Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 21. október 1965 Mý bók um ævi Churchill kemur Skrifuð af vini hans, fyrrverandi sjóliðs- foringja og rithöfundi HINGAÐ til lands er kominn brezkur rithöfundur, Gerald Pawle að nafni, en nýjasta bók hans — Churchill og stríðið — kemur út í byrjun nóvember á vegum bókaút- gáfunnar Skuggsjár í Hafnar- firði Þrútt fyrir slagveðursrign- ingu og hvassviðri í borginni lék rithöfundurinn við hvern sinn fingur, er fréttama’ður Mbl. ræddi við hann í her- bergi hans að Hótel Sögu. Að visu kvaðst hann hafa orðið fyrir vonbrigðum me'ð veður- farið á íslandi, þar sem hann hefði haft í hyggju, að ferðast út á landsbyggðina og skoða sig um. Kva'ðst hann vilja gera samning við Oliver Stein bókaútgefanda, er þarna var staddur, um að gefa út næstu bók sína að vorlagi. Gerald Pawle er rúmlega fimmtugur að aldri, vörpuleg- ur mjög eins og vera ber um fyrrverandi sjóhetju og liðs- foringja úr heimsstyrjöldinni. Aðspurður kveðst hann hafa kynnst sir Winston Churchill mjög náið, m.a. hafa eytt með honum jólaleyfinu, er Churc- hill lá sjúkur í Karthagó í N-Afríku, auk þess sem hann hefði verið með honum á fer’ð um hans til Ítalíu, Egypta- lands, Möltu og víðar, meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð. Og er hér er komið samtal- inu, telur fréttama'ður Mbl. rétt að víkja nokkuð að bók hans um Churchill. — Þér voruð lengi að skrifa þessa bók? — Já, það tók mig fimm ár að skrifa bókina, en eins og gefur áð skilja eyddi ég aðeins litlum hluta þessa tíma í skriftir, mestur tíminn fór í gagnasöfnun, viðtöl við fólk, er þekkti Churchill náið o.s. frv. Þessi bók er því frábrugð in flestum öðrum bókum um Churchill að því leyti, áð hún fjallar ekki um hann sem stjórnmálamanna, heldur mann sem gæddur var snilli- gáfu og næmari tilfinningum en flestir okkar. — Las Churchill bók yðar? — Nei, það gerði hann ekki að því er ég bezt veit, því hann var orðinn gamall og mjög þreyttur, er bókin kom út. Hins vegar ritaði hann mér bréf vfð útkomu bókar- innar og þakkaði mér fyrir að hafa tekið efnið slíkum tökum.' Aftur á móti las fjöl- skylda hans öll bókina og fór um hana mjög lofsamleg- um orðum, lofsamlegri en ég átti skilið. — Ég sé, að hinn enski titill bókarinnar er — The War and Colonel Warden. — — Já, þáð þarf skýringa við. Þannig er mál með vexti, að í London er starfraókt em- bætti, er nefnist — Lord Warden of Sinque Ports- og embætti þessu gegna stjórn- málaskörungar á hverjum tíma, til dæmis Menzirs for- sætisráðherra Ástralíu nú. Þessu virðingarembætti gegndi Ohurohill á sínum tíma, til dæmis Menzies for- árunum þurfti að senda skeyti til eða frá Englandi, þá undirritáði hann það ætíð Colonel Warden. — Hvar skrifuðuð þér þessa bók yðar, aðallega? — Stærstan hluta bókar- innar skrifaði ég í Falmouth í Cornwall, þar sem ég bý núna, ásamt konu minni Lady Mary Pawle. — Réð nokkur sérstök á- stæða því, að þér gerðuð sagnaritun að æfistarfi yðar? — Ekki beinlínis. En í seinni heimsstyrjöldinni starf áði ég með hóp vísindamanna, er fundu upp mörg leynivopn þeirra, er notuð voru gegn Þjóðverjum. Meðal þessara manna var rithöfundurinn frægi Neville Shute og hann hvatti mig eindregið til að leggja blaðamennskuna á hilluna og gerast rithöfund- ur. Þá starfaði ég af og til hjá Sundy Tiroes og sá m.a. um dálk, sem ég kallaði — Man, woman and memories —. Þennan dálk erfði Ian Fleming, höfundur James Bond bókann, eftir mig, en við höfðum unnið saman og Gerald Pawie, rithöfundur. verið góðkunningjar í átta ár. — Þér eruð kannske fyrir- myndin áð James Bond? — Nei, ekki held ég það. Fleming ímyndaði sér, að hann væri sjálfur James, Bond, hafði til dæmis sama smekk fyrir mat, víni og fallegum stúlkum. Ég man vel eftir því, þegar Fleming var að skrifa fyrstu bók sína um James Bond, Casino Roy- ale. Hann var þá mjög tauga- óstyrkur og harðneitaði,..