Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 12
f 12 MOR.CU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 11. nóv. 1965 UM BÆKUR ENDURÓMUR Sýning Harðar Agústssonar Jón úr Vör: MAURILDASKÓGUR, íjóa, íoo bis. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík, 1965. S T U N D milli stríða var með fyrstu ljóðabókum, sem mér á- skotnuðust fyrir tæpum aldar- fjórðungi, þá nýútkomin. Ég las hana strax, og las hana oft. Svo fór, að ég lærði hrafl úr henni utanbókar án þess það væri á- setningur. Sum kvæðin loða í mér enn. Ég hafði engan að spyrja, hvort þetta væri skáld- skapur og ekki annan mæli- kvarða við að styðjast en gömlu skáldin frá Hallgrími til Davíðs — sá síðar nefndi var að vísu ekki kominn í röð gömlu skáld- anna þá; var þó viðurkenndur snillingur og leiðarstjárna af úngum og gömlum. Satt að segja var ég í vafa um, að ljóðin í Stund milli stríða væri djúpfundinn skáldskapur — t. d. kvæðið um Óla skó. Samt þótti mér vænt um bókina og þykir enn. Fjórum árum síðar kom >orp- ið. Þá reyndi fyrst á dómgreind- ina, svo um munaði. Þá var ekki lengur stoð að gömlu skáldunum sem mælikvarða. Var þetta skáld skapur, eða hv'að? Var höfundin- um alvara, eða var hann brugð- inn á leik? Hvað bar t. d. að álykta um samsetning eins og Pálmasunnudag? Það var þráfalt álitamál. En Þorpið gerðist nægöngult í hug- anum. Það þurfti ekki meðmæli frá kunnáttumönnum eða hag- stæðan samjöfnuð við gömlu skáldin til að ávinna sér þegn- rétt í vitundinni. Þegar öllu var á botninn hvolft, skipti mirtnstu máli, hvort það var skáldskapur eða hvað það var. Það var alla ýega það sem það var, og ekkert annað. Tveir áratugir eru næstum liðnir frá útkomu Þorpsins. Á þeim árum hafa vindar blásið úr ýmsum áttum. Æ betur hef ég sannfærzt um, að Jón úr Vör hafi farið vel af stað með fyrstu bók- um sínum, Ég ber að dyrum og Stund milli stríða. Og Þorpið er óumdeilanlega skáldverk. Það er meginverk höfundarins til þessa dags. Þar tókst honum að hitta á þá ófölsku nótu, sem ein fram- kallar skáldskap. Hvað hefur síðan gerzt? r Jón úr Vör hefur haldið áfram eð yrkja og senda frá sér bækur. En hann hefur ekki náð fleiri •tónum. Hann hefur í bezta falli leikið upp sama lagið. Nú fer liann líka að komast á þann ald- ur, sem færir mönnum virðingu fyrir gömul afrek og umbun fyr- ir verðleika, sem einu sinni voru. Það er ekki skemmtilegt út af fyrir sig. Kannski er það þó nauðsynlegt, þegar öllu er á botninn hvolft. En allt.um það — Jón úr VÖr heldur áfram að yrkia. Og nú hefur hann sent frá sér bók með frumsömdum og þýddum kvæð- um, og heitir Maurildaskógur. í þessari nýju bók er meðal annars að finna alla fyrri kosti skáldsins: einlægni, einfaldleika, inærfærni. Hitt er svo annað mál, að þessi bók flytur fátt nýtt. Þarna kemur ekki fram nein óvænt hlið á skáldinu. „. .. . þorpið fer með þér alla leið,“ sagði Jón í kvæðinu Ég er svona stór (Þorpið). Þau hafa reynzt orð að sönnu — og ásann- ast enn einu sinni með þessari nýju bók hans. Ljó ð þessarar bókar eru mestmegnis í þeim tón, Jón úr Vör. sem hann náði fyrir tuttugu ar- um. Ég tilfæri hér sem dæmi lokaorð Þorpsins og upphafsorð hinnar nýju bókar; fyrst Þorpið: og í eilífðarf jörunni finnur þú gulnað strá bak við sorfinn blágrýtisstein. Þá er hér upphaf ljóðsins Stein- völur, sem er fremst í Maurilda- skógi: Hugfestu þessar örsmáu völur, litia sólfáða brimsorfna augasteina kaldrar eilífðar. Hvað skal nú segja um sam- líking þessara tveggja dæma? Er skáldið ekki farið að yrkja sig upp? Utan hvað fyrra dæmið er ólíkt hugtækara. Það er ljóðræn farsæld að finna gulnað strá í eilífðarfjörunni. Sjálft orðið — eilífðarfjara — gefur það ekki innsýn