Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 27
Fímmtuefagur. 11 nóv. 1983 MORCU N BLAÐIB 27 - A.B. Kjell Bækkeftund með Frahald af b.l«. 2. upplagi. Án þessarar samvinnu vaeri áhugsandi að gefa bóka- flokk sem þennan út á íslenzku, baekurnar yrðu þá ailt of dýrar. Gat hann þess, að af heildar- upplagi bókaflokksins í Evrópu, sem væri 250—300 þúsund ein- tök, gæfi AB út sex þúsund ein- fök. Bækurnar í Alfræáasafninu verða með svipuðu sniði og Landabækurnar og gerðar með sama hætti. Þær eru þó, að sögn framkvæmdastjórans, stærri og efnisméiri og er þar farið inn á ný svið og kynntar ýmsar grein- ar tækni og vísinda. Allar bæk- urnar eru þannig úr garði gerð- ar. að hinn almenni lesandi á að geta haft af þeim full not, jafn- vel þótt þar segi frá flóknustu og nýjustu uppfinningum. Þegar hef ur verið ákveðið að gefa tíu bæk- ur í þessum flokki sem fyrr segir og verða þær, auk þeirra, sem 'fyrr hafa verið taldar: „Könnun geimsins“ í þýðingu Baldurs Jónssonar, magisters og Gísla Halldórssonar, verkfræðings; „Mannshugurinn" í þýðingu Jó- hanns S. Hannessonar, skóla- meistara á Laugarvatni; „Vís- indamaðurinn“ í þýðingu Hjartar Halldórssonar, menntaskólakenn- ara; „Hreysti og sjúkdómar“ í þýðingu Benedikts Tómassonar, skólayfirlæknis; „Stærðfræðin“ í þýðingu Björns Bjarnasonar, menntaskólakenara; „Efnið“ í þýðingu Gísla Ólafssonar, rit- stjóra og „Fiugið“ í þýðingu Bald urs Jónssonar, magisters. Auk Úr bókinni „FRUMAN". „Lítil stúlka á heimssýningunni í Seattle árið 1962 teygir sig til að fá hetra yfirlit yfir hið risastóra líkan af uppdrætti lífsins, DNA — sameindinni. Til að tákna byggingarefni DNA eru notaðir teinar og kúlur við byggingu likansins ,sem likist helzt nútima ihöggmynd. 1 heild búa þessir hlutar yfir forskrift allrar lífstarf senii og gefa fyrirmæli um hár- nákvæma starfsemi sérhvernar lifandi veru“. þessara manna hefur verið leitað til prófessora við háskólann og fjölda annarra fræðimanna um einstök atriðí. Sagði fram- kvæmdastjórinn, að þýðingar bók anna hefðu verið miklum erfið- Ieikum bundnar og ættu þeir, sem það verk hefðu unnið og aðrir, sem gefið hefðu góð ráð þar að lútandi, miklar þakkir skildar fyrir erfitt og seinunnið starf. Fjöldi manna stóð að frumút- gáfu bókaflokksins fyrir TIME- LIFE, þar á meðal kunnir sér- fræðingar í hverri grein auk þess, sem ritstjórar og ljósmynd- arar TIME-LIFE tóku þátt í gerð þeirra. Útgáfuráð ensku útgáf- unnar skipa René Dubos, pró- fessor við Rockefeller Institut, sérfræðinguy í lífeðlisfræði og meinafræði, sem heimskunnur er fyrir bráutryðjendastarf í gerð fúkaíyfja; Henry Margenau, pró- fessor í eðlisfræði oj» sögulegri náttúrufræði við Yale háskólann Sinióníusveiiinni Leikur píanókonsert Griegs á nýjan Steinway-flýgil i KVOLD kl. 21 heldur Sinfóniu- hljómsveit Isalands fjórðu tón- leika sina ng vcrða þeir að venju haldnir í Háskólabiói. Á efnis- skránni verða þrjú verk, fyrst Capriccio Italien eftir Tsjai- kovski, að píanókonsert i a-moll op. 16 eftir Grieg og loks „Espansiva“ sinfónia nr. 3 eftir Carl Nielsen, og er hún flutt í tilefni 100 ára afmælis hans, en hann var eins og kunnugt er eitt af fremstu tónskáldum Dafta. Stjórnandi verður Bohdan Wodicko. Einleikari í píanókonsert Grieg verður nc.rski píanóleikarinn Kjeil Bækkelund, en hann er nú einn af fremstu píanóleikurum