Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ,Fi«imtudagur ,11.. jióv. 1965 “Alfræðasafn AB„ Mýr bókafiokktir Almenna boka- féiagsins, — um lækfii og vísindi — Septemberbókin í ár: „Hún Antonsa mín44 eflir Willa Cather £ í D A G hefur Almenna bókafélagið útgáfu á nýjum bókaflokki, sem nefnist „AL- FKÆÐASAFN AB“. Verftur hann eins konar framhald af bókaflokknum „LÖND (Kí WÓÐIR“ en fjallar að mestu um tækni. og vísindi. Bæk- urnar eru gefnar út í sam- vinnu við fjórtán aðila í ýms- um Evrópulöndum, en frum- útgefandi hókanna er TIME- LIFE í Bandaríkjunum. Eru þar þegar komnar tólf bæk- ur af 20—25, sem fyrirhug- að er að gefa út. Ákveðið er að gefa hér út a.m.k. tíu þess- ara bóka. £ Fyrsta bókin í þessum flokki kemur út í dag og nefn ist „FRUMAN“. Dr. Sturla Friðriksson, jurtafræðingur, hefur annazt þýðingu hennar. Önnur bókin, „MANNSLÍK- AMINN“ er væntanleg eftir uþ.b. tvær vikur, í þýðingu læknanna Páls V. G. Kolka og Guðjóns Jóhannessonar. Á næsta ári er síðan gert ráð fyrir útkomu sex bóka til við bótar. m I»á kemur út í dag sept> emberbók Almenna bókafé- lagsins. Er það skáldsagan „Hún Antónía mín“ eftir bandarísku skáldkonuna Willa Cather. Sem kunnugt er hefir Al- menna bókafélagið á undanförn- um árum gefið út bókaflokkinn „Lönd og þjóðir“, þar sem ein- stök lönd, íbúar þeirra og lands- hættir hafa verið kynntir íslenzk um lesendum. Síðasta bókin í þessum flokki var um Kanada, en alls urðu þær tólf talsins. — Bækur þessar hafa, að sögn for- ráðamanna bókafélagsins, verið mjög vinsælar og eru þegar upp- seldar sex bókanna og hinar senn á þrotum. Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri AB, boðaði frétta- menn á sinn fund í gær, mið- vikudag, og skýrði frá útkomu hins nýja bókaflokks. Voru þar og viðstaddir Jón Eyþórsson, veð urfræðingur, sem verður ritstjóri bókaflokksins, dr. Sturla Frið- riksson, jurtafræðingur og Iækn- arnir Páll V. G. Kolka og Guð- jón Jóhannesson. Baldvin Tryggvason sagði, að alþjóðleg samvinna um bóka- gerð færðist nú mjög í vöxt, þeg- ar um væri að ræða vönduð verk eða bókaflokka, sem einstökum útgefendum mundi annars um megn að gefa út í takmörkuðu Framhald á bls. 27. „Þjóð í önn 3. bindi af viðtalsbókum Guðmundar Daníelssonar 66 KOMIÐ er út 3. bindi af við- talsbókum Guðmundar Daníels- sonar. Nefnist þetta bindi „Þjóð í önn“, en fyrri bindin voru „í húsi náungans", sem kom út 1959 og „Verkamenn í vín- garði“, sem kom út 1962. Guðmundur Daníelsson. „í»jóð í önn“ flytur 30 mynd- skreytt viðtöl. Viðmælendur Guðmundar eru sem hér segir: Sigurbjörn Einarsson, biskup, 3ergsteinn Sveinsson á Eyrar- bakka, Jónas Kristjánsson, læknir, Bergljót Sigvaldadóttir frá Reynifelli, Lýður Guð- mundsson, hreppstjóri í Litlu- Sandvík, Jón Engilberts, listmál ari, Martin Larsen, lektor Árni Jónsson í Alviðru, Teitur Eyj- ólfsson frá Eyvindartungu, Björn