Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. nóv. 1965 MOHGU N BLAÐIÐ 5 ,,/Evisagan er búin7/ ,,VH) erum búin að þekkjast lengi og höfum verið góðir vinir. Við erum svo sem ekkert að flana að þessu." Það ér skáldið Kristmann Guðmundsson sem talar, þegar blaðamaður og ljós- myndari heimsótti hann og hina nýju konu hans í íbúð þeirra að Tómasarhaga 9, en þetta er 9. kona hans, eins og kunnugt er. Ungu hjónin ljómuðu af hamingju í vistlegri íbúðinni, og eftir að við höfðum óskað þeim til hamingju, leyfðum við okkur að spyrja þau nokkurra spurninga, og beind um taii ókkar að 'frúnni fyrst. „Hvað eruð þér gömul og hvar eruð þér fæddar frú Hólmfríður?" „Ég er 27 ára og fædd á ísafirði, úóttir Mariasar Þor- valdssonar. Ég fluttist til Hafn arfjarðar 13 ára gömul, og heiti fullu nafni Hólmfríður Hulda. í stuttu máli sagt er ég mjög hamingjusöm og lít björtum augum á lífið, og til- veruna“. Og brosið í augum þessarar föngulegu konu leyndi ekki sannleika orða hennar, og með það snúum við okkur til Kristmanns. „Ætlið þér að halda áfram að skrifa ævisöguna?“ Skáldið litur á okkur stór- um augum og segir: „Ævisöguna? Nei, ævisagan er búin. Hvort ég eigi metið á ís- landi í hjónaböndum? Tja, ég veit ekki, hef ekkert kapp lagt á að afla mér upplýs- inga um það, en mér er sagt, að einhver prestur hafi kvænzt 7 eða 8 sinnum. Ég á miklu barnaláni að fagna. Ég á 4 dætur, sem allar eru góðir vinir og góðar systur, þótt' sumar séu reyndar ekki nema hálfir íslendingar. Það er óhætt að segja, að ég sé mjög hamingjusamur núna“, og um leið brosir hann til hinnar ungu konu sinnar. „Annars er að koma út bók eftir mig hjá Bókfellsútgáf- unni, hún kemur raunar út núna fyrir helgi. Bókin er rúmar 200 þéttprentaðar síð- ur og heitir TORGIÐ. Þetta er nýtízkuleg skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu. Ég er sjálf ur gamall Reykvíkingur og hef undanfarið átt heima hér, gjörþekki Reykjavíkurlífið, hef „studerað" það ofan í kjöl inn. Það er svo sem. margur bletturinn á borgarlífinu, þó sérstaklega drykkjusýki ýmissa manna, henni hef ég kynnzt í mörgum myndum. Svona á milli eiginkvenna hjá mér, þá hafa ýmsir menn vilj- að heimsækja mig, líklega í og með til að hafa ofan af fyrir mér, en margir til að rekja harma sína. Ég hef þá oftast vísað þeim til séra Arelíusar. Ég er enginn prestur. Svo að við víkjum að bókinni, Torginu, þá er aðal- persónan í henni fráskilinn listmálari, og það koma fjöl- margar persónur við sögu, mennirnir, sem fráskildir leita á vit vínstúknanna í borg- inni, ýmist til að létta á ein- manaleika sínum, nú eða þá til að leita að maká, stund- um aðeins skyndimaka. Persónurnar í bókinni styðj ast ekki við raunverulegar fyrirmyridir utan ein, og það er Vilhjálmur sálugi frá Ská- holti. Sá maður átti marga góða kosti, og sumar ljóðlín- ur hans eru ógleymanlegar“. Við vildum nú ekki trufla nýgiftu hjónin öllu lengur, óskuðum þeim enn á ný til hamingju, kvöddum og fór- um. Myndin, sem fylgir lín- um þessum er tekin af Sveini Þormóðssyni í gær af hjón- unum á heimili þeirra. Fr. S. ,V/ð erum svo sem ekkert að flana að þessu" Vísukorn M O R G U N N Hefur gang sinn glóey hlý, gyllir drang og ögur. Brekkuvanga bröttum í blómin anga fögur. Jóhann Ólafsson. Akranesferðir: SérleyfisbifreiSlr b.b.Þ. Frá Reykjavfk alla daga kl. 8:30 frá BSÍ og ki. 6:30 frá BSR, nema laugardaga kl. 2 frá BSR. eunnudaga kl. 9 e.h. frá BSR og 11:30 frá BSÍ. Frá Akranesi: kl. 8 og 12 alla daga nema laugardaga kl. 8 og aunnudaga kl. 3 og 6. Hafskip hf: Langá er í Kaupmanna- höfn. Laxá er i hamborg. Rangá er 1 Kvík. Selá fer frá SeySisfirði í dag til Antwerpen. Tjamme er á leiS til SeyðisfjarSar. Frigo Prince fór frá Gautaborg, 10. þ.m. til Rvikur. Sigrid S fór frá Seyðisfirði 10. þ.m. til Turku. