Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. n6r. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 r Dr. Fiitnur Cuðmundsson: Eyöing svartbaks ' Síðastliðið vor var Iagt fyrir Alþingi þingmannafrumvarp um eyðingu svartbaks, Það virðist hafa flogið í gegnum báðar deild ir þingsins án verulegra um- ræðna og án þess að gerðar væru á því breytingar, og hinn 8. maí varð það að lögum. Frumvarp þetta var upphaflega komið frá Búnaðarfélagi íslands, sem sendi það Landbúnaðarráðuneytinu í des. 1964 með ósk um að það væri lagt fyrir Alþingi. Landbún aðarráðuneytið sendi Fuglafriðun arnefnd frv. til athugunar og umsagnar, en hú fékk Agnar Ingólfsson náttúrufræðing, sem um þær mundir vann með nefnd inni að heildarendurskoðun gild- andi laga um fuglaveiðar og fugla friðun, til að semja álitsgerð um frumvarpið og um eyðingu svart baks almennt. Álitsgerð Agnars var síðan send Landbúnaðarráðu neytinu ásamt bréfi Fuglafriðun- arnefndar, dags. 8. febrúar 1965. í bréfi nefndarinnar er vísað til álitsgerðar Agnars og þar sem nefndin var sammála um, að eng in líkindi væru til þess að um- rætt frv. myndi bera tilæt'laðan árangur, lagði hún til að í fram- haldi af endurskoðun laga um fuglaveiðar og fuglafriðun væri skipuð nefnd sérfróðra manna til að semja reglugerð eða frum- varp til laga um eyðingu svart- baks. Landbúnaðarráðuneytið virðist hafa fallizt á tillögur Fuglafrið- unarnefndar, að minnsta kosti var umrætt frv. aldrei lagt fyrir Alþingi sem stjórnarfrumvarp. En eins og áður hefur verið greint frá skaut það síðar upp ikol'linum sem þingmannafrum- varp og þá án umsagnar Fugla- friðunarnefndar og án álisgerðar Agnars Ingólfssonar. Þingmönn- um gafst því ekki kostur á að kynna sér skoðun þessara aðila á frumvarpinu, áður en það var afgreitt sem lög frá Alþingi, og mér er heldur ekki kunnugt um að leitað hafi verið umsagnar nokkurs aðila um frv., enda mun vart hafa unnizt tími til þess í flaustri síðustu þingdaga. Þetta er í stuttu máli forsaga þessa máls, en ég tel nauðsynlegt að rifja hana upp til skýringar á því, sem hér fer á eftir. í frumvarpi því um fuglaveiðar og fuglafriðun, sem Fuglafriðun arnefnd hefur samið og nú hefur verið fyrir Alþingi, er lagt til að lög nr. 50/1965, um eyðingu svartbaks, verði úr gildi numin og að skipuð verði nefnd til að semja reglugerð um eyðingu svartbáks samkvæmt ákvæði 25. gr. frv. Það kann að virðast all- hart að gengið, að ætlast til þess að lög, sem samþykkt voru síð- astliðið vor, verði úr gildi num- in áður en þau verða ársgömul. En það má öllum vera ljóst, að afstaða Fuglafriðunarnefndar til þessa máls breytist ekki þótt um rætt frumvarp hafi í millitíð orð ið að lögum. Nefndin lagðist á sinum tíma eindregið gegn frum varpinu og í samræmi við það hlýtur hún að leggja til að lög, sem á því eru byggð, verði úr gildi numin. Ég tel að hin nýju lög um eyðingu svartbaks séu svo göll- uð, að því fyrr sem þau verða úr gildi felld því betra. Megin- galli þeirra er sá, að þar er gert ráð fyrir stórfeldum fjárframlög- um til aðgerða, sem ekki eru minnstu líkindi til að beri nokk- urn árangur. Hinar fyrirhuguðu aðgerðir byggjast á þeirri trú, að það sé engum vandkvæðum bundið