Noregs. Hann er 35 ára áð aldri og hefur numið píanóleik hjá Nicoiai Dirdal í Osló, Göttfried Boon í Stokkhólmi og Seidlhefer í Vin. Hann kom fyrst fram opin- berlega átt.a ára gamall og lék þá með íilharmonisku hljóm- sveitinni í Osló Var hann upp frá því álitinn undrabarn, en hann lét frægðina ekki stíga sér til höfuðs, heldur hélt áfram ströngu námi sínu, og aflaði sér auk píanókunnáttu, mikillar og almennar tónlistarþekkingar. Hef ur hann m. a. verið tónlistar- gagnrýnandi tveggja Oslóar- blaða. Bækkelund hlaut fyrstu verð- Aðolfundur Sjúlfslæðis- félugs Kópuvogs AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Kópavogs verður haldina nk. miðvikudagskvöld 17. nóv. og hefst hann kl. 20.30. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf en siðan mun Axel Jónsson ræða bæjarmál. Sjálfstæðisfólk í Kópavogi er hvatt til að fjölmenna. laun á hátíð norrænna tónlistar- manna, sem haldin var í Þránd- heimi 1953, og sama ár hreppti hann „Harriet Cohen verðlaana- peninginn“ í London, sem „bezti píanóleikari ársins“. Þá hlaut hann verðlaun fiá „Dansk Disco- fil Forening" ásarnt Erling Blön- dal Bengtson. Loks hlaut hann í ár verðlaun frá norskum tón- listargagnrýnendum fyrir túlkun sína á nútíma tónlist, sem hann afþakkaði. Hann skýrði frétta- mönnum frá því í gær, að for- sendan fyrir þeirri neitun hefði verið sú, að hann taldi gagnrýn- endurnar ekki hafa nægilega þekkingu á nútíma tónlist til þess að vera færir um að dæma um, hvort hann hefði gert vel eða illa. Kjell Bækkelund er vafalaust í fremstu röð norrænna píanista. Það má glöggt sjá af framferli hans, sem rakinn er hér á undan, en auk þess hefur hann fengið mjög lofsamlega dóma fyrir fágaða túlkun sína í öðrum borg- _____________________ Flytur tvo fyrir- lestro í R-vík KOMINN er hingað til landsins indverskur Randarikjamaður, sem hefur mikinn áhuga á heil- brigðu og friðsamlegu lífi. Hann er forystumaður alþjóðlegs fé- lagsskapar, sem hefur slikt á sinni stefnuskrá. Maðurinn heitir Jay Dinsihah. Hann mun flytja fyrirlestur í kvöld á vegum Náttúrulækninga félags Reykjavíkur í Guðspeki- félagshúsinu og nefnist fyrirlest- urinn „Sjálfshjálp til heilsu og hamingju“. Á föstudagskvöldið flytur Dins hah fyrirlestur á sama stað á vegum Guðspekifélagsins og só fyrirlestur heitir „Hin indverska kenning um meinleysi“. og ritstjóri „American Journal of Science"; og C. P. Snow, sem unnið hefur sér alþjóðlegra við- urkenninga fyrir sögur sínar um vísindin og framfaraþjóðfélagið. Hann er eðlisfræðingur að mennt un og hefur starfað frá 1964, sem ráðunautur brezka tæknimála- ráðuneytisins. Allir hafa þessir menn skrifað fjölda bóka. Hver bók í Alfræðasafninu verður um 200 bls. að stærð í sama broti og Landabækurnar. Bækurnar skiptast jafnan í átta kafla og er sérstök myndafrá- sögn fyrir hverjum þeirra, þar sem sérstök viðfangsefni eru tek- in fyrir, frá þeim sagt og þau skýrð með fjölda mynda. Sam- tals eru um 110 myndasíður í hverri bók — með ljósmyndum, kortum og skýringarmyndum — þar af 70 síður í litum. Þess utan eru fjölmargar skýringarmyndir með meginmáli bókanna. Þá fylg ir hverri bók ýtarleg atriðisorða- skrá til að auðvelda uppflettingu á einstökum atriðum og í lok bókarinnar um Frumuna hefur þýðandi bætt orðasafni yfir frumulíffræði. Þegar allar bæk- urnar í safninu eru komnar út, verður