Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. nóv. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 11 lendingum einkar vel h1 enær er hann kom því við. Eftir sund- námið í Bretlandi var ákveðið að ég skjddi æfa mig í London undir Olympíuleikana, sem halda átti í Briissel 1916, en stríðið batt endi á aillar þær fyrirætlan- ir. í>á hafði einnig verið ákveðið eð ég færi eftir áramótin 1915 til Norðurlanda og þar í keppnisför *neð Hjálmari Jóhannessen, en hann var þá Olympíumeistari í dýfingium og hafði unnið kon- ungsbikarinn brezka árið 1912 í |>eirri grein. Hjálmar gekk 1916 í ameríska herinn, en þegar eg vax á lögreglunámskeiði í Stokk- Ihólmi árið 1935 hitti ég hann og þá fór hann með mér til ritstjóra sænska íþróttablaðsins og sagði ritstjóranum í þeirri ferð um élit sitt á mér sem sundmnanni, cg þar er það skráð. Raunar saknaði ég sundsins alla tíð, og hafði enda ætlað mér að helga því lífsstarf mitt. Ég hefði haldið áfram sund- (kennslu, ef ekki hefði notið við bræðra minna, Ólafs og Jóns, en þeir voru sundmenn ágætir og hinir beztu sundlkennarar. Einnig var Steingrímur bróðir minn góður sundmaður. Steingrímur ótti þvi láni að fagna að bjarga eitt sinn mannslífi með sund- kunnáttu sinni, en maðurinn hafði lent á bíl sínum úti í Elliða vatni og gat Steingrímur farið eítir honum og bjargað honum út úr bílnum og til lands. Félagsmá'lastarfsemi á sviði Bundmála hefur tekið talsvert af tíma mínum og allt frá 1910 hefi ég haft af þeim meiri og minni afskipti. Ég var einn af stofnend- um Sundfélags Reykjavíkur, sem byggði sundskála í Örfirisey og endurvakti sjósundið. Þá var ég formaður í sundráði Reykjavík- ur, sem stofnað var 1933, og var (það til 1951 að stoÆnað var Sund- eamband íslands, og hef ég verið formaður þess síðan. í 15 ár var ég varaforseti Íþróttasamíbands íslands, og tvö ár meðsijórnandi þess. Þess má svo til gamans geta að yfirieitt hef ég notað Bumarfrí min til þess að vera tfarastjóri með sundflokkum og öðrum íþróttaflokkum, sem farið hafa utan. Hef ég farið með þeim á Norðurlandamót, Evrópumót og á Olympíuleika. Ný járssundið 1918 Eitt af skemmtilegustu sund- um sem ég tók þátt í voru hin svonefndu nýjárssund. Syntum við þau á nýjársdag ár hvert meðan því var haldið uppi e » var eynt í sjónum. Mér er sérstakiega minnisstætt veiturinn 1918 þegar við syntum nýjárssundið. Einu ginni á æfingu okikar um vetur- inn var 24 stigja frost þegar ief- ingin fór fram. Þá kiæddum við okkur úr í gömlu klæðaverk- emiðjunni Iðunni, en hún var þá niðurlögð og húsið sem hún var í var hálfgert ræksni, enda 16 etiga frost þar inni. Ég man að þennan dag mættum við dr. Helga Péturs, og hafði hann orð á þvi að karlmannlega væri að verið, að æfa sund í þessu ve'ðri. Meðal annarra, sem viðstaddir voru þessar æfingar, var Eirikur Jónsson máiarameistari, og getur hann vei borið um hvernig þetta ellt fór fram. Það er svo til að hafa að spaugi, að fram að þeim tima er ég gekik í lögregluna, átti ég aldrei hiúfu á höfuðið. Hins- vegar hafði ég tekið gamlan hatt Bfcm faðir minn átti og hafði í hyggju að bera hann þennan kalda dag þegar við æfðum nýj- árssundið, en svo varð ekkert