Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. nóv. 1965 Ötgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STYTTING NAMS- TÍMANS Kunnur stríösfréttaritari ferst í Suður-Vietnam • 1 síðustu viku lézt í S- Vietnam bandariska biaða- konan og ljósmyndarinn Dickey Chapelle, sem var kunnur stríðsfréttaritari. Varð það henni að fjörtjóni, að stíga á jarðsprengju, þar sem hún dvaldist með bandarískri landgönguliðasveit, er átti í höggi við skæruliða Vietcong u.þ.b. 10 km. frá Chu Lai. Vann hún síðast í S-Vietnam fyrir „National Observer" og útvarpsstöðina WOR í New York, en áður hafði hún starf- að í S-Vietnam fyrir timaritið „Nationai Geographic". Frú Chapelle var 47 ára að a-ldri og átti að baki sér við- burðaríkan feril sem frétota- ritari og ljósmyndari. Hún gat sér þegar orð í heims- styrjöldinni síðari, síðan í Kóreustríðinu, — þá er hún dvaldist með serkneskum skæruliðum í Alsír og skrifaði um f relsissty rj öldina frá þeirra herbúðum. Þegar Fidel Castro gerði uppreisn sína á Kúbu, dvaldist hún um skeið með honum og mönnum hans í fjallahéruðum og frumskóg- um. Síðar fylgdist hún með styrjöldinni í Laos. Henni tókst að laumast inn yfir landamæri Ungverjalands eftir uppreisnina þar haustið 1956, en var handtekinn skömmiu síðar og fangelsuð. Starfsvettvangur hennar á þessu ári, auk S-Vietnam. hefur m.a. verið Domini- kanska lýðveldið, þar sem hún fylgdist með átökunum milli uppreisnarmanna og hersins. Hún var fyrir skömmu sæmd heiðursmerki fyrir faUhlífastokk í S-Viet- nam. Árið 1962 kom út bók eftir Dickey Shappelle, „Hvað er kona að gera hér“, og segir þar frá reynslu hennar í starfi þar sem karlmenn hafa yfir- leitt verið einir um hituna. Framh. á bls. 17 'I ! ! !Í ! - ...... - Dickey Chapelle. Bandarískur hermaður yfir líki Dickey Chapelle. Rétt er einnig að gæta þess, að ávallt hefur verið höfð hliðsjón af því að reyna að flytja menn til í embættum frá hinum minni til hinna meiri, og einmitt þá mennina sem vel hafa gegnt sínum embættum, og er það gert með þessari veitingu. Auðvit- að má segja, að ef það atriði eitt hefði átt að ráða, hefði KANADÍSKU KOSNINGARNAR F áta mun nærri, að kosning- ^ ar hafi farið fram í Kan- ada að meðaltali annað hvert ár undanfarin tíu ár. Þarf því engan að furða, þótt Kan- ¥ fyrradag gekkst Stúdenta- ráð Háskóla íslands fyrir almennum fundi um málefni háskólans, og voru frummæl- endur f jórir alþingismenn úr öllum flokkum. í ræðu, sem menntamála- ráðherra flutti á fundi þess- (. um, ræddi hann m.a. um ald- ur stúdenta og kandidata, og kvað það sína persónulegu skoðun, að bæði stúdentar og kandidatar ættu að ljúka próf um sínum fyrr en nú er. Menntamálaráðherra kvaðst telja, að það námsefni, sem nú væri kennt tólf til fjórtán ára nemendum, væri ekki míeira en svo, að auðveldlega mætti ljúka því á tveimur árum í stað þriggja, a.m.k. þegar um væri að ræða nemendur, sem tækju landspróf. Ef sá háttur yrði upp tekinn, yrðu stúd- entar yfirleitt einu ári yngri en þeir verða nú Þá ræddi ráðherrann um námstímann í háskólanum og varpaði fram þeirri hugmynd, að námstími í háskólanum hæfist 15. september og lyki 15. júní, og yrði þá um að ræða þrjú kennslumisseri. Sagði menntamálaráðherra, að ef þessi háttur yrði upp tekinn, væri ekki ólíklegt, að hægt yrði að stytta námstím- ann í ýmsum greinum um allt að eitt ár. Hér er vissulega um at- hyglisverðar hugmyndir að ræða, sem fyllsta ástæða er til að íhuga gaumgæfilega. Stúdentar hér á landi munu yfirleitt eldri en tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar. Það er kannski að einhverju leyti af því, að víða erlendis er námstími í skólum á ári hverju lengri en hér, en við höfum lagt áherzlu á að veita skólanemendum tækifæri til þess að taka þátt í atvinnulífi þjóðarinnar að sumri til. Þróunin í háskólanum virð- ist hafa verið sú á undanförn- um árum, að námstíminn hef- ur lengzt fremur en stytzt. Þannig ljúka menn t.d. lög- fræðiprófi almennt á 6 til 7 árum, en fyrir nokkrum ár- um var ekki óalgengt að því væri lokið á fimm árum. Og vissulega væri mikilsvert, ef hægt væri að stytta námstíma í háskólanum