í dálítið hillingaland? Svo virðist. En í síðara dæminu hillir ekki uppi þvílíkt bjarma- land. Þar er tekið að kólna í eilífðinni. Það er ekki lengur vor yfir plássinu. — En víkjum að öðru. Eitt kvæði Þorpsins heitir Fundargerð. Þar eru sagðar fram ræður, eins og haldnar eru á fundum. Höfundurinn kvað líka vera áhugamaður um félagsleg málefni. Það eru ekki mörg skáld íslenzk, sem hafa ort um funda- höld í fáguðum skáldskap. í nýju bókinni, Maurildaskógi, er ræða, meira að segja Hátíða- ræða. Annað Ijóð, sem heitir Þegár drottningarmaðurinn kem- ur, er líka ávarp með ræðusniði. Það verður að segjast eins og er, að ræðuhöldin í Maurilda- skógi taka ekki fram ræðunum í Þorpinu, nema síður sé. Hátíða- ræða í Maurildaskógi er ádeila gegn hræsni og yfirdrepsskap broddborgara gagnvart lista- mönnum. Ádeilan er vissulega réttmæt. En áhrifamikil eða beinskeytt er hún ekki. Jóni tekst ekki að ydda skeyti sin. Og skopskyn er honum hreint ekki gefið. Þar skilur rækilega á milli hans og t.d. Steins Steinarrs. Ádeila Jórjs snýst einatt upp í nöldur, sem veldur þreytu, en ekki vakning. Sé litið á Maurildaskóg sem heild, viriðst vera þyngra yfir þeirri bók en fyrri bókum skáldsins. Hinn nýi undirstraum- ur, sem helzt verður vart í þess- ari bók, er leiði, óánægja, von- brigði. Skáldið kveður um niður- læging og dauða. Ég tilfæri sem dæmi kvæðið Grafskrift: Þú stendur einn við leiðið og lest nafn þitt á krönsunum. Dauðum rotnandi fingrum ritar þú í moldina: Huglaus meinlaus hamingjusamur maður. Þannig kveður Jón úr Vör á sjöunda tug aldarinnar. En skylt er að geta þess, að ekki eru öll strengjatök Maurildaskógar svo dapurleg. Skáldið nær enn hin- um kliðmjúka, seytlandi tón, sem einkennir beztu Ijóð hans frá fyrri árum. Ég tek sem dæmi ljóðið Akureyri: Mjúkum höndum hefur morgunregnið strokið rykið af túnum og þökum þessar fallegu borgar. Nú speglar hún sig snöggvast í sólfáðum polli, lítil stúlka. Ætlar hún suður? Vaðlaheiðin brosir, ennþá dálítið þingeysk. Sama máli gegnir um Kvöld- mynd, þó ekki sé það ljóð veiga- mikið: Hár leikur í vindi þeysir nakin kona á gló- fextum hesti með geisla- linda kveldsólar um sig miðja. F.' rrum réð Jón bezt við hvers- d' ^jleg, óbrotin yrkisefni. Nú er e'.ki örgrannt, að honum mis- takist að lyfta þess konar efnum í skáldlega seilingarhæð. Ég nefni sem dæmi ljóðið Seint í maí. Það hefst ekki upp úr flat- neskjunni þrátt fyrir augljósa viðleitni. í Maurildaskógi eru nokkrar þýðingar úr ssénsku eftir Harry Martinson og Olof Lagercrantz. Mér virðist Harry Martinson standa nær þýðandanum. Lager- crantz er huglægari. Jón þýðir hann samvizkulega og nákvæm- lega, víða frá orði til orðs. Þó er þýðandinn sums staðar fleir- yrtari en höfundurinn. Það er gömul saga, að ljóð- skáld endast illa. Þegar á allt er litið verður ekki sagt, að Jón úr Vör bæti nokkru við hæð sína með þessari síðustu bók sinni. Það eitt hefur gerzt, að meira efnismagn liggur nú eftir hann. Hins vegar verður Maurildaskógi sjálfsagt vel tekið af ýmsum, sem lesið hafa fyrri ljóð hans sér til ánægju. Þýðingarstarf hans er að minnsta kosti virð- ingarvert. Jón úr Vör heldur sæti sínu meðal íslenzkra ljóð- skálda, þó hann láti ekki að sér kveða hér eftir. Erlendur Jónsson. Áki Jakobsson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 12, 3. hæð. Simar 15939 og 34290 f BOGASALNUM í Þjóðminja- safninu stendur nú þessa dag- ana sýning Harðar Ágústssonar á teikningum. Sýningu þessa hef- ur Hörður nefnt „Svart Hvítt“, og sýnir hann að þessu sinni 38 myndir, gerðar með vatnslitum á pappír. Því miður hefur ekki verið stunduð teikning í íslenzkri myndlist sem skyldi, að ég ekki nefni svartlist