Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. nóv. 1965 Sfötugur sundgarpur: Það eru jafnan særðar og upp gefnar sálir sem biðja um hjálp SÁ, sem á tal við Erling Páls- son um sund á íslandi og lög- reglustörf í Reykjavík í síð- astliðin 45 ár, gerir ekki ann- að á meðan, enda þar rætt við einn fróðasta mann um í- þróttamál og lífið í Reykja- vík nær hálfa öld. Morgunblaðið gaf mér kost á að inna þetta verk af hendi, og árangur þess fer hér á eftir. Heima að Bjargi við Sund- laugaveg tökum við tal saman og hinn aldni kappi, sem varð 70 ára hinn 5. þ. m. stiklar á stóru í lífshlaupi sínu, og mér finnst að loknu löngu samtali, að hann þurfi engan griða að biðja, þótt úr mörgum Reyk- víking og samborgara hafi hann orðið að dusta rykið, því margur hefur átt honum gott eitt upp að unna, og gjarnan hefur hann verið síðasta afdrep olnbogabarna þessa borgarfélags. Við veljum þann háttinn að láta Erling Páls.son segja frá, en slítum ekki þrá'ðinn með spurn- ingum eða útúrdúrum, þótt í sam tali okkar væri sveiflast frá Drangeyjarsundi til danskrar höfuðborgar, og djöflabardaga suður í Berlín, flogið milli freist inga á lífsins íþróttavelli og fangbragða við íslands ofstopa- menn. En gefum nú Erlingi Páls- syni orðið. — Ég er fæddur að Árhrauni á Skeíðum árið 1895. En þar bjuggu þá foreldrar mínir, Páll Erlingsson, sundkennari, og kona hans Ólöf Steingrímsdóttir. Móð- ir mín er fædd austur á Síðu, og kvenleggurinn kominn beina leið frá Skúla fógeta. Afi minn, Steingrímur á Fossi, var af al- þekktri ætt kraftamanna, enda móðir mín sterk, svo sem gamlir menn kunna sagnir af. Faðir minn og Þorsteinn Erlingsson, skáld, voru albræður. Heyrði ég að fáir vildu sitja undir skörpu augnaráði þeirra, ef skap var mik i'ð inni fyrir. Árið 1896 hrundi bærinn að Árhrauni í jarðskjálfta. Hver bjargaði sér þá eins og bezt hann gat út um dyr og glugga, en þeg- ar út var komið áttuðu menn sig á því að kornbarnið var eftir inni í bænum, og rauk þá til Kristín Sigmundsdóttir, sem vinnukona var á heimili foreldra minna og sótti mig þar sem ég lá inn undir rúmi og saug á mér fingurinn. Stóð sú björgun svo glöggt, að bæjardyrnar hrundu saman í sama mund og hún kom með mig út. Lét köttinn synda Ég mun hafa verið á fjórða ári þegar það henti mig fyrst að koma lifandi veru á sund. Stór- rigning hafði verið og mikil tjörn myndazt fyrir framan stéttina á hlaðinu. Ég hafði veri'ð þar að fleyta spýtum og öðru, er mátti vera mér til gamans. Þá hljóp kötturinn á heimilinu framhjá mér og greip ég hann og kast- aði honum út í tjörnina á hlað- inu. Kettinum brá ónotalega við og þaut af sundinu inn í bæ, og upp í rúm til Þuríðar ömmu minnar. Hristi hann af sér væt- una um leið og hann skreið upp í ból til hennar. Hafði ég fylgt kettinum eftir inn í baðstofu. Þuríður amma mín frétti hvað skeð hafði og ávítaði mig harð- lega fyrir það sem ég hafði gert, en sagði um k-ið að eitthvað mundi líkt með mér og föður mínum, þar sem hann vildi láta allt og alla synda fyrir sig. Faðir rninn hélt suður til Reykjavíkur árið 1886 til þess að læra sund hjá Birni Blöndal, þá sundkennara í Reykjavík. Björn var faðir Sigfúsar Blöndals bóka varðar. Þá var ástandið svo aust ur í Rangárvallasýslu, en afi minn bjó þá á Sámsstö'ðum í Fljótshlíð, að enginn Rangæging ur, er ég hef haft spurnir af, kunni sund. Þótti uppátæki föð- ur míns furðulegt