Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 32
tUYíl ELDHÚSRÚLLAN 240. tbl. — Fimmtudagur 21. október 1965 VervJunarhúsið var 120 ára gamalt tiiiiburhús og fuöraði þá upp á örskömmum tíma. Sjá frétt á bls. 31. Mesti vöxtur í ánni9 sem Lézt af heila- Mæðingu LÆKNAR hafa nú lokið lík- skoðun á konunni, er fannst lát- in í Sel'búðum um sí'ðastliðna helgi. Krufningsskýrsla þeirra er komin til sakadómara, og segir í henni að konan hafi látist af heiiabblæðingu. Benda líkur til að heiiablæðingin hafi orsakast af höfuðhöggi, þar sem áverkar voru á nefi konunnar, en slíkt er þö ekki fullsanna'ð. Rannsókn á atburði þessum mun að sjáifsögðu haida áfram. Strákurinn fundinn SEXTÍU OG fimm ára gamalli konu var hrint í götuna sl. mánu dagskvöld á Smíðjustíg, eins og frá hefir verið skýrt í fréttum. Verknaðinn framdi strákur, sem var í fylgd með tveim öðrum minni. Rannsóknarlögreglan hefir náð þeim er hrinti konunni, en hana er 14 ára að aldri. Lilta-Hvammi, Mýrdal, 20. október. SÍÐASTLIÐNA nótt var mik- ill vöxtur í Jökulsá á Sól- heimasandi og braut hún skarð í þjóðveginn fyrir vest- an brúna og gróf undan land- stöplinum. Snemma í morgun seig svo vestasta bil brúar- innar niður í vatnið landmeg- in. Stöðugt hefir brotið úr veginum og mun skarðið vera milli 40 og 50 metrar. Bæði simi og rafmagn eru í hættu og heiTr grafið frá einum símastaur og hangir hann á lín- unni úti í aðalstrengnum, en sam band hefir þó ekki rofnað. Aliar samgöngur við Vestur- Skaftafellssýslu á landi eru nú rofnar og allir flutningar leggj- ast niður. Kemur þetta sér mjög iila, ekki sízt þar sem sláturtíð stendur ennþá yfir í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Brúin á Jökulsá var byggð 1921 og er rúmir 200 m á lengd. Mörg ár eru lið|in siðan slikt vatnsmagn hefir komið í Jökulsá og mun við gerð ekki hefjast fyrr en eitt- hvað minnkar í henni. Ég hef séð Jökulsá hér í rúm 30 ár en aldrei séð neitt svipað vatnsmagn í henni og nú. meiiKi muna Auk þess skal þess getið að bilað hefir ein undirstaða undir Múlakvíslarbrúnni og er því ó- fært stórum bílum austur til Klausturs úr Mýrdalnum. — Sigþór. ★ Borgareyrum, 20. okL. Ég brá mér í dag austur að Jökulsá á Sólheimasandi og var þar um kl. 15.00. Virtist okkur þá að rafmagnslínan myndi ekki vera í hættu, enda var vatnið að sjatna nokkuð í ánni. Hins veg- ar er ekki gott að segja hvenær Framhald á bls. 31. Sólhei ma- jökuíl fíefur hlciupi5 fram tim 50 m. Sólheimajökull, einn af skrið- jöklum Mýrdalsjökuls, hefur á seinni árum gengið til baka, sem aðrir jökulsporðar, oft 30-50 m á ári ,en Jón Eyþórsson mælir árlega jökulsporðinn þarna. Sl. sunnudag fór Jón þangað til mælinga og komst að raun um að í þetta sinn hafði Sólheima- jökull gengið fram, allt að 50 m. í>etta telur Jón að hafi gerzt í fyrravétur. Hefur aðaljökull- inn gengið fra-m um 50 m, og hafði jökullinn ýzt upp brekk- una á höfðanum á milli sporð- anna, er nefnist Jökulhaus, af feiknarkrafti og farið 18 m. upp eftir brattri brekkunni. Eystri