Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. nóv. 1964 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Þessi einfalda núning iéttir óþægindi kvefsins fijótt og gefur svefnró Eru þau lítlu kvefuð? Nefið Stiflað? Hálsinn sár og andar- dráttur erfiður? — Núið Vick VapoRub á brjóst barnsins, háls og bak undir svefnin. þessi þœgilegi áburður fróar á tvo vegu í senn: Við líkamshitann gefur Vick VapoRub frá sér fróandi gufur, •em Innandast við sérhvern andardrátt klukkutrmum sam- an og gera hann frjálsan og óþvingaðan. 2 í hiíðina Samtímis verkar Vick VapoRub beínt á húðina eins og heitur bakstur eða plástur. þessi tvöföldu fróandi áhrif haldast alla nóttina, létta kvef- ið — og gefa svefnró. VlCK VapoRub AÐEINS NÚIÐ ÞVÍ Á — Geturðu hjálpað okkur svo lítið? Hann hætti að brosa. — Ekki mikið er ég hrseddur um, en ég ætla nú að gera það, uppá gamlan kunningsskap...........ef þú sleppir mér, þegar ég vil losna. Hann gekk inn framhjá mér og kom auga á litaglerrúðuna. — Hver skrattinn Er þetta kirkja. — Neí, það sem verra er. I>að er kirkjugarður! Ég fór með hann inn í dag- stofuna og hann beinlínis gapti af undrun. Ég kynnti hann. Svo sýndi ég frú Klein úrskurðinn, hlustaði á Saunders tala þung- lamalega við einhvern á stöð- inni, en benti svo Bob, að við skyldum fara upp á loft. Hann virtist vera heila eilífð að koma sér úr frakkanum, en að því loknu sást snotri blái einkennis- búningurinn hans með silfur- hnöppunum. Hörgula hárið stóð beint upp í loftið, svo að hann var alveg eins og ungi, nýskrið- inn út úr egginu. — I>ú ert að verða sköllóttur, sagði ég við hann. Hann svaraði þessu með því einu að líta á kollinn á mér. — Ég er eldri en þú, sagði ég í varnarskyni. Meðan við vorum að brölta upp stigann, sagði ég honum undan og ofan af málinu. Hann virtist ekki veita því mikla at- hygli, en gægðist forvitinn inn í hin ýmsu herbergi, sem við fórum fram hjá. Hann var sér- staklega hrifinn af svefnher- berginu. — Hér svaf Elizabet drottn- ing á leið til hinna konunglegu burtreiða, sagði hann alvarleg- ur. — Ertu að hlusta á mig? spurði ég önugur. — Nei. — Mig furðar ekki á því þeg- ar þú ert enn að þeysa á þessu galdratæki. Þið getið ekki ein- beitt ykkur að neinu, urraði ég. Hann hló stríðnislega. — Ég er ekkert hrifinn af svona vax- myndasafni. I>á vil ég heldur fríska loftið úti. Við vorum nú komnir upp á efstu hæð og gengum inn í litlu skrifstofuna. —Að hverju erum við að gá? spurði hann. — Ég /veit ekki. ' — ^að setti að geta hjálpað, sagði hann. Ég benti honum á skúffuna, sem var full af bláum pennum. — Þú getur byrjað á að athuga þessa, sagði ég. — Skrúfaðu þá sundur og vittu, hvort nokkuð er innan í þeim. Hann gapti. — Ertu að gera grín að mér? — Gerðu eins og þér er sagt og haltu þér saman! — Ég vildi, að ég hefði aldrei hingað komið, tautaði hann. Samt hlammaði hann sér í hæg- indastól og tók til starfa með skúffuna á hnjánum. Ég beindi athygli minni að skrifborðinu. Hann lyfti fyrsta pennanum í tvennu lag. — Það er blekgeym- ir í þessum, sagði hann hreyk- inn. — Annað en blekgeymir? urr- aði ég. Þegar ég tók að fara vand- lega gegn um það, sem var í skrifborði Yvonne Lavalle, datt mér í hug, að nú væri ekki úr vegi að gera þetta dálítið ná- kvæmlega. Ég var nógu lengi búinn að vaða eintóman reyk í þessu máli. Það sem ég þyrfti nú að gera, var að setjast ró- lega niður og hugsa — kannski gæti líka verið gott að leika dá- lítið á fiðlu, til þess að vara fólk við um það, að ég vildi hafa næði. En ef ég sæti í skrif- stofunni minni, var eins víst, að yfirmaður minn kæmi skálm- andinn og spyrði hvernig gengi með augun út úr höfðinu, og ef ég færi heim myndi Mildr- ed vilja draga mig í næsta bíó, þar sem ég gæti séð sniðugan blaðamann leysa morðgátuna á hálftíma! Ég rótaði áfram. Bréf, skjöl, reikningar — allt þetta varð ég að láta greina sundur á stöðinni. f einni skúfunni rakst ég á vasa dagbók. Innihaldið gat verið eft- irtektarvert, en veitti bara eng- ar upplýsingar. Þetta voru mest