Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1965, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 21. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 -------■ ■ ■ , ■■ ' ■— — - Reinhard Lárusson stór- kaupmaiur — Minning F. 11. október 1919 D. 13. október 1965 í DAG er útför Reinhards Lár- ussonar stórkaupmanns gerð frá Dómkirkjunni, en hann andaðist í Landakotsspítala miðvikudag- inn 13. þ.m., eftir að hafa átt við nokkra vanheilsu að stríða und- anfarna mánuði. Reinhard var sonur Lárusar bónda Jónssonar og Jónínu Óla- dóttur. Hann var fæddur á Siglu firði 11. október 1919 og var því réttra 46 ára gamall þegar hann andaðist. Ungur að árum fór hann að vinna fyrir sér á Siglufirði og vann hann þar einnig á hverju sumri eftir að hann hóf nám hér fyrir sunnan, en hann nam bæði að Laugarvatni og í Verzlunar- skóla fslands, en þaðan útskrif- aðist hann árið 1941. Mjög fljótlega eftir að hann hafði lokið námi í Verzlunar- skólanum setti hann á stofn firm að Columbus. Fyrst í félagi með öðrum, en eftir skamman tíma keypti hann hluti félaga sinna og rak hann síðan firmað einn til dauðadags, eða í samfellt 25 ár. Verzlaði Reinhard aðailega með áhöld og vélar, svo og bif- reiðar, en umboðsmaður fyrir hinar þekktu Renault-bifreiðar var hann um 20 ára skeið. Þá kom hann á fót sérstöku félagi til að annast viðgerðir á bifreiðum og öðru til að flytja inn, framleiða og selja alls kon- ar sportvörur og íþróttaáhöld. Einnig mun hann á sínum tíma fyrstur manna hafa komið á fót vísi að bíla- óg bátaleigu í Reykjavik. Þá var Reinhard þátttakandi í stofnun margra annara atvinnu- fyrirtækja og má þar m.a. nefna Loftleiðir h.f., Bifreiðar & Land- búnaðarvélar h.f. og Tollvöru- geymsluna o.fl. Félagsmálastarfsemi alls konar átti alla tíð mjög sterk ítök í Reinhard. Hann stofnaði Lions- klúbbinn Njörð fyrir um það bil 5 árum. Var fyrsti formaður hans og mætti á- öllum fundum klúbbs- ins frá stofnun hans. Seinasta fundinn sat hann daginn sem hann andaðist. Lions-félagsskap- urinn var honum ávallt mjög hjartfólginn, og í ár var hann vara-umdæmisstjóri hreyfingar- innar á íslandi. Þá starfaði Reinhard einnig mikið fyrir Hestamannafélagið Fák. Var formaður fjáröflunar- nefndar Fáks í mörg ár og full- trúi á landsþingum hestamanna. Reinhard var nýlega orðin fé- lagi í Oddfellowreglunum og 'hugði hann gott til samstarfs með þeim mætu mönnum. Reinhard var hár maður og þrekinn. Yfirbragð allt karl- mannlegt. Svipurinn hreinn. Augun stálgrá og lýstu ávallt skýrt því sem inni fyrir bjó, stundum hörð og köld, en oftast góðleg og glettin. Á yngri ár- um var hann afburða íþrótta- maður. Sérstaklega skaraði hann frapi úr í sundi, á skíðum og skautum. Hann hafði mikið yndi af laxaveiðum og hestum, svo og af ferðalögum bæði utan lands og innan. Hann var ávallt hreinn og beinn. Það var aldrei hægt að viilast á því hvorj honum líkaði betur eða ver og var þá alveg sama hver í hlut átti, vinir eða mótstöðumenn. Hann kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur. Mörgum kann stundum að hafa fundizt hann nokkuð harður og hrjúfur þegar því var að skipta, en þeir sem þekktu hann bezt vissu og fundu að undir yfir- borðinu leyndist ljúfur og góður drengur sem ekkert mátti aumt sjá og allt vildi fyrir sína nán- ustu gera. Hann var sannur vin- ur vina sinna og taldi aldrei eftir sér að veita þeim lið með ráð- um og dáð, hvernig sem S stóð. >að munaði hverju málefni þar sem hann lagði hönd að. Á gleðistundum var hann hrók ur alls fagnaðar, og enginn kunni betur að gleðjast með vinum sín- um en hann. Lét hann þá stund- um fjúka