að stórfækka eða jafn- vel gereyða algengum fuglateg- undum með tiltölulega einföld- um aðferðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að því miður er þetta ekki hægt nema með svo gífurlegum tilkostnaði að ég efast um að nokkur íslenzkur fjármála ráðherra eða fjárveitinganefnd fáist til að leggja út í slíkt æfin- týri. Enginn kyldi halda að það sé aðeins á fslandi, sem fuglar valda tjóni. Víða um heim valda fuglar stórfelldu tjóni og sem dæmi um slíkt má nefna, að spörfugl einn af vefaraætt gerir mönnum nær ókleift að stunda akuryrkju á stórum svæðum í Afríku. í Kazakstan eyðileggja gráspörvar oft allt að helming uppskerunnar á ári hverju, og í Miðjarðarhafslöndum valda star ar oft stórspjöllum í aldinrækt- arhéruðum. Þá eru gráspörvar og hringdúfur einnig miklir skað- valdar í Evrópu, og við norðan- vert Atlantshaf hefur máfum fjölgað mjög á síðari árum og valda þeir þar margvíslegu tjóni. Lengi vel var það ríkjandi skoð un manna, að hægt væri að ráða bót á þessum vanda með því að skjóta eða drepa með öðrum tiltækilegum ráðum þær fugla- tegundir, sem tjóni ollu, og var altítt að greidd væru verðlaun fyrir dráp þeirra. Víða um heim var um langt skeið unnið að slík um eyðingarherferðum án þess að nokkurs sýnilegs árangurs gætti, enda er það fyrst nú á síð- ari árum að menn eru farnir að átta sig á því, að slíkar aðgerðir eru í flestum tilfellum þýðingar- lausar. Því hafa menn í æ ríkari mæli horfið að því, að verja ræktarlönd og aðrar nytjar fyrir ágengni fugla, í stað þess að ætla sér þá dul að stórfækka eða ger- eyða þeim á stórum svæðum. Eigi að síður er enn að staðaldri unnið að rannsóknum og tilraun- um, sem miða að því að gera mönnum kleift að fækka eða verjast skaðvænum fuglum, og má vel vera að sum hinna svæf- anda lyfja, sem komið hafa fram á síðustu árum, eigi eftir að reynast gagnleg í baráttunni við slíka fugla. Þá má og nefna ný lyf (gametocides), sem gera fugla ófrjóa, en þar sem notkun allra þessara lyfja er enn á tilrauna- stigi verður að svo komnu máli ekkert fullyrt um notagildi þeirra hér. Eitt er þó víst og það er að allar aðgerðir til að fækka eða eyða algengum villtum fuglum hljóta að verða ákaflega kostnað arsamar, enda þarf að drepa mjög stóran hluta hins uppruna lega stofns, ef nokkur árangur á að verða af slíkum aðgerðum. Má í því sambandi benda á, að lengi vel töldu menn rjúpna- þurrðir stafa af ofveiði, en nú hefur verið sannað, að svo er ekki, enda þótt áður fyrr hafi stundum verið fluttar út allt að 400.000 rjúpur á ári. Þá má benda á, að hin síðari ár hefur grágæs- um farið hér jafnt og þétt fjölg- andi, þótt um það bil þriðjungur stofnsins sé felldur á vetri hverj um á Bretlandseyjum. Þetta staf ar einfaldlega af því, að það eru lifsskilyrðin en ekki veiðar sem sem takmarka stofnstærð flestra fugla, og á það ekki sízt við í jafnstrjálbýlu landi og fsland er. Það myndi því þurfa gífurlegt átak til að fækka íslenzkum svart bökum svo um munaði, og þykir mér ólíklegt að komizt verði af með minna en fimm milljónir króna á ári í því skyni. Vegna skorts á vinnuafli myndi auk þess vera miklum örðugleikum bundið að fá nægilegan mann- afla til að sinna þessari nýju