þegar ég spuröi hann, hvort það væri satt að hann væri að skrifa bók. — Eruð þér með nýja bók í smíðum núna? — Já, nú er ég að skrifa bók um Gibraltar, að vísu ekki landi'ð sjálft heldur fólk- ið, sem er sérkennilegt og þar af leiðandi skemmtilegt. Það myndar, að ég held, minnstu þjóð í heimi. íbúa- fjöldinn er um 15.000 og talar sitt eigið mál, sem er blend- ingur úr spænsku, ítölsku, ensku og fleiri málum. Ég er búinn að vinna a'ð þessari bók í þrjú ár, því mestur tíminn fer eins og venjulega í gagna- söfnun. — Hafið þér ekki í hyggju að skrifa skáldsögu? — Jú, ég hef þegar lagt drög að skáldsögu, sem ég ætla að kalla — One and All —. Hún fjallar um tilraun í ímynduðu landi til að leggja undir sig Stóra-Bretland, méð því að setja hóp njósnara og áróðursmanna á land í af- skekktu héraði Bretlands. — Hafið þér ekki fengizt við aðrar greinar skáldskap- ar? — Jú, ég hef skrifað fjöl- mörg leikrit fyrir brezka út- varpfð. Þau gerast mestmegn- is á sjónum, því- að þar er ég kunnugastur. Einnig hef ég skrifað fyrir sjónvarpið brezka, og nú langar mig til að skrifa fyrir leiksvið. Raun- verulega langar mig til að gera svo margt, að tveir mannsaldrar nægðu alls ekki til þess. Við erum í þann veginn að kveðja rithöfundinn víðförla Gerald Pawle, er ég rek aug- un í úrklippur úr enskum og bandarískum blöðum á skrif- borði hans. Þetta reynist vera ritdómar um bók Pawle’s um Ohurchill. Hefur hún augsýni lega fengi'ð afbragðs dóma í þeim níu löndum sem hún hefur komið út í. Kemst einn ritdómarinn þannig að orði, að — The War and Colonel Warden — sé bezta bókin, sem skrifuð hefur verið um Churchill og heimsstyrjöldina síðari. Er ekki áð efa, að ís- lenzkir bókaunnendur og að- diáendur Ohurchills munu taka henni fegins hendi, er hún kemur út hér. — et. Strengirnir hljdma vel, en eru of fáir - segir hljómsveitarstjórinn Hanniakinen FRÉTTAMAÐUR blaðsins náði fyrir skömmu tali af finnska hljómsveitarstjóranum Tauno Hannikainen, sem stjórnaði Sin- fóníuhljómsveitinni s.l. fimmtu- dagskvöld. Hannikainen er af merkri tónlistarætt. Faðir hans og þrír bræður hafa mjög látið til sín taka í tónlistarmálum í Finnlandi og víðar. Hannikainen trióið, sem samanstóð af Tauno og bræðrum hans Imari og Arvo, ,3úðardal, 9. okt. Húsmæðraskólinn að Staðar- felli í Dölum var settur 7. okt. kl. 4 e.h. Skólasetningin hófst með helgistund í Staðarfells- kirkju, sem sóknarpresturinn, séra Ásgeir Ingibergsson ann- aðist. Að henni lokinni setti for- stöðukona skólans, frú Ingigerð ur Guðjónsdóttir, skólann og bauð velkomnar tvær nýjar kennslukonur, þær Lydiu Kristó bertsdóttur frá ísafirði, sem er hahdavinnukennari og Þóreyju Eyþórsdóttur frá Reykjavík, vefnaðarkennara. Síðan talaði hún nokkur orð til námsmeyja og bauð þær velkomnar til náms í skólanum. Húsmæðraskólinn á Staðar- íelli hefur tekið mjög miklum hefur farið í tónleikaferðir viða um heim. Síða.stlfðin 10 ár hefur Hanni- kainen verið aðalstjórandi Sin- fóníuihljómsveitarinnar í Hels- inki, en hann hefur ferðast víða og starfað um 12 ára skeið í Bandaríkj unum. — Þér hafi'ð stjórnað hljóm- sveitum víða um heim? — Já, ég hafði stjórnað hljóm- sveitum í 31 landi áður en ég kom til Islands. stakkaskiptum síðastliðin þrjú ár. Standsetningu skólahússins er að vísu ekki að fullu lokið, en allt er það mjög vel unnið. Það verk hefur annast Magnús Gestsson með umsjón skóla- stjórahjónanna, sem hafa vakað yfir velferð skólans síðan þau tóku það að sér fyrir þremur árum. Nú er þetta fjórða árið, sem þau starfa við skól- ann og er óhætt að fullyrða að á