Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 26
28 MORGUNBLADIÐ Flmmtudagur 11. nóv. 1963 Verður gripið til þess ráðs að draga allar leiktafir frá? ÞÓ að knattspyrnukappleikir standi að nafninu til í 90 mínút- ur, fá áhorfendur í raun og veru aðeins að sjá raunverulega knattspyrnukeppni í 60 mínútur í mesta lagi Þannig segir í grein í riti enskra dómara „Knatt- spyrndómarinn" sem enska knattspyrnusambandið gefur út. / ★ Rannsóknir 1 greininni er svo frá skýrt að gerðar hafi verið athuganir á því með sérstökum skeiðklukk- um hve lengi sjálfur leikurinn standi yfir og hafi athuganir verið gerðar á þremur „vígvöll- um“ í leik í 1. deild, í leik í 3. deild og loks í leik unglingaliða. Niðurstöður Niðurstöðurnar urðu þær að í 1. deildar leiknum fóru 38 mín. og 13 sekúndur í alls kyns leik- Hljóp á móti héra — og náði betrí tíma en heimsmetið FRANSKI hlauparinn Michael Jazy náði í gær bezta tíma heims í 1000 m hlaupi innan- húss. Hljóp hann á 2:21.4 mín. í hlaupi sem komið var á fyrir franska sjónvarpið. Ekki er hægt að skrá afrek- ið sem met innanhúss vegna þess að einasti „keppinautur" Jazys í hlaupinu var „héri“. Jazy á hið óopinbera heims- met sem er 2:21.6 mín. Xil að heimsmct fáist viðurkennt verða minnst 3 þátttakendur að vera í keppninni. tafir, aukaspyrnur innköst o. fl. í miðlungsdeildinni töpuðust 40 mín. og 44 sekúndur af leik- tafirnar og í unglingaleiknum fóru 30 mín. og 43 sek. í tafirnar. í greininni er fjallað um leik- tafirnar og ráð til úrbóta og nið- urstó'ður bollalegginganna eru þær að nauðsynlegt sé orðið að taka upp samskonar fyrirkomu- lag og er í íshokkí, sundknatt- leik og körfuknattleik að „tíma- klukka“ leiksins sé stöðvuð í hvert sinn er leiktöf verður. Hægt er farið í spádóma um úrslit í keppni Clav og Patterson en Joe Louis virðist hafa meiri trú á Patterson K E P P NI þeirra Cassiusar Clay og Ployd Pattersons um heimsmeistainatign í þungavigt í hnefaleikiuim er nú á næsitu grösium. Leikurinin fer fram í Las Vegas 22. nóv. n.k. og eru sérfróðir og leikimenn farnir að boilaleggja um úrslit og vega og meta kosti og gaUa keppendanna. AP-fréttastofan hefur feng- ið Joe Louis, sem hélt heims- meistaraitign lengur em nokk- ur annar, til að segja sínar skoðanir á keppendum. *í fyrstu grein hans af 5 samn- ingsibundnum segir Louis m.a.: „Það er lain.gt síðan a ð tveir menn hafa mætzt í hnefa- leikahring, sem eru svo álika miklum hæfileikium búnir til •hnefaleika. i>etta eru menn með óilik- ain baráttustíl. Clay er sneggri og treystir fremur á mistök andstæðingsins en á eiginhæfileika til að brjóta vörn hans. Patterson er traust ur í keppnf og hefur ómetan- lega reynslu. Cassius Clay féfll eitt simn í rot fyrir vinstri hamdar „húkki“ frá Henry Cooper. Það eru einmitt beztu hö.gg Pattersons og þau sem hann leitar mest eftir. Ég minnist ekki á Sonny Liston og leikir Clays og Pattersans við hanin. Þar er ekkeri af að læra. Patterson á einnig sitt leyni vopn. Ef hann setur sér eitt- hvert markmið í fnllri alvöru og einlægni er hann mamna líklegastur til áð ná því. Hann heíur alveg sérstakan áhuga á Clay — að vinna Clay. Við það bætist að hann hefur hug og .hjarta ailis þorra atoienn- ings á bak við sig til að ná því marki. Og slikur stuðn- ingur hefur mikið að segja í keppni. Ég þekki það af bit- urri reynslu frá mín>um ferli, sagði Joe Louis. En svo eru aðrir sem ræða um leikinn frá ýms.um öðr- um sjónarmiðium en aðeiins þeim að ræða um kosti og gaila keppendanna. Hinn frægi fyrrv. heiimsimeistari, Gene Tunney, sa,gði í Berlín á dögunum í viðtali, að nú væri svo komið að annað hvort yrði að hreinsa til innan vé- banda atvinnuhnefaleikanna í* Bandaríkjunum eða banna hnefaleika atvinnumannar Tunney, sem vann heimstitil- inn af Jack Dempsey 1926, kom til Berlínar og ávarpaði blaðamenn á flugvellinum, en þar tók Max Sohmeling fyrr- um heimsmeistari á fnóti hen- um. Talið barst því að leikn- um 22. nóv. Tunney sagði: ,,Ég held að aivinmuhnefaleik ar hafi aldrei verið jafnlélegir og nú og ég held að leikur þeirra Clay og Pattersons verði ekki til að toæta þar um. Patterson hefur tekið þátt í alltof möirgum lélegum leikjum undanfarin áratug og verið sdeginin í gólfið einhvern tíma í öllum leikjunum. Hann þolir ekkert högg.