af því að ég setti hann upp, því mér þótti háJf lítiimannlegt að eetja á mig höfuðifat. Hinsvegar var ég með allmikinn hárlubba og fi'aus hann á leiðinni heim, og man ég að móðir mín sagði þegar ég kom inn: „Guð hjáipi mér drengur minn, er nú frosið é þér höíuðið?" En þegar ég k«m inn hringlaði í hárlubbamum á mér ems og síldum hesti. Árið 1911 var ráðist í allmikla fjárfestingu á heimili föður míns. Þá var keyptur hjólhestur og notaði ég hann til þess að faira niður á bryggju^ og sækja menn til sundnáms. Á þessum árum uiöum við oft að bíta allhart þvi tekjumar voru ekki yfrið miklar, en á beimilinu gest- kvæmt. Úr því að þú spyrð um sund- afrekin enn, get ég sagt þér að hér heima beið ég aldrei ósigur nema í fyrsta kappsundiniu sem ég tóik þátt í á opinberum vett- vangi, en það var_ árið 1910, og þá sigraði Ásgeir Ásgeirsson nú- verandi forseti. 1 þessu s-anbandi vil ég geta þess, að margir menn eru mér minns- stæðir frá tímum sundsins, og þá kannski einna helzt, fyrrverandi ráðherra Jónas Jónsson frá Hriflu. Við urðum góðir kunn- ingjar. Þegar hann kom hingað suður kunni hann lítillega að fleyta sér til sunds, en ég kenndi honum til fullmustu. Ég er honum alla tíð þakklátur fyrir að hann gekksit fyrir því að Sundhötll Reykjavíkur var byggð á sínum tíma með lögum á Aiþingi 1927, þar sem að Reykjavikiurborg sem byggði SundböCl.ina að % eii ríkið lagði til hennax %. Ræðst í lögTegluna Raunar hafði ég aldrei hugsað mér að yfirgefa sundiþróttina eins og ég sagði. Það var hinsveg- ar eitt sinn er ég hafði unnið frameftir nóttu við að ganga frá pípu er lá í sundlaugina, að sent var til mín, ög Jón Hermannsson, þó nýsettur lögreglustjóri, vildi fá að ræða við mig. Hann vildi fá mig til starfa í lögreglunni og átti ég að verða yfiirlögreglu- þjónn og taldi hann þetta mundi vera vel launað starf (sem síðar reyndist tæplega fyrir fæði og húsaskjóli), auk þess sem ég átti að fara utan og læra þar á lögregluskóla. Þetta varð svo að ráði og fór ég á lögregluskól- ann í Kaupmannahöfn haustið 1919. Þar gekk ég í gegnum tvær deildir sem til var ætlazt, bæði venjulega lögregludeild og rannsóknarlögregludeild. Auk þess var ég í nokkrum höfuð- stöðvum dönsku lögreglunar og kynnti mér þar ýmis mál. Raunar lenti ég í all sögulegu atviki á Jögregiiuskól-anum í Kaupmanna- höfn. Þjálfari okkar var kap- teinn Bando, og æfðum við m.a. hnefaleika undir hans stjórn. Það bar við eitt sinn, að hann sagði að nú skyldi háðux kappleikur milli mín og nokkurra fleiri lög- reglunema, sem þarna voru, en ég hafði þá þegar náð aligóðum tökum á hnefaleikjum. í hópi dönsiku nemendanna var einn stór og sterkur og álitinn manna færastur í slagsmálum. Skyldi keppnin hefjast með viðureign milJi okkar. Kapteinn Bando skipaði okkur að berjast til þrautar, svo leugi sem við gæfcum staðið. Man ég að hinn stórvaxni Dani barði mig einu sinni í gólf- ið, en mér tókst tiltölulega fljótt að standa upp aftur og lauk svo endanJega okkar samskiptum að ég kom hon’um undir. Sendi kap- teinn Bando þá tvo aðra fram á vígvöllinn og skipaði okkur enn að berjast til þrautar, og lauk þeirri viðureign þannig að ég stóð uppi. Nú víkuT sögiunni