Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 8
8
MORGU N B LAÐIÐ
Fimmtudagur 21. október 1995
Hátíiahöld á 1100 ára
afmæli Islands byggðar
- rædd ú Alþingi í gær
Á FUNDI í Sameinuðu Alþingi
í gær var til fyrstu umræðu
þingsályktunartillaga rikis-
stjórnarinnar um 1100 ára af-
mæli íslandsbyggðar 1974.
Fylgdi forsætisráðherra Bjarni
Benediktsson málinu úr hlaði.
Forsætisráðherra sagði, að
það væri gamall og góður siður
bæði hér á landi og annars stað
ar að minnast merkisafmæla og
mætti raunar segja, að stundum
hafi fremur verið ofrausn á
slíku en að það hafi verið van-
rækt. Sbr. þegar mönnum þótti
íyrir því, að ekki skyldi efnt
til stórhátíðar á tuttugu ára af-
mæli lýðveldisins.
Hátíðahöldin í tilefni 1000 ára
tslandsbyggðar 1874 og 1000 ára
afmælis Alþing
is 1930 skildu
eftir sig djúp
spor í vitund
þeirra, sem þar
voru. Þær
mörkuðu tví-
mælalaust tíma
mót í sögu
þjóðarinnar og
alveg er víst,
að enginn hefur viljað vera án
þeirra minninga, sem við þess-
ar hátíðir eru tengdar. Svipað
er að segja um lýðveldisstofn-
unina 1944, þótt þar hafi raun-
ar verið haldið upp á atburð,
sem var að gerast.
1100 ára minning Islands-
byggðar er ekki eins helg og
þessar stórhátíðir, en þó hygg
ég, að flestir séu sammála um,
að það sé svo merkt afmæli,
að rík ástæða sé til veglegra
hátíðarhalda.
Enn höfum við ekki heillega,
frambærilega íslandssögu. Þjóð-
vinafélagið og Menningarsjóður
hafa unnið þarft verk í þessu
efni, en þar ekki ekki um heil-
legt sagnfræðirit að ræða,
miklu fremur brot úr þessari
sögu. Nauðsynlegt er að Ijúka
þessu verki og grundvalla á því
heillega íslands sögu við al-
mennings hæfi.
í þessu sambandi er mikill
missir af próf. Jóni Jóhannes-
syni, sem hefði manna bezt
unnið slíkt verk. En áreiðan-
legt er, að maður kemur í
manns stað í þessum efnum s&m
öðrum.
Hér er tvöfalt óleyst verk-
efni og væri ánægjulegt að
ljúka því fyrir afmælið.
Þá kemur til álita sýning úr
sögu þjóðarinnar eins og var
1944, einnig almenn listsýning
og listahátíð og almennings há-
tíðahöld, hvort sem það yrði
aðallega á Þingvöllum eða í
Reykjavík vegna þess hve
byggð Reykjavíkur er nátengd
byggðasögu landsins. Nauðsyn-
legt er að koma upp þjóðhýs-
um, alþingishúsi og stjómar-
ráðshúsi. Frumdrættir eru til að
hinu síðarnefnda en öilu sein-
legar hefur gengið með Alþing-
ishúsið. Bráðabirgðahúsnæði
það, sem þingið hefur fengið til
umráða má þó alls ekki verða
til að tefja fyrir því. ósam-
komulag um staðarval hefur
tafið fyrir, en ég vil láta það
uppi, að persónulega hneigist
ég að hugmynd, sem Benedikt
Gröndal mun vera upphafsmað-
xu- að, að ætla þinghúsi stað
vestur af þessari byggingu í
nánum tengslum við hina gömlu
Iagólfsbyggð og okkar sögu.
Vel færi á því að tengja þessar
nauðsynlegu byggingar við
slíka stórhátíð.
Ég vona, að menn séu sam-
mála um þetta mál og geti sezt
á rökstóla, þannig að þessi há-
tíð verði sem veglegust. Ekki
bara til vakningar fyrir okkar
þjóð heldur einnig til að styrkja
stöðu okkar út á við og vekja
athygli á hlut okkar til að við
halda menningu vestrænna
þjóða.
