varpa ljósi á venjur hans. Stóraukning veiðanna við Grænland á undanförnum árum hefur vakið áhyggjur manna í þeim löndum, þar sem lax gengur í ár“. Lax sá, sem nú er merktur við Grænland, er merktur með gulu plastmerki. Á ann- arri hlið merkisins stendur DA4, en númer á hinni hlið- inni. Plastmerkin eru fest með silfurvír, fremst við bak uggann. Talsmaður ráðuneytisins sagði énn fremur: „Fiskurinn er fluttur nokkuð frá þeim stað, þar sem hann veiddist, áður en honum er sleppt. Er það gert til þess að draga úr líkunum fyrir því, að hann veiðist strax í grænlenzku netin. Öllum löndum, sem lax veiði hafa, og liggja að At- lantshafi, verður gerð grein fyrir þessu rannsóknarstarfi, og það er von okkar, að lax- veiðimenn í þessum löndum tilkynni strax, ef lax, þannig merktur, veiðist.“ UM BÆKUR List og landafræði Selma Jónsdóttir: SAGA MARÍUMYNDAR Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík, 1964. Allt skrif og ornament er nú rifið og brennt. Svo kvað Bjarni skáldi, lút- erskur maður, nokkru eftir siða- skiptin. Siðskiptamenn fjarlægðu úr kirkjunum margs konar skraut, sem katólskir menn höfðu verið að urna saman á undanförnum öidum. Sumt af þessu skrauti var fáfengilegt glingur. Annað var óumdeilanlega verðmætt frá sjónarmiði menningar og listar. En siðskiptamenn lögðu öll „skurðgoð" að jöfnu. Slíkt og þvílíkt var miskunnarlaust fjar- lægt. Sumt var „rifið og brennt.“ Öðru var laumað undan af list- vinum þeirra tíma. Kirkjuleg ýf- irvöld munu ekki heldur hafa amazt við, að guðhræddir menn geymdu bílætin sem minja- gripi. Og þannig víkur því við, að enn eru varðveitt — og vonandi loksins komin í örugga vörzlu — ýmis myndlistarverk úr páp- ísku. Eitt þessara verka er Maríu- mynd, sem varðveitt er í Þjóð- minjasafni íslands. Á síðastliðnu ári kom út hjá forlagi Menningarsjóðs bók um mynd þessa, höfundur Selma Jónsdóttir. Bók þessi er mjög fallega út gefin, pappír ágætur, myndir margar og vel prentaðar, bæði af hinni íslenzku Maríu og ýmsum „systrum hennar“ í öðr- um löndum. Sá er eini galli bókarinnar, að tilvitnanir, sem teknar eru úr I fornum íslenzkum ritum, eru prentaðar með upprunalegri staf setningu, ærið tyrfinni. Það er, vægast sagt, fráleitt. í upphafi bókarinnar rekur Selma Jónsdóttir skyldleika þess arar myndar við nokkrar Maríu- myndir, sem varðveitzt hafa á meginlandi Evrópu og hún kveð- ur hafa verið tengdar reglu og átrúnaði Sistersíana. Eru því efni gerð hin nákvæmustu skil. „Getur ekki leikið heinn vafi á,“ segir þún, „að Maríumynd- in íslenzka er ein þeirra Maríu- mynda, sem gerðar voru í Sví- þjóð á 12. og 13. öld og að hin íslenzka mynd hafi verið gerð þar á fyrsta fjórðungi 13. aldar. Þá hafa einnig verið færðar að því líkur, að þessar Maríumynd- ir eigi uppruna sinn að rekja til helgimyndarinnar í Chartres, Notre-Dame de Sous-Terre og geti verið tengdar klausturreglu Sistersíana.“ Og hvernig fór svo Maríu- myndin að berast til íslands? Höfundur segir frá Maríu- dýrkun Guðmundar góða, bisk- ups á Hólum, ferð hans til Nor- egs í þrengingum sínum og aft- urkomu þaðan. „Það er vel hugsanlegt,“ seg- ir höfundur, „að Guðmundur biskup góði hafi flutt Maríu- myndina íslenzku með sér til íslands." Þá víkur sögunni að Hofstaða- Maríu, en svo var nefnt Maríu- líkneski, sem heilagt var talið i katólskum sið og geymt var í kirkjunni á Hofstöðum í Viðvík- ursveit, það er að segja í næsta nágrenni Hólastóls. Sú mynd var auðvitað fjarlægð úr kirkj- unni eftir siðaskiptin, og fara síðan af henni fáar sögur. „ Nú vill svo til, að Maríumynd sú, er -Selma Jónsdóttir hefur gert að umræðuefni, kom þannig fram á sjónarsviðið, að hún barst þjóðminjasafninu danska á öld- inni, sem leið — úr Hjaltadal. Af þeim sökum ályktar höfund- ur, að margt bendi til, „að Maríu myndinni hafi verið bjargað úr höndum siðskiptamanna og hafi varðveitzt í Hjaltadal eða þar í grennd.“ Umrædd Maríumynd sé því engin önnur en Hofstaða-María, sem frægust var allra íslenzkra helgimynda í katólsku ásamt krossinum helga í Kaldaðarnesi. Sú er semsé niðurstaða höf- undar. Og sannarlega munu fleiri staðnæmast frammi fyrir heil- agri guðsmóður í Þjóðminjasafni eftir lestur þeirrar skemmtilegu ættfærslu, sem Selma Jóns- dóttir hefur hér með lagt fram. Þess má til gamans geta, að á safninu standa eftirfarandi orð til skýringar fyrir neðan mynd- ina: „Maríulíkneski í rómönskum stíl, varla yngra en frá 13. öld. Framhald á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.