í kviðlingum, en hann hafði gaman af að setja saman vísur í góðra vina hópi. Eitt var það sem vinir hans dáðust ávallt að í fari hans. Það var hvað hann átti hægt með að umgangast fólk. Kynnast nýj- um monnum. Kynna vini sína hvorn öðrum og fá þá til starfs fyrir góð og gagnleg málefni, sem efst voru á baugi í huga hans í það og það skipti. Fjöldi vina hans þakka honum fyrir að hafa komið á kynnum og vináttu milli maigra góðra manna. Reinhard lætur eftir sig 6 börn, 3 börn uppkomin frá fyrra hjónabandi og 3 börn ung, sem hann eignaðút með seinni konu sinni Kristínu Jónsdóttur. Frú Krislín er óvenju elskuleg og vel gerð kona, sem stóð við hlið mannsins síns, og tók með gleði og áhuga þátt í öllum hans mörgu áhugamálum. Þau hjón voru nýlega flutt í nýtt hús við sjávarsíðuna í Kópavogi. Þar voru þau í sameiningu búin að búa sér og börnum sínum ynd- islegt framtíðarheimili. Góði vinur, þegar ég nú sit við gluggann minn á þessum októ- berdegi, með penna í hönd til að setja saman þessar fátæklegu lín ur, og virði fyrir mér fjöllin, sem eru að byrja að grána í kollinn í fyrsta hausthretinu og minnist þess að þetta var sá tími árs, sem við notuðum til ferðalaga innanlands, eftir að við vorum búnir að draga skeifurnar und- an hestum okkar og sleppa þeim í hausthaga, þá reikar hugur- inn til allra þeirra ánægjustunda, sem við vinir þínir höfum átt með þér, á hestum, við laxveið- ar, á ferðalögum utanlands og innan, á ótal gleðistundum und- anfarin ár. Þá er einnig gott að minnast þess að þú varst ávallt reiðu- búinn að taka þátt í erfiðleikum okkar og liðsinna okkur af heil- um hug þegar þannig stóð á. Á þessari stundu fyllist hugur minn harmi yfir því að þú skulir vera horfinn, svo alltof fljótt, þakklæti til þín fyrir vináttu þína öll þessi ár, bæn til Guðs að hann megi blessa og styrkja aldraða móður þína, unga eigin- konu og börnin þín. Megi hann gefa þeim styrk og þrótt á þess- um döpru haustdögum. G. REINHARD Lárusson var fædd- ur á Siglufirði 11. okt. 1919, og því réttra 46 ára að aldri, er hann féll frá 13. þ.m. Reinhard ólst upp í þeim mikla athafnabæ, Siglufirði, og hefir sennilega mótazt snemma af andrúmslofti athafna og fram- kvæmda, þá slíkt setti sinn svip hvað mest á allt líf þar nyrðra, enda átti það eftir að sýna sig varðandi lífsferil hans seinna meir. Reinhard fór í Verzlunarskóla íslands, og lauk þaðan brottfar- arprófi árið 1941. Strax að af- loknu prófi sneri hann sér að sjálfstæðum verkefnum í við- skiptalífinu, og haslaði sér þar völl með því að stofna fyrir- tækið Columbus h.f. Rak hann það fyrirtæki til dauðadags, eða um tæpra 25 ára skeið. Reinhard var mjög sérstæður persónuleiki, og- verður þeim minnisstæður, er honum kynnt- ust. Hann var búinn miklum lífskrafti, og þar sem hann kom og lét til sín taka, fór hann jafn- an mikinn. Því verkefni var borgið, er hann tók sér fyrir hendur að hrinda í framkvæmd Og hann hafði til að bera ótrú- lega miklu þrautseigju og vilja- þrek. Hann var að eðlisfari félags- lyndur maður, og hafði unun af að starfa að hugðarefnum sínum í félagssamtökum. Sá, er þessi kveðjuorð flytur honum nú, átti þess kost að starfa með honum í nokkur ár innan vébanda Lions hreyfingarinnar, í Lionsklúbbn- um Nirði. í því félagi var Rein- hard driffjöðurin frá byrjun og lagði hann sig mjög fram af ein- stakri alúð og ósérplægni um að gera veg klúbbsins sem mestan. Er mér og okkur félögum hans í klúbbnum bæði ljúft og skylt að þakka honum fyrir starf hans þar og margar ógleyman’egar ánægju- og gleðistundir í kmbbn um. Eftirlifandi eiginkonu, aldraðri móður, börnum og öðru