Það hefur komið glöggt fram
í sambandi við Vínlandskortið,
að menn eru furðu ókunnugir
um þær sögulegu staðreyndir,
sem þetta kort er raunar aðeins
eitt dæmi um. Þessi hátíðahöld
geta aukið skilning manna á af-
rekum okkar fámennu og af
mörgum lítils metnu þjóðar á
1100 ára sögu hennar.
Einar Olgeirsson (K) kvaðst
vilja taka undir tillögu forsætis-
ráðherra. Það væri tvímæla-
laust tímabært að hefja undir-
Á FUNDI í Sameinuðu Alþingi í
gær svaraði menntamálaráð-
herra, Gylfi Þ. Gíslason, fyrir-
spurn frá Alfreð Gíslasyni um
tannlæknakennslu háskólans.
Menntamálaráðherra sagði, að
lög um tannlæknakennslu hefðu
verið sett 1947, en 1945—1947
hefði verið um að ræða tveggja
ára námskeið í þessum fræðum.
Fyrsti tannlæknirinn hefði verið
útskrifaður 1949. Á síðustu tveim
ur árum hefðu 19 tannlæknar
verið útskrifaðir en næstu þrjú
ár á undan 30, eða allt að 50
tannlæknar á síðustu fimm ár-
uim.
í fyrrahaust hefði háskólinn
skrifað menntamálaráðuneytinu
bréf þar sem frá
því var skýrt, að
háskólinn treysti
sér ekki til að
taka fleiri en 8
stúdenta til
náms í tann-
lækningum
nema fyrirheit
yrðu gefin um
stuðning við auk
ið húsnæði handa tannlækna-
kennslu. Óskað var eftir, að inn-
rita 15 stúdenta sl. haust og var
það heimilað. Á fjárlögum 1965
var fjárveiting til tannlækna-
kennslu hækkuð úr 799 þúsund-
um í 1599 þúsund eða meira en
tvöfölduð. Háskólinn hefði óskað
eftir fjárveitingu á þessum fjár-
lögum að upphæð 1799 þúsund
og hefði verið orðið við þeim
óskum á fjárlögum 1966.
Árið 1958 hefði verkleg
kennsla í tannlækningum verið
flutt úr háskólanuim í Landspít-
alann og jafnframt hefði námið
verið lengt úr 5 árum I sex,
Happdrætti háskólans hefði veitt
500 þúsund krónur til hins nýja
húsnæðis.
Nokkrir stúdentar hefðu kvart-
að við borgariækni vegrus
þrengsla i þessu húsnæði og
hefði borgarlæknir fyrirskipað
búning að hátíðahöldum í til-
efni 1100 ára af-
mæli íslands-
byggðar. Einar
segist sérstak-
lega vilja taka
undir nauðsyn
þess, að skrifuð
yrði heilleg saga
Islandsbyggðar.
Hann lagði
áherzlu á þátt
listamanna í þessum hátíðahöld
um, ræddi gerð sögulegra mál-
verka og varpaði fram þeirri
hugmynd, að í sambandi við
þessi hátíðahöld yrði boðið
hingað til lands þeim fjölmörgu
mönnum, háskólakennurum og
öðrum, sem legðu fram mikið
starf til þess að kynna íslenzka
tungu, sögu þjóðarinnar og
menningu en hefðu aldrei til
landsins komið.
Tillögunni var vísað til ann-
arrar umræðu og allsherjar-
nefndar með samhljóða atkv.
að taka 2—3 stóla í burtu og
fækka nemendum í verklegri
kennslu. Borgarlæknir féllst á, að
aðeins einn stóll yrði fjarlægður,
en hélt fast við fækkun nem-
enda.
Hinn 26. júlí sl. hefði háskóla-
retkor ritað menntamálaráðu-
neytinu bréf vegna vandamála
tannlæknadeildar og væri ekki
ljóst hvernig þau yrðu leyst.
Þrjár leiðir væru fyrir hendi,
byggja nýtt hús fyrir tannlækna-
kennslu, hafa hana í fyrirhugaðri
byggingu læknadeildar eða bráða
birgðahúsnæði.
Happdrætti háskólans leggði
fram fé til nýbygginga á vegum
háskólans og hefðu tekjur þess á
sl. ári verið nær 10 millj. króna.