“ Tunney lýsti Clay sem góðum og snöggum hnefaleikara, sem hefði þó ekki mikla hæfileika. Max Sohmeling kvaðst vonast eftir góðri keppni og heiðarlegium leik. Tunney var spurður frekar um hvað hann ætti við með „hreinsum“ innan atvinnu- hnefaleikanma og svaraði. „Það eru ekki keppendum- ir sjálfir sem setja blett á íþróttina. En það eru þeir sem eigna sér keppendurna í eigin ágóðaskymi — lýðuxinin sem ■braskar fram og til baka með fé í ágóðavom við hvem kapp- leik. Við þurium að losna við þessi óæskileg.u eiement og hefja hnefaleika ti'l þess er þeir voru fyrir 20-30 árum og þaðan af fyrr.“ 30-40 mín. fara í leik- tafir í knattspyrnuleik Bœndaglíma og flagga- keppni hjá Colfkl. Ness Sennilega hægf oð nofa völl klúbbsins vetrarlangf ÞANN 6. okt. síðastl. fór fram Flaggakeppni á golfvelli Golf- klúbbs Ness og tóku þátt í henni 19 golfleikarar. Flaggakeppni er leikin þannig, að hverjum keppanda er fengið flagg og gefin 35 högg auk for- gjafar, til þess að íeika 9 holurn- ar. Þar sem boltinn nemur stað- ar, þegar síðasta högg er slegið, setur keppandi niður flagg sitt. Sá er' lengst kemst á þessum gefna höggafjölda, sigrar. Keppnin var skemmtileg og spennandi og lauk svo, að Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri, sigr- aði. Komst hann á 9. flöt, rúman uneter frá holu. Næstir honum urðu Pétur Björnsson og Jóhann Guðmundsson, komust einnig á 9. flöt, en lágu fjær holu. Völlurinn var í'mjög góðu lagi, og þykir einstakt að mögulegt skuli vera að halda golfkeppni svo síðla hausts og spáir það mjög góðu um fyrirhugaða vetr- arstarfsemi klúbbsins. BÆNDAGLÍMA Hinn 2. okt. héldu Golfklúbb- ur Ness og Golfklúbbur Suður- nesja sameiginlega bændaglímu á golfvellinum á Seltjarnarnesi. 54 meðlimir frá báðum klúbbun- um tóku þátt í henni og var þeim skipt í tvo jafna flokka og gefið nöfnin JÖTNAR og ÆSIR. Klúbbarnir áætla að halda i fram tíðinni glímuna sameiginlega og er þetta fyrsta árið sem hún er haldin. Næsta ár mun hún fara fram á golfvelli Suðurnesja. Bændur voru að þessn sinni valdir formenn klúbbanna, Ás- grímur Ragnars, form. Suður- nesjaklúbbsins og Pétur Björns- son, formaður Nesklúbbsins. — Bændurnir vörpuðu hlutkesti um flokkana og komu Æsir í hlut Ásgríms en Jötnar í hlut Péturs. „Glímt“ var fram eftir degi, valt á ýmsu og mátti ekki í millum sjá. Fór svo að lokum, er rökkva tók að degi, að Jötnar náðu yfirtökunum og sigruðu Æsi með tveim vinningum. Lauk þannig einni fjölmenn- ustu og skemmtilegustu golf- keppni, er haldin hefir verið á Nesvellinum Evrópubik- ararnir Italska liðið Milan komst s.l. sunnudag í 2. umferð „borgakeppni" Evrópu í knattspyrnu. Liðið mætti Racing frá Strassbourg. Liðin stóðu jöfn að mörkum eftir tvo leiki og í aukaléik með 2x15 mín. framlengingu varð einnig jafntefli 1—1. Hlutkesti réði því hvort liðið héldi áfram í keppninni — og Milan vann hlutkestið. Hannover ”96“ sigraði FC Porto frá Portúgal 5—0 í Hannover í gærkvöldi. Þetta var fyrri leikur liðanna i 1. umferð „borgakeppni Ev- rópu“. Levski (Búlgaríu) og Bene- fica skildu jöfn, 2 mörk gegn 2, í fyrri leik liðanna í 2. um- ferð í keppninni um Evrópu- bikar meistaraliða. Leikur .*n fór fram í Sofía. Borroussia (Dortmund) sigr aði búlgarska liðið Amgivof með 3—0 í Dortmund í gær- kvöldi. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð í keppn- inni nm Evrópubikar bikar- meistara. Fimmta skdkin fór í bið ÞEIR Boris Spassky og Mikhail Tal tefldu í dag fimmtu ein- vígisskáik sína um áskorunar- réttinn á heimsmeistarann i skák. Fór skákin í bið og verð- ur hún tefld áfram á morgun, 11. nóv. Leikar standa því nú þannig, að hvor keppendanna um sig hefur tvo vinninga og eina biðskák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.