Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 9f. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Síldveiði við Suðurland Nokkur hluti áiieyrenda á íundinum. 700-800 manns sótti mót maelafundinn í Kefiavík Keflavík, 20. október. MÖTMÆLAFUNDUR, sem hald inn var hér í gærkvöldi gegn væntanlegum vegartolli, var geysifjölmennur og sá fjölmenn asti serrt* hér hefur verið hald- inn. Munu hafa sótt hann milli fijö og átta hundruð manns víðs yegar af Suðurnesjum. Framsögu fyrir fundarboð- endur, sem var Félag ísl. bif- reiðaeigenda, voru þeir Ingvar Guðmundsson, kennari, og Arin björn Kolbeinsson, formaður FÍB. I»rír af þingmönnium Reykjaneskjördæmis, þeir Matt- hías Mathiesen, Sverrir Júlíus- son og Jón Skaptason, voru við- staddir fundinn og tóku þátt í Umræðum, en samgöngumála- ráðherra og vegamálastjóri mættu ekki þrátt fyrir ítrekuð boð um að sitja fundinn. Umræður fóru mjög vel og virðulega fram og var algjör einhug'ur á fundinum gegn hin- um væntanlega vegartolli. ÍÞrjár ályktanir voru bornar fram og voru þær í nokkrum liðum, hver fyrir sig. Þeir liðir ályktananna, sem fluttu þakk- læti til ríkisstjórnarinnar fyrir að steypa þennan veg voru allir felldir, en þeir liðir, sem ein- göngu voru mótmæli gegn veg- artollinum, voru einróma sam- þykktir. 'Fundurinn hófst klukkan 9 Fiðlutón- leíkar ■ Austur- bæjarhíói SVISSNESKI fiðluleikarinn Blaise Calame og píanóleikar- inn Jean Claude Amibrosini léku fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins í Austurbæjarbíói sl. tmánudags- og þriðjudagskvöld. Blaise Calame er án efa dug- andi fiðluleikari, svo sem ef var látið í fréttatilkynningum fyrir þessa tónleika, en ekki var leik- tir hans hrífandi að þessu sinni, a. m, k. ekki síðara kvöldið, þegar undirritaður var í hópi áheyrenda. Tök hans á hljóð- færinu voru í senn of hörð og of óörugg til þess að svo mætti verða. Tónninn er að vísu mikill, en hrjúfur og oft urgkehndur, og tónmyndun (intonation) ein- att harla ónákvæm. Allt þetta kom fram í fyrstu viðfangsefn- unum, Konsert í g-moll eftir Vivaldi og sónötu í D-dúr, op. 12 nr. 1, eftir .Beethoven, þótt annars væri talsverður mynd- arbragur á meðferð þeirra. Af* drifaríkari urðu ágallarnir í són ötunni eftir Debussy, og um þverbak keyrði í þrem kaprís- um fyrir einleiksfiðlu eftir Faganini. Sú músík er þannig vaxin, að ekki. ættu að snérta á henni til opinbers flutn ings aðrir en virtúósar, sem hafa alla tækni fyllilega á valdi sínu, ef hún er þá ekki alveg látin eiga sig. Jean Claude Ambrosini er góður píanóleikari og leysti sitt hlutvetk af hendi með ágætum. Þó hefði hann að skaðlausu mátt láta meira til sín taka, t.d. í sónötunni eftir Betthoven. Það var hvorki tilviljun né hót- fyndni, að höfundurinn nefndi hana Sónötu fyrir píanó og fiðlu — ekki öfugt. Jón Þórarinsson. um kvöldið og stóð til kl. 1 eftir mið.nætti og var sami mann- fjöldinn allan tímann. Hátalarar voru settir upp úti og hlýddu menn ýmist á umræður í bílum sinum eða standandi úti á göt- unni, þótt rigningarskúrir væru. Það upplýstist á fundinum, að vegurinn yrði væntanlega opn- aður n.k. laugardag og toll- heimta mundi hefjast þá þegar, en ekki fékkst upplýst, hversu hár tollurinn yrði. Má búast við, að mjög fjölmennt verði við oþn un vegarins á laugardag, því að tollheimta þessi er alvörumál fyrir Suðumesjabúa. — hsj. í GÆR birtist í Mbl. skýrsla Fiskifélag'sins um síldaraflann norðan lands og austan. Hér fer svo á eftir skýrsla um afla síld- .veiðibátanna við Suðurland. Ef skýrslurnar eru bornar saman sést að margir bátanna hafa feng ið afla á báðum veiðisvæðunum. Uppm. tn. Águst Guðmundsson Vogum 7.189 Ágústa Vestmannaeyjum 18.297 Akurey Reykjavík 3.437 Akurey Hornafirði 146 Andvari Kefla^ík 20.835 Arnarnes Hafnarfirði 4.233 Arnfirðingur Reykjavík 1.925 Árm Geir Keflavík 6.694 Ársæll Sigurðsson II Hafnarfirði 6.796 Ásgeir Reykjavík 6.907 Bergur Vestmannaeyjum 11.098 Bergvík Keflavík 11.071 Blíðfari Grundarfirði 