Nýtt hús ásamt nauðsynlegum
tækjúm mundi kosta um 46
milljónir. Líklega yrði ódýrara
að ætla tannlæknakennslu hús-
næði í húsi læknadeildar, en með
slíkum stórbyggingum væri ekki
leystur aðsteðjandi vandi.
Verið væri að vinna að því að
útvega nú þegar húsnæði fyrir
teknólogíska kennslu og klíníska
kennslu næsta haust.
Ennfremur væri verið að at-
huga möguleika á að tryggja
nemendum á síðari hluta náms-
tímabils námsdvöl erlendis.
Kvað menntamálaráðherra
stjórnina reiðubúna til alls skyn-
samlegs stuðnings við útvegun
húsnæðis. Tannlæknakennsla
væri dýrasta kennsla, sem nú
færi fram í háskólanum.
Við yrðum að sníða okkur
stakk eftir vexti í þessum efnum
sem öðruim. Hann kvaðst vonast
til, að i framtíðinni yrði auðið
að útskrifa nægilegan fjölda tann
lækna og að ná góðri samvinnu
við erlenda háskóla í tannlækna-
kennslu.
Alfreð Gíslason (K) sagði, að
hér hefðu orðið mistök. Nú væri
verið að athuga málið, hvers
Tannlæknakennsla til
umræöu á Alþingi í gær
vegna ekki fyrr?
Hvers vegna er
20 stúdentum
gefin kostur á
að innrita sig í
tannlæknadeild-
ina í haust, látn-
ir bíða eftir end
anlegu svari til
mánaðamóta
sept.-okt. og fá
þá neitandi svar? Þetta væri ó-
þægilegt fyrir stúdentana og ó-
nærgætni af hálfu háskólans.
Yfirstjórn háskólans hefði brugð-
izt skyldu sinni. Háskólinn ætti
að vera öllum opinn, sem til þess
hefðu rétt og engum að neita um
inngöngu. Hann kvað háskólayfir
völd enga frambærilega afsökun
hafa í þessu máli.
Gylfi Þ. Gíslason (A) kvaðst
vilja láta það koma fram, að í
samtölum við yfirstjórn háskól-
ans hefði verið lögð á það á-
herzla, að á síðustu þremur ár-
um hefðu verið teknir inn mun
fleiri stúdentar en áður í tann-
læknadeild eða alls 44.
Einar Olgeirsson (K) Sagði, að
í þessum efnum hefði ríkt ó-
stjórn og fyrirhyggjuleysi. Ekki
væri hægt að verja þá menn sem
ekki stæðu í stöðu sinni. Það
þyrfti að hugsa fram í tímann.
Það væri engin afsökun að stúd-
entum hefði fjölgað. Sagt væri
að peningar væru ekki tiL Það
hefðu verið til peningar í Há-
skólabíó. Háskólinn ætti að verja
sínum peningum til að mennta
þjóðina. Svo virtist sem nauðsyn-
legt væri að taka allan háskólann
til rannsóknar á Alþingi.
I GÆR var útbýtt á Alþingi
fjórum framvörpum: um verð-
jöfmmar- og flutningasjóð síld-
veiða árið 1965 samhljóða bráða
birgðalögunum 24. júní 1965,
um breytingar á lögum um Bún,
aðarbanka íslands flutt af Páli
Þorsteinssyni o. fl. um breyt-
ingu á lögum um aðför flutt af
Ólafi Jóhannessyni um raforku-
veitur flutt af Skúla Guðmunds
syni o. fl. Ennfremur var út-
býtt þingsályktunartillögu um
undirbúning löggjafar um þjóð-
aratkvæði flutt af Ólafi Jóhann-
essyni o. fl.
Sexfugur / dag
Bárbur Isleifsson
BÁRÐUR ísleifsson er sextugur
í dag og hefir starfað fyrir rík-
ið í 30 ár, — samtíða öllum arki-
tektum er að byggingarmálum
þess hafa unnið fyrr og síðar,
að Rögnvaldi Ólafssyni einum
undanskildum.
Bárður er borinn og barnfædd
ur á Akureyri. Foreldrar hans
voru ísleifur Oddsson trésmiður
og kona hans, Þorfinna Þórðar-
dóttir, — bæði af traustum skaft-
fellskum stofnum.