at- vinnugrein þótt arðsöm reyndist. Nú valda svartbakar einkum tjóni með því að gera usla í æðarvarpi. Um annað tjón af þeirra völdum er sára lítið vitað og hefur sú hlið málsins aldrei verið rannsökuð. Samkvæmt framtölum nemur heildardún- tekja á landinu um 2000 kg. á ári og verðmæti ársframleiðslu af dún nemur því kr. 3.700.000. Það er því ærið umhugsunarefni, hve miklu af opinberu fé rétt- lætanlegt sé að verja til eyðingar svartbaks, í þeirri veiku vpn að það kynni ef til vill að leiða til einhverrar aukningar dúntekj- unnar. Allt ber því að sama brunni um það að eina tiltæka leiðin í þessu máli sé að leitast við að verja æðarvarp fyrir svartbak og reyna að eyða þeim takmarkaða og staðbunda svartbakastofni, sem sækir í vörpin. Auðveldasta og itm leið ódýrasta leiðin til þess að ná því marki er notkun eiturs, en þar sem notkun strychnins, sem hingað til hefur verið not- að í þessum tilgangi, er háifgert neyðarúrræði, væri mjög æski- legt, að gengið væri úr skugga um það með tilraunum, hvort sum hinna nýju lyfja, sem nú er völ á, gætu ekki komið í þess stað. Að lokum skal hér vikið nokkru nánar að hinum nýju lög um um eyðingu svartbaks og einstökum greinum þeirra. Þar er meðal annars kveðið svo á, að veiðistjóri skuli, undir yfirstjórn Búnaðarfélags íslands, hafa stjórn allra aðgerða við eyðingu svartbaks og skuli hann, syo sem kostur er, afla upplýsinga um svartbakastofninn, leiðbeina mönnum um eyðingu hans, skipu leggja eyðingaraðgerðir, gera til raunir með nýjar vinnsluaðferðir og vernda æðarvörp gegn á- gengni svartbaks. Um þessi á- kvæði laganna er ekki nema gott eitt að segja. Veiðistjóri hefur sýnt mikinn dugnað við eyðingu refa og er því tilvalið að fela honum sem embættismanni að leiðbeina einnig varpeigendum um úrræði til að verjast ágangi svartbaks. Öðru máli gegnir um ákvæði 3. og 4. gr. laganna, en þar er kveðið svo á, að ráða skuli sérstaka menn til eyðingar svart baks og skuli þeir vera vel út- búnir að öllum tækjum og lyfj- um, sem bezt henta við eyðingu hans. f 7. gr. segir, að laun, bíla- kostnaður svo og nauðsynlegur áhaldakostnaður manna, sem ráðnir eru við svartbakseyðingu. skuli greidd úr ríkissjóði. Hér er bersýnilega ætlast til, að komið verði upp heilli herdeild veiði- manna undir stjórn veiðistjóra, og að rnáli þeirra og annar her- kostnaður verði greiddur úr rík- issjóði. Ekki er þess þó getið, hve fjölmennt þetta lið á að vera né heldur hver herbúnaður þess á að vera. í lögunum er að- eins tekið fram, að hinir ráðnu veiðimenn skuli vel búnir öllum tækjum og lyfjum, sem bezt henta við veiðarnar, en hvorki í lögunum sjálfum né í greinar- gerð með þeim er nokkurn fróð- leik að finna um það, hver þessi tæki og lyf eiga að vera. Óneit- anlega væri fróðlegt að fá nokkru nánari vitneskju um þetta atriði, og slíkar upplýsing ar myndu auk þess vel þegnar af þeim mönnum í grannlöndum okkar, bæði austan hafs og vest- an, sem hin síðari ár hafa unnið að margvíslegum tilraunum til að hefta offjölgun máfa. Óþarft er að hafa fleiri orð um þessi á- kvæði laganna því að hér að framan hefur verið sýnt fram á, að slík allsherjaratlaga áð svart- baknum er algerlega vonlaus nema til komi miklu