Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.1965, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 11. nóv. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 19 SÝNINGUM er senn að Ijúka á Sú gamla kemur í heimsókn hjá Leikfélaginu og átti síðasta sýn ingin a'ð vera á laugardag. En aðsókn hefur verið svo mikil, að uppselt hefur verið á fjórar síð- ustu sýningarnar og verður því að minnsta kosti höfð ein auka- sýning í næstu vik)(i. Á myndinni hér sjást Regína Þórðardóttir, sem leikur þá frægu milljónafrú Claire Zachanassian, Arnar Jóns- son, sem leikur eiginmenn henn- ar þrjá og leikstjórinn Helgi Skúlason. Öll hlutu þau miki'ð lof fyrir þátt sinn í þessari sýn- ingu, svo og Gestur Pálsson, sem hlaut Skálholtssveininn að laun- um fyrir leik sinn í hlutverki Alfreðs Ills. Frá Hólum ÉG HEFI orðið var við að margir iesendur Morgunblaðsins hafa áhuga á fréttum frá Hólum, enda Merkui bruut- rySjundi í tón- smíðum lútinn New York 6. nóv. (AP). EDGAR Varese, sem að margra áliti var fyrsti maðurinn, sem hugsaði um tónlist í þremur víddum og einn af seinustu brautryðjendum nútímatónlistar, lézt í New Ýork s.l. laugardag, 82 ára að aldri. Varese, sem var nemandi Richards - Strauss og Feruccio Busoni, lézt í sjúkrahúsi eftir uppskurð. Hann var fæddur í Frákklandi, en fór til Bandaríkj anna skömmu etfir heimstyrj- öldina fyrri og hefur alla tíð verið mjög umdeildur framúr- stefnumaður á sviði tónsköpunar. Hann var fyrsta tónskáldið sem samdi elektrónískar tónsmíðar og í tímaritsgrein, sem hann rit aði 1917, segir hann m.a.: „Mig dreymir um hljóðfæri, lem er undirgefið hugsunum mínum, og sem með sínum nýju ©g óvenjulegu hljóðum muni verða tjáningarmiðill fyrir mitt innra hljóðfall“. Edgar Varese lætur eftir sig konu og eina dóttúf. í Hjaltadal er það vitað mál að staðurinn á bísna _ mikil ítök í hugum fólks- ins. Ég fór því til Hauks Jö>r- undssonar, skólastjóra, og bað hann um fréttir, sem hann veitti greiðlega. Eins og allir vita er á Hólum rekið stórbú, og hefur skólabúið verið svo lánsamt að hafa um árabil ágætan bústjóra. Allt fjár- búið, sem er í vetur um 550 í fóðrum, er undir nákvæmri rannsókn og eftirliti Stefán Að- alsteinssonar, og eru eftirfarandi upplýsingar fengnar frá honum. Af ám, sem báru, voru 41% tvi- lembdar. Ein ær var þrílemd. Meðalfallþungi sláturlamba var 14.3'6 kg. og reiknaður meðal- fallþungi allra lamba var 14.64 kg. Af lömbum reyndust 6% með alhvítar gærur í haust, 27% með gulan lit á skæklum og 67% með áberandi gular illhær- ur í gærunni. Við samanburð á á fallþunga lamba frá haustinu 1964 undan völdum hrútum með alhvíta ull og hrútum með gular illhærur í ull kom ekki fram teljandi miunur á fallþunga, og sama útkoma reyndist við þessar rannsóknir í haust. Frá öðrum búgreinum er það að segja, að í fjósi miunu vera 60 gripir, þar af 40 fuUmjólka. Hrossin eru eitthvað færri en sl. ár, eða 80—90 talsins. Nýafstað- ið er námskeið þar sem kenndir voru hestadómar. Sóttu það full- trúar frá hestamannafélögum á Norðurlandi, en Landssambamd hestamanna gekkst fyrir nám- skeiðinu. Þá er að segja frá skólanum, sem er fullsetinn með 34 nem- endum, og nú þegar hafa 8 sótt um námsvist næsta vetur. Skóla- fyrirkomulag er svipað og síð- astliðinn vetur, en tveir nýir kennarar eru komnir að skólan- um, þeir Sigfús Ólafsson, ný- brautskráður frá landbúnaðar- háskóla í Danmörku og Stefán Guðmundsson, sem kennir á vélar o.fl. Skólastjóri er mjög ánægður með þær breytingar á húsaskip- an og aðgerðum, sem fram fóru að mestu næstliðið ár. Þó telur hann að margar umbætur þurfi tvö á Hólum, annað fyrir starfs- ennþá að gera. Matarfélög eru fólk, en hitt fyrir skólann, og borðar skólastjóri og sumir af kennurunum þar einnig. Nú næstu daga er ákveðið að byrjað verði á borgun fyrir heitu vatni, og er ákveðið að fyrsta holan verði rétt við túnfótinn, en annars verður borað handan Hjaltadalsár í Kálfastaðalandi. í miklu flóði, sem nýlega kom í Hjaltadalsá, sprengdi áin varnargarð mikinn, sem gei^ur var í skólastjóratið Kristjáns Karlssonar. Flæddi áin yfir túnið allt heim að brekkum, þar sem búsin standa. Urðu af þessu flóði miklar skemmdir á túniinu. Byrjað er nú að gera við varnar- garðinn. Á svo fjöknennu heimili sem Hólum mé^ heilsuifarið teljast gott, og var skólastjóri ánægður með það, sem af er skólaárinu. Björn í Bæ. IMemendaskipti þjóðkirkjunnar í NOKKUR ár hefur Þjóðkirkja íslands veri'ð aðili að stofnun, sem hefur það að markmiði að stuðla að auknum kynnum og skilningi þjóða í milli með því að gefa ungmennum kost á því að dveljast eitt ár í framandi landi. Stofnun þessi nefnist Int- ernational Christian Youth Ex- change (I. C. Y. E.) Á vegum Þjóðkirkjunnar voru nemendaskipti þessi í fyrstu ein- skorðuð við Bandaríkin, en á þessu ári var í fyrsta sinn send- ur nemandi til Evrópulands (Þýzkalands). Á þessu ári dvelj- ast 18 ungmenni í Bandaríkjun um á vegum Þjóðkirkjunnar og 1 í Þýzkalundi. Alls eru þá þátt takendur orðnir 79 frá upphafi. Þessum skiptum er hagað þann ig, a’ð unglingarnir dveljast í eitt ár á erlendu heimili, ganga í skóla og taka þátt í kirkjulegu starfi fyrir ungt fólk o. s. frv. Þjóðkirkjan auglýsir nú eftir umsóknum um nemendaskiptin, og er umsóknarfrestur til 15. desember. Umsækjendur þurfa að hafa góða undirstöðuþekkingu í ensku, vera félagslega sinnaðir og á allan hátt verðugir fulltrúar lands og kirkju. Einnig óskar Þjóðkirkjan eftir umsóknum frá fjölskyldum, sem vildu taka unglinga frá Banda- ríkjunum eða einhverju Evrópu landi til ársdvalar. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 16 ára 1. sept. 1966 og ekki eldri en 18 ára sama dag ttt þess að þeir komi til greina. Allar nánari upplýsingar um nemendaskiptin gefur æskulýðs- fulltrúi Þjóðkirkjunnar, Klappar stíg 27 (Biskupsstofu), sími 12236. Einnig afhendir hann um- sóknareyðublöð. Iðnþing hefst í dag í DAG kl. 11 f.h. verður 27. Iðnþing íslendinga sett í Bæj- arbíó í Hafnarfirði. Forseti Landssambands iðnaðarmanna, Vigfús Sigurðsson, húsasm.m., mun setja þingið og iðnaðar- málaráðherra Jóhann Hafstein mun flytja ávarp. Þingstörfum verður haldið á- fram eftir hádegi í fundarsal fé- lagsheimilis Iðnaðarmannafé- lagsins í Hafnarfirði. Verður þar flutt skýrsla stjórnar Lands sambandsins um starfsemina á síðasta starfsári, ennfremur vera framsögur . um þau mál, sem eru á málaskrá þingsins, áður en þeim er vísað til nefnda. A málaskrá Iðnþingsins eru 17 mál. meðal annarra iðn- fræðsla og tæknimenntun lána mál iðnaðarins, verðlagsmál, inn flutningur iðnaðarvara og tolla- mál. Ráðgert er að iðnþinginu ljúki næsta laugardag. Þingið sækja rúmlega 100 fulltrúar víðsvegar að af landinu. ,Hugsað upphátt# Mý bók eftir Ólaf Tryggvason KOMIN er út ný bók eftir Ólaf Tryggvason. sem nefnist „Hugsað upphátt“. f kynningu á bókinni segir að hún fjalli um mannlífið í dag, staðfestu þess og breyti- leika, dulin rök þess, fjölbreytni og einfaldleika. Höfundur segir m.a. í formála: „Ég er einn af þeim hversdags- mönnum, sem staðið hafa undr- andi frammi fyrir sumum þeim kenmngum og kreddunv sem fléttaðar hafa veríð inn í kristn- ina. — Ég hefi valið mér það viðfangsefni að sýna fram á, og færa því rök, að kristinn boð- skapur og kristiu trú var upphaf lega einfalt líf, satt og fagurt“. Auk formála og lokaorða er bókinni skipt í 14 kafla, og nefn- ast þeir: Mótun lífsviðhorfa, Sannleikurinn lifir í manninum sjálfum, Upphaf og frumkvæði, Játningin mikla, Trúnaður hjart ans, Andagáfur, Réttlæti, Lífs- blær leyndardómanna, Stundum má sköpum renna, Kristin trú er kærleiksathöfn. Líf og form, Nið- Ólafur Tryggvason urstaða, Dulheiinar andans og Á vegamótum. ; Áður hafa komið út eftir Ólaf Tryggvason bækurnar „Huglækn ingar“ og „Tveggja heima sýn“. Bókin er 192 bls. að stærð. Útgefandi er Skuggsjá. jola.pla.ta.n HÁTIÐ Z I LP-1022 HATÍÐIBÆ tilvalin jbiaerjöf til vina og kunningja heima og heiman 20 JOLA- OG BARNASONGVAR HAUKUR MORTHENS ADFANUAOIGSKVULU I BEHEHEM EH BARN 0SS F*TI GÖNGUM VID í KRINCUM EINH BERJARUNN - J0LASVEINAR EINN OG ÁTTA- ÞAD ER LEIKUN AD LiERA - NU GJALLA KLUKKUR HVIT JOL - HUN ÞVRNIR0S VU BESTA BARN- MANIMA MIN JÓLAKLUKKUR - HATlO I IC J0LALJ0S SKCRT - EF AD HJA PABBA EIRN FIMMEYRING ES FENGI - ÞAÐ Á A0 6EFA BÖRNUM BRAUÐ - ADAM ÁTTI SVNI SJÖ HANN TUMI FER A FCTUR - DANSI DANSI DUKKAN MiN - HVAR SEM FLÝTUK MITT FLEY .- HEIM TIL ÞiN - HEIMS UM BÖL Utgefandi Hljódfæraverziun Sigridar Helgadottur UTSETNING: ÓLAFUR GAUKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.