Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1966, Blaðsíða 3
f Laugardagur 15. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 Hótelbyggingin, eins og hun litur ut i dag. Mesti byggingarhraöi á íslandi Hótel Loftleiðir teiknað 09 byggt á 16 mánuðum forstjóri ráðinn vorið 1965, að hálfu Loftleiða hf. til þess að vera til ráðuneytis og annast undirbúning á rekstri hótels- ins og síðar að hafa á hendi hótelstjórn fyrst um sinn. Stærð hótelsins er um 23.500 rúmmetrar. í kjallara þess er eldhús, geymslur og aðstaða fyrir starfsfólk. í>ar er einnig sundlaug með tilheyrandi böð- um, snyrtiherbergjum, rakara- stofu og hársnyrtingu. Þar eru einnig finnskar gufubað- stofur fyrir bæði karla og konur. Á 1. hæð eru tveir rúmgóðir samkomusalir deild úr eldhúsi, barir, kaffitería, hótelanddyrið með tilheyr- andi gestamóttöku, fundar- herebrgi og þar er einnig fyrirhuguð ný bæjarflugstöð Loftleiða hf (Town terminal). Á 2., 3. og 4. hæð eru gesta- herbergi alls 108 að tölu. öll herbergin eru með bað- herbergjum. Rík áherzla er lögð á að gestir fái þar þægi- leg herbergi, gott næði og snyrtilegt umhverfi. í upphafi verksins varð Ijóst að með þeim hraða, sem hótelið átti að byggjast, það er á 16 mánuðum, þá yrði að grípa til nýrra byggingar- hátta, það er að hagnýta sér sem mest verksmiðjufram- leidda húshluta. Mæddi þetta mjög á verk- fræðingum að finna heppilega byggingaraðferð, sem hentaði þeim grunni, sem þegar var uppsteyptur og eins á allri skipulagningu framkvæmd- anna. Með samstilltu átaki tókst á ótrúlega skömmum tíma að koma húsinú upp, eða á rúm- um sjö mánuðum, til þess að hægt yrði að hefja innrétting- arvinnu og að loka húsinu með álútveggjum í tæka tíð. Er því verki nú að ljúka. Á meðan á uppsteypingu hússins stóð, var þannig hægt að vinna jafnframt að gerð útveggjanna og að því að smíða innréttingar í húsið, sem eru nú sem óðast að ber- ast að hvaðanæfa úr verk- smiðjum innanlands og utan. Enda þótt farið hafi verið inn á ýmsar nýjungar í bygg- ingartækni við hótel þetta hafa íslenzkir iðnaðarmenn reynzt hinir ágætustu og verið fljótir að tileinka sér nýjar vinnuaðferðir, og að vfnna með nýjum efnum. Reynt verður til þess ítrasta að ljúka hótelinu fyrir 1. maí nk. og virðist það mega takast, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Helztu erfiðleikar hafa verið þir að fá ýms byggingarefni og tæki í tæka tíð, enda af- greiðslufrestur á slíku stöðugt að lengjast vegna mikilla byggingarframkvæmda, t. d. um norðanverða Evrópu. Teikningar og annar tækni- legur undirbúningur varð hins vegar að vinnast jafnframt framkvæmdum á byggingar- stað og því oft lítið svigrúm til efnisútvegana. Allt hefir þó þetta enn tek- izt sæmilega með aðstoð Inn- kaupadeildar Loftleiða hf og þeirra verkstæða og fyrir- tækja sem sjá um að koma Framhald á bls. 2£^ „Kall hins nýja tíma"! Eins og getið hefur verið trm hér í Morgunblaðinu áður birt- ist forustugrein í jólablaði mál- gagns Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi undir hinni háfleygu fyrirsögn „Kall hins nýja tíma“, þar sem m.a. var fjallað um stóriðjumálið og áherzla á það lögð, að „afstaða“ manna og flokka, byggist á skynsamlegu mati staðreynda, en ekki á hleypidómum“. Síðan var sagt, að „þingmenn t.d. gætu í janúarmánuði n.k. rætt mál þetta á fundum í kjördæmum sínum, og þannig kynnst sjónar- miðum kjósenda sinna áður en þeir taka afstöðu til þess í byrjun þinghalds eftir jólaleyfi. Hvort málsmeðferðin verður þessi skal ósagt látið, en víst væri það æskiiegt“. Þetta vorn sem sagt hinar frómu hugsanir Framsóknarmanna i Reykjanes- kjördæmi um það, hvernig þeir mundu mynda sér skoðun um alúmínmálið og marka afstöðu sína til þess. Og vissulega hefðu þessi vinnubrögð verið til fyrir- myndar, ef til þeirra hefði kom- ið. En sú var ekki raunin, eins og öllum er kunnugt. Einmitt um sama leyti og þetta jólablað Framsóknarmanna í Reykjanes- kjördæmi kom út, fékk Eysteinn Jónson skyndilega þá flugu í höfuðið, að nú væri tími til kominn, að Framsóknarflokkur- inn tæki afstöðu til alúmínsmáls inis, þvert ofan í margitrekaðar yfirlýsingar hans sjálfs og flokks hans um það, að slík af- staða yrði ekki tekin fyrr en allar upplýsingar lægju fyrir. Og Eysteinn Jónson Iét hendur standa fram úr ermum, kallaði saman þingflokk sinn og barði þar niður harða andstöðu nokk- urra þingmanna Framsóknar- flokk.sins