meira fjár- magn en nokkurn tíma myndi fáanlegt hér á landi. Það er að vísu ekki miklum vandkvæðum bundið að drepa nokkra svart- baka, en það er ekki auðvelt að drepa 100.000 svartbaka hvað þá 200.000 svartbaka, en þetta er það sem gerá verður ef vænta á nokkurs árangurs af slíkum að- gerðum. Hjá flestum algengum fuglum er viðkoma miklu meiri en nauðsynlegt er til að viðhalda stofninum. Vegna takmarkaðra lífsskilyrða verða vanhöld því að sama skapi mikil, en slík van- höld eru nauðsynleg til þess að tegundinni fjölgi ekki um of á kostnað lífsskilyrðanna. Mikil vanhöld og stuttur meðalaldur eru því venjulega bein afleiðing af mikilli viðkomu, en lítil van- höld og langur meðalaldur eru einkenni fugla með litla viðkomu Hjá máfum er dánartala á 1. ald ursári um 60%. Þegar fækka á máfum er því ekki nóg að drepa þessi 60%, sem hvort sem er eru dauðadæmd, heldur verður einn ig að höggva skarð í þann stofn- kjarna, sem lifir af fyrsta aldurs árið, en vanhöldin fara smám saman minnkandi unz fuglarnir verða kynþroska. Ein grein laganna (8. gr.) virð ist algerlega óþörf og er auk þess lítt skiljanleg. Þessi grein hljóðar svo: „Hvarvetna skal svartbakur (veiðibjalla) rétt- dræpur.“ Nú nýtur svartbakur engrar friðunar og er því öllum heimilt að skjóta svartbaka eða drepa þá með öðrum hætti þar sem menn á annað borð eiga veiðirétt. 1 4. gr. er auk þess kveðið svo á, að hinum ráðnu mönnum skuli leyfilegar eyðing- araðgerðir hvar sem er, og í 9. gr. segir að jarðarábúendum og öðrum sé óheimilt að varna því, Dr. Finntur Guömundsson að svartbaksveiðar fari fram, eða hindra starfsemi við eyðingu hans á nokkurn hátt, séu veiðarnar framkvæmdar af til þess ráðnum mönnum, nema á vissum árstímum í námunda við æðarvörp selalagnir eða á öðrum friðlýstum svæðum. Hér þarf því engu við að bæta um það, hvar megi drepa svart- bak. f 11. gr. laganna eru fyrirmæli um, að fyrir hvern unninn svart bak, ungan (grámáf) og fullorð- inn fugl, eigi viðimaður 20 kr. í verðlaun. Hins vegar er ekki ljóst, hvort það eru aðeins hinlr ráðnu veiðimenn, sem eiga að fá þessi verðlaun til viðbótar laun- um þeim, sem þeir fá greidd úr ríkissjóði, eða hvort hér er einnig átt við þann hluta fslendinga, sem ekki verður ráðinn til svart- bakaveiða af veiðistjóra og tek ur því ekki laun úr ríkissjóði fyrir að drepa svartbak. Þar sem minnst er á veiðimann annars staðar í lögunum virðist yfir- leitt átt við hina ráðnu veiði- menn og í lögunum er hvergi minnst á hlutdeild almennings í eyðingu svartbaks. Þá má benda á að orðið grámáfur í þessari grein er villandi. Þetta orð er ekki tegundarheiti heldur er það not að jöfnum höndum af almenn- ingi um unga máfa ýmissa teg- unda auk þess sem það er notað um fullorðna hvítmáfa og bjart- máfa. Þá er einnig mælt svo fyr- ir í 11. gr. að oddviti (bæjar- stjóri) skuli greiða verðlaun fyr- ir unna svartbaka og skuli veiði menn leggja fram hægri væng fuglsins til sönnunar því að hafa unnið hann. Þar sem það er ekki á færi oddvita og bæjarstjóra að greina vængi hinna ýmissu máfa tegunda, að minnsta kosti ekki ungfugla þeirra, hlýtur afleið- ingin af þessu að verða sú, að verðlaun verður að greiða fyrir vængi minnst