Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 11. nóv. 1965 MORGU N BLADIÐ 17 — Sundgarpur i Framhald af bls 11 urðu á vegi mínuim tvær freist- ingar, sem voru girnilegar. Onn- ur var, að Dicik Nelson vildi fá imig í hnefaleika, hann var á þeim tíma Norðurlandameistari í þungavigt, og í annan stað var mér boðin sundíþjálfarastaða suður í Berlín. Báðar freisting- arnar stóðst ég, og svo fór sem íór, að hingað heim til íslands kom ég úr þessu ferðalagi 1920. Ég man að það var hinn annan janúar 1921, sem ég fyrst gekk lút á götur Reykjavíkur í ein- fcennisbúningi. Var það raunar íranskur liðforingjabúningur, og húfurnar sem við höfðum á þess- um tíma voru einnig franskar. í»essu var hinsvegar breytt árið 1930, og þá tekinn upp sá bún- ingur sem gildir enn í dag, nema Ihvað hálsmálinu hefur verið breytt frá því að vera lokað áður. ILögreglustjórinn tilkynnti mér þegar í upphafi, að ég ætti einn- ig að vera yfirmaður rannsóknar- lögreglunnar og hélzit svo þar til 1932. t>að sama ár var ég skipað- ur yfir svonefnt varalið lögregl- unnar sem þá var stofnsett. Á þeim tírna ríkti hálfgert syrjald- ©rástand hér í Reykjavík, enda óðu kommúnistar uppi með mikl- um berserksgangi. Fyrsti stóri slagurinn sem ég lenti í á þessum árum var slag- urinn út af Ólafi Friðrikssyni og austurríska drengnum. í þeim slag var hinn kunni kraftamaður Sæmundur Óiafsson brotinn á báðum handleggjum, og ég fékk mikil meiðsli á höfði. Endanlega fór það svo að við handtókum Ólaf Friðriksson svo og dreng- inn, og vorum það við Sigurður Gíslason sem unnum það verk. Allt frá þeim tíma hef ég borið virðingu fyrir Ólafi Friðrikssyni, því alllengi varðist hann Sigurði Gísiasyni, því heljarmenni, en það var Sigurður sem endanlega ihandtók Ólaf. Á þessum árum var atvinnu- leysi mikið í Reykjavík. Sífellt voru árásir á bæjarstjórnina og illindi við hana. Hinn 9. nóvem- 'ber 1932 var grimmilegur slagur á bæjarstjórnarfundi, sem þá var haldinn í Góðtemplarahúsinu. f þeirri viðureign slasaðist fjöldi lögreglumanna og báru margir þess ekki bætur upp frá því. En iögreglunni tókst að hreinsa hús- ið, og koma bæjarfulltrúunum til síns heima. Varaliðið sem stofnað var á BÍnum tíma var skipað 120 mönn- nm og var í átta flokkum. í>að fékk mjög góða þjálfun hjá í- þróttakennurunum Jóni I>or- steinssyni og Benedikt Jakobs- syni. Varaliðið var til taks frá því að það var stofnað árið 1932, og allt fram að lögreglustjóratíð Hermanns Jónassonar, er það var niður lagt. Ekki urðu aðrar róstur að tnarki á þessum árum, nema hvað oft urðu allhörð átök á gamlárs- kvöld, en þá voru sprengingar og læti allmörg ár. Þetta hefur breytzt mjög til h^ns betra, bæði með tilkomu brennanna, sem víða eru nú um borgina, og má eegja að nú hin síðari árin hafi verið mjög friðsamt á gamlárs- kvöld hér í Reykjavík. Síðasti etórslagurinn sem orð var á ger- ondi hér í höfuðborginni var 30. marz 1951, en þá var eins og mönnum er í fersku minni bar- izt með kylfum og grjóti, og hlutu lögreglumenn þá illa útreið, en eem fyrr tókst svo heppilega til að lögreglan og hjálparmenn hennar höfðu yfirhöndina. Sérstæð rannsóknarstörf Mér féllu rannsóknarlögreglu- 6töfin alla tíð heldur vel. Getur verið að þar hafi tilkomið, að ég fékk þá stundum upplýsingar eft- ir nokkuð óvenjulegum leiðum. Ég var og hef alltaf verið, eins og í gamla daga var kallað, nokk- uð draumspakur. Dreymdi mig fyrir daglátum og kom mér sjald- an nokkuð stórvægilegt á óvart. Ég get til gamans sagt hér eina sögu af því, þegar mér tókst að