Egilsson, bóndi á Sveins- stöðum í Lýtingsstaðahreppi, Jóakim Guðjón Elíasson, Helgi Ágústsson, verzlunarmaður á Selfossi, Jóhann Kolbeinsson, bóndi og fjallkóngur á Hamars- heiði í Gnúpverjahreppi, Árni Benediktsson frá Hofteigi, skrif- stofústjóri Meitilsins í Þorláks- h'öfn, Óskar Magnússon, kehnari á Eyrarbakka, sr. Eiríkur J. Ei- ríksson, þjóðgarðsvörður á I>ing völlum, Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum, Ólöf Gunnars dóttir í Simbakoti, Böðvar Magnússon, hreppstjóri á Laug- arvatni, Sigursteinn Steinþórs- son í Sandvík, Jón bóndi Árna- son á Lækjarbotnum, Júníus Kr. Jónsson frá Rútsstöðum, Sig ríður Einarsdóttir í Fljótshól- um, Ingileif Eyjólfsdóttir í Steinskoti, Jón Jónsson frá Loftstöðum, Eiríkur Jónsson í Vorsabæ á Skeiðum, sr. Sigurð Pálsson, Sigfús Öfjörð á Lækjar mótum og Helgi Sæmundsson, ritstjóri og formaður Mennta- málaráðs. Þá eru tvær greinar um Egil Gr. Thorarensen, Á af- mælisdegi og Við andlátsfregn. Aftan við bókina, sem er 291 bls. að stærð, er nákvæm mannanafnskrá yfir öll þrjú bindin. Útgefandi er ísafoldar- prentsmiðja hf.. í>á er komið út hjá ísafold þriðja bindið í ritsafni Guð- mundar Daníelssonar. Er það „Gegnum lystigarðinn“, skáld- saga, sem kom fyrst út 1938. Lýsir sagán ungu fólki á kreppu árunum milli 1930 og 1940, lífs- baráttu þess, ástum og um- hverfi. Tveir segja upp til viðbótar MORGUNBLAÐIÐ fékk þær upplýsingar hjá bæjarfógeta- embættinu í Hafnarfirði í gær, að tveir starfsmenn hefðu sagt upp atvinnu sinni til viðbótar þekn átta, sem áður höfðu gert það, I mótmælaskyni vtð veit- ingu embættisins. Hafa þá 10 starfsmenn af 12 á aðalskrifstofu emibættisins sagt upp atvinnunni. Hús Bþrna Sivertsens í HafnarfirðL Akveðið að varðveita hús Bjarna riddara Sívertsens í Hafnarfirði ROTARYKLÚBBUR Hafnar- fjaröar ákvað með samþykkt frá því í september 1964, að beita sér fyrir endurbyggingu og varðveizlu húss Bjama riddara Sívertsens, að fengnu leyfi bæjarstjórnar Hafrtir- fjarðar. Bjarni Snæbjörnsson læknir skýrði fréttamönnum frá þessu á blaðamannafundi í Hafnarfirði, að viðstöddum dr. Kristjáni Eldjárn þjóð- minjaverði, sem er ráðgefandi varðandi endurbyggingu og varðveizlu hússins. Hús Bjarna Sívertsens er einn merkasti forngripur á ís- landi. Það var byggt af Bjarna riddara árið 1805, og var þá glæsilegasta hús landsins í einkaeign. Síðan hefur margt á daga þess drifið, m.a. er Knút-ur Ziemsen fæddur þar, og þar bjó Thor Jensen um skeið. Barnaskólí Hafnarfjarð ar var þar til húsa eitt sinn og hús þetta var lengi mið- stöð Hafnarfjarðarverzlunar- innar. Þá var það fyrsta ráð- hús Hafnarfjarðar og mörg félög hafa haft skrifstofur sínar í því. Áætlað er að kostnaður við endurreisn hússins nemi um 800.000 krónum og samþykkti bæjarstjórn að greiða allt að fjórðung þess kostnaðar í sam ræmi við framgang verksins og