á þessum tím- um. Erindið var ekki annað suð- ur en að læra sund. Nokkrum árum síðar. eða 1891 og 2 lærðu nokkrir ungir menn í Hruna- mannahreppi sund af föður mín um í gömlu Grafarbakkalaug- inni. Þeirra á meðal var Einar faðir Þorsteins íþróttafulltrúa. Við vorum fjórir bræðurnir, elztur var Steingrímur, næstur kom ég, en yngri Ólafur og Jón. Frá Árhrauni á Skeiðum fluttu foreldrar mínir að Ormsstöðum í Grímsnesi, og bjuggu þar eitt ár, en fluttu sðan að Efra-Apavatni í an, og tók þá þegar að færa út sundkennsluna með að taka aðra skólanema til kennslu svo og sjó menn. Skommu eftir að þetta hófst hlóð hann upp gömlu sund laugina hér í Reykjavík, sem gerð var tíu faðma breið og tuttugu faðma löng, og hjálpuðu honum þá margir ungii menn við þetta verk í sjálfboðavinnu. Hafði fað ir minn orð á því a'ð dyggir hjálp armenn hafi verið í hópi þessara manna, þeir Geir Pálsson, tré- smíðameistari og Jón bróðir hans. Haustið eftir að við flutt- um hingað suðui til Reykjavík- ur var ákaflega vætusamt og kalt. Suhdkenrjslan tók þá 11 til 12 daga. Man ég áð fáir héldust við sundið, en í lok tímabilsins áttu strákarnir, senj þá höfðu lært að synda tíu ferðir fram og til baka í lauginni. Ég var nokk uð vanur vosinu og hafði reynt að synda meðan á námskei’ðinu stóð ekki síður en hinir. Ég þótti heldur þungir í vatni og ekki líklegur til afreka á sundi. Lífið við sundlaugina var fjörugt og var glímt og gengið á höndunum á bita í sundlaugarhúsinu. Faðir minn var ákaflega vinsæll meðal hefði hann öðruvísi getið verið jafn skjótur í förum og við. Laugin var á þeim tíma heldur köld, nema þegar sérstaklega var gott veður, enda var þá vatnið tekið í hana úr laugarlæknum op rann í 75 metra stokk. E,- með því að mikið slí r.-ynuc..ðist í læknum og um leið stokkn um varð skjótt að setja síu í stokk- inn, og fékk ég það virðulega emibætti að hreinsa slíið af sí- unni. Varð ég að fara til þess verks klukkan fimm á morgn- ana Á þessum árum byrjaði ég að kenna sund með föður mínum Hófst það með þeim hætti, að ég var úti í sundlauginni og kenndi nemendum fótatökin. Vaið ég að vera úti í lauginni mestallan dag- inn, en skaut mér upp úr tiu til tuttugu sinnum á dag og inn í klefa kennarans þar sem ég þurrkaði mér og skalf. Það má segja að þá hafi ég skolfið mér til hiti. Ég kenndi svo með föður mínum allt frá 1908 til 1919, að ég gjekk í lögregluna. Fyrsta ár- ið voru nemendur á annað hundrað, en þegar við hættum voru nemendur alls 784. Það var því langfölmennasti skólinn, sem Rætt við Erling Pálsson, yfirlögregluþjón í Reykja vík í 45 ár Grimsnesi, og bjuggu þar til árs- ins 1905, en fluttu þaðan að Eyr- arbakka, og bjuggu eitt ár, en síðan árið 1906 til Reykjavíkur. Við bræðurnir vorum aldir upp við íþróttir og kenndi pabbi okk ur að skjóta af boga og glíma, en meðan vi'ð enn vorum ungir, kenndi hann okkur aldrei sund. Á þeim dögum voru mikið lésnar fornsögur og rímur, og læfðum við að dá kappa þessara sagna, bjuggum við okkur til snjókarla, höfðum þá hola að innan og hellt um fulla af vatni. Borðumst vi'ð síðan með sverð- um við sjókarla þessa, og urð- um blautir vel er við hjuggum þá niður. Var kalsámt á stund- um, er þessar íþróttir voru iðkað- ar. Við sóttum snemma í vatn, og óðum þá gjarna svo djúpt sem við máttum, settum stundum steina í vasa okkar og fórum þá í kaf og fylgdum botni. Erlingur afi