upplýsa þjófnað, sem nokkuð þótti ’ sérkennilegur. Innbrot höfðu þá verið framin um nokk- urt skeið, sem okkur hafði ekki tekizt að upplýsa. M.a. var brot- izt inn til Hjalta Jónssonar, Eld- eyjar-Hjalta, og skrifborð hans, sem var hinn mesti kjörgripur, nánast eyðilagt, af villimanns- legri skemmdarfýsn. Einnig hafði verið stolið nokkru af peningum frá Hjalta. Þegar ég var að velta þessu fyrir mér, dreymir mig eina nótt að ég elti nokkuð þekkt an borgara hér í bæ, og hef ég þá meðferðis net og get kastað yfir manninn. Dreymir mig að hann flækist í netinu og er ber- fættur. Mundi ég greinilega morgunin eftir hver maðurinn var. Einmitt daginn eftir að mig dreymir þennan draum er til- kynnt innbrot í matvöruverzlun hér í borg, og hafði þar verið stolið hangikjöti og eggjum, bæði hænueggjum og gæsaeggj- um. Þá þegar um morguninn tók ég mér gönguferð frá verzluninni sem brotizt hafði verið inn í og heim til mannsins sem mig hafði dreymt. Einmitt á þeirri leið finn ég á þremur stöðum brotin egg og virðist mér þá augljóst að þessa leið hafi þjófrwúnn farið. Ekki þarf að orðlengja það, nema mér tókst að upplýsa þjófn aðinn með góðu samstarfi við annað fólk er bjó í þessu sama húsi. Svipað atvik átti sér stað á bannárunum. Tókst mér þá að upplýsa ólöglega út- breiðslu áfengis, og dreymdi mig þá að sá, er síðar reyndist söku- dólgurinn, sagði við mig, að það væri ekki undankomu auðið, því ég hefði verið að elta sig ásamt Páli og Sigurði, og hefði svo farið að ég hefði sett hann inn í klefa og læst. Ekki þreytardi starf. Ég vil segja það um lögreglulið okkar, að það er fyllilega sam- Þykir vænt um Reykvíkinga Þegar ég lít yfir farinn veg á ævi minni, verð ég að segja að mér þykir mjög vænt um Reyk- víkinga. Þótt ég hafi stundum þurft að lumbra á allstórum hiuta þeirra. Ég hef verið það lánsam- ur að ég hef raunar enga óvini eignazt, enda get ég sagt það að- mér er ekki illa við nokkurn mann. Hins vegar er mér illa við sum málefni og vissar stefnur, en ekki mennina sem aðhyllast þessi málefni og vinna fyrir þessar stefnur. Raunar lít ég á 45 ára starfsævi mína, sem skemmtileg- an reynslutíma. Ég man vart nokkurntíma eftir því að hafa orðið reiður í starfi mínu. Hitt er mér sagt að hvasseygur geti ég orðið á stundum, enda mun það liggja í ættinni. Að síðustu get ég sagt þér það, að oft hef ég átt við skemmtilega menn að eiga, og spaugilega á stundum. Mér er sérstaklega minnisstæður einn atburður þeg- ar hinn kunni þjóðsagnaritari Sigfús Sigfússon kom til mín og kvartaði yfir því að frá sér hefði verið stolið poka rheð fötum 'og fleiri hlutum er honum tilheyrðu. Vændi hann lögregluna um hverskonar vammir og skammir og sagði að við værum aumir og vesælir ef við ekki hefðum upp á þjófnum. Enda væri ekki nema von að þjófar færu um allt Ijós- um logum, þar sem þeir væru hvorki hýddir né brennimerktir. Ég svaraði þá Sigfúsi því til, að ég skyldi yrkja ákvæðavísur á þjófinn. Vísurnar eru þannig: Hafðu þjófur hverfi frið, hvar sem ferð hinn argi, liggðu alltaf óbermið undir djöflafargi. Fyrr en þú skilar skollinn þinn skotnum fyrir róða prúðmannlega til Pontý inn pokanum Sigfúss góða. Þegar ég hafði þetta mælt fór Sigfús við svo búið. Ég vissi hins vegar að margir umrenningar og Stynja gnoðir, stríkkar vof, straumar boðum falda, dauðafroðu drynur hroð dröfnin voðakalda. Með þessu látum við lokið litlu rabbi sem reyndist að lokum nokkuð langt. vie. Erlingur Pálsson afhendir Pálsbikarinn 1962. bærilegt við lögreglulið annarra höfuðborga, þótt það