fjárframlög frá öðrum að- ilum. Fjárveitinganefnd Al- þingis var skrifað, og eru á fjárlögum þessa árs veittar 100.000 kr. til endurbyggingar hússins og verður væntanlega annað eins á fjárlögum næsta árs. Þess er vænzt að sem flestir bæjarbúar og gamlir Hafnfirðingar leggi fram sinn skerf til þessa fyrirtækis og verður tekið á móti fjárfram- lögum á eftirtöldum stöðum: Bæjarútgerð Hafnarfjarðar; Jóni Gíslasyni s.f.; Magnúsi Guðlaugssyni (Úrsmíðavinnu- stofan); Verzl. Jóns Mathies- sen; Verzl. Guðlaugs Þórðar- sonar; Verzl. Valdimars Long og íshúsi Hafnarfjarðar. AUar framkvæmdir við hús - ið verða gerðar í samráði við þjóðminjavörð og bæjarverk- fræðing. Á áðurgreindum blaðamanna fundi í Hafnarfirði, rakti Gísli Sigurðsson, lögregluþjónn, sögu hússins, og mun hann vera manna fróðastur um hana. Sagði Gísli að hugmynd in væri að búa húsið húsgögn- um sem líktust þeim, er ætlað er að upphaflega hafi verið í því. Ekki er endanlega ákveðið hvort hús þetta verð- ur gert að byggðasafni, en það mun að sjálfsöðu verða opið almenningi eftir endurbygg- ingu þess. Áætlað.er, að henni verði lokið að vorlagi 1967 ef allt gengur að óskum. ’í Hæsli vinningur kom a hólimiðn MIDVIKUDAGINN 10. nóvem- ber var dregið í 11. flokki Happ- drættis Háskóla íslands. Dregnir voru 3,600 vinningar að fjárhæð fimm millónir króna, Hæsti vinnningurinn, 200,000 krónur, kom á hálfmiða nú.mer 21,592. Tveir hálfmiðar voru seldir í umbóði Guðrúnar Ólafs- dóttur, Austurstræti 18, og tveir í umboði Kaupfélags Hafnfirð- inga i Hafnarfirði. 100,000 krónur komu á heil- miða númer 54,200. Voru báðir heilmiðarnir seldir í umboði Arn dísar Þorvaldsdóttur, Vestur- götu 10. 10,000 krónur: 2029 2422 4618 6870 6901 7117 14605 19470 20776 21591 21593 22447 23324 24499 25961 27519 27700 27868 28456 2988« 30891 32302 33081 35520 35777 35899 41593 41893 41832 48034 49557 50778 52596 53055 53134 55036 59237 59379 59889 Þórnrinn n Melnnm lótinn ÞANN 7. þessa mánaðar andað- ist í Reykjavik Þórarinn Jons- son, verkamaður, sem ætið var nefndur Þórartnn á Melnum. Þórarinn var einn af þeim mönnum, sem setti svip á bæ- inn og þá ekki hvað sízt á Eyr- inni, þar sem hann starfaði lík- lega lengur en nokkur annar. Þórarinn fæddist þann 8. maí árið 1869 að Litlu-Eyri við Bíldúdal og var því rúmlega 96 ára að aldri er hann lézt. For- eldrar hans voru Jón Helgason, bóndi, og Ástríður Jónsdóttir. SUNNANÁTT og sumarhlý- indi voru hér á landi í gær. Var hiýjast 10 stig á Hellu á Rangárvöllum og í Sí'ðu- múla í Borgarfirði um nón- bilið og norður á Hveravöll- um á Kili voru 4 stig. Tals- verð rigning var vestan til á lartdinu, en bjartviðri austan til. Su'ður í hafi var kröpp og djúp lægð á hreyfingu norður, og leit út fyrir að hún mundi valda landssynnings- stormi og rigningu við suður- ströndiná í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.