minn hafði nokkrar áhyggjur af þessum leik okkar og sótti okk ur þá hundvota út 1 Apavatn, en Þuríður amma sagði að það ætti ekki af honum að ganga, nú yrði hann að elta sonarsyni sína út í vatn, eins og hann hefði orðið að gera við föður okkar. Sundkennsla föður míns Það var Björn Jónsson ritstjóri sem ritaði föður mínum bréf og bað hsnn kenna menntaskólanem um í Reykjavík sund, er Björn Blöndal var fallinn frá. Faðir minn byrjaði að fara til Reykja- víkur árið 1893, og kenna sund. Fór hann suður haust og vor, á meðan hann var bóndi fyrif aust- nemenda. Ekki er örgrannt um, að þeir, sem lærðu sund í sama mund og ég, hefðu hálf gaman af hvað sonur sundkennarans var þungur í vatninu og að honum gekk illa að ná sér á skrið. Nú kom að -iví að þreyta skyldi kapp sund meðal strákanna í nemenda- hópnum, en hinir fullorðnu horfðu á. Leikar fóru svo. þótt ég væri djúpsyndur, varð ég fyrstur að marki. Þetta kom heldur flatt upp á aðra nemendur, en þeir létu þau orð falla, að ekki hefði faðir minn kennt mér betur en öðrum. Opnist þú Sesam Fljótt éftir að ég gat tekið að fleyta mér í sundlaúginni fór ég að synda í sjónum, og hef ég alla tíð haldið því við fram til hins síðasta, fór síðast í sjóinn nú í október síðastli’ðinn. Sund- kennsla féll hér niður árið 1907 og 1908, en þá var verið að byggja sundlaugina hér. Ég man alltaf þegar sundlaugin var opn- uð árið 1908. Þá kom hópur skóla pilta heim til föður míns, sem bjó þá á Grettisgötu, og var ákveðið að halda þaðan inn í Laugar. Þegar komið var inn að Kirkju- bóli var efnt til kapphlaups, og urðum við Sigurgeir biskup fljótastir inn að lauginni. Hróp- aði Sigurgeir þá upp, er hann kom að laugarhúsinu og kvaddi dyra: „Opnist þú Sesam“. En meðan við blésum mæðinni við húsið kom faðir minn og opnaði það og hefur því að líkindum tekið þátt í kapphlaupinu, varia við feðgamir höfðum með höijd- um, á þeim árum. Allir skólar í Reykjavík höfðu þá fría sund- kennslu. Reykjavíkurbær borg aði okkur launin og tvö hundruð króna styrkur var veittur árlega 'til að kenna sjómönnum. Með súndkennslunni vann faðir minn fyrstu árin algenga verkamanna- vinnu þar til 1910, er heitt vatn var lag(t í sundlaugina, en eftir það var sundkennsla stunduð allt árið. Eftir árið 1912 var tg ein- göngu við sundkennslu með föður mínum og árið 1915 veitti Al- þingi okkur saman sérstakan styrk með því skilyrði að ég kenndi sundkennurum björgunar sund og einnig sjómönnum. Hvítársund föðuf míns Úr því þú spyrð um sund föður míns yfir Hvítá á sínum tíma, get ég til gamans sagt þér lýs- ingu Guðmundar á Stóru-Borg af því sundi, en við urðum eitt sinn samferða austan úr sveitúm og hingað til Reykja' íkur og sagði hann mér þá hvernig þetta hefði borið að. Það var að vori til að mikið vatn var í Hvítá, enda%iafði verið rigning og kalsatíð undanfarið. Faðir minn átti þá heima í Ár- hrauni. Guðmundur lýsir því svo að faðir minn hafi gengið vestur frá bænum og vaðið-út í ána og kastað sér beint til sunds, en Guðmundiur átti þá heima á Gíslastöðum. Hafði allt heimilis- fólkið horft á aðfarir föður míns. Bar hann nokkuð undan straumn um, en þarna mun Hvítá hafa verið um 100 metra breið. Þegar hann kom upp undir landið að vestan lenti hann í straumkasti sem þar var og virtist sem hann stæði þar fastur og kæmst ekki ler-gra. Mikill ótti greip þá Guð- mund og fólk hans, en alit í einu sér