venzla- fólki eru sendar alúðarkveðjur við fráfall hans. Gunnar Helgason. — Landbúnaðarmál Framhald af bls. 21 fyrir aðeins tæplega 300 millj. Þegar þetta er borið saman, þá getum við verfð sammála um að útflutningsuppbótin er hár hundr aðashluti. En það er ekki rétt að bera þetta sarrian. Við skul- um heldur athuga það, hvert er meginhlutverk land'búnaðarins. Meginhlutverk landbúnáðarins er að framleiða matvæli fyrir þjóðina og hvers virði eru þessi matvæli. Þau voru á þessu verð- lagsári, sem ég talaði um, 1840 milljónir og er þá miðað við hráefnið. Útflutningsuppbæt- urnar mega ekki fara fram yfir 10% af heildarverðmæti hráefn- isins, en eins og áður segir, voru aðeins vörur futtar út fyrir tæp ar 300 millj. Hitt var nofað í landinu. Og þegar að þáð er at- hugað, að þetta eru aðeins hrá- efnin sem ég tala um, og við vitum að miki'l verðmætaaukn- ing verður þegar búið er að vinna úr landbúnaðarafurðunum svo sem kjöti og innmat. Þegar búið er að vinna úr ullinni, og gerðar hafa verið ráðstafanir til áð vinna öll skinnin, en flytja þau ekki út söltuð og blaut, þá væru verðmæti landbúnaðarfram leiðslunnar ekki 1840 milljónir, heldur miklu fremur 2500 mill- jónir. En við skulum halda okkur við hráefnisverðmætið. Það eru þó á 1600. millj., kr. sem þjóðin hefur fengið frá landbúnaðinum í hráefnum. Til þess að tryggja bændum fullt verð fyrir vöruna þurfti áð borga á útflutninginn 184 millj. eða 10% af heildár- verðmæti hráefnisins. Framtíðarhorfur landbúnaðarins Ég held, að framtfð íslenzks landlbúnaðar sé mikil og það þurfi engu að kvíða um það, að ekki sé hægt að koma landbúnað inum á það stig, að hann þurfi ekki að fá framlög úr ríkissjóði. Það hefur oft verið talað um þáð, að ísland væri harðbýlt land, og að íslendingar gætu ekki keppt við aðrar þjóðir, sem hafa lengri sumur og frjórri gróður- mold. En þeir sem eru með slík- ar fullyrðingar, gleyma þeirri vfðáttu lands sem hver bóndi hefur á Islandi. Þeir gleyma því, þegar þeir eru að tala um ágæti nágranna- landanna, að bændur þar eru landlitlir. Hver blettur er rækt- aður og byggður. Bændur þar verða að búa a'ð því sem þeir hafa og geta litlu bætt við. Ég öfunda ekki þá menn. En að vera bóndi í íslenzkri sveit er starf sem gefur mikla mögu- leika. Það er ekki langt sfðan, að fslendingar fóru að rækta jörð- ina í stórum stíl. Það var 1923, sem jarðræktarlögin voru sett. Þeir sem sömdu þau voru Val- týr Stefánsson, Sigurður búnáð- armálastjóri og Magnús, heit- inn, Guðmundsson. Upp frá því byrjaði ræktunin hægt og rólega. Ég held, að það hafi verið 300 hektarar fyrsta ári'ð. f nokkur ár um 500 hektar- ar og síðan um 1000 hektarar á ári. Á árunum 1950—1960, Upp frá því byrjaði ræktunin hægt og rólega. Ég held, að það hafi verið 300 hektarar fyrsta ár- ið. í nokkur ár um 500 hektarar og sfðan um 1000 hektarar á ári. Á árunum 1950—1960, komst ræktunin upp í 2500 hektara að meðaltali á ári og árið 1964 var ræktunin 7000 hektarar. Við höfum ekki ræktað ennþá nema 90.000 hektara og miðað vi’ð það, þá er framlag s.l. árs mikið. Þetta er vegna þess að jarðrækt- arlögunum hefur verið breytt. Framlagið hefur veri'ð aukið, sér staklega til þeirra jarða er höfðu tún undir 25 hektörum. Og það er talið, að það sé ekki hægt áð lifa nútíma lífi, með því að hafa minni ræktun en það. Auka þarf fjölbreytni fram- leiðslunnar. Bændur á fslandi hafa aðal- lega búið vfð kúabúskap og sauðfjárbúskap og það hefur verið talað um, að þetta væri einhæft. Það hefur veri’ð talað um, að íslenzkur matur væri ekki nógu fjölbreyttur og núna á aðalfundi Verzlunaráðsins, var tala um, að