yfirleitt. Það fyrir- bæri er varla til hjá okkur, og hvernig sem á því stendur, virð- ast íslendingar ekki hafa áhuga á nema olíumálverki. Nú er þetta enn óskiljanlegra, þegar maður verður þess var, að allsstaðar í veröldinni er svartlist álitin sú listgrein, sem aðgengilegust sé fyrir almenning og sem flestir eigi kost á að eignast og njóta. Sem dæmi um þetta langar mig til að minna á þá staðreynd, að fyrir nokkrum árum var til sýnis úrval af svartlist frá Norðurlönd- um í Listamannaskálanum, og af þeim aragrúa verka, sem þar voru sýnd, seldust aðeins tvö ein- tök. Þetta eina dæmi, sem ég til- færi hér, sýnir nokkuð það ein- kennilega ástand, sem ríkir á þessu sviði, og ekki verður sagt með sanni, að það sé uppörvandi fyrir íslenzka myndlistarmenn. Hvað um það, þá er þetta fram- tak Harðar Agústssonar með heila sýningu á teikningum ein- göngu, djarft og til fyrirmyndar. Það er sannarlega tími til kom- inn að gera tilraun með að sýna, að teikning er eðalfín list, sem stendur ekki að baki öðrum list- greinum, þvert á móti. Hörður Ágústsson teiknar yfir- leitt myndir sínar af miklum fín- leik og tekst að ná í þær rólegu, ljóðrænu andrúmslofti, sem skap- ast af næmleik fyrir sjálfri lín- unni og notkun hennar. Það eru yfirleitt ekki sterk átök í þessum myndum, enda eðli þeirra af öðr- um toga spunnið, eins og áður er sagt. Píslarvottar og Postular heitir myndsería á þessari sýn- ingu, og þar tekst Herði á á- hrifaríkan hátt að gæða myndir sínar vissri „mystik“, sem er sjaldséð í íslenzkri myndlist, og þar kemur greinilega í ljós sá expressionismi, sem Hörður hef- ur alltaf haft í nokkuð rí-kum mæli í verkum sínum, hvort heldur hann hefur málað fígúra- tíft eða ekki. Hörður er nokkuð dreyminn í þessum verkum og má vel segja, að hann sé að eðlis- fari nokkuð rómantískur á alvar- legan hátt. Maður verður minna var við sjálfa gleðina yfir að gera mynd en þá alvöru, er hann kemur jafnan að í vérkum sín- um. Þetta er að mínu áliti miklu betri sýning en sú sýning, er Hörður hélt í Listamannaskálan- um síðast fyrir nokkrum árum. Hér fáum við bersöglari mynd af hugsunarlífi listamannsins, og hann hefur meira vald yfir þeim viðfangsefnum, er hann hefur valið sér. Þetta er sérstök sýning, sem ég vil benda lesendum á að athuga vandlega. Hún er opin dag lega í Bogasalnum til sunnu- dagskvölds og vel þess verð, að henni verði veitt eftirtekt. Valtýr PéturssoH. — Utan úr heimi Framhald af bls. 14 Hlaut hún þá bókmennta- verðlaun blúibhs þeirra banda rískra blaðamanna, sem starfa erlendis. Hún hefur skrifað nokkrar aðrar bækur, þar sem hún m.a. iýsir sjónarmið- um sínum varðandi réttinda- stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Skírnarnafn Diokey Chap- elle var Georgetta Mayer. Hún var gift bandiarískum ljósmyndara að nafni Ant- hony Chapelle, en þau skildiu fyrir nokkru. Hann hefur eftir sem áður verið umiboðs- maður hennar í New York. Ohapelle liggiur ruú á sjúkra- húsi, veg-na hjartakvilla. Þegar fréttist um lát Dick- ey Ohapelle, lét talsmaður lan-dvarnaráðuneytisins í Washington svo’ um mælt, að blaðaheimurinn hefði missit hugrakkann og glæsilegan stríðsfréttarita-r-a. Meðal her- manna hafði hún verið kunn fyrir ósérhlífni, þrek og -huig- rekki — og lifandi frásaginir hennar og óvenju-góðar ljós- myndir ha-fi gert bandarísk-um blaðalesendum ljósa grein fyrir baráttu bandarískra hermanna fyrir málstað frels- ___isins. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Hverfisgata 14. — Sími 17752. Lögfræðistörf og eignaumsýsLa. Pilt eða stúlku vantar til afgreiðslustarfa. iuuuuöuu, ____ Ásgarði 22. — Sími 3-69-60. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.