sé fámenn- ara miðað við fólksfjölda í borg- inni. Lögreglan hefur oft kallað til hins opinbera um betri að- stöðu, og ég vil lýsa ánægju minni yfir því, að nú er verið að byggja nýja lögreglustöð, og að nú á að koma á fót raunveruleg- um lögregluskóla. Þetta er árang- ur af áratugastarfi, sem ég vona og veit að verður borgurum Reykjavíkur til góðs um það er lýkur. Ég get að síðustu sagt þér að raunar er starf lögreglumannsins ekki svo mjög þreytandi. í því starfi skeður margt, og oft og einatt á lögreglumaðurinn sam- skipti við særðar og uppgefnar sálir, en alltaf skeður eitthvað nýtt í starfi hans. Og oft getur hann hjálpað þessu særða og upp gefna fólki. Til hans leita oln- bogabörn mannlífsins, og biðja hann um hjálp. Og stundum get- ur hann veitt þessa hjálp. En starf lögreglumannsins er ekki alltaf rétt metið. Starf hans er oft og einatt mest þegar annað fólk er að Skemmta sér. Það er einnig oft hættulegt og þess eru dæmi að stórslys hafa lögreglu- menn hlotið og enda dauðaslys. Þá verða lögreglumenn að vera í stöðugum yfirheyrslum að lokn- um atvikum, og þar verða þeir jafnvel að ganga undir svardaga. í 45 ára lögreglumannsstarfi mínu, hef ég aðeins einu sinni þurft að sverja eið. lausungamenn heimsóttu Pontý, en það var kona sem liðsinnti mörgum umrenningnum. Ég fór rtú til hennar og sagði henni sög- una alla, og bað hana sjá til þess að pokinn kæmi til skila, og end- aði málið svo að pokinn fannst hjá henni og mun þjófurinn, þótt aldrei uppgötvaðist hver hann væri, ekki hafa þorað annað en að skila pokanum eftir að hafa heyrt ákvæðavísurnar. Sigfús Sigfússon sagðist hinsvegar hafa slegið þjófnum Þórsrúnir, og þess 'vegna hefði pokinn fundizt. Hvað sem um þetta allt er, er þetta dæmi um skemmtileg sam- skipti við borgarana. Einkalíf mitt hefur verið farr sælt, ég hef eignazt 7 dætur, og nú er að koma upp myndarlegur flokkur af dætrasonum. Könan mín hefur verið mér samhent í starfi og oft og einatt tók hún við kærum og kvörtunum, þegar eng in lögreglustöð var hér í Reykja- vík. Á heimilinu hefur sjaldan verið næðisamt, og því mikið reynt á þolinmæði minnar góðu konu. Með þessu er lokið afmælis- rabbi við Erling Pálsson, yfirlög- regluþjón sjötugan. Hinsvegar er gaman að láta að síðustu fylgja eina vísu sem mér þótti vel kveð- in en margar vísur fékk ég að heyra eftir Erling, en það mun ekki öllum kunnugt að hann er mjög góður hagyrðingur. Vísan er þannig, gerð í tilefni mikils sjóslyss hér fyrr á árum: Fannhvítt frá FÖIMIM Molskinnsbuxur Svartar molskinnsbuxur á börn og unglinga, komnar aftur. Miklatorgi — Lækjargötu 4. Rafmótorar Strömberg-rafmót- orar, vatnsþéttir ávalt fyrirliggjandi, 0,25—11 kw. Gear mótorar 0,75 kw — 3,0 kw. Lægsta fáanlegt verð. Hannes Þorsteinsson, heildverzlun n Hallveigarstíg 10. — Sími 2-44-55. Peysujakkar dönsk úrvalsvara Höfum fengið þessar fallegu flíkur í öllum stærðum og 3 litum — gráum, brúnum og bláum. Þetta er kjörinn jólajakki á litla soninn og hlýleg og skemmtileg jólagjöf handa eiginraanninum. ■ Verzlun O. L. Traðakotssundi 3 (á móti Þjóðleikhúsinu). Oy ftrömborq Ab Heildsölubirgðir: * * IJrasalar - IJrsmiðir Kaupmenn Kaupfélög Rússnesku, ódýru úrin komin — einnig með dagatali. Úraólar í úrvali. Heildverzlun EIRÍKS KETILSSONAR Garðastræti 2. — Símar 23472 og 19155. Barry Staines linoleum Parket gólfdúkar og gólfflísar. Glæsilegir litir. BARRY STAINES vinel gólfflísar. Mjög ódýrar. Litaver sf. Símar 30280 — 32262 — Grensásvegi 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.