Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 3
' Fimmtudagur 11. nOT. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 í>AÐ var líf og fjör vfð höfn- ina síðdegis í gær, er frétta- maður og ljósmyndari brugðu sér þangað niðureftir í frétta- öflun. Gullfoss lá við festar og hafði landað fyrstu sending- unni af jólagreinum, sem til landsins koma, og von er á meira seinna. í einu „gengi“ Gullfoss var lestað síldartunn um. Þungbrýnir harðjaxlar snöruðu tunnunum á bílpall- inum og festu á þaer króka. Síðan voru þær hífðar og ósjálfrátt hopuðum við undan. Lestað saltsíld um borð í Gulifoss. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Meðal harðjaxla á hafnarbakkanum i Hér kanna þetr ondirstöðuna. Það hefði verið líti'ð gaman, að verða undir þeim, ef krók- ur kynni að losna. í öðru „gengi“ var einangrunarefni slcipað á land; og ætti það að vera gleðitíöindi öllum þeim, sem nú eru að byggja. Á bakkanum fyrir neðan gamla Hafnarhúsið, voru starfsmenn hjá Almenna Bygg ingarfélaginu með bor einn mikinn. Þeir segja okkur að verið sé áð kanna undirstöð- una í þessari gömlu bryggju. Hér á einhverntíma að byggja loftbrú fyrir bifreiðir fram- tíðarinnar, og þá verður und- irstaðan að vera vel fundin, eins og þeir segja þessir gömlu og grónu á eyrinni. Valdimar Björnsson yfir- verkstjóri hjá Eimskip. sagði M Garðar Jónsson okkur, að þá verði gömlu bryggjuhúsin rifin og fjar- lægð og svo sjálfur kolakran- inn. Þá verður lítið eftir af þeirri höfn, sem Reykvíkingar þekkja í dag. Svo rákumst við á Garðar Jónsson, einn af elztu starfs- mönnum Eimskips, þar sem hann stóð við vörubílinn sinn, og horfði á okkur kímileitur. — Þáð er nóg að gera hjá ykkur í dag? Garðar. — Blessaður vertu, það er ekkert meira en vanalega. — Hvað ertu búinn að vinna lengi hjá Eimskip? Valdimar Björnsson — Ég er, skal ég segja þér, búinn að vinna hérna svo lengi, að ég held bara að ég eigi félagið- Og þa'ð sem meira er, áð ég ætla mér að deyja frá félaginu líka. Svo brosti Garðar og segir: — .Jæja, maðui segir nú ýmis legt í gríni. Ég er búinn að starfa hér í heil 40 ár, og ég er búinn að vinna á öllum tækjum hér nema krananum. — Þú hefur þá auðvitað siglt á skipum félagsins? — Já, já. Ég var í 28 ár á skipunum og þar af 20 ár á Brúarfossi. Þa’ð var mikið gaman í þá daga og munur á því og vera að flækjast í lar.di eins og slæpingi! — Eruð þið allir svona orðhvatir af Klapparættinni? — Já, þetta er líklega í ætt inni, blessaður vertu! Og þegar • við kvöddum Garðar kom í ljós, að einn sona hans er setjari hjá Mbl., í eða með orðum Garðars: — í Það er góð ætt, Klapparættin! ; Að lokum tókum við tali \ einn af verkstjórum Eim- skips, Ingimund Guðmunds- son. Hann var broshýr en vildi sem minnst við okkur tala, og 1 þegar við inntum hann eftir því hversu lengi hann hafi unni'ð hjá fyrirtækinu, svar- aði hann: Tvö ár!, en ekki er okkur gruniaust um, það að þau hafi frekar verið tuttugu. — et. Ingimundur Guðmundsson * Garnaveiki að bænum Brennigerði Sauðárkróki, 10. nóvember. VART hefur orðið garnaveiki í sauðfé bóndans Stefáns Stefáns- sonar að Brennigerði, Skarðs- hreppi, Skagafirði. Verður nákvæmlega fylgzt með öllu sauðfé á næstu bæjum við Brennigerði og einnig á upp- rekstrarsvæði því, sem fé þetta •gengur á. Hefur ekki orðið vart gama- veiki vestan Héraðsvatna um langt árabil. —jón. í Skagafirði Morgunblaðið sneri sér í gær til Páls A. Pálssonar, yfirdýra- læknis, og spurðist fyrir um þetta. Páll kvað það réit, að garnaveiki hefði komið upp að Brennigerði. Hefði um 10 kind- um verið slátrað í rannsóknar- skyni. Unnið