fangamörk og sum þeirra fannst mér ég kannast við, en á öðrum áttaði ég mig alls ekki. Síðasta innfærslan var T.T., sett við 21. apríl. .Bókin fór í vasa minn,- -□ 23 Saunders stóð og fyllti út i dyrnar; hafði komið hljóðlaus- um skrefum. Merkilegur maður, Saunders. Stundum kom hann eins og heil riddaraliðssveit, en svo stundum eins og einhver hefði smeygt honum niður um gat á loftinu. — Halló! sagði hann og stóð dálítið á öndinni. — Halló sjálfur. Er allt í lagi? — Hún er að búa til kaffi, og hún er afskaplega óróleg, vesl- ingurinn. — Er hún að búa til kaffi handa okkur? spurði Bob, þar sar sem hann var á kafi í kúlu- pennunum. — Ég veit nú ekki um þig, — Hvort hann hefur falið sig í klæðaskápnum? Ne-e-ei. sagði Saunders. Hún minntist ekkert á þig. — Saunders, sagði ég. — Ef þú ert upplagður til þess gæt- irðu farið gegn um þessa boka- skápa. — Að hverjú erum við að leita? — Þú veinar bara ef þú finn- ur eitthvað ,sem þú skilur ekki í. Saunders leit á fyrstu bók- ina, sem fyrir honum varð. — Jæja, hér er strax nokkuð sagði hann. — Þessi er eftir einhvern skarf að nafni Oliver Lodge og heitir: „Hversvegna ég trúi á ódauðleika sálarinnar“. — Það ætti að vera nokkuð fyrir þig, sagði Bob. — Ég er nú meira fyrir dauð- legheitin, eins og er, snuggaði í Saunders. Við héldum áfram leitinni vandlega og nákvæmlega og smátt og smátt kom hitt og þetta í ljós. Þarna var Luger- skammbyssa með nógum skot- færum til að skjóta okkur ieið út úr Scotland Yard, og falin í leynihólfi einu var hrúga af pen ingum í fimmpundaseðlum. Við töldum það ekki, en okkur leizt þetta varla geta verið minna en þúsund pund alls. Úr sömu skúffu gróf ég upp meðala- sprautu og nokkrar varanálar. Saunders rakst á nokkra kassa af þessum sérstöku vindlingum hennar Yvonne, sem voru vand lega faldir bakatil í vínskápn- um. En stoltasta stundin hjá Bob var þegar hann ætlaði að ganga yfir hlébarðaskinn á gólf- inu, en hrasaði og varð það á að styðja sig við stóra mynd af ungfrú Lavalle, en fann þá, að Agætur og vel með farinn þurrkari Englich electric, eins árs, heppilegur fyrir eina eða fleiri fjölskyldur að sameinast um, til sölu af sér- stökum ástæðum. — Tækifærisverð. Upplýsingar að Þórsgötu 12 (nýja húsið) eftir kl. 5 síðdegis. FRAMTÍÐARSTARF Óskum að ráða mann til að annast tollskýrslugerð, verðútreikninga og önnur störf viðkomandi innflutningi. Æskilegt er að viðkomandi hafi Verzlunarskóla- eða hliðstæða mennt- un. — Upplýsingar eru ekki gefnar í síma en umsóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu vorri. I a Islandi A. Michelsen Klapparstíg 25—27. myndin var eitthvað einkenni- lega krækt á vegginn og að baki hennar kom í ljós snotur peningaskápur, sem Saunders var svo ekki lengi að brjóta upp. Mér hafði aldrei hugsazt að spyrja hann um, hvað hann gerði í frístimdum sínum! í skápnum voru fáeinar bæk- ur, þrír litlir kassar, safn af glerkúlum með einhverjum vökva í og' önnur sprauta tiL — Ja, hver skrattinn! sagði Bob og fór að athuga eina bók- ina. Ég gægðist yfir öxlina á honum. — Hvað er þetta? spurði Saunders, um leið og ég gat los að bókina úr klónum á 3ob. — O, ’það er bara klámbók, sagði ég. Bob reyndi-aftur. — Við ætt- um að fara gegn um þær. ef þær skyldu geyma einnverjar upplýsingar. — Þú ert nú alltaf við það heygarðshornið, sagði ég. Ég at- huga þær betur seinna. Hann gaf mér illilega augna- gotu. Kassarnir höfðu inni að halda hvítt duft. Mennirnir tveir litu á mig. Ég vissi, hvað ég átti að gera .... allir gerðu það i kvikmyndum . . . . ég vætti fingurinn hátíðlega, dýfði hon- um í duftið og rak í hann tung- una. Ég setti upp mesta spek- ingssvip, en meinti ekkert með því. Ég vissi alls ekki, hvemig kókaín átti að vera á bragðið. — Þetta er Andrews Lifrasalt sagði ég við þá. . Heimsþekktar gæðavörur úeliplasi Gólfflísar deliílex Gólf- og veggflísar oiastino Vinyldúkur á kork eða filt undirlagi Gólfdúkur yfir 100 litir Leitið upplýsinga hjá byggingavöruverz.lun yðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.