betra verður ekki kosið. Skólinn er meira en fullsettur og komust færri að en vildu, því 64 umsóknir bárust um skóla- vist, en sökum breytinga og breyttra aðstæðna tekur skólinn ekki fleiri en 29 námsmeyjar og er þá hvert rúm nýtt. Þá hafa borizt 16 umsóknir um — Hvert er ferðinni heitið nú? — Héðan fer ég til Englands, en þar mun ég stjórna Hallé hljómsveitinni í Manchester á þremur tónleikum en fara sí'ðan í stutta heimsókn til Brazilíu þar sem ég mun einnig stjór’na. Ég mun síðan fljúga aftur til Englands og stjórna Royal Fhil- harmonic í London og einnig Hallé hljómsveitinni á sex tón- leikum. — Á hvaða árum voruð þér skólavist fyrir næsta starfsár 1966-67. Vonandi tekst fyrir skilning forráðamanna í skólamálum að byggja upp og lagfæra skóla- húsið á næsta ári svo, að hús- mæðraskólinn á Staðarfelli verði að öllu leyti sambærilegur við það fullkomnasta af sínu tagi. Það er einnig von þeirra, sem að Staðarfellsskólanum standa að skólinn megi sem lengst njóta starfskrafta skólastjórahjónanna frú Ingigerðar og Ingólfs Eyj- ólfssonar. Gestir við skólasetningu voru frk. Halldóra Eggertsdóttir námsstjóri, alþingismenn kjör- dæmisins, Jón Árnason og frú, Sigurður Ágústsson, Ásgeir Bjarnason og frú, ennfremur fyrrverandi sýslumaður Dala- sýslu, Friðjón Þórðarson, auk gesta úr héraðinu. Að lokum var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju í skólanum. — Fréttaritari í Bandaríkjunum? — Ég fór til Bandarikjanna skömmu fyrir stríð, eða 1939 og starfaði þar m.eð ýmsum hljóm- sveitum til ársins 1951. Árin 1948—49 var ég fastrá'ðinn stjórn andi hljómsveitarinnar í Chicago þar var ég einnig aðstoðarmað- ur Rodzinskys í eitt ár. — Hvernig var Ghicago hljóm sveitin á þessum árum? — Hún var mjög góð, én ein- leikarar, sem leikið hafa með henni síðan Fritz Reiner féll frá segja mér áð henni hafi farið aftur. — Jean Martinon er núver- andi stjórnandi hljómsveitarinn- ar, .hvert er álit yðar á honum? — Hann hefur getið sér góðan oFðstír í Frakklandi og víðar í Evrópu, en vel má vera að hann sé ekki rétta manngerðin fyrir bandarískar hljómsveitir. — Þér haffð trúlega mikið gert af því að kynna verk landa yðar Sibeliusar í Bandaríkjun- um? — Já, verk eftir hann voru iðulega á efnisskrám mínum, en vegna afstöðu Finna í heims- styrjöldinni síðari, þá gengu eig- inlega allir hljómsveitastjórar framhjá verkum hans. Ég fékk þó ávallt leyfi til að leika verk hans. — Hver var ástæðan fyrir því áð þér yfirgáfuð Bandaríkin? — Ég hafði í rauninni ákveð- ið að setjast að vestra æfilangt, en vinur minn Sibeliús skrifaði mér oftsinnis og lagði fast áð mér að koma heim og taka við hljómsveitinni í Helsinki. Ég lét að lokum tilleiðast og fór heim til Finnlands árið 1951. — Hvert er álit yðar á Sin- fóníuhljómsveit okkar og hljóm- bur’ðinum í Háskólabíóinu? — Mér líkar hún vel, en strengjasveitin er full lítil fyrir verk Sibeliusar, eða annarra róm antískra tónskálda, sem krefj- ast mikils hljóms. Þetta leiðir það einnig af sér, að hlutföllin milli hinna ýmsu deilda verða ekki sem bezt. Ég hef átt við sama vandamál að stríða í Hels- inki, því strengjasveit okkar er ekki mikið stærri. Hinar stærstu hljómsveitir í Evrópu og Banda- ríkjunum hafa 60—70 manna strengjasveitir. Um hljómburðinn í hljóm- leikasalnum get ég ekki mikið sagt, sagði Hannikainen að lok- um, því ég hef ekki hlustað á hljómsveitina utan úr sal. En frá mínum bæjardyrum séð, þ.e. a.s. frá stjórnpallinum, þá hljóma strengirnir ágætlega, en hljóm- urinn í blásturshljóðfærunum er of harður og á tónleikunum s.l. fimmtudag fannst mér slagverk- ið ekki vera eins þróttmikið og ég hefði óskað. isj. Milcil aðsókn að Staðarfellsskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.