fjögurra tegunda auk svartbaks. Um þessar verðlaunaveitingar er annars það að segja, að þær hafa áður verið reyndar hér, en árangurinn varð því miður sama og enginn. Á árunum 1942—1954 voru greidd verðlaun fyrir unna svartbaka og námu þau fyrst einni krónu og síðar þremur krónum fyrir hvern svartbak. Samkvæmt yfirliti um greiðslur sem inntar voru af hendi í þessu skyni, voru að meðaltali drepnir rösklega 3000 svartbakar á ári iá þessu tímabili. Það skal fús- lega játað, að ég átti nokkurn þátt í setningu þeirra laga, þar sem gert var ráð fyrir þessum verðlaunaveitingum sem lið í baráttunni við svartbakinn. En ég hef fyrir löngu sannfærst um, að slíkar verðlaunaveitingar eru algerlega gagnslausar. Sú afstaða byggist ekki aðeins á hinum lé- lega árangri, sem varð af verð- launaveitingum á árunum 1942— 1954, heldur engu síður á reynslu sem aflað hefur verið erlendis. Ráðstafanir til að fækka máfum hafa verið ræddar á nokkrum alþjóðafundum, sem ég hef sótt, meðal annars á fundum í Sviss 1954, í Finnlandi 1958 og í Banda ríkjunum 1962. Á þessum fund- um hafa fulltrúar hinna ýmissu þátttökuþjóða f skýrt frá niður- stöðum af rannsóknum sínum og tilraunum í því skyni að fækka máfum. Öllum bar þeim saman um, að verðlaunaveitingar hefðu undantekningarlaust reynzt al- veg gagnslausar og á fundi al- þjóða-fuglaverndunarráðsins í New York 1962 var því samþykkt einróma, að leggja til, að allar þjóðir, sem aðild eiga að ráðinu, hættu verlaunaveitingum með öllu þar sem þessi aðferð hefði reynzt bæði dýr og gagnslítil (an expensive and ineffective met- hod of population control). Hins vegar var stungið upp á því á fundinum í New York, að fugla- verndunarráðið beitti sér fyrir útgáfu bókar eða bæklings þar er gerð væri grein fyrir þeim aðferð um, er bezt hafa reynzt í barátt- unni við silfurmáf, svartbak og aðra skylda máfa, en það eru einmitt þessar tegundir, sem hef ur fjölgað mest við norðanvert Atlantshaf og valda þar marg- víslegu tjóni. Á næsta fundi fuglaverndunarráðsins, sem hald- inn verður í Englandi í júlí 1966 verða væntanlega teknar endan- legar ákvarðanir um aðgerðir í þessu máli. Með ákvæðum 15. gr. laganna eru felld úr gildi tvenn lög (lög nr. 89/1941 og lög nr, 104/1951), sem voru úr gildi falliiá löngu áður en lög nr. 50/1965, um eyð- ingu svartbaks, voru sett. Ef lög nr. 50/1965, um eyðingu svartbaks, verða úr gildi numin eins og lagt er til í frumvarpi til laga um fuglaveiðar og fugla- friðun, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, ber einnig að fella niður 300.000 kr. fjárveitingu úr fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1966 en sú fjárveiting hefur verið tek in upp í fjárlagáfrumvarpið til að standa straum af kostnaði vegna framkvæmdar umræddra laga um eyðingu svartbaks. Finnur Guðmundsson. Kirkjuþinginu lýkur 8. des. Róm 9. nóv. — NTB. PÁLL páfi mun slíta Kirkju- þinginu í Róm við hátíðlega at- höfn 8. des. nk., að því er til- kynnt var í páfagarði í da*g. Þeir 2.000 fulltrúar, sem þingið sitja, komu saman til fundar í dag eftir 10 daga hlé á þingstörfum. Fyrir þinginu liggur atkvæða- greiðsla um mörg mikilvæg mál- efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.