heim í lög- regJuskóiann, þar sem skóJastjór- inn tók á móti akkiur morguninn eftir. Voru þá nokkrir Dananna með piástra og umibúðir eftir leikinn daginn áður. Er hann innti eftir hveirju þetta gegndi, var honum svarað, að Pólsson hefði barið þá. Út af þessu reidd- ist skólastjórinn allmikið, og yrti ekki á mig langan tíma þar á eftir. Mér þótti þetta miður og nokkru síðar, er kapteinn Bando bafði raðað okkur upp, gekk ég fram og óskaði eftir að fá að segja við hann nokkux orð svo nemendur heyrðu. Hann tók því vel. Sagði ég þá að ég kynni því illa að skólastjóri lögregluskólans vaeiri hættux að tala við mig og teldi mig sekan um að hafa barið nokkra skólafélaga mína. Fór ég þess á leit við kaptein Bando, að hann segði mér hvort ég hefði eklki farið í einu og öllu að hans íyrirmæium, og yæri svo ekki ósikaði ég eftir að fá að byðjast afsökunar á framkomu minni, en hefði ég himsvegar ekkert af mér brotið, kynni ég því illa að skóla- stjóri lögreglusikólans sniðgengi mig eirus og afbrotamann. Sýni- legt var, að þetta kom kaptein Ban-do mjög á óvart. Hann gekk þegar að símanum og hringdi í skólaistjóra lögregiuskólans, og heyrði ég að þeir áttu allharða orðasennu í simann. M.a. heyrði ég kaptein Bando segja að málið væri svo háttað að danskir nem- endux væru slappir og til lítils nýlir, en hinsvegar virtist enn nógur töggur í íslendingum, og hefði það greinilega sýnt sig i fyrrnefndri hnefaleikakeppni. Beyrði ég að þeirra samtali lauk með því að hann krafðist þe?s að skólastjórin bæði mig afsökun- ar á framkomu sinni við mig, svo að nemendur heyrðu. Málinu lyktaði þannig, að skólastjórinn bað mig afsökunar, en að vísu einsiega, og tók ég það gott og gilt Slagur í Berlín 1 lögreglunámi mínu lenti ég í öðru ævintýri. Það var þegar ég hélt frá Kaupmannahöfn til Berlínar til þesis að kynna mér lögreglumál í ÞýzkáLandi. Koma mín til Berlínar var allsöguleg. Ég kom þangað með jámibrautar- lest kJukkan táu að kvöldi. Þá höfðu margar tilkynningar verið gefnar út um að menn skyldu varast að vera einir á ferli að kvöldi dags. Þetta var rétt að loiknu stríðinu, Þjóðverjar hart leiknir og óaldalýður hungraður og félaus óð uppi víða um landið. Ég hugðist því fara að öllu varlega og bað fulltrúa á járnibrautarstöðinni að útvega mér góðan og gegnan fylgdar- mann til að fara með mér þang- að sem ég átti að faira. Hét hann góðu þar um, en mér leizt ekki allskostar vel á manninn, sem hann ætlaði að fá mér til fylgdar, en í sama mund og við ræddum þetta, kom inn maðux sikinn- kJæddur með skjöld í húfunni. Sagði þá við mig einn ferða- félagi minn, er ég hafði kynnzt á leiðinni, að þennan mann skyldi óg taka, þvi hann væri „átcwiseraður". Sinnti óg því og fórum við saman úit á götuma. Var þar fyrir stór og kraftalegux ekiil, og stigum við upp í hest- vagn hans og ókum af stað. Fyrir vagninum var svört, grind- horuð bikkja, og man ég það glöggt. Nú er ekið alilanga stund og komum við þá inn í myrka götu, sem og raunar flestar göt- ur voru í þann tíð. Var þar num- ið staðar, og sá skynklæddi gaf sig að manni sem þar stóð og sté hann síðan upp í vagnirm til mín, en hinn skinnklæddi settist inin hjá ökumanni