gefin út sérstök atriðis- orðaskrá fyrir þær allar í senn. Verð bókanna verSur um kr. 350,00 fyrir félagsmenn AB en um kr. 425,00 fyrir aðra. Bækur þessar eru fullunnar í Hollandi og koma samtímis út í átta Evrópulöndum, auk íslands. íslenzka útgáfan er sett í prent smiðjunni Odda h.f., en texti bók anna er sendur til Hollands á filmum, sem Litbrá hefur gert. Sagði Baldvin Tryggvason, að þessir aðilar hefðu unnið þarna ákaflega vandasamt verk og farizt það mjög vel úr hendi — og væri hið sama að segja um aðra, sem þátt ættu í útgáfu Al- fræðasafnsins. SEPTEMBERBÓKIN Sem fyrr segir kemur einnig út í dag September-bók AB. Nefnist hún „Hún Antónia mín“ og er eftir bandarísku skáldkon- una Willa Cather. Bók þessi kom fyrst út árið 1918, vakti mikla athygli og var á næstu árum þýdd á mörg tungumál. Á síðustu árum hefur hún verið endur- útgefin víða og kemur nú út á íslenzku í fyrsta sinn. Séra Friðrik Á. Friðriksson hefur ís- lenzkað bókina, sem er 330 bls. að stærð. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f. en bundin í Félagsbókbandinu h.f. Kápu og titilsíðu hefur Kristín Þorkelsdóttir teiknað. Skáldikonan Willa Cather fædd ist í Virginia í Bandaríkjunum, árið 1873 en fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum til Nebraska og er þar sögusvið margra bóka hennar — m.a. þeirrar er nú kemur út. Þar segir frá landnemum í Nebraska, baráttu þeirra, sigrum og sorg- um. Sögupersónur eru innflytj- endur frá Norð l löndum og Bæ- heimi í Tékkóslóvakíu og gerist sagan Iaust fyrir síðustu alda- mót eða um svipað leyti og ís- lendingar fluttu umvörpum vest- ur um haf. Willa Cather er talin standa í fremstu röð bandarískra skáld- sagnahöfunda á fyrri hluta 20. aldar. Kom fyrsta bók hennar ,,Brú Alexanders" út árið 1912. Skáldkonan lézt í New York árið 1947. ík Kjell Bækkelund — einn þekktasti píanóieikari Norðmanna. um Evrópu eins og París, Berlin og Briissel, svo eitthvað sé nefnt. Það má áð lokum geta þess, að Sinfóníuhljómsveitin og Ríkisút- varpið hafa fest kaup á nýjum Steinway-flýgli en það er talin bezta flýgiltegundin, og mun Bækkelund vígja hann á tónleik- unum í kvöld. — Ofboðslegt Framhald af bls. 1. flugvöllinn, því að allir strætisvagnar voru önnum kafnir við að flytja fólk úr borginni. Urðu því farþegar að halda til í göngum og sölum flugvallarbyggingar- innar. Ingvar sagið ennfremur að á hóteli því, sem hann hafði haldið til á, hefði allt troð- fyllzt af fólki utan af göt- unni, sem leitaði þar inn um nóttina til þess að fá eitt- hvert húsaskjól, því að eng- in tök voru fyrir þetta fólk til þess að komast heim til sín. Þá hefðu allir matsölustaðir í miðbiki borgarinnar orðið að hætta afgreiðslu sinni, því að enda þótt hægt hefði ver- ið að matreiða með1 gasi, sem yfirleitt er notað þarna, þá var bókstaflega allt uppétið, sem borða mátti vegna hins gífurlega mannfjölda, sem ekki komst heim til sín og leitaði því inn á matsölustað- ina í von um að geta fengið þar eitbhvað að borða og húsa skjól, en hefði með eðlilegum hætti verið fyrir löngu farið heim til sín. Ekki sagði Ingvar, að nein skyndihræðsla hefði komið upp á meðal borgarbúa, og hefði það mátt teljast furðu- legt miðað við, hve margir hefðu t.d. lokazt niðri í neð- anjarðarlestum. Flestir höfðu hins vegar einhverja hug- mynd um, hvað væri að ger- ast, því að nokkrar útvarps- stöðvar í borginni hefðu vara- aflstöðvar og hefðu menn get- að hlustað á þær með rafhlöðu tækjum. Að lokum sagði Ingvar Þor- gilsson, að það befði verið ofboðslegt að sjá, hvernig hin risavaxna borg hefði gjör- samlegast lamazt í einni svip- an, þegar rafmagnslaust varð. Áhrifin hefðu verið geigvæn- leg og fullkomlega útilokað að gera sér fyrirfram í hugar lúnd það, sem þarna hefði gerzt. 