yrði að rannsókn á næstunni. Páll kvað garnaveiki ek'ki hafa komið upp vestan Héraðs- vatna allt frá því fé var skorið niður þar Fiskveiðisióður Islands SEXTÍU ár voru liðin frá því Atþingi samþykkti lög um stofn- un Fiskveiðisjóðs íslands, en flutningsmaöur frumvarpsins var Valtýr Guðmundsson. Sjóðurinn var / fyrstu árin í vörzlu atvinnumálaráðuneytisins, en síðustu áratugina hefur hann starfað sem sjálfstæð stofnun 60 ára innan Útvegában'ka fslands. Fiskveiðisjóður er nú með stærstu peningastofnunum lands- ins og hefur hann veitt lán til skipakaupa erlendis frá og ný- bygginga skipa innarilands. Porstjóri sjóðsins er Elías Hal'l- dórsson, en bankastjórar Útvegs- bankans mynda stjórn hans. STAKSTFIMAR Fulltrúi fógeta hljóp á sig Jón Finnsson, fulltrúi við sýslu mannsembættið í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetaem-r bættið í Hafnarfirði, hefur haft forgöngu um að nokkrir starfs- menn við embættið segðu upp störfum sírium ,,í mótmælaskyni" eins og hann orðar það. Út af fyrir sig er ekkert við þessu að segja. Ef viðkomandi menn treysta sér ekki til að vinna með hinum nýja yfirboðara, er auð- vitað heppilegt, bæði fyrir þá og hann, að skipt verði um starfs- fólk. En Jón Finnsson hljóp h«ld ur illilega á sig, er hann sendi grein eftir sig þremur dagblöð- um borgarinnar og þau birtu í gær. Hann segir: „Nú kunna menn að spyrja. Eru þessi embætti ekki alltaf veitt pólitískt? Er þetta nokkuð sérstakt? Þessu er því til að svara, að> embættisveiting þessi og aðferð við hana er algert einsdæmi og ekki sambærilegt við neitt annað sem gert hefur verið áður í þessu efni“. Jón Finnsson ætti þó að vita það, að árið 1945 var í dómsmála ráðherraembætti maður, sem veitti sýslumannsembættið í Gull bringu- og Kjósarsýslu og bæjar fógetaembættið í Hafnarfirði, án þess svo mikið sem auglýsa það, og mun stappa nærri að það hafi verið „einsdæmi“. En sá sami ráð herra veitti einnig embætti bæjar fógeta á Akureyri þeim umsækj- andanum, sem mun síður en aðrir var skv. almennum sjónarmiðunri talinn eiga rétt til þess, og Jón Finnsson ætti að vita hver þessi ágæti ráðherra var. En þessi mis tök hans, sem voru meðal fárra í merkum stjórnmálaferli, ætti Jón Finnsson sízt allra manna að rif ja upp. Aö níða menn Og Jón Finnsson heldur áfram grein sinni. Hann hælir Birni Sveinbjörnssyni, og undir margt af því sem um hann er sagt getur Morgunblaðið fúslega tek- ið, enda hvarflar ekki að blaðinu að bera á hann vammir eða skammir. En Jóni Finnssyni finnst sér sæma að ráðast með % svivirðingum að Einari Ingimund arsyni. llonum nægir ekki að lýsa kostum þess manns, sem hann er fylgjandi, heldur verður hann að níða gagnaðilann. Hefur það þó fram að þessu ekki þótt sérstakt drengskaparmerki. Hann segir um Einar Ingimundarson, að hann sé maður „sem befur ekkert sérstakt til brunns að bera annað en það að vera flokks maður þess ráðherra, sem fer með veitingavaldið og mágur bróður försætisráðherrans“. Allir, sem Einar Ingimundar- son þekkja vita að hann er mlkill mannkostamaður, og þó hann hafi um nokkurt árabil setið á þingi og sé tengdur forsætisráð-^ herranum, þá er það sannarlega ekki fullgiid ástæða til þess að hann eigi að útiloka frá em- bættum, sem hann hefur ekki siðri rétt til en aðrir. Og hvað sem um það er, þá ætti það ekki að líðast — enda mun almennings álitið ekki iiða það — að haldið sé uppi slíkum rógi algerlega að ófyrirsynju, og það mun lika Jón Finnsson finna. að hann hef- ur illilega á sig hlaupið, og væri sæmst að biðjast afsökunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.