3.752 Brimir Keflavík 1.232 Dorfi Patreksfir^i 3.642 Eldey Keflavík 12.716 Engey Reykjavík 25.708 Fagriklettur Hafnarfirði 9.762 Fákur Hafnarfirði 1.376 Faxaborg Hafnarfi-rði 8.731 Freyfaxi Keflavík 36 Friðrik Sigurðsson Þorláksihöfn 20.009 Fróðaklettur Hafnarfirði 10.805 Gísli lóðs Hafnarfirði 10.307 Gissur hvíti Hornafirði 258 Gjafar Vestmannaeyjum 2.601 Gnýfari Grundarfirði 118 Grótta Reykjavík 186 Guðjón Sigurðsson Vestmannaeyjum 2,832 Gull-borg Vestmannaeyjum 18.447 Gulltoppur Vestmannaeyjum §785 Gulltoppur Keflavík 1.311 Halkion Vestmannaeyjum 8.031 Hamravík Keflavík 3.710 Hannes Lóðs Reykjavík 1.254 Hara-ldur Akranesi 739 Heimir Stöðvarfirði 492 Helga Reykjavík Hilmir Keflavík Hrafn Sveinbjarnarson 13.984 8.123 Grindavík 9.358 Hrafn Sveinbjarnarson H Grindavík 21.141 Hrafin Sveinbjarnarson III Grindavfk é 14.779 Huginn Vestmannaeyjum 10.706 Huginn H Vestmannaeyjum 19.139 Húni II Höfðakaupstað 2.658 Höfrungur Akranesi 1.515 Höfrungur III Akranesi 3.795 Höfrungur II Akranesi 2.623 ísleifur IV Vestmannaeyjum 26.807 Jón Finnsson Garði 372 Jón Garðar Sandgerði 4.538 Jón Gunnlaugs Sandgerði 3.652 Jón Oddsson Sandgerði 1.355 Kambaröst Stöðvarfirði 989 Kap II Vestmannaeyjum 3.366 Keflvíkingur Keflavík 6.120 Kópur Vestmannaeyjum 17.450i Kristbjörg Vestmannaeyjum 16.112 Kristján Valgeir Sandgerði 6.233 Manni Keflavík 8.501 Marz Vestmannaeyjum 20.382 Meta Vestmannaeyjum * 22.386 Mummi Garði 12.546 Ófeigur II Vestmannaeyjum 17.503 Ófeigur III Vestmannaeyjum 9.315 Ólafur Sigurðsson Akcanesi 5.975 Óskar Halldórsson Reykjavik 609 Otur Stykkishólmi 1.185 Rán Keflavík 2.988 Reykjanes Hafnarfirði 5.818 Reynir Vestmannaeyjum 21.673 Runólfur Grun-darfirði 213 Sigfús Bergmann Grindavík 14.175 Sigurður Vestmannaeyjum 9.662 Sigurfari Akranesi 3.752 Sigurkarfi Njarðvík 377 Sigurpáll Garði 8.831 Skagaröst Keflavík 19.980 Skarðsvík Hellissandi 2.080 Stapafell Ólafsvík 5.302 Skírnir Akrafiesi 1.742 Stjarnan Reykjavik 8.476 Sveinbjörn Jakobsson Ólafisvík 94/7 Sæfari Tálknafirði 266 Sæhrímir Keflavík 628 Sæunn Sandgerði 3.572 Valafell Ólafsvík 6.732 Viðey Reykjavík 18.590 •Vonin Keflavík 2.10« I>orbjörn Grindavik 9.203 Þorbjörn II Grindavík 12.145 t>órkatla Grinda-vík 21.246 Þarna liggur vélbáturinn Sævar og á mánudaginn og rak upp í krikann er aS brotna í Sandgerðishöfn. Hann slitnaði upp i óveðrinu í höfninni, þar sem hann liggur brotinn. (Ljósm.: I. Jensen) Ingi Ingimundarson hæstaréttarlömaður Klapparstíg 26 IV hæð Simi 24753. — Þróttmikið Framhald af bls. 17 stjórnarvöldin að vinna að enn- frekkari stækkun fiskveiðiland helginnar. Áhugi er fyrir því að kjör- dæmisráðið komi sér upp sama stað á Egilsstöðum fyrir starf- semi sína. Afturhald framsókniarmnnna hamlaði framförum Að lokum sagði Sverrir Her- mannsson: „Það er augljóst mál, að Austurland er á hraðri uppleið í öllum efnum, gífur- lega margt er þar ógert og sumt vangert, en skilningur er á því, að ekki verður áorkað í einu öllu því sem þarf að gera á skömmum tíma. Allra sízt, þegar haft er í huga, að þessi landshluti hefur verið á eftir öðrum í flestum greinum. Á- stæðan fyrir því er auðvitað steinrunnið afturhald Fram- sóknarflokksins, sem réð þar ríkjum alfarið um áratugaskeið. Austfirðingar eru nú að losna úr hinum gömlu afturhalds- og einvaldsklóm, og geta nú loks um frjálst höfuð strokið, enda sýna hinar gífurlegu fram- kvæmdir og framtak ein- staklinga þar eystra, að lang- vinnri afturhaldsáiþján þefur ekki tekizt að draga úr mönn- um kjark og áræði. Rauða myllan Smurt brauð, heilar og hálfar sneiðar. Opið frá kl. 8—23,30. Sími 13628 Afgreiðslustarf Kona óskar eftir afgreiðslu starfi hálfan daginn tvisvar til þrisvar í viku, helzt í bókaverzlun, þó ekki skil- yrði. Tala dönskú og hef kunnáttu í ensku. Get byrjað strax. Sími 12718 um nánara viðtal, fyrir hádegi næstu daga. Danskir og íslenzkir 2ja manna SVEFNSÓFAR komnir. <=>( I»r** Laugavegi 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.