Bárður lauk prófi við Gagn-
fræðaskólann á Akureyri árið
1923, og naut framhaldskennslu
hinna framsæknu ágætismanna
við þann skóla. Stúdentsprófið
sjálft varð að þreyta hér syðra
að þessu sinni, — það var árið
1927 — og var einskonar próf-
steinn á hinn verðandi Mennta-
skóla Norðurlands.
Síðan lágu leiðir til Hafnar,
og þar lauk hann arkitektaprófi
við konunglegu akademíuna árið
1935.
Bárður réðst strax að námi
loknu til frænda síns, Guðjóns
Sámúelssonar, húsameistara rík-
isins.
Áhrifa Bárðar tók fljótt að
gæta á hinni fáliðuðu teiknistofu
ríkisins — og hlóðust brátt á
hann verkefni, og jafnhliða varð
hann G. S. hinn bezti samstarfs-
og aðstoðarmaður við mörg hin
mestu byggingaverkefni þess
tíma.
Nú þegar hann stendur á sex-
tugu, getur hann horft yfir 30
ára árangursríkt starf að bygg-
ingamálum landsins.
Enginn maður annar, trúi ég
hafi haft svo víðtæk áhrif á þró-
un sjúkrahúsabygginga á íslandi
— og engan veit ég annan eiga
þar jafn stóran hlut. Nægir því
til staðfestu að nefna uppbygg-
ingu Landsspítalahverfisins, sem
enn er megin verkefni Bárðar,
— og sjúkrahúsið á Akureyri.
Svipað er að segja um gagn-
fræðaskólabyggingar. Þar mætti
nefna Flensborg í Hafnarfirði og
skólana í Vestmannaeyjum og á
Akureyri.
Á háskólalóðinni bera prófess-
orabústaðirnir honum fagurt
vitni, en það verkefni hlaut hann
að lokinni samkeppni, þar sem
hann fór með sigur af hólmi.
Þá má nefna byggingu SÍBS í
Reykjalundi og þannig mætti
lengi rekja, og víst er um það að
„skjólstæðingar" hans eru orðnir
æði margir um allt ísland.
Bárður er maður hávaðalaus
og yfirlætislaus og svo heilsteypt-
ur þó, hreinlyndur og óáreitinn
í annars garð, að það liggur við
að maður fagni því ef hann skipt
ir skapi, eða á annan hátt bregð-
ur af vana sínum.
Enginn skyldi þó skilja orð
mín svo, að hann sé fáskiptinn
um annarra hag — eða sitji hjá
þegar réttu máli er hallað; —
þá andmælir hann af svo mikilli
hægð og lagni að margir taka
naumast eftir að hann beitir á-
hrifaríkum fortölum.
Margir bjuggust við, að Bárð-
ur tæki við húsameistaraembætt-
inu, þegar Einar Erlendsson lét
af starfi, en þeim, sem bezt
þekkja hann kom þó ekki mjög
á óvart, þegar á daginn kom, að
hann var ekki meðal þeirra er
sóttu um embættið. Hlédrægni
hans og lítillæti hafði hér um
ráðið — eins og svo oft áður.
Þessir eiginleikar hafa þó ekki
dugað honum í félagsmálum
arkitekta, þar hefir hann gegnt
formannsstörfum og margháttuð-
um trúnaðarstörfum frá fyrstu
tíð.
Sá, sem þessar línur ritar hef-
ur átt því láni að fagna, að vera
samvistum við Bárð á námsár-
unum á Akureyri og í Kaup-
mannahöfn, og að eiga hann að
vini og samstarfsmanni um ára-
tugi án þess að skugga bæri á,
eða missætti henti,
Bárður er kvæntur Unni, dótt-
ur Arnórs heitins Guðmundsson-
ar skrifstofustjóra Fiskifélags
íslands og k. h. Margrétar Jóns-
dóttur, og hefur þeim orðið
þriggja barna auðið. Þau urðu
að sjá á bak elzta barni sínu,
Margréti og var það þeim þung
reynsla. Sonur þeirra Leifur er
í Menntaskóla og Finnur 12 ára.
Þau Bárður og Unnur hafa bú-
ið sér unaðslegt heimili, sem
ber þeim báðum fagurt vitni,
og segja mætti mér að margur
sendi þeim hlýjan hug á þessum
merkisdegi húsbóndans.
Gunnlaugur Halldórsson.