eitthvað. Skýr- ingin á hinum langa náms- tíma þar er að sumu leyti sú, að stúdentar vinna mikið með náminu og einbeita sér ekki að því sem skyldi. Ef stefnt væri að styttingu námstíma í háskólanum, yrði jafnframt að gera stúdentum kleift að stunda námið án verulegra fjárhagsáhyggna, með aukn- um lánveitingum til þeirra. En hverjar skoðanir, sem menn kunna að hafa á þessu máli, þá hefur menntamála- ráðherra óneitanlega hreyft hér athyglisverðum hug- myndum, og æskilegt væri að skólamenn létu í ljós álit sitt á þeim. SKOTIÐ YFIR MARKIÐ Fins og oft vill verða við embættisveitingar, hafa skoðanir verið nokkuð skiptar um það, hverjum eðlilegast hefði verið að veita sýslu- mannsembættið í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeta embættið í Hafnarfirði, en umsækjendur um það voru þrír, eins og kunnugt er. Samkvæmt íslenzkri stjórn skipun er það embættisskylda ráðherra að veita embætti sem þetta, og er það hans að meta það með hliðsjón af öll- um atvikum, hverjum heppi- legast sé að fela starfið. — Dómsmálaréðherra hefur veitt það Einari Ingimundar- syni, bæjarfógeta á Siglufirði, og er það óumdeilanlegt, að hann sé bæði duglegur og í alla staði mjög hæfur embætt ismaður, enda hefur hannmeð prýði gegnt embætti bæjar- fógeta síðan árið 1952. Þessi embættisveiting stenzt á- reiðanlega samanburð við flestar embættisveitingar fyrr og síðar, að því er hæfni þess manns varðar sem embættið hlýtur. Er þó síður en svo sagt að hinir umsækjendurn- ir hafi ekki verið hæfir. En skylda ráðherrans er að velja á milli. Því er haldið fram að níðzt sé á pólitískum andstæðingi og embættisveitingin sé póli- tísk. Ekki er þó vitað til neinna verulegra pólitískra afskipta Björns Sveinbjörns- sonar, en óneitanlega vekur þó óðagot Tímans grun um að það blað hafi fundið einhverja pólitíska lykt, því að venju- lega er afstaða þess mörkuð af henni. Það er rétt, að Björn Svein- björnsson hefur um alllangt árabil verið settur í þetta embætti, en þess er hinsvegar að gæta, að hvorki samkvæmt landslögum né venju hefur verið talið, að sá, sem settur væri í embætti, hefði meiri rétt til að vera skipaður í það en þeir, sem lengri starfsald- ur hafa og skipaðir hafa verið í sambærilegt embætti um langt skeið. borið að skipa þriðja umsækj- andann, en eins og bent hefur verið á, á hann skammt eftir í aldurshámark embættis- manna og af þeirri ástæðu er nokkuð vafasamt að flytja hann í svo veigamikið emb- ætti, þótt enginn efist um hæfileika hans. Að öllu sam- anlögðu er því ljóst, að hvorki er um pólitíska árás né neitt siðleysi að ræða, og á því hafa menn áttað sig, þrátt fyrir heimsstyrjaldarfyrir- sagnir á forsíðu Framsóknar- blaðsins. adamenn hafi verið þreyttir á kosningum þeim, sem ný- lokið er í Kanada, enda voru þær óvinsælar. Lester Pearson, forsætisráð herra Kanada, tókst ekki að auka fylgi flokks síns að nokkru ráði, og hefur hann ekki meirihluta á Kanada- þingi. Fyrir mörgum árum, þegar Pearson var utanríkis- ráðherra Kanada, var hann einn þeirra, sem mesta eftir- tekt vöktu á alþjóðavettvangi, og hafði hann sig mikið í frammi þar. Eftir að hann varð forsætisráðherra Kan- ada hefur hann ekki beitt sér jafn mikið og áður í alþjóða- málum, enda er enginn vafi á því, að innanlandsmál Kan- adamanna eru að mörgu leyti mjög erfið. Ekki er auðvelt að búa í nágrenni svo voldugs ríkis, sem Bandaríkin eru, og Kanadamenn eiga við sér- staka erfiðleika að etja, þar sem er hinn frönskumælandi minnihluti í Quebeck. Úrslit kanadísku kosning- anna hafa sem sé ekki verið ýkja mikil traustsyfirlýsing fyrir Pearson og hinn frjáls- lynda flokk hans. Á sama hátt má búast við að stjórnmála- ferli hins litríka leiðtoga í- haldsflokksins, Diefenbakers, sé nú senn lokið. Hann leiddi íhaldsflokkinn til sigurs eftir áratuga áhrifaleysi í kanad- ískum stjórnmálum, en reynd ist ekki sérlega farsæll stjórn- andi, þegar á reyndi. Segja má því með sanni, að ástandið í kanadískum stjórnmálum að loknum þessum kosningum sé óvissra en áður, og ljóst er, að ríkisstjórn Pearsons stendur veikari eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.