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fór 8. nóv. frá Borgarnesi til Gluceater. JökulfeU fór i gær frá Keflavik til Camden. Disarfell fer væntanlega í dag frá Belfast til I.ondon og Ant- werpen. Litlafell fór í gær frá Rvík til Siglufjarðar og Akureyrar. Helga- fell fór í gær frá Fáskrúðsfirði tU Finnlands. Hamrafell fór i gær frá Hafnanfirði tU Kanaríeyja. Lissabon og Rotterdam. StapafeU fór i gær frá Rvik til Austfjarða. Mælifell er væntanlegt tU Bordeaux 13. frá Arc- hangelsk. Skipaútgerð rikisins: Hekla er á Norðurlandshöfnum á vesturleið. Esja var á Bíldudal í gær á norðurleið. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum 1 dag til Hornafjarðar. Skjaldbreið kom tU Bakkafjarðar um hádegi í gær á norðurleið. Herðubreið er I Rvík. Þróttur fer til Snæfellsness- og Breiða fjarðarhafna í dag. Flugfélag íslands hf. Millilandaflug: Sólfaxi er yæntanlegur til Rvíkur kl. 16:00 i dag. Frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Innanlandsf lug: í dag er áærtlað að fljúga tii Akureyrar (2 ferð ir), Egilsstaða, Vestmannaeyja Sauð- árkróks, Húsavíkur, Þórshafnar og Kópaskers. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Katla er i Rotterdam. Askja fer frá Gautaborg í dag áleiðis tU Kristian- sands. Hf. Jöklar: Drangjökull fór í gær i frá Felixstowe Ul Rotterdam. Hofs- j jökuU lestar í Dublin. Langjökull fer frá London á morgun til Belfast. Vatnajökull lestar í Hamborg. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS KVÖLDÞJÓNUSTA VERZLANA Vikuna 8. nóv. til 12. nóv.: Kjörbúðin Laugarness, Dalbraut 3. Verzlunin Bjarmaland, * Laugarnes- vegi 89. Verzlunin Vegur, Framnes- vegi 5. Verzlunin Svalbarði, Framnes- vegi 44. Verzlun Halla Þórarins h.f„ Vesturgötu 17a. Verzlunin Pétur Kristjánsson s.f., Ásvallagötu 19. S0ebechsverzlun, Miðbæ Háaleitis- braut 58—60. Aðalkjör, Grensásvegi 48. Verzlun Halla Þórarins h.f., Hverf- isgötu 39. Ávaxtabúðin, Óðinsgötu 5. Straumnes, Nesvegi 33. Bæjarbúðin, Nesvegi 33. Silli & Valdi, Austur- stræti 17. Silli & Valdi, Laugavegi 82 Verzlunin Suðurlandsbraut 100. Kaupfélag Rvíkur og nágrennis: Kron Barmahlíð 4. Kron, Grettisgötu 46. sá N/EST bezti Guðni bóndi hafði keypt eyðikot, sem komið var í fulla órækt, en kom því á fáum árum í ágæta rækt. Sóknarþresturinn heimsótti eitt sinn Guðna, dáðist að umlbótum hans og sagði: „Mikið hefur þér tekizt, Guðni minn, með guðs sjálp að endur- bæta jörðina þina“. Þá sagði Guðni: „Já, þú hefðir bara átt að sjá kotið, meðan guð var einn um endurbæturnar.“ Eggert ísaksson HÁDEGISVERÐARFUIMDIJR verður haldinn laugardaginn 13. þessa mánaðar. Eggert ísaksson bæjarfulltrúi flytur eríndi um HAFNARMÁL. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Skrífstofuhúsnæði til leigu í Austurstræti 17 III. (Silla & Valda-húsið) Upplýsingar gefur: EINAR SIGURÐSSON Sími 21400 — 16661. Sætavísur óskast Upplýsingar á skrifstofu Háskólabíó il sölu RAMBLER Americari ’64, sem nýr einkabíll. RAMBLER Classic ’63, 2ja dyra, sjálfskiptur. Ekinn aðeins 26 þúsund km. Skifti á eldri bílum. Bílarnir eru til sýnis á staðnum. Bíla- og búvélasalan við Miklatorg. — Sími 2-31-36. Röskur, ábyggilegur piltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. Upplýsingar (ekki í síma) í Álfheimabúðinni Álfheimum 4. N auðungaruppboð Nauðungaruppboð á Buick bifreiðinni R-13603 fer fram við Félagsheimili Kópavogs í dag, fimmtudag- inn 11. nóvember 1965 kl. 15 samkvæmt kröfu dr. Hafþórs Guðmundssonar, hdl. til lúkningar haldrétt arkröfu. — Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Skurðgrafa til sölu Skurðgrafa Fuchs 301 til sölu. Vélin er rúmlega árs- gömul í góðu ástandi. —- 9 m. bóma fylgir. Einnig Bacho grafskófla, ámokstursskófla og dragskófla. Skip & fasteignir • Austurstræti 12 — Sími 21735 Eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.