nauðsynlegt væri að flytja inn kjöt. Ég get sagt að svo verður ekki. Það er alveg tilgangslaust að vera að tala um það, og það er engin skynsemi í að flytja inn kjöt. Það er annað sem á að gera. Það er að hafa fjölbreyttari framleiðslu- vörur á boðstólum, heldur en gert er. Það er nú verið að renna stoðum undir það að auka framleiðslu á alikálfakjöti og nautakjöti, f því skyni var kálfakjötið hækkað núna í því skyni að örva bænd- ur til þess að ala kálfana upp, eyða í þáð mjólkinni og koma svo með kjötið á markaðinn þegar það er orðfð góð vara. Kjöt af kálfi sem alinn er á mjólk í sex mánuði er hvítt og meyrt og sú bezta vara sem hægt er að fá. Vona ég að það komi á marka’ðinn fljótlega. Sömuleiðis væri sjálfsagt að auka alifuglarækt. Mér finnst það hlálegt, þegar talað er um vandamál íálenzks landbúnaðar aðallega í því formi, áð um offramleiðslu sé að ræða. Hér á landi er starfandi nefnd, sem ég kann ekki orð- rétt að nefna, en hún starfar vegna baráttunnar gegn hungri í heiminum. Og hér er hafin söfnun, vegna baráttunnnar gegn hungri, og hver er það, sem ekki hefur samúð með því. Þriðji hluti mannkynsins þjáist af hungri. Helmingurinn er talinn vera vannærður að einhverju leyti. Allar þjóðir, bæði vestan og austan járntjalds hvetja til auk- innar framleiðslu á öllum svið- um, og ekki sízt matvælafram- leiðslu. Heiðmundui Qttósson Minning Fæddur 28. október 1924. Dáinn 19. ágúst 1965. GÖTUNA hefir þú gengið á enda, vinur minn Heiðmundur Ottós- son. Ég kynntist þér fyrst, er ég fór að vinna við bílaverk- stæði þitt í „Herskólacamp** i Rvík í kringum árið 1950. Þá voru slæmir timar hvað atvinnu snerti, og æfin gekk svona upp og ofan, en þú varst alltaf bjart- sýnn, það var þín sterka hlið. Um árið 1955, flytur þú til Sandgerðis, og setur þar á stofn vélsmiðju, fyrst í leiguhúsnæði, síðar byggir þú stórt og myndar- legt verkstæðishús ásamt íbúð, kaupir nýjar og fullkomnar vél- ar, framtíðin virðist brosa við, en þá skeður reiðarslagið, er þú fórst til veiða í Voga-sfapa hinn 19. ágúst sl. og áttir ekki aftur- kvæmt. Ég þakka þér góða og hressi- lega viðkynningu „Mundi minn“. Guð blessi þig og ástvini þína. Björn á Bergi. Cagnfræðaskól- anum í Keflavík gefin kennslu- tæki HINN 12. okt. sl. færði slysa- varnanveit kvenna í Kefjavík Gagnfræðaskólanum þar kennslu brúðu að gjöf. — Brúðuna á að nota til að kenna lífgun úr dauðadái með blástursaðferðinni, hjartanudd o.fl. Skólastjóri tók á móti gjöfinni. Þetta er fyrsta kennslutækið, sem skólinn fær frá félagssamtökum í Keflavík síðan hann tók til starfa, en nú í haust hófst 14. starfsár h'ans. Skólastjóri, kennarar og nem- endur skóians eru mjög þakklátir slysavarnarkonunum fyrir gjöf- ina, sem án efa á eftir að koma að góðum notum. <$,--------------------- Ég leyfi mér að hafa þá skoð- un og fullyrða það, að ef haldið verður áfram stefnu okk- ar Sjálfstæðismanna, sem gilt hefur seinni árin í samibandi við viðreisn landbúnaðarins, þá verði ekki mörg ár þangáð til að við erum komin yfir þann punkt, að landbúnaðurinn og landbún- aðarframleiðslán í þessu landi verður án framlaga úr ríkissjóði. Efling landbúnaðar er í þágu allra landsmanna hvar, sem þeir búa. , Að ræðu sinni lokinni svaraði ráðherra fyrirspurnum og kom m.a. sú fyrirspurn fram hverju fram vindi í innflutningi og rækt un holdanauta á Islandi. Svaraði ráðherra því að til væru lög, sem heimiluðu innflutning holda- nauta, en á þeim væri sá var- nagli að til þess þyrfti samiþykki yfirdýralæknis og hefði ekki enn fengizt leyfi frá honum til inn- flutningsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.