gegn hinni neikvæðu afstöðu hans sjálfs og þeirrar klíku, sem í kringum hann er í þingflokki Framsóknarflokks- ins. Síðan hafa hinir hugdjörfu þingmenn ekkert látið til sín heyra. Hvað segja kjósendur F ramsóknarf lokksins? Eysteinn Jónsson hefur tekið sína afstöðu og barið þingmenn sína til fylgis við hana. Eftir er hinsvegar að vita, hvaða afstöðu kjósendur Framsóknarflokksins taka til þessa máls. Þótt að hon- um hafi safnazt á síðustu árum mislitur hópur vinstri manna. sem alltaf hafa verið óánægðir og ekkert fundið til þess að halla höfði sínu að, er þó ákveð- inn hópur kjósenda Framsóknar flokksins, sem hefur helbrigðara viðhorf til þessara mála en for- ustumenn hans. Þessum kjós- endum var lofað því í jólablaði Framsóknarmanna í Reykjanes- kjördæmi, að þeir yrðu spurðir ráða um afstöðuna til alúmíns- málsins. Það loforð hefur nú verið svikið, og eftir er að sjá hver svör þeirra verða við þeim svikum. Svo kann að fara, að Framsóknarforingjamir finni, að þótt þeir hafi ekki reynzt færir um að byggja afstöðu sína til stórvirkjunar og stóriðjumála á „skynsamlegu mati stað- reynda,“ þá séu margir kjósend- ur þeirra reiðubúnir til þess að leggja slíkt mat á þessi mikils- verðu mál. Og allavega er öll- um þeim, sem skilja þarfir nýrra tíma, — sem Framsóknarforust- unni er fyrirmunað að skilja, — Ijóst, að unga fólkið í þessu landi skilur kall hins nýja tíma, og veit hvers það krefst. Það munu Eysteinn Jónsson og kumpánar hans sannreyna áður en lanet um líður. Stjornendur hotelbyggin.garinnar: Þorvaldur Daníelsson eftirlitsmaður, Páll Flygenring verkfræðingur, Ólafur Júlíusson byggingafræðingur, Guðmundur Jóliannsson yfirsmiður (sitjandi), Hörður Magnússon verkstjóri verkamanna, Benóný Kristjárusson pipulagninga- meistari, Kristinn Björnsson tæknifræðingur og Þorvaldur Guðmundsson forstjóri. VIÐ brugðum okkur út á Reykjavíkurflugvöll í gær til að skoða hið nýja hótel Loftleiða, náðum þar í nokkra yfirmenn fram- kvæmdanna og spurðum hvernig verkið gengi. Sem kunnugt er á að opna hót- elið hinn 1. maí n.k. og mundi mörgum leikmann- inum, sem sér á hvaða stigi byggingin er nú, þykja ólíklegt að svo yrði. En við fáum á þessu öllu skýr- ingu og mun þetta sú stór- bygging, sem hér á landi hefir verið reist á skemmst um tíma. í upphafi göngum við um bygginguna með Þorvaldi Guðmundssyni forstjóra, sem sér um bygginguna frá sjón- armiði hótelhaldarans og verður hótelstjóri til að byrja með. Okkur gefst því miður ekki tækifæri að ræða við Pál Flygenring, verkfræðing, því hann er þessa stundina að semja við þýzkan raffræðing, sem sjá á um frágang á ýms- um vélum í eldhús. ★ Ólafur Júlíusson bygginga- fræðingur skýrir okkur frá framkvæmdum og gefur lýs- ingu á byggingunni. Honum fórust orð á þessa leið: „Þegar Loftleiðir h.f. fluttu flughöfn sína til Keflavíkur, ákvað stjórnin að hagnýta þann grunn, sem þegar var uppsteyptur fyrir flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem hluta af nýbyggingu fyrir hótel. Arkitektunum Gísla Hall- dórssyni, Jósef Reynis og Ólafi Júlíussyni var falið að teikna hið fyrirhugaða hótel. Yerkfræðingar voru ráðnir til þessara framkvæmda, sem hér segir: Teiknistofa Stefáns Ólafs- sonar, sér um burðarþolsreikn inga og teikningar af berandi húshlutum. Jóhann Indriðason rafmagns verkfræðingur teiknar raf- lagnir. Verkfræðistofan Ein- arsson og Pálsson annast hita- og loftræstingar teikningar. Jón A. Skúlason verkfræð- ingur teiknar fjarskiptakerf- ið. Jörgen Pedersen var ráðinn sem sérfræðingur um hljóð- deyfingu. Aðal byggingarmeistarar eru Þórður Kristjánsson og Þórður Þórðarson. Við upphaf verksins var danskur arkitekt, Bent Sever- in, ráðinn sem ráðgefandi um hótelrekstur (hótel konsulent) og teiknar hann einnig inn- réttingar í samkomusali hótels Friðrik Gíslason veitingastjóri ins í samráði við Teiknistof- una s.f. Ármúla 6, og Þorvald Guðmundsson forstjóra. Byggingarframkvæmdir hóf ust 1. janúar 1965 og var þá Almenna byggingarfélaginu falin yfirumsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum og að hálfu Loftleiða h.f. ráð- inn eftirlitsmaðurinn Þorvald- ur Daníelason. Verkfræðingur inn Páll Flygenring frá Al- menna byggingarfélaginu og Þorvaldur Daníelsson hafa haft alla yfirumsjón á bygg- ingarstað. Þegar byggingarframkvæmd ir voru komnar vel af stað, var Þorvaldur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.