eins og áður hafði verið. Nokkru seinna komum við að götuhorni og var þar enn numið staðar, og fjórði maður- inn sté upp í vagninn. Þótti méx þetta niú orðið ail iskyggilegt enda flestir þessarra manna lítt árennilegir. Svo hafði um samizt í upphafi að ég borgaði 50 mörk fyrir það að vera flutíir til míns heima, og vax þá inn falið leið- sögn til handa sk nnkJædda marminum. Þar kom að loks vonim við komnir í Alte-Jakofos- strasse 26, en þar átti ég að búa. Bjuggu þax hjónin Alfred Scröder og kona hans íslenzk, Helga Vilhjálmsdóttir, sem var þekkit hattasaumakona hér í Reykjavík. Sem við komum þangað hótfst upp nokkur deila milli mín og leiðsögumanns sem i krafðist meira gjalds fyrir fexðina en f upphafi 'hafði verið samið um. Endaði sú deila með því að ég féllst á að borga, auk þeirra 50 marka sem um hafði verið samið, 10 krónur danskar. í þann mund er ég fór ofan í vasa minn til að taka upp veskið og greiða þessa peninga, réðist ökumaður- inn stóri á mig og vildi hrisa af mér veskið. Það þarf ekki að orð- lengja það að þar með hófst slag- ur við þá alla fjórmenningana, og leizt mér satt að segja ekki allskostar á blikuna, en þegar á leið hafði ég betur og raunar hálf gaman að leiknum, sem lauk með því að tvær konur, er höfðu verið á tali þar fyrir utan næsta hús, komu og hótuðu fjórmenn- ingunum að tilkynna lögreglunni um framferði þeirra og brá -----------------------------x. þeim heldur, stuíkku upp í vagn- inn og óku af stað. í viðureign þessari kom sér æði vel að hafa lært íslenzka glímu og einnig hnefaleikana í Kaupmannahöfn. Þá haíði ég einnig haft nakfcra nasasjón af japanskri glímu þegar ég var í London 1914 og kom það sér einnig vel í þessari viðureign. í slagsmálum þessium tók ekillinn upp hníf og hugðist legigja mig með honum. Méx tókst að slengja honum í götuna og missti hann þá hnífinn. Ég sá eftir því síðar, að ég skyldi vexða svo reiður, að ég þreif hnífinn og henti honium eins langt í burtu og ég kom, armars hefði verið gaman að eiga hann sem minjagrip. Svo fór að önnur konan sem þama var fylgdi mér inn í húsið þar seom ég átti að búa og Alfred Schröder skýrði síðax blaði jafnaðaxmanna frá þessu ævintýri, og er sagan um þessi slagsmál þar sögð. Ég get að lokum getið þess, að ég kærði þennan atburð og astl- aðist til þess að lögreglan heíði upp á sökudólgunum, en hemni tókst það nú ekki. Síðar f. nn ég sjálfur ökumaimimi og fóx til lögreglustjórans og skýrði hon- um frá þvi hver maðurinn væri, en ég vildi hinsvegar ekiki ákæra hann. Ökumaðurinn sagði mér þegar ég var búinn að ná honum, að hann væri fátækur bama- maður, sem væri að reyna að vinna sér inn peninga eftir föng- um, og væri þá ekki alltaf notuð hin heiðarlegustu meðul. Lög- reglustjóranum sagði ég að þessa menn gæti hann handtekið ef honum sýndist svo, en ákæra frá minni hendi væri engin. Ég var hafður fyrir hálfgerðan sýningar grip í höfuðstöðvum þýzku lög- reglunnar eftir þessi slagsmál, og varð þetta raunar hið skemmtilegasta atvik þegax öllu ei á botninn hvoJft. Heimkoman og lögreglustörf Á ferð minni til Danmerk.ur og Þýzkalands á þessum árum Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.