jökulsporðurinn hafði gengið fram um 22 m. Fyrst fór að bera á þessu í hitteðfyrra, er Sólheimamenn sáu að jökullinn hafði bólgnað upp, er þeir fóru yfir hann á Hvítmögu. í vor sem leið hafði jökulsporðurinn þó ekki enn náð að ganga fram, þegar Jón skoðaði hann. En mjög bratt er þarna við upptök þessa skriðjökuls og má alltaf búast við kippum í hon- um, sagði Jón. Lcitin ber eníran L ) árangur BKKÍBRT hefur enn spurzt til Ásgrims Halldórssonar, hins 26 ára gamla sjómanns, er hvarf frá skipi sínu í Seyðisfjarðarhöfn 13. þ.m. Er blaðið hafði samfoand víð lögregluna á Seyðisfirði í gær, tjéði hún því, að allar möguleg- ar rá'ðstafanir hefðu verið gerð- ar til að hafa upp á manninum, án árangurs. Mun lögreglan fara með leitarflokk nú í kvöld og leita út með firðinum beggja megin. Landlega er nú á Seyðisfirði og fjöldi báta inni. Akranesi, 20. okt.: — FREYSTEINN Þorbergsson skák meistari Norðurlanda teflir fjöl tefli í félagsheimilinu Röst hér í bæ, fimmtudagskvöldið kl. 8,30. — Oddur. j Stórskemmdir á vegum á Vesturlandi FEIKNA miklir vatnavextir urðu í fyrrinótt og gær um sunnan- og vestanvert landið og aur- og grjótskriður féllu úr fjallshlíðum. Skriða féll í Hvalfirði og lok- aði veginum um skeið. Þá er Dragavegur ófær og Hvítá flæddi yfir bakka sína hjá Hvít- árvöllum o> við Síkisbrýrnar. Þá flæddi Norðurá í Borgarfirði yfir veginn hjá Hraunsnefi og skriða féll á veginn í Lundar- reykjadal. Flóð þessi voru í rén- un í gærkvöldi. Yfirverkfræðingur Vegagerðar ríkisins, Snæbjörn Jónasson, sagði í fréttaauka útvarpsins í gærkvöldi að þetta myndu mestu vegaksemmdir, af völdum flóða á tilteknu svæði, síðustu áratug- ina. Mestar eru skemmdirnar við Jökulsá á Sólheimasandi en frá þeim er skýrt á öðrum stað í blaðinu. Blaðið átti í gær tal við Magn- ús Rögnvaldsson, vegaverkstjóra í Búðardal, og sagði hann svo frá: Skaðar hafa orðið á Vestur- landsvegi hér í Dölum. Reykja- dalsá flæðir yfir veginn vestan við Bröttubrekku hjá Fellsenda á 500—600 m kafla. í Svínadal fór stykki ú. veginum á tveimur stöðum, á öðrum staðnum skekkt ist ræsi og tveir metrar fóru af veginum, en á hinum staðnum tók 15 m úr veginum, en hann var um 5 metrar á hæð á þeim stað. Skriða féll í Svínadal, þar sem vegurinn liggur þó ekki, og allt út í á og stíflaði hana um skeið en rann síðan fram. Hörðudalsá tók stykki úr veg- inum við brúna og var hann lok- aður í gær. Hægt var að komast vestur yfir Reykjadalsá á stórum bílum og jeppum, þótt hún flæddi yfir veginn. Úrfellið mun hafa verið mest í Miðdölum og Svínadal. Þurr jörðin gleypir mikið vatn í sig, bólgnar síðan upp og hleypur fram þar sem aðstæður eru fyrir hendi, sagði Magnús að lokum. Skriður féllu á veginn í Narf- eyrarskriðum í Álftafirði og var hann lokaður í gær. Símalínan hélzt enn í gærkvöldi er blaffið átti tal viff fréttarit- ara sinn í Mýrdal, en hér sér hvar áin hefir rutt undan einum stauranna og hangir hann í línunni. — (Ljósm.: M. J.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.