Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Fimmludagur 11. nóv. 1965 Yngristúdentar— yngri kandidatar Frá háskólafundinum í fyrrakvöld STÚDENTARÁÐ Háskóla Is- lands gekkst fyrir fjölmennum fundi um málefni Háskólans s.L þriðjudagskvöld. Var hátíðasal- urinn troðfullur og stóð fund- urinn til miðnættis'. Frummæl- endur voru Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra próf. Ólaf- ur Jóhannesson alþm., próf. Ól- afur Björnsson, alþm. og Ingi R. Helgason alþm., sem kom í stað Einars Olgeirssonar er var for- fallaður. í ræðu sinni lýsti mennta- nxálaráðherra þeirri skoðun, að hægt væri að lækka stúdents- aldurinn um eitt ár. Sagði hann að námsefni 12-14 ára oarna, sem nú væri tekið á þremur árum væri ekki erfiðara en svo, að þeir nemendur, sem tækju landspróf gætu auðveldlega lok- ið þvi á tveimur árum. Mundi stúdentsaldur þá lækka um eitt ár, stúdentar verða 19 ára í stað 20 eins og nú er. Þá ræddi menntamálaráðherra' um kennslutíma Háskólans og varpaði fram þeirri hugmynd, að hann yrði lengdur nokkuð stæði t.d. frá 15. sept til 15. júní. Haustmot Taflfélags Reykjavíkur UNDANKEPPNI í meistara- flokki er nú lokið. í A-riðli var röðin þessi: 1.—2. Guðmundur Sigurjóns- son 6% v., Gunnar Gunnarsson v., 3.—4. Jón Þ Þór 5 v., Kári Sólmundarson 5 v., 5. Magnús Sólmundarson 4 v., 6.—7. Sig- ui*ður Jónsson 3 v., Pálmar Breiðfjörð 3 v., 8. Benedikt Hall dórsson 2 v., 9. Karl Sigurhjart- arson 1 v. í B-riðli urðu úrslit þessi: 1. Jón Kristinsson 6 v., 2.—3. Björgvin Víglundsson 5% v., Bragi Kristjánsson 5% v., 4. Jó- hann Sígurjónsson 5 v., 5. Björn Þorsteinsson 4% v., 6. Bragi Björnsson 4 v., 7.—8. Björn Lár- usson 2 Vi v., Guðmundur Ársæls- son 2% v., 9. Egill Valgeirsson % v. Úrslit hefjast I kvöld, 11. nóvember og verður teflt í Málarasalnum að Freyjugötu 27. Þeir sem tefla til úrslita eru. Guðmundur Sigurjónsson, Gunn- ar Gunnarsson, Jón Kristinsson og Björn Víglundsson, en ein- vígi milli hans og Braga Krist- jánssonar lauk með jafntefli og fer Björgvin í úrslit, þar sem hann var stigahærri. 1 Væri þá hægt að skipta háskóla árinu í þrjú kennslumisseri. Kvaðst menntamálaráðherra telja, að með þessu móti væri hægt að stytta námstíma í há- skólanum nokkuð, jafnvel allt að einu ári í sumum deildum háskólans. Auðvitað yrði jafn- framt að bæta fjárhagslega að- stöðu stúdenta, þar sem þeir byggja nú mikið á sumarvinnu til tekjuöflunar. í lok sæðu sinnar sagði menntamálafáðherra, að Háskól inn ætti að vera miðstöð rann- sókna í íslenzkum fræðum. Til þess væri hann ekki einungis sjáifkjörinn. það væri einnig helg skylda skólans. Náttúru- fræðistofnunin á að vera deild í háskólanum sagði ráðherrann og er nauðsynlegt að efla rann- sóknir á náttúru íslands. Lxxks benti Gylfi Þ. Gíslason á nauð- syn þess að teknar yrðu upp rannsóknir og kennsla í þjóð- félagsvísindum í miklu ríkara mæli en nú er. Bílunum fjölgar Ég var að fá bréf frá Bandaríkjunum og frímerkin á umslagiou vöktu athygli mína. Eitt þeirra er nefnilega gefið út ttl þess að styðja baráttuna gegn umferðarslysunum. Það minnir fólk á að gæta sín í um- ferðinni og flýta sér varlega. Þetta er eitt af því, sem við gætum gert hér. Ástandið I umferðarmálunum er í einu orði sagt, óhugnanlegt.' Lög- gæzlan er aukin og áróður hert- ur. Blöðin minna fólk á að fara varlega og hugleiða vandamál- in, en allt kemur fyrir ekki. Eitt dauðaslysið rekur annað — og nær daglega verða slys, sem valda mörgum miklu tjóni á heilsunni. Sumir biða þess aldrei bætur. Bílunum heldur áfram að fjölga. Blöðin segja frá því, að hingað séu væntanleg „bíla- skip“, skip sérstaklega útbúin til bílaflutninga. Þar bætast við þrjú himdruð bílar. Auk þess koma fleiri bílar með íslenzkum skipum já mörg hundruð nýir bílar bætast í umferðina á göt- um Reykjavíkur fyrir áramót. Og þessi aukning mun halda áfram næsta ár. Hvað eigum við að gera til þess að forðast fleiri slys? 