það að faðir minn steypir sér undir yfirborðið og kom síðan upp nokkru neðar. Náði hann þá undir vesturlandið og greip þar botn, en hélt síðan án teljandi tafar austur yfir ána á ný. Sagði Guðmundur mér að þá hefði öllu Gíslastaðafólki létt. Með þessu suiidi var faðir minn einvörð- ungu að reyna sig og vita hvað hann gæti. Hann hafði nokkrum árum áður orðið að synda út í miðja Hvítá til þess að bjarga hesti, er hópur þeirra var rekinn yfir ána, en einn þeirra hafði fest sig í beizlinu á sundinu og gat faðir minn, með því að synda út til hans, bjargað honum á síð- ustu stundu. Faðir minn sagði mér aldrei frá þessu sjálfur, enda vildi hann lítið um sundafrek sín ræða, en Brynjólfur á Minna- Núpi ritaði um þetta á sínum tíma í Fjallkonuna og kallaði þá föður minn „stórsyndara“. Síðar komst ég að því, að faðir minn hafði synt úr Engey upp í Laugarnesvör árið 1896 eða 7. Þetta vitnaðist mér þannig, að gamall skipstjóri kom eitt sinn inn í Laugar, og braut þá upp á þessu við föður minn og spurði hann, hvaða ár það hefði verið sem hann hefði fylgit honum á sundinu úr Engey. Drangeyjarsund Ég byrjaði að synda kappsund árið 1910. Synti síðan átta sinn- um svokallað nýjárssund, en það var 50 metra sjósundsprettur hér í höfninni, frá Siemsensbryggj u að Steinsbryggju. í þann tíð komu Reykjavíkingar saman á nýjársdag og hlýddu á ræðu- skörunga bæjarins á þeim árum og horfðu á okkur synda. Ég synti Íslandssund um svo- nefndan íslandsbikar á árunum 1912 til 1919, og síðan aftur 1924 og 26. Vann ég á þessum tíma tvo bikara. Ég endaði kappsunds- feril minn með því að synda það sem við höfum kallað Grettis- sund eða Drangeyjarsund, úr Drangey og upp á Reykjanes- strönd árið 1927. Þú spyrð hvort sund þetta hafi verið erfitt. O — jæja, við lögð- um af stað síðari hluta dags úr eyjunni. Það var heldur kalt i veðri, þetta var hinn 31. ’úlí og höfuðdagsstraumur. Þegar ég átti eftir um það bil % leiðar- innar gerði stormkviku skáhallt á móti mér, en straumur liggur þarna inn með landi að vestan. Eftir að ég hafði reynt að synda u.þ.b. eina klukkustund og lítið þokast áfram móti straum og vindf, breytti ég um stefnu og félagar mínir, sem fylgdu mér i báti, misstu af mér sjónir um stund, hélt ég þá inn með land- inu og tók land um tvo kílómetra sunrian • við Reyki, heitir það Hrossavíkurnef. f þann tíð voru ekki gleraugu eða aðrar verjur fyrir sundimenn, sem synda vildi í sjó, en lítilsháttar feiti bar ég á mig í fjörunni í Drangey áður en ég lagði af stað. Sundtíminn tók fjórar klukkustundir og 25 mínútur. Um þetta sund mitt var mikið ritað, meðal annars í blöð erlend- is og fékk ég mörg bréf af þvi tilefni og var boðið til utanfarar en gat ekki þegið á þeim tíma sökum anna. Sundið átti hug minn allan Það var árið 1914 að ég hélt uitan með styrk frá Alþingi til að læra nýjustu sundin, sem þá voru kennd í heiminum, m.a. skriðsund, sem ég innleiddi síðan og kenndi, og bræður mínir hafa dyggilega unnið að á eftir mér. Þá lærði ég einnig önnur sund, svo sem hliðarsund og björgunar sund. Mig minnir að ég Lafi fyrst ur skrifað hér á landi um björg- unarsund og lífgun úr dauðadái. Prófdómari minn að lok sund- námi í London var William Henry, sá er leyfði Jóhannesi Jósepssyni þátt+öku í Olympíu- | leikunum með glímuflok sina ' árið 1908. Reyndist William

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.