3en Bella Framh. af bls. 11 samband við fjölskyldu sín* og sagt henni, að hann væri við góða heilsu og farið væri vel með hann, að því haft er eftir talsmanni alsírska stjórnarinnar i gærkvöldi. Ekki var skýrt frá því, hvar hinn fyrrverandi for- seti dveldi og byltingarráð það, sem er við völd í land- inu, hefur heldur ekki skýrt frá því, hvenær Ben Bella verði látinn koma fyrir rétt eða hvort yfirleitt verði bor- in fram nokkur ákæra gegn honum. — Braathen Framh. af bis. 1. Friendship, sjö DC 6 og eina Sky master flugvél. Ætlun Braathens mun vera að láta hinar nýiu flugvélar taka þátt j innanlandsflugi í Nocegi, en hann er þeirrar skoðunar að breyting muni eiga sér stað jafnt og þétt í þá átt, að þotur taki við í flugi í framtíðinni og vill hann vera undir það búirm að taka þátt í þeirri þróun. Hinar nýju flugvélar Braat- hens munu verða nýjasta gerðin sem fram hefur komið, af Beeing þotum og eru smíða'ðar með það fyrir augum að annast styttri flugleiðir — frá 160 km til 2i080 km. Hafa þegar verið pantaðar um 100 slíkar flugvélar hjá fram- leiðendum þeirra og er ráðgert, að hin fyrsta þeirra verði af- hent hausti’ð 1967. — Rafmagnslaust Framhald af bls. 1. dvelst á búgarði sínum í Texas, gaf fyrirskipun um, að alrikis- lögreglan FBI myndi rannsaka málið, eftir að gefið hafði verið í skyn, að verið gæti um skemmdarverk að ræða. Lýsti forsetinn því yfir. að öll hugsan leg aðstoð myndi verða veitt þeim ríkjum, sem hefðu orðið fyrir tjóni og í New York gaf Nelson Rockefeller ríkisstjóri þjóðvarðarliðinu fyrirskipun um að vera viðbúið. Rafmagnstruflunin mun hins vegar ekki hafa haft í för með sér truflun á varnarkerfi Bandaríkjanna, því að í þvi er gert ráð fyrir því, að slíkt æm þetta kunni að geta komið fyrir, og því eru sérstakar vararaf- stöðvar til staðar, þaðan sem varnarkerfi landsins er þegar í stað veitt rafmagn. Var það gert nú og lýsti bandaríska varnarmálaráðuneytið því yfir, að varnarkerfið hefði staðizt þessa óvæntu raun vel. Einstaka útvarpsstöðvar hiéldu áfram sendingum sinum með að stoð vararafstöðva. Allt líf í hjarta New York-borgar, svo sem á Broadway, Times Square og Fifth Avenue var hins vegar algjörlega lamað í gærkvöldi Flugvélar, sem voru á leið til flugvalla á svæðinu, þar sem rafmagnslaust varð, urðu að leita til annarra flugvatla og urðu fyrir miklum töfum. — Á meðal farþega einnar flugvélar- innar var Tage Erlander, for- sætisráðherra Sviþjóðar. Johnson forseti hefur til- kynnt að stjórnskipaðri nefnd muni verða falið að rannsaka til hlítar orsakir rafmagnstruflun- arinnar og skila áliti um ráið- | stafanir til þeás að fyrirbyggja, ' að slíkt kuuni að koma fyrir aft ' ur. — ,t, Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN INGIMUNDARDÓTTIR andaðist á Elliheimilinu Grund, miðvikudaginn 10. nóv. Anna Sumarliðadóttir, Ólafía Sumarliðadóttir, Jón Suniarliðason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.