'A Að varpa af sér ábyrgð Kunningi minn sagði mér, að í fyrradag hefði hann ekið Njálsgötu. Hann fór ekki hratt, þvi tekið var að dimma. Skyndilega skauzt strákur á hjóli út úr einni hliðargötunni Að loknum ræðum frummæl- endanna fjögurra hófust fyrir- spurnir og var greinilegt, að stúdeniar höfðu búið sig vel und ir þær fyrirspurnir. Fjölmargar fyrirspurnir komu fram og var — og hjóla’ði beint fyrir bílinn. Maðurinn snarhemlaði og forð- aði slysL kallaði til stráksins, að hann yrði að gæta sin betur, nema staðar við horn, hjóla ekki í veg fyrir bilana. „Dreptu mig ef þú þorir“, hrópaði strákurinn ögrandi og glotti um leið og hann þeysti á hjólhesti sínum á brott. Hvers konar uppeldi hafa þau börn fengið, sem þannig svara vinsamlegum ábending- um fullorðinna — og þroskað hafa með sér þvílíka afstöðu til samborgaranna. „Dreptu mig, ef þú þorir“, er því miður ekki óalgeng af- staða gangandi fólks til bíl- stjóranna í umferðinni. Það setur alla ábyrgðina á herðar bílstjóranna, anar svo áfram í blindni og skellir skollaeyrum við öllum aðvörunum. Og komi eitthvað fyrir er það bíl- stjóranum að kenna. En það er enginn vandi að drepa sig í umferðinni — og jafnvel hinir varkárustu bíl- stjórar eru í stórhættu vegna þeirra mörgu, sem varpa af sér allri ábyrgð og láta bílstjórana eina um að gæta öryggisins á götum og vegum. Með þessu er ég ekki að reyna að draga úr sekt margra þeirra, sem sýna ótrúlegt kæruleysi undir stýri. Ég ók t. d. Hringbraut (aðalbraut) í fyrrakvöld, vest- an úr bæ. Þegar ég kom að Fríkirkjuveginum skauzt bif- reið út á götima, nokkrum metrum fyrir framan mig — og það var engu líkara en bílstjóranum væri hjartanlega sama þótt ég æki beint á hann. Ég snarhemlaði auðvitað — og þeim flestum beint til ráðherr- ans og fjölluðu flestar um fjár- hagsleg málefni. Fundur þessi var hinn á- nægjulegasti í alla staði og í ræðum og fyrirspurnum komu litlu munaði að næsti bíll á eftir mér færi á mig. Af slík- um glönnum á að taka réttind- in. Ég skrifaði númer hans nið- ur hjá mér — og það ættu allir að gera, sem verða fyrir slíku — og láta lögregluna vita. „Dreptu mig ef þú þörir“, sagði pilturinn. Foreldrar, sem ala börn sín upp í þessum hugsunarhætti, eiga það á hættu fremur en aðrir, að illa fari einn góðan veðurdag. Ég skrifa ekki það, sem ég hugsa. Það er of óhugnanlegt. Slysin geta alis staðar orðið, við höf- um þegar rekið okkur á það. En það er skylda allra for- eldra, vegna baima sinna, vegna heimila sinna, vegna samborg- aranna, vegna þjóðfélagsins í heild — að ala börn sín upp í rikri aðgæzlu, kenna þeim að sýna tillitssemi og varúð í um- ferðinni. Þetta er höfuðnauð- syn, þess er krafizt af öllum uppalendum. Þetta er þjóðar- nauðsyn. Þetta er heilög skylda. „Dreptu mig ef þú þorir“. Þetta er eins og skvetta af blóði. „Á landamærum lífs og dauða leikur enginn sér“ Hér kemur bréf frá Aust- firðingi: „Margt er merkilegt rann- sóknarefni í fari og háttum Is- lendinga nú á dögum. Við þurf- um að gera mikið, og á miklu styttri tíma, en það hefur tekið aðrar þjóðir að framkvæma það sem hér verður að gera á fram margar athyglisverðar upp lýsingar. ‘ Allir voru ræðumenn sammála um, að nota þyrfti þann byr, sem Háskólinn hefur nú meðal almennings honum til framdráttar og eflingar. fáum áratugum. Þjóðin lifir við alsnægtir, er fljót að afla verð- mæta, en fer ekki skynsamlega með fjármuni, því er ver. 1 peningastraumi síðustu ára ber þó mjög á háværum rödd- um um vöntun á fjármagni til ýmislegra þjóðþrifamála. Það er að verulegu leyti vegna þess að við verjum geysifjármunum í einskisverða og stundum skað lega hluti, og er brennivíns.- sukkið þar svartasti bletturinn. Svo bregður þó við í ýmsu-m tilfellum, að ráðamenn fyrir- tækja og þjóðar virðast stund- um hafa gnægð peninga, og I krafti aðstöðu sinnar vaða uppi með vafasamar framkvæmdir. Ég nefni aðeins sjónvarpið, og breytingu í hægrihandarakstur. Sjónvarpið drepur væntanlega enga, nema þá fjárhagslega. En hvað gerist ef knúin verður fram breyting í hægriakstur? Eylönd hafa engin frambærileg rök í þessu efni. Hér er um tilefnislausa eftiröpun að ræða, sem sagt er að kosti tugi milljóna. Væri ekki vitlegra að verja því fjármagni til vega- bóta? Ef þessi dvergþjóð þyk- ist þurfa að apa allt eftir stór- þjóðum, hve langt er þá að bíða þess að krafa komi fram um að lögleiða ensku eða rúss- nesku í skólum í stað okkar fagra móðurmáls og feðra- tungu? Þið, sem ráðið. Hugsið ykkur betur um og veltið ekki holskeflu slysa yfir þessa litlu þjóð“. Ég held, að ég yrði ekki sammála Austfirðingi að öllu leyti, ef hann kæmi til mín og við tækjum að rabba um lands- ins gagn og nauðsynjar. En þeir ættu að skrifa mér oftar, Aust- firðingar. Samkvæmt minni reynski eru þeir pennalatastir íslendinga, eða er síldarvinnan að gera út af við þá? Kaupmenn - Kaupfélög Rauðu rafhlöðnrnar Bræðurnir Ormssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.